Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. september 1975 ItMINN Þaö er gott aö geta tyllt sér niour andartak og hvílt augu og skrokk um stund frá öllu þvl, sem vift blasir á Alþjóðlegu vörusýningunni I Laugardal. ABstandendur sýningarinnar eru harla glaftir yfir aösókn- inni. Rúmlega 47.000 manns höf&u séö sýninguna I gærkvöldi, en áformaö er, aö henni ijúki næstkom- andi sunnudag. —Tlinamynd Gunnar. ÞETTA ER VÉLIN, SEAA NEFNDIN VILDI KAUPA BH—Reykjavík — Nefnd, sem skipuð var fyrri hluta árs 1974 til þess aö gera athugun á flug- rekstri Landhelgisgæzlunnar, hefur skilaö álitisínu. Kemur þar fram, að eftir yfirvegun og mat á eiginleikum, liaii veriö ákveöið að mæla með kaupum á flugvéi af gerðinni Beechcraft King Air E- 90, en eins og kunnugt er hefur Landhelgisgæzlan þegar fest kaup á flugvél af Fokker Friend- ship-gerð. í skýrslu nefndarinnar er lögð áherzla á sex meginatriði, sem eru þessi: 1. Keypt verði flugvél af gerð- inni Beechcraft King Air E-90, sem'tekur hluta af þeim verkefn- um, sem nii eru unnin með TF- SYR, þannig að TF-SYR mun nýtast betur til gæzlu þess svæðis, sem er fjær landi. 2. ViðbótartækjabUnaður verði keyptur i TF-SYR, er stuðli að auknu öryggi og bættri aðstöðu til starfa um borð. 3. Leiguflugvélar verði notaðar til landhelgisgæzluflugs, þegar þörf þykir vegna álags eða að- stæðna. 4. Keypt verði lórantæki til að nota i leiguflugvélum >og sem varatæki fyrir TF-SYR. 5. Gerö verði nánari tæknileg athugun á kaupum og nýtingu sérhæfðs tækjabUnaðar, svo sem sérhæfðs leitarradars með 360 gráða sjónarsviði og lórantækis með rafreikni fyrir TF-SYR. 6. Gerð verði könnun á þvl, hvort bygging flugskýlis Uti á landi geti leitt til hagkvæmari nýtingar á loftförum Landhelgis- gæzlunnar. Eigendur5 eiga eftir undir samkomulagið kaupskipa að skrifa BH-Reykjavik. — Þetta mjak- ast I rétta átt. Eigendur eins skips til viðbótar undirrituðu sam- komulagið I dag. Það voru eig- endur Sögu, þannig að nú nær verkfall raunverulega aðeins til fimm kaupskipa. Ekkert þeirra hefur þó stöðvazt ennþá, þar sem þau hafa ekki komið tii islenzkrar hafnar. Verkfall var boðað á skip- um þessum frá miðnætti aðfara- nótt miðvikudags. Það eru eig- endur kaupskipanna Eldvfkur, Hvalvikur, Suðurlands, Sæborgar og Vegu, sem enn hafa ekki skrif- að undir, og einhver þessara Utanferðum íslend- inga hefur fækkað SVO VIRÐIST sem nokkuð hafi dregið Ur ferðalögum Islend- inga það sem af er þessu ári, ef miðað er við árið 1974. Sam- kvæmt upplýsingum Útlend- ingaeftirlitsins voru farþegar til íslands fyrstu sex mánuði yfir- standandi árs 45.204. Þar af voru 16.860 Islendingar miðað við 17.732 á sama tlma I fyrra. Þeimhefurþvlfækkaðum 4.9%. Erlendum ferðamönnum fjölgaði Htilsháttar. Þeir voru 28.344 á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en voru 26.650 á sama tlma I fyrra. Aukning þeirra nemur 6.4%. Af erlendum ferða- mönnum voru Bandarikjamenn flestir, 10.969. Þeim hefur þó fækkað verulega frá þvl I fyrra, eða um 8.8%, er þeir voru 12.022. Norðurlandabiíar voru 7.707 og hefur þeim þvf fjölgað allveru- lega, eða um 21%. Einnig hefur ferðamönnum frá Bretlandi fjölgað. Þeir voru nú 2.248 og nemur aukning þeirra 25.8%. Vestur-Þjóöverjum hefur einnig fjölgað, voru nú 2.843 og er aukning þeirra 24.2%. Mark- verður er hinn sivaxandi ferða- mannastraumur frá Frakk- landi, þaðan komu 786 ferða- menn og hefur frönskum ferða- mönnum fjölgað um 40.9%. Alls voru ferðamenn til Islands 45.204, en voru á sama tima I fyrra 44.382. Aukningin er 1.9%. skipa eru væntanleg næstu daga. Þannig komst Hilmar Jónsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur að orði, er Tlminn hafði samband við hann I gær. I fyrrakvöld lauk atkvæðagreiöslu um samkomulagið, sem undirrit- að var með fyrirvara fyrir rUmri viku, og urðu úrslitin þau að þessu sinni, að samkomulagið var samþykkt með 53 atkvæðum gegn 42, og var þátttaka mun betri nú en þá. Við inntum Hilmar Jónsson eft- ir þvl, hvaða breytingar hefðu orðið á samkomulaginu I seinni gerð, en hann kvað þær heldur smávægilegar, og heföi ekki verið um neinar eðlisbreytingar að ræða, sem kæmu fram I beinum launabótum. Vistmenn á Grund í ferð með FÍB FÉLAG Islenzkra bifreiðaeig- enda mun næstkomandi laugar- dag 6. sept., fara I hina árlegu skemmtiferð með vistfólk af elli- heimilinu Grund. Að þessu sinni verður farið til Grindavíkur og mun bæjarstjórinn, Eirikur Alex- andersson, lýsa staðnum. Kaffi- veitingar verða I félagsheimilinu Festi. Farið verður á einkabilum félagsmanna og vill FIB biðja þá félagsmenn, er tök hefðu á að út- vega blla I ferðina, að hafa sam- band við skrifstofu félagsins að 1 Armtila 27, slmar 33614 og 3835S. NYTT FYRIRKOMU- LAG Á TOLLGÆZLU Á KEFLAVÍKURVELLI Gsal-Reykjavik — Sett hefur verið ný reglugerð um tollfrjáls- an farangur ferðamanna og far- manna við koniu frá útlöndum. Ein aðalbreytingin i þessari nýju reglugerð frá hinni fyrri, er sú, að þar sem tollafgreiðsla farþega fer fram, er tollyfirvaldi heimiit að hafa aðskilda tollafgreiðslu, annars vegar fyrir þá, sem hafa engan tollskyldan farangur með- ferðis við komu til landsins og hins vegar fyrir þá, sem annað hvort hafa tollskyldan farangur meðferðis eða farangur, sem háður er innflutningstakmörkun- um eða banni. Þeir farþegar, sem fyrra atriðið á við um, skulu ganga um hlið, merkt grænu átthyrndu skiltimeðáletruninni: „ENGINN TOLLSKYLDUR VARNING- UR". Siðarnefndir farþegar skulu ganga um hlið, merkt rauðu, ferhyrndu skilti með áletruninni: „TOLLSKYLDUR VARNINGUR". Við skiltin er skráð „TOLLGÆZLA", og sam- kvæmt reglugerðinni eiga áletranir að vera á Islenzku, og þeim erlendu tungumálum, sem tollyfirvöldum þykir ástæða til að hafa. I reglugerðinni kemur fram, að um leið og farþegi hefur gengið um hliö, sem merkt er samkvæmt framansögðu, telst hann hafa svarað þvi, sem tollgæzlumanni ber ella að spyrja um, hvort hann hafi meðferðis tollskyldan varning eöa varning, sem háður er innflutningstakmörkunum eða banni. Finnist hins vegar tollskyldur varningur hjá ferðamanni, sem farið hefur um „græna hliðiö" skoðast sá varningur ólöglega fluttur inn og er gerður upptækur til rlkissjóðs. Þó er ákvæði um það I reglugeröinni, að tollyfir- völd, eða æðsti maður á vakt, t.d. yfirtollvörður eða varðstjóri, megi bjóða viðkomandi ferða- manni svonefnda utanréttarsátt, sem getur numið allt að 20. þús. kr. Umframvarningurinn er engu Flugfarþeg- um á milli landa hefur fækkað NO LIGGJA fyrir frumtölur um farþegaflutninga með flugvélum Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins 1975. Vegna fyrirsjáanlegs sam- dráttar á Norður-Atlants- hafsleiðinni var ákveðið að fæka Loftleiðaþotum um eina, sumarið 1975. Hafa þrjár þotur verið I förum yfir Atlantshafið I sumar I stað fjögurra sumarið 1974. Fyrstu sex mánuði þessa árs fluttu þotur Flugfélags ís- lands og Loftleiða 159.819 farþega milli landa. A sama tlma I fyrra höfðu vélar félaganna flutt 164.122 farþega á millilandaleiðum. Samdráttur I þessum flutn- ingum er þvi á sjöunda þiís- und. Ekki liggja fyrir töiur um sætanýtingu, en hiin mun vera allmiklu betri nú, vegna þess að þá var, eins og áður segir, fjórða þotan I förum á Norður-Atlantshafsleiðinni. Á tfmabilinu 1. jan—30. jUni flugu 93.082 farþegar I áætlunarflugi Flugfélags Is- lands innanlands. Á sama tlma I fyrra voru farþegar á þessum leiðum 90.408. Með þotum International Air Ba- hama flugu á fyrra helmingi þessa árs 36.000 farþegar, en 40.921 á sama tlma I fyrra. Alls námu farþegaflutningar félaganna 288.900 á tímabil- inu 1. jan.-30. júnl á þessu ári. aö siður gerður upptækur, en far- þeginn sleppur við dómsmeðferð og brotið fer ekki inn á sakaskrá. Þetta nýja fyrirkomulag á i fyrstá lagi að flýta fyrir af- greiðslu og i annan stað að taka af öll tvlmæli hér að lútandi. Samkvæmt nýju reglugerðinni • njóta nU flugliðár, far- og ferða- menn ekki oftar en einu sinni á sama sólarhringnum tollundan- þágu, en áður gátu flugliðar notið undanþágu tvisvar sama dag. Heildarverðmæti ótollskylds varnings má vera sem svarar 14.000.- ísl. kr., en þar af má einn hlutur ekki fara yfir kr. 7.000.- nema I hlut eigi myndavél, sjónauki, segulband eða Utvarp. Farþegar undir tvitugsaldri mega ekki fara með áfengi inn I landið. Tollafgreiðsla fciftamanna, sem til landsins koma um Keflavfkur- flugvöil með þvi móti, að þeir, sem hafa f fdrum sinum tollskyld- an varning ganga um sérstakt hlið. ••rl 2 3 bGIWtOUSKVÍDUR VARNÍMGUFT 4N07H1NG 70 DECLARE., Þeir, sem ekki eru með tollskyld- an varning, fara um annað hlift. Þar er þo tollvöröur, sem skooar fðggur niaiina, ef honum þyklr á- stæða til..... ....og vei þeim, sem reynt hefur að laumast inn f þeirri von, aft ekki yrði leitað I farangri hans, ef tollskyldur varningur finnst i töskum hans. . Tlmamyndir: S.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.