Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 6
6 TIMINN Fimmtudagur 4. september 1975 Á ferðalagi um ísland fyrir hundrað árum tlinii; William Morris: DAGBÆKUR ÚR ÍS- LANDSFERÐUM 1871—1873. Þýðandi Magnús Á. Árnason. Mál og menning 1975, 269 bls. WILLIAM MORRIS var brezk- ur lærddmsmaður og skáld, (f. 1834, d. 1896). Hann heillaðist ungur af norrænni goðafræði, gerðist kunnugur Islendinga- sögum, kom tvisvar hingað til lands, fyrst árið 1871 og aftur tveim árum siðar, og ferðaðist talsvert um landið i 'bæði skipt- in. Um þessar ferðir sinar ritaði hann dagbækur, og komu þær fyrstút i bókarformi árið 1911, ,,sem áttunda bindi af ritsafni Williams Morris.” I fyrri ferð sinni til íslands ferðaðist William Morris um vesturhluta Suðurlands, fór um sögustaði Njálu og komst meira að segja bæði vestur i Dali og norður i Vestur-Húnavatns- sýslu, að Snæfellsnesi ó- gleymdu, en þar reið hann sem leið lá I kringum nesið. Þegar William Morris var hér á ferð i siðara skiptið, fór hann ásamt förunautum sinum norð- ur Sprengisand og i Mjóadal og Bárðardal, en þaðan i Mývatns- sveit og að Dettifossi. Óneitanlega virðist það bera vott um talsverða ævintýraþrá og áræði hjá ókunnugum útlend- ingi að leggja upp i' slik ferðalög um tsland, eins og samgöngu- tækni hér á landi var háttað á þeirri tið. En þetta gerðu að visu fleiri en William Morris, og sluppu óskemmdir frá þvi. Hann virðist lika hafa vanizt að- stæðunum furðu fljótt, honum varðekki meint af þvi að sofa i tjaldi i misjöfnum veðrum, og hann fékk mætur á islenzku hestunum. Hitterannað mál, og er vitanlega ekkert undrunar- efni, að sitt af hverju i islenzku þjóðlifi nitjándu aldar kemur honum kynlega fyrir sjónir, og skilningurinn kannski ekki allt- af fullkominn, en yfirleitt er við- horf hans til lands og þjóðar vin- samlegt, þótt honum i aðra röndina ógni „stórleikur land- skaparins”. Orðeins og „hræði- leg svört fjöll” og annað álika, hrökkva aftur og aftur úr penna höfundar. Hins vegar bregst islenzk gestrisni ekki vonum hins brezka þegns, og hann veitir þvi athygli, sem fyrir augu ber á sveitabæjum. A einum bænum sér hann vefstól, á öðrum lang- spil, o.s.frv. Um Jón, söðlasmið i Hliðarendakoti, segir meðal annars: „Hann býr i mjög litlu herbergi með rúmi i einu horn- inu og bókaskáp i öðru. Það er mikið af bókum i skápnum, á is- lenzku, þýzku, dönsku og ensku. Hann langar að læra ensku til fullnustu, dönsku kann hann auövitað vel, en hatar hana eins og hver sannur íslendingur, þó hún sé nauðsynlegt tæki til þekkingar.” — Þannig er tals- vert af saklausri gamansemi i bókinni. En þótt William Morris segi skilmerkilega — og oftast vin- samlega — frá þvi sem fyrir augu ber, fer þvi fjarri, að ferðasaga hans sé eingöngu skemmtilestur, eins og hún er nú til okkar komin i hinni is- lenzku þýðingu. Þessu veldur einkum málfar bókarinnar. Viða er orðalagið ekki nógu is- lenzkulegt og bendir til litt slip- aðrar þýðingar. A bls. 69 stendur: „Um þetta leyti fórum l/JWJV við framhjá myndarlegum bæ, er heitir Barkarstaðir, undir hlfðinni, og erum nú eftir Ey- vindarmúla alveg lokaðir inni i dalnum....” (Leturbr. min VS). Við getum með góðri samvizku sagt „eftir jól” eða „eftir hátta- tíma,” en ekki „eftir Eyvindar- múla”. Islenzkan notar annað orðalag, þegar um það er að ræða að fara framhjá stöðum, eða leggja þá að baki sér. Ábls. 99 er frá þvi sagt, þegar hestur fældist hjá þeim ferða- löngunum. Um þann atburð seg- ir svo meðal annars: „Sannleik- urinn er sá, að ég man enn greinilega hve skringilega og ó- likindalega þetta leit út á andliti hinna hræðilegu svörtu fjalla i auðninni.” (Leturbr. min). Er þetta ekki ofur einfaldlega hrá enska? Það telst varla til tiðinda, þótt frá þvi sé sagt á bls. 217, að hlið- ar fjalls nokkurs hafi verið „al- veg þaktar af kindum og lömb- um”. Við erum farin að venjast þvi að talað sé og skrifað um kindur annars vegar, en um lömbog hrútahins vegar — eins og þau séu ekki lika kindur. En seint held ég að þeim, sem kynnzt hafa þessum skepnum af eigin raun, muni þykja það fall- eg islenzka. Sitthvað fleira mætti tina til, sem varð þess valdandi, að undirrituðum þótti þessi bók ekki eins ánægjuleg lesning og hann hafði vænzt, en hér skal staðar numið með aðfinnslurn- ar. William Morris var merkileg- ur maður fyrir margra hluta sakir, og eðlilegt er, að islenzk- um almenningi sé gefinn kostur á þvi að lesa ferðadagbækur hansfrá Islandi. Um hann hefur verið sagt, að hann hafi verið „eitt af höfuðskáldum Englend- inga á 19. öld” og hann var mik- ill unnandi fegurðar, ekki sizt þeirrar, sem birtist i handa- verkum manna. Ef einhverjir, sem eiga eftir að lesa ferða- minningar hans, skyldu vilja fræðast meira um manninn, skal þeim ráðlagt að lesa grein um hann, sem birtist i' Eimreið- inni 1897 eftir Jón Stefánsson. Þar eru frumsamin rit Morrisar talin upp ásamt þýðingum hans og Eiriks Magnússonar á Is- lendingasögum. Einnig flutti franski snillingurinn André Courmont eitt sinn ágætan fyrirlestur um Morris, og var hann prentaður i Skirni árið 1913. Þá má og nefna minning- arorð um Morris, sem Guð- mundur Finnbogason birti i Skimi árið 1934, þegar öld var liðin frá fæðingu Morrisar. Allar þessar greinar eru hinar fróðlegustu. Þær auka skilning okkar á William Morris og stækk'a og fylla út þá mynd, sem við gerum okkur áf honum, þeg- ar við lesum dagbækurnar frá Islandsferðum hans fyrir rösk- lega hundrað árum _______ys. MEÐAL þess sem gefur að lfta á Vörusýningunni i Laugardalshöll eru sumarhús frá Þak h.f. A sýningunni er gerðin „Burstahús” en auk þess framleibir Þak h.f. tvær aðrar gerðir: „Bitahús” og „Stafahús”. Húsin eru hönnuð með islenzka veðráttu i huga og þannig frá þeim gengið, að þau má nota jafnt sumar sem vetur. Verðið er frá tæpum tveimur milljónum króna I tæpar þrjár. Myndin er af burstahúsi. Landsfundur barna- verndarfélaga Grundartanga- samkomulagið 32 þjóðlífs- kvikmyndir UM HELGINA eru siöustu sýn- ingar á þessu sumri I vinnustofu ósvalds heitins Knudsen, Hellu- sundi 6á, Reykjavik. Verða þá sýndar 32 af þjóðlifskvikmyndum hans: Föstudaginn: Hornstrandir, Séra Friðrik, Ásgrimur Jónsson og Ullarband og jurtalitun.Þjórs- árdalur, Skálholt 1956, Fráfærur Kirkjubóli önundarfirði og Reykjavik 1955, Vorið er komið, Refurinn gerir gren I urð, Þor- bergur Þórðarson, Frá Eystri- byggð á Grænlandi. Laugardaginn: Smávinir fagr- ir, Fjallaslóðir, Halldór Kiijan Laxness, Eldar I öskju, Barnið er horfið, Sveitin milli sanda, Surtur fer sunnan. Svipmyndir, Rikarð- ur Jónsson, Litið inn til nokkurra kunningja, Heyrið vella á heiðum hveri, Með sviga iævi. Sunnudagur: Páll tsólfsson, Ein er upp til fjalla, Stef úr Þórs- mörk, Jörð úr ægi, Óvænt Heklu- gos 1970, Meö sjó fram, Eldur i Heimaey, Þjóðhátið á Þingvöll- um. lýkur ðl.OKTÓDER Auglýsid ITimanum Landssamband Islenzkra barnaverndarfélaga heldur landsfund sinn i Norræna húsinu dagana 5. og 6. september n.k. Landsfundur, sem er um leið aðalfundur sambandsins, er hald- inn annaðhvort ár og er áhuga- mönnum jafnan gefinn kostur á að hlýða á nokkur erindi og taka þátt I umræðum um þau. Á þessum landsfundi verða flutt 3 erindi. Föstudag 5. sept. kl. 14 flytur Kristinn Björnsson, sál- fræðingur erindi, er hann nefnir Hlutverk barnaverndar, sama dag kl. 17 flytur Jens Donner héraðslæknir frá Arósum erindið Barnaverndarfélög á Norður- löndum og störf þeirra. Laugar- daginn 6. sept. kl. 14 flytur Jens Donner annað erindi, sem hann nefnir Ráðgjafarstöðvar barna- verndarfélaga i Danmörku. Að erindunum loknum verða umræð- ur og fyrirspurnum svarað. Allir áhugamenn um velferðar- mál barna eru velkomnir að hlýða á erindi þe'ssi. Þeir sem æskja.geta gerzt félagar I Barna- verndarfélagi Reykjavikur eða ööru barnaverndarfélagi. Slik félög eru nú starfandi I Reykja- vik, Hafnarfirði, Keflavik, Akra- nesi, Isafirði, Akureyri og Húsa- vik og verið er að stofna félag I Vestmannaeyjum. Þau mynda svo landssambandið. Hliðstæð samtök á Norðurlönd- um, Red barnet, hafa nýlega boð- ið L.I.B. til samstarfs, og eru það dönsku Red barnet samtökin, sem senda nú Jens Donner, héraðslækni i Arósum til að kynna sér starf félaganna hér og flytja erindi á landsfundi þeirra. Þessa má geta, að norrænu barnavemdarsamtökin söfnuðu allmiklu fé, þegar eldgosið varð i Vestmannaeyjum og gáfu álit- lega fjárhæð, eða andvirði dag- heimilis, til að reisa heimili fyrir börn, sem flýja þurftu heimili sin. Var það byggt i Keflavik fyrir framlag barnaverndarfélaga i Danmörku, Noregi og Sviþjóð. Aðalstjórn L.l.B. skipa nú: Kristinn Björnsson, Pálina Jóns- dóttir, bæði frá Reykjavik, Stefán Júliusson, Hafnarfirði, Helga Jónsdóttir,Keflavik, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Akranesi, Ragnhildur Helgadóttir, Isafirði og séra Björn Jónsson, Húsavik. BH-Reykjavik — Starfsmenn á Grundartanga i Hvaifirði sam- þykktu samkomulag það, sem náðist milli átta verkalýðsfélaga - og verktakans Jóns V. Jónssonar rétt fyrir siðustu helgi, en upp úr helginni var fjaliað um það I hin- um ýmsu félögum, og eru atriði þess'að koma til framkvæmda þessa dagana. Þá er áætiað að haida áfram samkomulagsum- leitunum við járnblendifélagið um aðbúnað á vinnustaðnum, og munu verkalýðsfélögin hafa i hyggju að gera rammasamning viö félagið. Helztu atriði samkomulagsins eru þessi: Fullgildir félagsmenn verka- lýðsfélaganna á Akranesi og i Hvalfirði skulu hafa forgangsrétt til þeirrar vinnu, sem samningur- inn tekur til. 45 minútur greiðast á næturvinnukaupi fyrir hvern vinnudag vegna ferða starfsfólks, sem ekki hefur viðlegu hjá verk- taka, meðan verktaki er hjá Laxá, en 30 minútur eftir að hann hefur flutt að Fannahlið. Verka- mönnum, sem eiga heima utan Akraness og Hvalfjarðar, skal séð fyrir fari til Reykjavíkur við upphaf og endi hvers vinnuút- halds. 1 Fannahlið, sem verktaki flytur aðstöðu sina i þessa dag- ana, skal séð fyrir beztu mögu- legri aðstöðu fyrir 30 manns. Þá verður komið upp lýsingu á vinnusvæðinu, og verður bráða- birgðalýsingin 15 metra hátt mastur með fjórum 1000 watta perum. Þá er fjallað um vinnu við vél- skóflur og jarðýtur, en þar skal tekið upp tveggja manna kerfi. Sömuleiðis við borun. Öllu starfsfólki 18 ára og eldri skulu greidd laun samkvæmt eins árs taxta, þó ekki byrjendum i starfi. Einnig er fjallað um greiðslu fyrir vörubila. Þá segir svo um vaktavinnuna I samkomulaginu: Heimilt er að vinna á 10 eða 12 klst. vöktum. Fyrir 12 klst. vakt skal greiða: A. Dagvakt: 8 klst. á dagvinnukaupi + 30%. 2 klst. á eftirvinnukaupi. 2. klst. á næturvinnukaupi. B. Næturvakt: 8 klst. á dagvinnukaupi + 30%. 4 klst. á næturvinnukaupi. Auk þessa skal greiða 45 min. á hverja vakt með næturvinnu- kaupi vegna tima til ferða milli Fannnahliðar og vinnustaðar, enda fari skipti fram á vinnustað. Á hverri vakt skal vera 1 klst. matarhlé og 2svar 20 min. kaffi- hlé. Ákvæði þessarar greinar eiga einnig við um vaktavinnu starfs- stúlkna I mötuneyti. C. Einnig er heimilt að vinna sér- staka dagvinnu frá kl. 7.00 að morgni til kl. 19.00 að kvöldi, mat- ar- og kaffitimar skulu vera þeir sömu og á dagvöktum og greiðist fyrir hana sem hér segir: 8 klst. á dagvinnukaupi. 2 klst. á eftirvinnukaupi. 2. klst. á næturvinnukaupi. Verkalýðsfélögin, sem undir- rita samkomulagið, eru þessi: Verkalýðsfélag Akraness, Verka- lýðsfélagið Hörður, Hvalfirði, Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi, Landssamband vöru- bifreiðastjóra, Verkamannasam- band Islands, Málm- og skipa- smiðasamband Islands, Samband byggingamanna og Trésmiðafé- lag Akraness. Jörð Óska eftir að góða bújörð. Tilboð sendist merkt 1865. kaupa blaðinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.