Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 4. september 1975 Kórinn. r'immtudaginri 31. júlí lagði Þjóðleikhúskórinn af staö til Vesturheims ásamt leikurum frá Þjóðleikhúsinu. Ferðin var farin til að kynnast fólki af islenzkum ættum i Kanada og taka virkan þátt i hátiðahöldum vegna 100 ára búsetu tslendinga þar. A undan- förnum vikum hafði margs konar þjóðlegt efni leikrita og söngva verið æft af kappi, söngurinn undirstjórn Karls Billich og þætt- ir úr leikritum undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar leikara, sem einnig var aðalfararstjórinn i þessari ferð. í för með okkur voru lika menntamálaráðherra og frú, og' þjóðleikhússtjóri og frú. Jafn- framt fóru eiginmenn og eigin- konur allmargra leikara og söngvara, svo að alls var hópurinn um 75 manns. Við flugum utan með þotu frá Air Viking og brátt vorum við komin úr rigningunni i glampandi heiðrikju morgunsólarinnar. Með okkur i flugvélinni var hópur dansara frá Þjóðdansafélaginu og flokkur glimumanna. Var þetta fólk einnig aö fara til að kynna islenzka menningu. Það voru mikil viðbrigði að koma út úr flugvélinni i Winnipeg en þar var bjartviðri og 27 gráður á Celsius. Þjóðleikhúshópurinn hélt strax af stað til Industrial Park, Gimli, en þangað er rúmlega klukkustundar akstur frá Winnipeg. Dvöldum við þar til miðvikudagsins, 6. ágúst. A þeim tima höfðum við þrjár sýningar i leikhúsinu þar og heimsóttum auk þess Betel á Gimli og Betel i Seikirk, sem eru heimili fyrir aldrað fólk. Alls heimsóttum við sex slik heimili i ferðinni og er skemmtilegt að geta þess, að tvö þeirra hafa islenzk nöfn, Höfn i Vancouver og Stafholt i bænum Blaine, sem er i Bandarikjunum skammt sunnan við landamæri Kanada. Flest fólkið á þessum heimilum er af islenzkum ættum og margir tala góða islenzku. Við sungum þau lög, sem aldraða fólkið kannaðist bezt við Benedikt Benediktsson, kennari: KANADA og tóku sumir undir sönginn með okkur. Leikararnir fluttu einnig leikþætti og lásu upp kvæði. Menntamálaráðherra, sem heimsótti alla þessa staði með okkur, talaði að siðustu við fólkið og færði heimilunum islenzk fornrit að gjöf. Aður en við yfirgáfum Manitobafylki skoðuðum við Winnipegborg. Nafnið á borginni þýðir á indiánamáli forarpollur eða gruggugt vatn, en borgin ber ekki nafn með rentu, þvi að hún er mjög snyrtileg. Meðal merkra bygginga, sem ég skoðaði þar er vandað leikhús og óperuhús. Þar sá ég lika merkilegt safn, sem hefur að geyma minningar urh forna lifnaðarhætti frum- byggjanna. Miðvikudaginn 6. ágúst lögum við af stað vestur á bóginn i tveim loftkældum langferðabifreiðum. Mér virtist landið einkennast af endalausri sléttu, þar sem skiptust á skógar, akrar og gras- breiður. Áberandi eru lika hinar háu og- sérkennilegu korn- geymslur, sem gnæfa yfir sléttuna. Þær eru yfirleitt byggðar i nánd við aðrar þjónustumiðstöðvar land- búnaðarhéraðanna i kring. Við gistum tvær nætur i Wynyard á einkaheimilum. A fimmtudag var okkur haldin þar veizla og um kvöldið höfðum við sýningu i leikhúsinu. Næsti áfangi yfir sléttuna var til bæjarins Red Deer i Alberta- fylki.Þetta var löng dagleið, um það bil sjö til átta hundruð milur. Var þvi gott að fá hvild og hressingu þar á þægilegu hóteli, sem kallast Relax Inn, 1 Red Deer eru um 35.000 ibúar. Þar skoðuðum við stóra og fallega kaþölska kirkju, sem er stolt bæjarbúa. Kirkjan er með hvolf- þaki og öll byggð úr steini. Að byggingunni stóðu 400 fjölskyldur og kostaði hún 350.000 dollara og séþetta reiknað i islenzkum krón- um hefur hvsr fjölskylda lagt til byggingarinnar um 135.000 krón- ur Sunnudagurinn 10. ág. var einn stærsti dagur ferðarinnar, þegar hátíðahöld fóru fram við hiís Stephans G. Stephanssonar að Markerville. Þar var saman kominn mikill mannfjöldi, bæði fólk héöan frá tslandi og fólk úr ' nágrannabyggðinni. Húsið stend- ur á dálitilli hæð yfir grösugri sléttunni og skógurinn i kring myndar fallega umgjörð og skjdlbelti. Þar voru fluttar margar ræður og meðal annarra Kom frá Færeyjum til að stunda búf ræðinám SMABATASMÍÐI er atvinnu- grein, sem æ færri stunda nú til dags. Raunar má segja, að þær fjölmörgu stöðvar, er stunda bátasmiðar að einhverju marki, helgi sig eingöngu smiði stærri báta, og þvi hafa landménn orð- ið varir við mikinn innflutning, bæði á plast- og trébátum, sem að iiiikliim hluta hafa komið frá Noregi. Erlendu bátarnir eru á V-fBk* -—-¦ margan hátt tilikir Islenzku ára- bátunum, sem margir myndu eflaust sakna, ef þeir hyrfu al- veg af sjónarsviðinu. Fáeinir menn hafa enn þann starfa að sinioa árabáta og skektur af ýmsum gerðum, og einn þeirra hitti TiMINN að máli ekki alls fyrir löngu. Það er Jón Samúelsson á Akureyri, sem hefur aðsetur sitt I gömlu tunnuverksmiðjunni við Hafn- arstræti. Þar hefur Jón komið á l'ól fyrirtæki, er hann nefnir STÖÐ, og frá áramótum hefur hann smiðað sex árabáta, er dreifzt hafa um allt land. Að gðmlum og góöum Islenzk- um sið spuröum viö Jón fyrst um ætt hans og uppruna. Við einn smiðisgripinn.' Kom frá Færeyjumtil að stunda búf ræðinám —- Ég kom hingað frá Færeyj- um, nánar tiltekið frá Tóftum i Austurey, árið 1942, og þá til að stunda bufræðinám að Hölum i Hjaltadal. í upphafi var einung- is ætlunin að vera hér i tvö ár, en ég fann meðal annars konu hér, og árin urðu fleiri en tvö. ¦ Þann 23. ágúst siðastliðinn voru þau orðin 33 talsins. Eftir bú- fræðinámið lá svo leiðin i Skjaldarvik, þar sem ég vann i hálft annað ár, og segja má, að þar með hafi afskiptum minum af búskap verið lokið, þvi að ég fluttist til Akureyrar og fór að vinna hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, fyrst sem réttur og sléttur innanbúðarmaöur, og siðar sem verzlunarstjóri. Löngu siöar réðst ég til starfa hjá DEGI og vann þar um 12 ára skeið sem auglýsingastjóri og af- greiðslumaður. En svo fékk ég áhuga á þvi aö reyna eitthvað nýtt — og þó ekki nýtt, þvi að ég hafði vanizt bátum og báta- smiðum i Færeyjum, þar sem lifið snýst nær allt um sjóinn — og ég hóf að læra bátasmiðar. Skelltisér íiðnskól- ann48áragamall — Er það ekki fremur fátitt að maður kominn fast að fimm- tugu hefji nám i iðnskóla? — Jú, það er ef til vill sjald- gæft, að 48 ára gamall karl setj- istá skólabekk, en það er langt i frá að vera einsdæmi. Það, sem réði úrslitum hjá mér, var það, að ég vildi fá fullkomin réttindi, en ekki staðbundin. En vist var erfitt að taka þá ákvörðun að .lón Samúelsson. hefja skólagönguna, en þetta hefur verið ánægjulegur timi, bæði hafa kennarar og nemend- ur verib einstaklega samstarfs- liprir og þægilegir í umgengni. Hins vegar er ég ekki búinn með skólann, eftir er einn vetur. Og eðlilega er enn yfir mér meist- ari, og enn ér ég á námssamn- ingi hjá einum hæfasta báta- smiði landsins, honum Baldri á Hliðarenda og hef mikið af hon- um lært. Hvalreki aðkomast yfir svo heppilegthúsnæði — Hvenær er það sem þú svo ákveður að hefja þinn eigin at- vinnurekstur? — Það var i fyrravor að ég komst yfir húsnæðið, en hér var áður til húsa tunnuverksmiðja rikisins. Hins vegar hófst ekki starfsemin fyrr en i desember, þvi að það tók mikinn tima að útbúa verkstæðið og gera það i stand. Þegar þetta var að brjót- ast i mér þá kom tvennt til, að leggja áherzlu á vélakostinn eða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.