Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. september 1975 TÍMINN FERÐ talaði dóttir skáldsins, frú Rósa Benediktsson, Hún talaði um heimili foreldra sinna og þakkaði þann sóma, sem minningu föður hennar væri sýndur. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld frá Kirkjubóli, flutti frumort kvæði, leikarar lásu upp og kórinn söng nokkur lög. Stjórn Albertafylkis ásamt samtökum Vestur-Is- lendinga á þessum slóðum hafa nú ákveðið að varðveita húsið og koma þar upp safni, sem helgað verður minningu skáldsins. Var þessi samkoma nokkurs konar vigsla eða staöfesting þeirrar ákvörðunar. Næstu daga fórum við skoðunarferðir um Banffsvæðið og Klettafjöllin. Sem kunnugt eru Klettafjöllin fellingafjöll og svipar að ýmsu- leyti til Alpafjallanna. I þorpinu Banff var skoðaður merkur listaskóli, sem starfar á sumrin. Þar er kennd myndlist, tónlist, leiklist, ballett og fleira. Meðal þekktra kennara sem þarstarfa má nefna fransk-kanadiska söngvarann Leopold Simonseau. Skammt frá þorpinu Banff er lyfta, sem flytur fólkið upp á einn fjallstindinn þarna. Ég, ásamt nokkrum öðrum úr hópnum fengum okkur far upp á fjallið. Þarna uppi er veitingastaður og góð fyrir- greiðsla, þvi að margt ferðafólk leggur leið sina þangað til að virða fyrir sér stórkostlegt um- hverfi. Á meðan við dvöldum á þessum slóðum og nutum útiveru og náttúrufegurðar gistum við eina nótt i borginni Calgary og siðan tvær nætiir i Salmon Arm, sem er fámennur staður, að mestu byggður upp af þjónustu við ferðafólk. Föstudaginn 15. ágúst héldum við svo vestur yfir fjöllin til Vancouver. A leið okkar uröu mikil skógsvæði, en þegar lengra kom inn á milli fjallanna breyttist landið nánast i eyðimörk. Bar þar mest á lágvaxinni jurt með grá- græn blöð, sem Kanadamenn kalla Sagebruck. A einum stað fellur Fraserfljótið i þröngu gljiifri, er kallast „Hlið heljar" (Hells Gate), Stoppuðum við þar og virtum fyrir okkur þessa hrikalegu sjón. Áin dregur nafn af landkönnuðinum Fraser, sem fyrstur hvitra manna fór unr þessar slóðir óg fann upptök ár- innar. Fyrir vestan fjöllin skortir ekki regn né frjóan jarðveg og er þar meðal annars ræktaður vinviður. Leikararnir. t Vancouver gistum við á einka- heimilum. Höfðum við þar sýningu á laugardagskvöld i ágætu leikhúsi, sem heitir North Vancouver Centennial Theatre. A sunnud. var efnt til utisamkomu i „Garði friöarbogans" sem er á landamærum Kanada og Banda- rikjanna. Við hlið, sem er i boga- göngunum undir byggingunni er meðal annars rituð þessi setning: „Megi þessu hliði aldrei verða lokað". Og þvi til staðfestu er hliðgrindunum fest með sverum járnboltum báðum megin. Eins og i Markerville byrjaði þessi úti- samkoma með þvi að, allir fengu mat, sem • Vestur-Is- lendingarnir sáu um. Til gamans má geta þess, að þegar kórinn átti aö fara að syngja þarna, var söngstjórinn af einhverjum ástæðum ekki kominn, en Gunnar Eyjólfsson leikari tók þá aö sér að stjórna kórnum og allt gekk vel. Til borgarinnar Seattle i Bandarikjunum héldum við næsta dag og gistum þar tvær nætur á heimilum Vestur-Is- lendinga. Þar höfðum við sýningu I leikhiisi sem er i háskólahverfi borgarinnar. Mér var sagt, að þar stunduðu nám um 35.000 manns. Á miðvikudagsmorguninn fórum við aftur til Vancouver. Þann dag skoðaöi ég garðinn Queen Eliza- beth Park. Er byggt yfir hluta hans meö hálfkululaga gler- hverfingu. Þar inni eru m.a. kaktusar og pálmatré og litfagrir kólibrifuglar flögra þar uppi i trjánum. Næsta morgun var svo haldið af stað heimleiðis. Fyrsti áfanginn var með flugvél frá Air Canada til Winnepeg, en þaðan lögðum við ekki af stað til tslands fyrr en um miðnætti . Þá flugum við með þotu frá Air Viking og fengum góðan byr, heim til Islands. Þessi ferð hafði verið skemmtileg en dálitið erfið. Á þessari ferð kom- um við fram og skemmtum fólki með söng, leik og upplestri, alls sextán sinnum og fengum alls staöar hinar beztu móttökur. Stundar nú árabátasmíði á Akureyri húsnæðið og valdi ég hið slðara. Ég ákvaö þvi aö kaupa italskar vélar, þvi Italirnir selja ódýrt — alveg þokkaieg tæki — og þau kostuðu mig einungis hið sama og einn Volkswagen I dag. Hvort ekki hafi verið erfitt aö koma þessu af stað? Jú, ég neita þvi ekki, að i þessu liggur mikil vinna, en ég hef fengiö ágæta fyrirgreiðslu hjá lánastofnun- um, að visu hef ég ekki náð öllu, sem ég hef beðið um, en ég sé ekki ástæðu til að kvarta. Hef augun opin fyrir þeim möguleika að snúa mér eingöngu að smíði árabáta — Nú hefur þú eingöngu smiðaðárabáta, þaö sem af er? — Já, hingað til hefur smiðin eingöngu beinzt að arabátum, og eru þeir orðnir sex talsins. En það var og er ekki meiningin að smiða eingöngu árabáta. Eitt af grundvallaratriðunum fyrir þvi að ég fór út i þetta.var Nýsmfðaður bátur. viðgerðarþjónustan við smá- báta, auk þess að smiða trillur, og það má geta þess að núna er ein 3ja tonna trilla i pöntun hjá mér. — Hvað hefur þii verið lengi að jafnaði að smiða hvern bát um sig? — Ég hef komizt niður I 140 vinnustundir við bát, en þá ber þess að geta, að það er lang- heppilegast að taka fyrir tvo" báta i einu, og þannig var unnið við fjóra bátana af þessum sex. Með þvi næst kostnaöur mikið niður og um leið er þetta allt að þvi 25% sparnaður á tima. — En væri ekki möguleiki á þvi að snúa sér að árabátasmíði eingöngu? — Það er auðvitað möguleiki, sem maður útilokar ekki, og þá sérstaklega ef verkefni i trillu- bátasmiði eru ekki næg. En eftirspurnin er svo mikil eftir árabátum, að gott væri að geta tekiö þá svona með yfir veturinn og átt þá á lager á vorin. Það hefur nefnilega komiö i ljós — og ég furðaði mig ekki á þvi — að menn vilja frekar trausta og venjulega árabáta i stað inn- fluttra tré- og plastbáta. En i sambandi við lagerinn þá kemur það vandamál upp, að maður hefur ekki bolmagn til að liggja með þann lager sem nauðsynlegur er af efni og öllu sem með þarf. Ég hef ekki uppáhald á neinu sérstöku bátslagi — Hefur þú reynt að fara eftir einhverri sérstakri fyrirmynd við smiði þinna báta? — Þaö má segja að ég noti það sem ég hef séð og mér lizt vel á, og reyni þannig að fá það fram,er ég held að geti verið hvað bezt. Þaö má máski segja með mina báta, að þeir hafi t.d. svipað botnlag og færeyskir bát- ar, en auðvitað draga þeir einn- ig dám af islenzkum bátum. — Hvað gerir þú ef einhver kaupandi kemur með ákveðnar kröfur um bát, sem hann vill láta þig smiða fyrir sig? — Ef kaupandi hefur óskir um eitthvað sérstakt lag og mér Fyrir utan húsnæði Stöðvar. list ekki á það — þá einfaldlega haröneita ég þvi, en ef hann get- ur hins vegar sannfært mig, þá auðvitað læt ég undan, en það er sjóhæfnin sem skiptir öllu máli, þvi sjómaðurinn trúir jú bátn- um fyrir lifi sinu. — Er um samkeppni að ræða á milli þeirra aöila er smiöa báta af svipuðum stærðum og þú gerir? — Nei, verkefnin eru svo yfir- drifin að verkstæðin komast ekki nándar nærri yfir þau, og samvinna á milli okkar báta- smiðanna er góö. Ég hef meira að segja unnið hjá öðrum af þeim tveimur er stunda trillusmiðar, er mikið var að gera hjá honum. — Að lokum Jón, er ekki Fær- eyingurinn i þér enn dálitið sterkur þrátt fyrir öll þessi ár á islandi? — Það má hiklaust segja það. annað slagið finnur maður fyrir löngun til að heimsækja æsku- stöðvarnar. þær hafa alltaf sitt aðdráttarafl, en mér hefur likað vel á Islandi og það er fyrir öllu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.