Tíminn - 04.09.1975, Side 9

Tíminn - 04.09.1975, Side 9
8 TÍMINN TÍMINN 9 Fimmtudagur 4. september 1975 Fimmtudagur 4. september 1975 Kórinn. Fimmtudaginn 31. júli lagöi Þjóöleikhúskórinn af staö til Vesturheims ásamt leikurum frá Þjóðleikhúsinu. Ferðin var farin til að kynnast fólki af islenzkum ættum i Kanada og taka virkan þátt i hátiöahöldum vegna 100 ára búsetu íslendinga þar. A undan- förnum vikum haföi margs konar þjóölegt efni leikrita og söngva verið æft af kappi, söngurinn undirstjórn Karls Billich og þætt- ir úr leikritum undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar leikara, sem einnig var aðalfararstjórinn i þessari ferö. 1 för með okkur voru lika menntamálaráðherra og frú, og' þjóðleikhússtjóri og frú. Jafn- framt fóru eiginmenn og eigin- konur allmargra leikara og söngvara, svo aö alls var hópurinn um 75 manns. Við flugum utan meö þotu frá Air Viking og brátt vorum við komin úr rigningunni i glampandi heiðrikju morgunsólarinnar. Með okkur i flugvélinni var hópur dansara frá Þjóðdansafélaginu og flokkur glimumanna. Var þetta fólk einnig að fara til að kynna islenzka menningu. Það voru mikil viðbrigði að koma út úr flugvélinni i Winnipeg en þar var bjartviðri og 27 gráður á Celsius. Þjóðleikhúshópurinn hélt strax af stað til Industrial Park, Gimli, en þangað er rúmlega klukkustundar akstur frá Winnipeg. Dvöldum við þar til miðvikudagsins, 6. ágúst. A þeim tima höfðum við þrjár sýningar i leikhúsinu þar og heimsóttum auk þess Betel á Gimli og Betel i Sdkirk, sem eru heimili fyrir aldrað fólk. Alls heimsóttum við sex slik heimili i ferðinni og er skemmtilegt að geta þess, að tvö þeirra hafa islenzk nöfn, Höfn i Vancouver og Stafholt i bænum Blaine, sem er i Bandarikjunum skammt sunnan viö landamæri Kanada. Flest fólkið á þessum heimilum er af islenzkum ættum og margir tala góða islenzku. Við sungum þau lög, sem aldraöa fólkið kannaðist bezt við Benedikt Benediktsson, kennari: KANADAFERÐ og tóku sumir undir sönginn með okkur. Leikararnir fluttu einnig leikþætti og lásu upp kvæöi. Menntamálaráðherra, sem heimsótti alla þessa staði með okkur, talaði að siðustu við fólkið og færði heimilunum islenzk fornrit að gjöf. Aður en við yfirgáfum Manitobafylki skoðuðum við Winnipegborg. Nafnið á borginni þýðir á indiánamáli forarpollur eða gruggugt vatn, en borgin ber ekki nafn með rentu, þvi að hún er mjög snyrtileg. Meðal merkra bygginga, sem ég skoðaði þar er vandað leikhús og óperuhús. Þar sá ég lika merkilegt safn, sem hefur að geyma minningar um forna lifnaöarhætti frum- byggjanna. Miðvikudaginn 6. ágúst lögum við af stað vestur á bóginn i tveim loftkældum langferðabifreiðum. Mér virtist landið einkennast af endalausri sléttu, þar sem skiptust á skógar, akrar og gras- breiður. Aberandi eru lika hinar háu og sérkennilegu korn- geymslur, sem gnæfa yfir sléttuna. Þær eru yfirleitt byggðar i nánd við aðrar þjónustum iöstöðvar land- búnaðarhéraðanna i kring. Við gistum tvær nætur i Wynyard á einkaheimilum. A fimmtudag var okkur haldin þar veizla og um kvöldið höfðum við sýningu i leikhúsinu. Næsti áfangi yfir sléttuna var til bæjarins Red Deer i Alberta- fylki. Þetta var löng dagleið, um það bil sjö til átta hundruð milur. Var þvi gott að fá hvild og hressingu þar á þægilegu hóteli, sem kallast Relax Inn. í Red Deer eru um 35.000 ibúar. Þar skoðuðum við stóra og fallega kaþólska kirkju, sem er stolt bæjarbúa. Kirkjan er með hvolf- þaki og öll byggð úr steini. Að byggingunni stóðu 400 fjölskyldur og kostaöi hún 350.000 dollara og séþetta reiknað i islenzkum krón- um hefur hver fjölskylda lagt til byggingarinnar um 135.000 krón- ur Sunnudagurinn 10. ág. var einn stærsti dagur ferðarinnar, þegar hátiöahöld fóru fram við hús Stephans G. Stephanssonar aö Markerville. Þar var saman kominn mikill mannfjöldi, bæði fólk héðan frá Islandi og fólk úr nágrannabyggðinni. Húsið stend- ur á dálitilli hæð yfir grösugri sléttunni og skógurinn i kring myndar fallega umgjörð og skjólbelti. Þar voru fluttar margar ræður og meðal annarra talaði dóttir skáldsins, frú Rósa Benediktsson. Hún talaði um heimili foreldra sinna og þakkaði þann sóma, sem minningu föður hennar væri sýndur. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld frá Kirkjubóli, flutti frumort kvæði, leikarar lásu upp og kórinn söng nokkur lög. Stjórn Albertafylkis ásamt samtökum Vestur-ls- lendinga á þessum slóðum hafa nú ákveðið að varðveita húsið og koma þar upp safni, sem helgað veröur minningu skáldsins. Var þessi samkoma nokkurs konar vigsla eða staðfesting þeirrar ákvörðunar. Næstu daga fórum við skoðunarferðir um Banffsvæðið og Klettafjöllin. Sem kunnugt eru Klettafjöllin fellingaf jöll og svipar að ýmsu leyti til Alpafjallanna. I þorpinu Banff var skoðaður merkur listaskóli, sem starfar á sumrin. Þar er kennd myndlist, tónlist, leiklist, ballett og fleira. Meðal þekktra kennara sem þarstarfa má nefna fransk-kanadiska söngvarann Leopold Simonseau. Skammt frá þorpinu Banff er lyfta, sem flytur fólkið upp á einn fjallstindinn þarna. Ég, ásamt nokkrum öðrum úr hópnum fengum okkur far upp á fjallið. Þarna uppi er veitingastaður og góð fyrir- greiðsla, þvi að margt ferðafólk leggur leið sina þangað til að virða fyrir sér stórkostlegt um- hverfi. A meðan við dvöldum á þessum slóðum og nutum útiveru og náttúrufegurðar gistum við eina nótt i borginni Calgary og siðan tvær nætúr i Salmon Arm, sem er fámennur staður, að mestu byggður upp af þjónustu við feröafólk. Föstudaginn 15. ágúst héldum við svo vestur yfir fjöllin til Vancouver. A leið okkar uröu mikil skógsvæöi, en þegar lengra kom inn á milli fjallanna breyttist landið nánast i eyðimörk. Bar þar mest á lágvaxinni jurt með grá- græn blöð, sem Kanadamenn kalla Sagebruck. A einum stað fellur Fraserfljótiö i þröngu gljúfri, er kallast „Hliö heljar” (Helis Gate),Stoppuðum við þar og virtum fyrir okkur þessa hrikalegu sjón. Ain dregur nafn af landkönnuðinum Fraser, sem fyrstur hvitra manna fór um' þessar slóðir óg fann upptök ár- innar. Fyrir vestan fjöllin skortir ekki regn né frjóan jarðveg og er þar meðal annars ræktaður vinviður. Leikararnir. t Vancouver gistum við á einka- heimilum. Höfðum við þar sýningu á laugardagskvöld i ágætu leikhúsi, sem heitir North Vancouver Centennial Theatre. A sunnud. var efnt til útisamkomu i „Garði friöarbogans” sem er á landamærum Kanada og Banda- rikjanna. Við hlið, sem er i boga- göngunum undir byggingunni er meðal annars rituð þessi setning: „Megi þessu hliði aldrei verða lokað”. Og þvi til staðfestu er hliðgrindunum fest með sverum járnboltum báðum megin. Eins og i Markerville byrjaði þessi úti- samkoma með þvi að. allir fengu mat, sem Vestur-ís- lendingarnir sáu um. Til gamans má geta þess, að þegar kórinn átti aö fara að syngja þarna, var söngstjórinn af einhverjum ástæðum ekki kominn, en Gunnar Eyjólfsson leikari tók þá aö sér að stjórna kórnum og allt gekk vel. Til borgarinnar Seattle I Bandarikjunum héldum viö næsta dag og gistum þar tvær nætur á heimilum Vestur-ís- lendinga. Þar höfðum við sýningu i leikhúsi sem er i háskólahverfi borgarinnar. Mér var sagt, að þar stunduðu nám um 35.000 manns. A miðvikudagsmorguninn fórum við aftur til Vancouver. Þann dag skoðaöi ég garðinn Queen Eliza- beth Park. Er byggt yfir hluta hans með hálfkúlulaga gler- hverfingu. Þar inni eru m.a. kaktusar og pálmatré og litfagrir kólibrifuglar flögra þar uppi i trjánum. Næsta morgun var svo haldið af stað heimleiðis. Fyrsti áfanginn var meö flugvél frá Air Canada til Winnepeg, en þaðan lögðum við ekki af stað til tslands fyrr en um miðnætti . Þá flugum við með þotu frá Air Viking og fengum góðan byr, heim til tslands. Þessi ferð hafði verið skemmtileg en dálitið erfiö. A þessari ferð kom- um við fram og skemmtum fólki með söng, leik og upplestri, alls sextán sinnum og fengum alls slaðar hinar beztu móttökur. Kom frá Færeyjum til að stunda búfræðinám SMABATASMÍÐI er atvinnu- grein, sem æ færri stunda nú til dags. Raunar má segja, að þær fjölmörgu stöðvar, er stunda bátasmiðar að einhverju marki, helgi sig eingöngu smlði stærri báta, og þvi hafa landmenn orð- ið varir við mikinn innflutning, bæði á plast- og trébátum, sem að miklum hluta hafa komið frá Noregi. Erlendu bátarnir eru á margan hátt ólikir islenzku ára- bátunum, sem margir myndu eflaust sakna, ef þeir hyrfu al- veg af sjónarsviðinu. Fáeinir menn hafa enn þann starfa að smíða árabáta og skektur af ýmsum gerðum, og einn þeirra hitti TIMINN að máli ekki alls fyrir löngu. Þaö er Jón Samúelsson á Akureyri, sem hefur aðsetur sitt I gömlu tunnuverksmiðjunni við Hafn- arstræti. Þar hefur Jón komið á fót fyrirtæki, er hann nefnir STöÐ, og frá áramótum hefur hann smiðað sex árabáta, er dreifzt hafa um allt land. Að gömlum og góöum íslenzk- um siö spuröum viö Jón fyrst um ætt hans og uppruna. Við einn smiöisgripinn. Kom frá Færeyjumtil að stunda búf ræðinám — Ég kom hingaö frá Færeyj- um, nánar tiltekiö frá Tóftum I Austurey, áriö 1942, og þá til að stunda búfræðinám að Hólum i Hjaltadal. 1 upphafi var einung- is ætlunin að vera hér i tvö ár, en ég fann meöal annars konu hér, og árin urðu fleiri en tvö. Þann 23. ágúst slöastliðinn voru þau orðin 33 talsins. Eftir bú- fræðinámið lá svo leiðin i Skjaldarvik, þar sem ég vann I hálft annaö ár, og segja má, að þar með hafi afskiptum minum af búskap veriö lokið, því aö ég fluttist til Akureyrar og fór að vinna hjá Kaupfélagi Eyfirö- inga, fyrst sem réttur og sléttur innanbúðarmaður, og siöar sem verzlunarstjóri. Löngu siðar réðst ég til starfa hjá DEGI og vann þar um 12 ára skeið sem auglýsingastjóri og af- greiöslumaður. En svo fékk ég áhuga á þvi að reyna eitthvað nýtt — og þó ekki nýtt, þvi að ég hafði vanizt bátum og báta- smiðum i Færeyjum, þar sem lifið snýst nær allt um sjóinn — og ég hóf að læra bátasmiðar. Skellti sér í iðnskól- ann48ára gamall — Er það ekki fremur fátitt að maður kominn fast að fimm- tugu hefji nám i iðnskóla? — Jú, það er ef til vill sjald- gæft, að 48 ára gamall karl setj- ist á skólabekk, en þaö er langt i frá að vera einsdæmi. Það, sem réði úrslitum hjá mér, var það, að ég vildi fá fullkomin réttindi, en ekki staöbundin. En vist var erfitt að taka þá ákvörðun að Jón Samúelsson. hefja skólagönguna, en þetta hefur verið ánægjulegur timi, bæði hafa kennarar og nemend- ur verið einstaklega samstarfs- liprir og þægilegir i umgengni. Hins vegar er ég ekki búinn með skólann, eftir er einn vetur. Og eölilega er enn yfir mér meist- ari, og enn ér ég á námssamn- ingi hjá einum hæfasta báta- smiði landsins, honum Baldri á Hliðarenda og hef mikið af hon- um lært. Hvalreki að komast yfir svo heppilegt hosnæði — Hvenær er það sem þú svo ákveður að hefja þinn eigin at- vinnurekstur? — Það var i fyrravor að ég komst yfir húsnæðið, en hér var áður til húsa tunnuverksmiðja rikisins. Hins vegar hófst ekki starfsemin fyrr en i desember, þvi aö það tók mikinn tíma að útbúa verkstæðið og gera það i stand. Þegar þetta var að brjót- ast i mér þá kom tvennt til, að leggja áherzlu á vélakostinn eða viðgerðarþjónustan við smá- báta, auk þess að smiða trillur, og það má geta þess að núna er ein 3ja tonna trilla I pöntun hjá mér. — Hvað hefur þú verið lengi að jafnaði að smiða hvern bát um sig? — Ég hef komizt niður i 140 vinnustundir við bát, en þá ber þess að geta, að það er lang- heppilegast að taka fyrir tvo báta i einu, og þannig var unnið við fjóra bátana af þessum sex. Meö þvi næst kostnaður mikið niður og um leið er þetta allt að þvi 25% sparnaður á tima. — En væri ekki möguleiki á þvi að snúa sér að árabátasmiði eingöngu? — Það er auðvitað möguleiki, sem maður útilokar ekki, og þá sérstaklega ef verkefni i trillu- bátasmiði eru ekki næg. En eftirspurnin er svo mikil eftir árabátum, að gott væri að geta tekiö þá svona með yfir veturinn og átt þá á lager á vorin. Það hefur nefnilega komið i ljós — og ég furðaöi mig ekki á þvi — að menn vilja frekar trausta og venjulega árabáta i stað inn- fluttra tré- og plastbáta. En i sambandi við lagerinn þá kemur þaö vandamál upp, að maður hefur ekki bolmagn til að liggja með þann lager sem nauðsynlegur er af efni og öllu sem með þarf. Ég hef ekki uppáhald á neinu sérstöku bátslagi — Hefur þú reynt að fara eftir einhverri sérstakri fyrirmynd við smiði þinna báta? — Þaö má segja að ég noti það sem ég hef séð og mér lizt vel á, og reyni þannig að fá það fram, er ég held að geti verið hvað bezt. Það má máski segja með mina báta, að þeir hafi t.d. svipað botnlag og færeyskir bát- ar, en auðvitað draga þeir einn- ig dám af islenzkum bátum. — Hvað gerir þú ef einhver kaupandi kemur með ákveðnar kröfur um bát, sem hann vill láta þig smiða fyrir sig? — Ef kaupandi hefur óskir um eitthvaö sérstakt lag og mér Stundar nú árabátasmíði á Akureyri smiðanna er góð. Ég hef meira að segja unnið hjá öðrum af þeim tveimur er stunda trillusmiðar, er mikið var að gera hjá honum. — Að lokum Jón, er ekki Fær- eyingurinn i þér enn dálitið sterkur þrátt fyrir öll þessi ár á tslandi? — Það má hiklaust segja það. annað slagið finnur maður fyrir löngun til aö heimsækja æsku- stöðvarnar, þær hafa alltaf sitt aðdráttarafl, en mér hefur likað vel á tslandi og þaö er fyrir öllu. húsnæðiö og valdi ég hið siðara. Ég ákvað þvi aö kaupa italskar vélar, þvi ítali rnir selja ódýrt — alveg þokkaieg tæki — og þau kostuðu mig einungis hið sama og einn Volkswagen I dag. Hvort ekki hafi veriö erfitt aö koma þessu af stað? Jú, ég neita þvi ekki, að I þessu liggur mikii vinna, en ég hef fengiö ágæta fyrirgreiðslu hjá lánastofnun- um, að visu hef ég ekki náð öliu, sem ég hef beöið um, en ég sé ekki ástæðu tii aö kvarta. Hef augun opin fyrir þeim möguleika að snúa mér eingöngu að smíði árabáta — Nú hefur þú eingöngu smiðaö árabáta, þaö sem af er? — Já, hingað til hefur smiðin eingöngu beinzt að árabátum, og eru þeir orönir sex talsins. En það var og er ekki meiningin að smiða eingöngu árabáta. Eitt af grundvallaratriöunum fyrir þvi að ég fór út i þetta.var Nýsmíðaður bátur. list ekki á það — þá einfaldlega haröneita ég þvi, en ef hann get- ur hins vegar sannfært mig, þá auðvitað læt ég undan, en það er sjóhæfnin sem skiptir öllu máli, þvi sjómaðurinn trúir jú bátn- um fyrir lifi sinu. — Er um samkeppni að ræða á milli þeirra aðila er smiða báta af svipuðum stærðum og þú gerir? — Nei, verkefnin eru svo yfir- drifin að verkstæðin komast ekki nándar nærri yfir þau, og samvinna á milli okkar báta- Fyrir utan húsnæöi Stöövar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.