Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. september 1975 TÍMINN Iðnfyrirtæki stofna hverfisfélag SJ—Reykjavik — 1 júní i sumar var stofnaö félag að nafni Iðnvog- ar, en tilgangur þess er að vinna að sem beztri samvinnu og sam- stööu fyrirtækja í Iönvogum eða Vogahverfinu. Sameiginleg næt- urvarzla hefur veriö í hverfinu I þrjú ár og er nú veriö að auka hana þannig að frá 1. september er varzla I hverfinu allan sólar- hringinn, nema þær stundir vikurnar, sem almennt er unnið, þ.e.a.s. frá kl. 8 á morgnana til 6 á kvöldin. Þá er verið að kanna leiðir til lækkunar tryggingariðn- gjalda og hvort kleift sé að koma upp sameiginlegu bruna- og eld- varnakerfi fyrir allt hverfið. Það sem þó var ekki sizt ástæðan til stofnunar félagsins Iðnvogar var knýjandi nauðsyn að vinna að frágangi og hreinsun hverfisins. Fullorðin kona óskar eftir ráðskonu- stöðu hjá einhleypum, fullorðnum bónda. Til- boð með upp gefnu fullu nafni og heimilis- fangi leggist inn á af- greiðslu Tímans fyrir 20. þ.m. merkt Ráðs- kona 1866. Til sölu 20 kýr. Upplýsingar á Efri-Vindheimum. Sími um Bægisá. Eiga þetta að vera framtlðargestir I bliastæðum Iðnvoga, segja útgef- endur Iðnvogatiðinda. Halidór ólafsson. Að sögn Halldórs Ólafssonar framkvæmdastjóra húsgagna- verzlunarinnar Sedrus s/f er þörf á að snyrta byggingarnar i hverf- inu og umhverfi þeirra. Strætis- vagnaferöir eru ekki i Iðnvoga, þ.e. Súðarvog, Dugguvog, Kænu- vog og Tranavog. Þörf er að bæta úr samgönguskortinum. í vor fengust loforð um að götulýsing yrði komið upp við allar götur Iðnvoga, unnið yröi af fullum krafti að hreinsunarmálunum i sumar og að gangstéttarsteinar yrðukomnir við göturnar fyrir 1. ágúst, en lítiö hefur orðiö úr efnd- um. Félagiö Iönvogar gefur út fréttablað, Iðnvogatiðindi, og kom fyrsta tölublað þess út nú i ágiíst. í þvi verður samþykktum og ákvörðunum stjórnar komið til félagsmanna, birtar sameigin- legar auglýsingar. Sólaóir hjólbaróar til sölu á ýmsar sfærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni.N Sendum um allt land gegn póstkröfu ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVfK. t Hafnarfjörður - “ Olíustyrkur Greiðsla olfustyrks fyrir timabilið marz — mai 75 fer fram á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofan- greint timabil. Framvisa þarf persónuskilríkjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A—F mánudaginn 8. sept. kl. 10-12 og 13-16. G — H þriðjudaginn 9. sept. kl. 10-12 og 13-16. I—M miðvikudaginn 10. sept. kl. 10-12 og 13-16. N —■ S fimmtudaginn 11. sept. kl. 10-12 og 13-16. ------föstudaginn 12. sept. engin útborgun. T—ö mánudaginn 15. sept. kl. 10-12 og 13-16. Bæjarritarinn i Hafnarfirði. 13 ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR I Innritað verður i skólanum Hellusundi 7, fimmtudag 4. sept. og föstudag 5. sept. kl. 4-7 báða dagana. Skólinn er nú nær fullskipaður. Nemendur sem innrituðust i vor eru beðnir að stað- festa umsóknir með þvi að greiða náms- gjöld sin, annars eiga þeir á hættu að aðrir nemendur verði teknir i þeirra stað. Skólinn verður settur i Lindarbæ mánu- daginn 8. sept. kl. 17. Kennsla hefst miðvikudaginn 10. sept. Skólastjóri. Ríkisútvarp—Sjónvarp óskar að taka á leigu geymsluhúsnæði, 200 til 300 fermetra að stærð með góðri að- keyrslu og a.m.k. 3-4 m. lofthæð. Upplýsingar i sima 38800. Nýtt símanúmer: 4-40-94 Ingibjartur Þorsteinsson pípulagningameistari Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald- föllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1975 álögðum i Bolungarvik, en það eru: Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald , slysatryggingargjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa- tryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysatryggingagjald at- vinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, lifeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald al- mennur og sérstakur launaskattur, iðn- lánasjóðsgjald og skyldusparnaður skv. 29. gr. laga nr. 11/1975. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lesta- og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatrygg- ingagjaldi ökumanna 1975, vélaeftirlits- gjaldi, svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjó- manna, söluskatti af skemmtunum, gjöld- um af innlendum tollvörutegundum, mat- vælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar- sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, ógreiddum tollum og söluskatti, sem i eindaga er fallinn, svo og fyrir við- bótar- og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri timabila. Einnig fyrir dráttar- vöxtum og kostnaði. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kóstnað gjaldenda en á ábyrgð rikissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn i Bolungarvik 25. ágúst 1975 Barði Þórhallsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.