Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 4. september 1975 5ÍMI 12234 tiERRA 'GARIBURINN A-MIÆTRflSTI 8 GEJÐI fyrlrgóéan maM ^ KJÖTÍÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS RABIN forsætisráöherra tsraels sagöi í gær, aö tsrael væri reiöu- búið til ao gera mun viðtækara samkomulag við Egypta og koma þannig á varanlegum friöi, niilli landanna. Jafnframt fullvissaöi hann Israelska þingiö um, aö ekki yroi dregið úr vörnum á Sinai- Vasco Goncalves Hvað verður um Goncalves? NTB/Reuter—Lissabon: — PortUgalski herinn snerist i gær á móti Vasco Goncalves, fyrrverandi forsætisráðherra og þar með virðist ekki mikið benda til þess, að hann verði settur inn i embætti forseta herráðs portUgal.-ka hersins. Otnefning Gomes forseta hefur sætt mikilli gagnrýni i Portiigal, en ætlunin var að setja Goncalves inn i embættið á þriðjudag. Skipun Goncalves hefur mest mætt andstóðu hjá yfir- mönnum flestra deilda portU- galska hersins. skaga. Rabin áleit samkomu- lagið, sem verður undirritað I Genf í dag, marka tlmamót i sambúð tsraelsmanna og Araba. Stjórnarandstaðan sagði aftur á móti, að stjórnin hefði látið undan slga fyrir þvingunum Banda- rikjamanna og tsraelar hefðu látið allt að veði en Egyptar ekki neitt. Samt var fastlega búizt við, að Israelska þingið staðfesti bráðabirgðasamkomulagið í gær- kvöldi. Undirritun samninganna fer fram I Genf I dag og eru umfangs- miklar öryggisráðstafanir hafðar i frammi, bæði við hótelin, þar sem fulltruar landanna tveggja biia og auk þess um Sþ-bygging- una, þar sem sjálf athöfnin fer fram. BUizt er við, að erlendir frétta- menn fái að vera viðstaddir, þeg- ar samkomulagið verður undir- ritað í dag. Sadat Egyptalands- forseta hafa þegar borizt ham- ingjuóskir i tilefni samkomulags- ins, en það var franski forsetinn Valery Giscard D'Estaing, sem varð fyrstur til þess. Sadat hringdi þegar i stað til d'Estaing til að þakka honum fyrir, að sögn egypzkra dagblaða i gær. Hátíoahöld í Finnlandi — í tilefni 75 ára afmælis Kekkonens forseta HrNN vinsæli þjóðhöfðingi Finn- lands, Urho Kekkonen, forseti, varð 75 ára I gær. Hátiðahöld voru um alit Finnland í gær og Finnar sendur forseta sinum gjafir og heilladskir. Hann fékk einnig gjafir og heillaóskir frá fjöldan- um öllum af erlendum gestum og öðrum erlendum þjóðhöfðingjum vfða um heim. Þegar snemma f gærmorgun var Kekkonen vakinn með kór- Þessibráðskemmtilega mynd birtist á forslðu Time's nylega og skyrir sig að öllu leyti sjálf. Samkomulagið undirritað Urho Kekkonen Finnlandsforseti. söng og hljóðfæraslætti fyrir utan heimili sittiHelsinki. Mikill fjöldi af blaðamönnum og öðrum gestum var einnig mættur þar, en Kekkonen gekk út og heilsaði mannfjöldanum. í tilefni afmælisins var sleginn minnispeningur i silfur í Finn- landi og einnig prentaður nýr peningaseðill með mynd af for- setanum. Mikil þröng var á þingi I öllum bönkum I Finnlandi I gær, þvlaðmargirvoru þeir, sem fýsti að eignast minnispeninginn, sem gefinn var Ut i takmörkuðu upp- lagi. Urho Kekkonen hefur verið for- seti Finnlands I tæplega tuttugu ár. Arið 1972 var lögunum breytt i Finnlandi þannig,að forseti getur aðeins verið við völd tvö kjör- tlmabil, eða tólf ár, en mikill meirihluti i öllum stjórnmála- flokkum f Finnlandi samþykkti stjórnarskrárbreytingu þess efn- is, að hann gæti verið áfram for- seti Finnlands, en kjörtfmabil hans rennur út 1978. Þá hefur þvi veriö lýst yfir i öllum þingflokk- Lífii stúlka lézt — í loftárós ísraelsmanna á flóttamannabúðir Reuter—Beirut— Israelskar her- flugvélar gerðu i gær árás á fldttamannabúðir fyrir norðan Tyre I Libanon. Litil stUlka lét Hfið og 11 manns særðust, og nokkur hUs eyðilögðust. Engin af Israelsku vélunum skemmdist og mun árásin aðeins hafa staðið i stutta stund. Mikil ólga og títti er nU i fólki í Llbanon og sögusagnir herma þar, að þeir óttist árásir og átök þeirra, sem eru á móti hinu nýja sam- komulagi ísraelsmanna og Egypta, og óttast að bardagar hefjist á ný viða i landinu,í fjórða skipti á þessu sumri, en í siðustu bardögunum létuzt um þrjU þUs- und manns. Astæðurnar fyrir bardögunum hafa oft ekki veriö merkilegar, sfðasta ágreiningsefnið var t.d. rifrildiUtafshllkuágötui Beirut. um, að gefi hann kost á sér til for- setakjörs 1978, muni þeir styðja hann þá. Kekkonen var áhrifamikill stjórnmálamaður í Finnlandi eft- ir siðari heimstyrjöldina, en hafði þá hafið stjórnmálaferil sinn nokkrum árum fyrr. Kekkonen var mikill fþrtítta- maður á yngri árum og er reynd- ar enn, þvi nú aðeins fyrir fáum dögum siðan var hann við lax- veiðar hér á landi, en hann hefur veitt lax I öllum okkar stærri lax- veiðiám, og þvi margoft heimsótt ísland .óopinberlega. Guðmundur I. Guðmundsson sendiherra fór til Helsinki til að árna Kekkonen heilla frá íslenzku þjóðinni og meðal annarra erlendra gesta fóru einnig til Hel- sinki Haraldur Krónprins Noregs, Henrik prins frá Danmörku, Bertilprins frá Svíþjóð og margir fleiri. Loforð NÝJA stjórnin I PerU er þegar farin að lofa ýmsu, eins og að ritfrelsi verði leyf t i landinu og að öllum verði frjálst að starfa að stjórnmálum. Þeim, sem fyrri stjórnin hafði vísað Ur landi, hefur verið leyft að snUa heim og ýmsir menntamenn i þjtíöfélaginu hafa aftur fengíð leyfi til að starfa, svo og blaðamenn, sem reknir höfðu verið Ur starfi i tið fyrri stjórnar. Margoft hefur Kekkonen koinið hingað til lands til að stunda laxveiðar og eytt mörgum ánægjustundum hér I viðureigninni við laxinn. Blaðburðarfólk óskast r Seltjarnarnes - Ooinsgata - Skólavörðustígur - Laufásvegur - Laugarás - Laugarnesvegur - Suðurlandsbraut Sími 26500 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.