Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. scptember 1975. • - TÍMINN 9 Karvel Ogmundsson, fram- kvæmdastjóri og Ragnar Guðleifsson, kennari. Töpuðu 90 milijónum — Hvernig var afkoma félag- anna? — Hún var vægast sagt mjög slæm. Þegar upp var staðið reyndist rekstrarhalli Samvinnu- trygginga vera 93,6 milljónir, sem er náttúrlega hrikaleg út- koma. — Það, sem aðallega veldur þessum mikla halla er tjón á fiskiskipaflota okkar og tap á þeirri grein trygginganna. Árið 1973 var ekki gert upp á réttan hátt og uppgjör þess hefur reynzt rangt um 48 milljónir króna. Það ár hefði átt að sýna hallarekstur, sem nam 40,5 milljónum króna i stað þess að á- góði var talinn vara 7,5 milljónir króna. — Forsaga þessa máls er sú, að tryggingafélög vita iðgjaldatekj- ursinarfyrir árið, en hins vegar hafa tjón á árinu ekki komið til uppgjörs og verður þvi að áætla tjónin. Þetta var gert fyrir árið 1973, en siðar kom á daginn að tjónin voru meiri en áætlað hafði verið og veldur þar m.a. verð- bólgan, sem gerir alla viðgerða- vinnu dýrari eftir þvi, sem hún dregst á langinn. Hluti tjóna er auðvitað gerður upp þegar á árinu 1973, en ógreidd tjón voru ekki rétt metin. Samsteypa um trygg- mgu fiskiskipa yfir 100 tonn — Hvað veldur þessum mikla mun á iðgjaldatekjum og tjóna- bótum? — Svo er mál með vexti, að fiskiskip innan við 100 rúmlestir eru tryggð hjá Samábyrgðinni, en það er lögboðið. Fiskiskip yfir 100 tonn eru hins vegar tryggð hjá tryggingafélög- unum. Hér fyrr á árum gekk þetta þannig fyrir sig, að hvert einstakt tryggingafélag tók að sér tryggingu á fiskiskipum yfir 100 tonn og endurtryggði siðan er- lendis, venjulega gegnum um- boðsaðila i London. Með þessu móti réðu erlendir aðilar raun- verulega vérðlagi á vátrygging- um fiskiskipa, þar eð félögin höfðu ekki bolmagn til þess að taka á sig allan skaða, eða tjóna- bætur. Það varð úr, að trygginga- félögin hér á landi gengu til sam- starfs um þessi mál og bera á- byrgðina sameiginlega að á- kveðnu marki, þ.e. 40 milljónir króna. Islenzk endurtrygging sér um þetta samstarf og aflar endurtrygginga fyrir ofan þetta hámark. Með þessu móti tókst að lækka iðgjöld fyrir fiskiskipin verulega. Vond ár. með skipstöpum og miklu tjóni á skipum hefur hins vegar orðið til þess, að tap varð á þessari grein trygginga. Sam- vinnutryggingar fá um 18% af ið- gjöldum fyrir fiskiskipin og bera þvi 18% af tjónum. Tvö önnur tryggingafélög bera sömu á- hættu, en önnur félög minni. Við skoðun á hag Samvinnu- trygginga, er tap félagsins fyrst og fremst vegna þátttöku i þessu samstarfi, eða Trygginga „pool”. Hver á að borga brúsann? Nú.á hitt er siðan að lita, að tryggingafélögin hafa sparað ó- hemju mikinn gjaldeyri með þvi að færa þessa grein trygginga inn ilandið, þótt vitaskuld verði þessi starfsemi að standa undir sér með einhverjum hætti. — Til hvaða ráða er helzt að grípa? — Það er nú ekki alveg ljóst. Mjög mikilsvert virðist vera, að menn greiði aðeins sannvirði fyrir þessar tryggingar, sem og aðrar. Helzt virðist það koma til álita að beita hér sömu aðferð og Samvinnutryggingar gera i öðr- um greinum trygginga, þ.e., þeg- ar vel gengur, þá sé arður af tryggingum endurgreiddur við- skiptavininum, en siðan, ef illa gengur, beri tryggingataki hluta af skaðanum. Þannig fæst sann- virði i flestum árum. — Nii strandar Hvassafellið tvisvar. Urðu Samvinnutrygging- ar þar fyrir skakkafalli? — Nei. Hvassafell er kaupfar, og þar gilda aðrar reglur. Skipið er að visu i tryggingu hjá okkur, en það er siðan endurtryggt gegn- um umboðsaðila, ýmist i London, eða Hamborg, þannig að’aðeins ó- verulegur hluti tjónsins lendir á félaginu. Bifreiðatryggingar i verðbólgu- þjóðfúlugi — Hvað um bifreiðatrygging- ar? — Bifreiðatryggingar hafa á- vallt verið vandamál i trygginga- starfseminni. Tryggingar þessar eru háðar ströngum verðlagsá- kvæðum. Iðgjöldin eru ákveðin fyrirfram, með eins konar verð- bólguspá, sem yfirvöldin taka aldrei til greina að fullu. Þetta veldur því, að iðgjöldin standa ekki undir kostnaði við tjónabæt- ur. Um það bil 31 milljón krónu halli varð á bifreiðatryggingun- um hjá okkur árið 1974. Varð sá halli einkum af kaskótryggingum 23,8 milljónir og af framrúðu- tryggingum, 8,3 milljónir króna. Hins vegar standa ábyrgðar- tryggingar og ökumanns og far- þegatryggingar, samanlagt, nokkuð i járnum. — Það er einkum og sér i lagi verðbólgan, sem vandanum veld- ur. Bilar verða fyrir tjóni, siðan dregst viðgerðin og verðbólgan vex á meðan. Varahlutir hækka i innkaupi og gjaldskrár bifreiða- verkstæðanna hækka. Þegar loks kemur að þvi að gera upp tjónið, er viðgerðin framkvæmd á verð- lagsskeiði, sem er kannske tvö- falt miðað við það, sem gert var ráð fyrir, þegar iðgjaldið var greitt. Má þvi telja að verðbólgan skapi þennan vanda, eða óraun- hæfar gjaldskrár. Hvað gera menn til að mæta sliku tapi? — Hvernig er unnt að niæta 94 milljón króna tapi? — Til þess að mæta þessum geigvænlega halla, hefur orðið að hækka bókfært verð á fasteignum félagsins um 82 millj. króna. Þrátt fyrir þessa hækkun mun bókfært verð fasteigna ekki kom- iö i það hámark, sem nýútgefin reglugerð um bókhald trygg- ingarfélaga heimilar. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga námu á árinu 1974 914.822 þús. króna en heildar- tekjur félagsins voru á árinu t.411.874 kr. og félagið á mikla varasjóði. — Það verður að teljast mikið öryggi fyrir viðskiptavini að fé- lagið skuli geta borið tjón i vondu árferði. Heildartjón á árinu, greidd og áætluð, voru i árslok 824.038 þús. króna á móti 506.544 þús. króna árið 1973 og höfðu hækkað um 317.494 þús. krónur eða 62,68%. Heildargjöldin urðu 1.493.971 þús. króna á móti 998.868 þús. króna árið áður, Hvað vinna margir h j á S a m v i n n u - tryggingum? — Starfsmenn eru um 100 tals- ins og lækkaði um 12 á árinu. Auk aðalskrifstofunnar er fyrirtækið með afgreiðslu i flestum útibúum Samvinnubankans og i aðalbank- anum i Reykjavik. Þá eru af- greiðslur i öllum stærri kaupfé- lögum, svo sem KEA, Kaupfélagi Arnesinga, Kaupfélagi Borgfirð- inga og Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru umboðsskrifstofur á Egilsstöðum og á ísafirði. — Viðskiptavinir okkar eru þó ekki einasta samvinnumenn. heldur allur almenningur og öll möguleg fyrirtæki einstaklinga og félaga. Samvinnutryggingar eru stærsta tryggingafélag lands- ins, en væru það ekki, ef viðskipt- in væru einvörðungu við Sam- vinnuhreyfinguna, þó Samvinnu- tryggingar starfi'auðvitað i nán- um tengslum við hana. Slikt ætti ekki að þurfa að taka fram. Félagsmálastarf Samvinnu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.