Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975, Rowley Manor, sem áður var fínt hótel fyrir rika heldri Breta, er 24 herbergja múrsteinshús. Þar eru einnig hesthús með pláss fyrir 25 hesta. isai A Rowley Manor eru 15 svefnherbergi, öll með baöi. Þetta er eitt þeirra og eins og sjá má er stfllinn heldur gamaldags. Trúlegt er aðýmsu verði breytt i húsinu ef Marlc og Anna fiytja þarna inn. Þegar Mark Philiips höfuðsmaður hættir herþjónustu, hefur hann mestan áhuga á að fara út i hesta- rækt. A Rowley Manor getur hann iátið draum sinn rætast um að stofna reiðskóla og hann og Anna prinsessa geta aiið þar upp úrvalshesta. FLYTJA ANNA OGAAARK ÍGAMALT HÓTEL? ÞAÐ ER mikið sem Anna prins- essa og Mark Philips þurfa að gera á þessu ári. t fyrsta lagi er það framtlðarvinna fyrir hann. Hann hefur séð það fyrir löngu að framtiöin innan hersins hefur upp á lítið að bjóða. Einna nýjasti sparnaðarliöurinn hjá brezku stjórninni var að lækka laun yfir- manna i hernum, og þar sem launin voru fyrir ekki há, hefur Mark góða ástæðu til að hugsa um aðleitaað nýrri vinnu. — Þetta skapar annað vandamál: Hann og Anna verða þá að flytja úr nú- verandi húsnæði sinu, bústaðnum sem tilheyrir herskólanum. Gamalt hótel til sölu Foreldrar ungu hjónanna hafa tekiö þátt I áhyggjum þeirra, þvi nauðsynlegt var að útvega þeim heimili sem allra fyrst. Þegar eignin Rowley Manor I Yorkshire var auglýst til sölu, sendi kon- ungsfjölskyldan þegar út sendi- mann, leynilega að sjálfsögðu, til að afla upplýsinga um staðinn. Rowley Manor er stórt land- rými og á þvi stendur myndarlegt múrsteinshús með um 24 her- bergjum umkringt velhirtum grasflötum. En það sem mestan áhuga vekur, er að þar eru hest- hús nógu stór til aö hýsa 25 hesta. Bæði Mark og Anna eru miklir hestaunnendur og eru sérfræð- ingar um allt sem lýtur að hesta- rækt. Draumur þeirra hefur lengi verið sá að ala upp hesta. Mark hefur einnig dreymt um að opna sinn eigin reiðskóla og Rowley Manor er kjörinn staður til þess. Það eru stór hesthús, reiöbraut og eigin þjálfunarsvæði, með öllum algengustu hindrunum sem notaðar eru I hindrunarhlaupi. Staðurinn var I mörg ár notaður sem lúksus-hótel fyrir heldri Breta, sem gjarnan komu þangað um helgar með hesta sina. Seinna varð svo eingöngu helgarhótel, aðra daga vikunnar komu aðeins nokkrar eldri dömur til að fá sér hádegisverð á hótelinu. Það segir sig sjálft, að staðurinn bar sig ekki fjárhagslega með þessu móti og enginn var undrandi þegar starfsemin hætti. Eftir upplýsingarnar sem sendimennirnir höfðu aflað sér, urðu Anna og Mark þegar mjög áhugasöm um staöinn. Þó virtist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.