Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. september 1975. TÍMINN 13 Aö vera foringi í enska hernum í dagerekki mjög arðsöm atvinna, þess vegna leitar nú Mark Phillips höfuðsmaður að nýrri atvinnu og líka nýju heimili fyrirsig og önnu prinsessu. Heimili þeirra hingað til, síðan þau gengu í hjónaband, er „aðeins" bústaður sem er á landi Sandhurst-herskól- ans. í Yorkshire hafa þau nú fundið óska- staðinn, sem bæði sér þeim fyrir húsaskjóli og atvinnu. Anna prinsessa ekki neitt yfir sig ánægð þar sem hún stóð i hinum stóra móttökusal hússins, umkringd af lifvörðum, bifreiða- stjórum, fasteignasölum og ritur- um. Allir eru mjög formlega klæddir, i dökkum fötum með bindi, sjálf var hún i reiðbuxum og gúmmistigvélum. En þó að ibúðarhúsið sjálft hafi ekki kannski verið beint fyrir hennar smekk, varð hún yfir sig ánægð þegar hún sá hesthúsin, reið- brautina, hindrunarbrautirnar og annað sem þessu fylgir. Pop-hljómsveit kemst i málið. Allt bendir til þess að Mark og Anna ákveði að kaupa staðinn. Ef þau gera það ekki, eru fleiri kaupendur á biðlista. Það er hin vinsæla pop-hljómsveit „The Slade”, en i henni eru þeir náung- arnir Jim Lea, Dave Hill, Noddy Holder og Don Powell. Þeir hafa sýnt mikinn áhuga á húsinu og eignunum umhverfis það og höfðu samband við fasteignasalana strax eftir að eignin var auglýst til sölu. Og það er greinilegt að þeir félagar eru ekki alveg aura- lausir, þvi að þeir vilja borga þetta allt saman út i hönd. Núver- andi eigandi, frú Jackson, ásamt nágrönnum Rowley Manor, eru þó ekki mjög ánægð yfir þvi að nýtizku pop-hljómsveit komi kannski til með að búa á staðnum. Barinn i húsinu er yfirfullur af húsgögnum, útsýnið er geysilega fallegt. Staðurinn Rowley Manor er um þrjátiu milur frá London og tvær milur frá Hull. Þaö eru fleiri en Mark og Anna sem áhuga hafa á eigninni Rowley Manor. Pop-hljómsveitin „The Slade” hefur sýnt áhuga og vill gjarnan borga út I hönd. Þeir viija koma sér upp sundlaug fyrir framan húsið. í dagstofunni eru veggirnir lagöir furu og þar er einnig marmara- arinn, mcð gullskreytingum. Húsgögnin eru öll með leðuráklæði. Mest eru þau hrædd um að þessir félagar sem eru vanir stórborg- um, sifelldum hávaða og hraða, verði fljótt þreyttir á sveitasæl- unni. Fyrst munu þeir eflaust nota staðinn til mikilla hátiða- halda, bjóða gestum I tugatali og halda óteljandi veizlur en munu siðar koma sjaldnar og sjaldnar og enda kannski með þvi að gera staðinn að hóteli á ný. En það horfir öðru visi við með önnu og Mark. Rowley Manor er tilvalið bæði sem heimili og vinnustaður fyrir þau. Það fyrir utan hefur þvi verið spáö i Bret- landi i dagblöðum og vikublöðum, að Anna fæði sitt fyrsta barn á árinu 1975, og ef eitthvað er til i þessum getgátum,mun frú Jack- son án efa getað reiknað með þvi að selja Rowley Manor til kon- ungsfjölskyldunnar. Þá fær Anna lika eitthvað annað að hugsa um én að taka þátt I Olympiuleikun- um I Montreal á næsta ári! Amerískar KULDAÚLPUR fyrir börn og fullorðna \mm CAR RENTAL SERVICE Höfum flutt f eigiö húsnœSI. Sigtúni 1 - símar: 14444 - 2 5555 - Reykjavík MITTISÚLPUR fyrir unglinga og fullorðna BARNASTÆRÐIR FRA 4-16 Verð frd kr. 3950-5950 Verð síðan fyrir gengisfellingu PÓSTSENDUAA o O ir> r-%/y^T J' 1 ± T * ðPORTffií ^HÉEMMTORGi L S !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.