Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975. i t f ► Bændur í Alpa- fjöllum þurfa á hjálp að halda vegna flóttans úr sveitunum \ borgirnar. Þetta heldur áfram þrátt fyrir síhækk- andi tekjur bændastétt- arinnar þar. Þessi mynd er frá kartöfluuppskeru I Suður-Þýzkalandi. Hér sést, aö konur taka virkan þátt i kartöfluuppskerunni, sérstaklega á smærri bæjunum. Konur vilja ekki setjast að í sveit í Þýzkalandi ÞAÐ GERIST viðar en á íslandi, að bændum gengur illa að fá til sin konur, en nýlega var skýrt frá þvi i blöð- um, að mjög stór hluti bænda hér á landi væru ógiftir. í fréttabréfi frá Þýzkalandi segir, að þar gangi ungum bændum mun erfiðar að finna sér konur heldur en feðrum þeirra fyrr á árum. Þó að menn hendi stundum gaman að þessu segir i bréfinu, að þetta sé i rauninni ekki neitt gam- anmál heldur þvert á móti. Margir ungir bændur vildu fyrir löngu vera giftir, en þeim hef- ur alls ekki tekizt að finna konur, sem hafa viljað giftast þeim, vegna þess að þeir hafa ekki viljað leggja búskapinn á hilluna og flytjast til borganna með konunum. Af hverju stafar þetta? er svo spurt. Ungur bóndi i Suður Þýzka- landi, Zaver Hölzler, hefur oft fengið að heyra það af vörum ungra stúlkna, að hann sé bæði laglegurog skemmtilegur maður, en engin þessara stúlkna hefur þó viljað búa með honum á hinum afskekkta sveitabæ hans i Bay- ern. Það er ekki mikil fjárvon á þessum afskekktu bæjum, og sveitakonan verður að leggja á sig mun meiri vinnu en konan i borginnij svo það er ekki eftir- sóknarvert að flytjast út i sveit, eða halda áfram að búa i sveit, ef um unga bóndadóttur er að ræða. Borgarlifið lokkar. Almenningur i Þýzkalandi hefur ekki veitt landaflótta þeim mikía athygli, sem átt hefur sér stað frá hinu 250 metra breiða svæði i Alpafjöllunum milli Con- stanca-vatnsins og Salzach, en frá þessum svæðum hefur fólk flutzt unnvörpum, að þvi er skýrt var frá i Súddeutsche Zeit- ung nýlega. Frá þvi árið 1963 hafa að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.