Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. september 1975. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I iausasöiu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f'. Hvað gerir gæfumuninn? Einstök eru þau skrif Alþýðublaðsins, að efna- hagsaðgerðir rikisstjómarinnar beinist einkum að þvi að bæta hag forstjóranna, og þvi sé hún fyrst og fremst stjórn þeirra. 1 þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á, að á árunum 1967-1969 varð veruleg rýrnun á við- skiptakjörunum við útlönd, en þó ekki eins mikil og nú. Þá var Alþýðuflokkurinn i rikisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum. Þá var gripið til efnahagsaðgerða, sem höfðu það i för með sér, að stórfellt atvinnuleysi skapaðist i landinu. Vegna atvinnuleysisins og óttans við það flýðu þúsundir manna úr landi. Stórfelld rýrnun varð á kaup- mætti launa, einkum þó hjá láglaunastéttunum. Af hálfu rikisstjórnarinnar var ekkert gert til að bæta hlutþeirra sérstaklega. Sáralitið var gert til að bæta hlut lifeyrisþega, enda þótt þau mál heyrðu undir ráðherra Alþýðuflokksins. Til þess að fá kaupmáttaraukninguna litillega bætta, urðu verkalýðsfélögin að heyja stærstu og lengstu verkföll, sem um getur hérlendis. ísland átti heimsmet i verkföllum á þessum tima. Þannig einkenndust umrædd stjórnarár af stórfelldu at- vinnuleysi, stórkostlegum landflótta og mikilli lifskjararýrnun. Þá var þrengt að hinum fátæku meðan hinir riku græddu. Hvernig er það ástand, sem er hér nú eftir mun meiri rýrnun viðskiptakjaranna en á umræddu timabili? Atvinna er næg um land allt. Mikilli uppbyggingu er haldið uppi nær hvarvetna i byggðum landsins. Ungt fólk tekur sér bólfestu utan þéttbýlissvæðisins i sivaxandi mæli. Þrátt fyrir hina miklu rýmun viðskiptakjaranna, er kaupmáttur dagvinnutimakaups verkamanna um 20% meiri en á siðasta heilu stjórnarári við- reisnarstjórnarinnar, árinu 1970. Af hálfu rikis- stjórnarinnar hafa verið gerðar sérstakar ráð- stafanir til að bæta hlut hinna lægstlaunuðu (lág- launabæturnar). Lifeyrisbæturnar hafa verið stórlega hækkaðar. Þannig má halda áfram að rekja það, hversu stórfelldur munur er á stjórnarfarinu nú og 1967-1969, hvernig nú er hugsað miklu meira um hag þeirra mörgu og smáu en þá var gert. Ef til vill sýnir það gleggstan muninn, að þá var ísland eina landið i Evrópu, þar sem var verulegt atvinnuleysí. Nú er ísland eina landið i Evrópu, þar sem er næg atvinna. Hvað er það, sem hefur gert gæfumuninn? Ekki er það Sjálfstæðisflokkurinn, þvi að hann var i stjórn 1967-1968 og er það einnig nú. En þá hafði hann Alþýðuflokkinn i stjórnmeð sér, en nú hefur hann Framsóknarflokkinn sem meðstjórnanda. Það gerir muninn. Alþýðan getur dæmt af þessu, hvort betra sé að treysta Framsóknar- flokknum eða Alþýðuflokknum. Það væri fróðlegt, ef Alþýðublaðið gæti nefnt þann Alþýðuflokksmann, sem vildi heldur fá aft- ur atvinnuleysið og landflóttann á árunum 1967-69, en það atvinnuástand, sem nú er hér. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Samkomulagi fagnað með fyrirvörum Næstu áfangar mega ekki dragast á langinn Þannig skiptir bráðabirgðasamkomulagiö Sinaiskaga milli Egypta, tsraelsmanna og Sameinuöu þjóðanna ÞOTT HINU nýja bráða- birgðasamkomulagi, sem náðst hefur milli Egypta og ísraelsmanna fyrir milligöngu Kissingers, sé yfirleitt vel tek- ið, er þvi af flestum fagnað með fyrirvara með fyrirvör- um. Fyrirvarinn hjá flestum er sá, að bráðlega þurfi einnig að nást nýtt bráðabirgðasam- komulag milli tsraels og Sýr- lands og helzt á milli tsraels og Jórdanfu. Þá þurfi Palest- inumenn einnig að eygja lausn á málum þeirra. Annars gæti svo farið að ástandið verði brátt enn verra en það var áð- ur en þetta bráðabirgðasam- komulag var gert. Yfirleitt eru menn svosammála um, að fullkomin lausn verði aldrei fengin á þessum málum fyrr en tsraelsmenn eru búnir að sleppa þvi af Golanhæðum, sem þeir hertóku 1967, svæðinu á vesturbakka Jor- danár, sem þeir hertóku af Jordaniu 1967, og svo þeim hluta Jerúsalem, sem þeir hertóku 1967. Ekkert annað nægi til samkomulags og frið- ar i þessum heimshluta en að ísrael sleppi að fullu öllum ránsfengnum frá 1967, jafn- hliða þvi, að samkomulag náist um málefni Palestinu- manna. Þegar á þetta er litið, er bráðabirgðasamkomulagið aðeins áfangi, og getur jafnvel gert enn verra, ef ekki bætast bráðlega við nýir áfangar, sem stytta leiðina að hinu raunverulega marki. ÞOTT segja megi, aðbráða- birgðasamkomulagið sé i reynd ávinningur fyrir báða aðila, er það verulega gagn- rýnt i báðum löndum. Sadat forseti getur bent á, að ísra- elsmenn verði að láta af hendi tvö mikilvæg fjallaskörð, Gidi og Mitla, og Egyptar fá að nýju yfirráð yfir oliulinda- svæðinu við Abu Rudeis, sem getur reynzt þeim mikilvægt. En það er ekki stórt land- svæði, sem Egyptar fá til um- ráða samkvæmt bráðabirgða- samkomulaginu. Samkvæmt bráðabirgðasamkomulaginu, sem var gert i fyrra, létu Isra- elsmenn aðeins 4% af Sinai- skaganum, og af þvi fengu Egyptar 2.5% til fullra umráða, en 1.5% varð gæzlu- svæði Sameinuðu þjóðanna. Sáttasemjarinn i Austurlönd um nær. Nú láta tsraelsmenn af hendi 9% til viðbótar eða alls 13%, Meginhluti af Sinaiskaganum verður áfram undir yfirráðum Israelsmanna eða 87%. Egyptar fá til fullra umráð aðeins 6% af skaganum, en 7% falla undir gæzlusvæði Sam- einuðu þjóðanna. Hætt er við, að mörgum Egyptum þyki það ónógt til lengdar að ráða aðeins yfir 6% af Sinaiskaganum, enda þótt þessi hluti hans sé mikil- vægur. Sadat þarfnast þvi vafalitið mjög fljótlega nýs áfanga, ef ekki á að magnast aukin þjóðernisstft'na, sem gæti beinzt gegn honum. Þá má búast við, að leiðtogar ým- issa annarra Arabaleiðtoga fari að gagnrýna hann fyrir undanlátssemi við Bandarikin og litinn trúnað við samheldni Araba. Fyrst um sinn getur samkomulagið styrkt Sadat i sessi, en hætt er við, að það breytist, þegar frá liður. Nokkuð getur þetta þó oltið á þvi, hvaða efnahagslegan stuðning hann fær frá Banda- rikjunum, Saudi-Arabiu og Kuwait og fleiri oliufram- leiðslurikjum Araba. Sadat þarfnast mikillar efnahags- legrar aðstoðar og takist hon- um að afla hepnarogbæta lifs- kjör almennings, getur hann orðið traustari i sessi, en annars ekki. FYRIR ísrael er það fljótt á litið nokkurt óhagræði, að láta umrædd fjallaskörð og oliu- lindasvæði af hendi. Á móti fá þeir það, sem er þeim tvi- mælalaust mikilvægara, en það er stóraukin efnahagsleg aðstoð frá Bandarikjunum. ásamt óbeinni tryggingu. sem felst i þvi, að Bandarikjamenn taka að sér gæzlustörf á Sinaiskaga. Það eykur á viss- an hátt likur á þvi, að Banda- rikin dragist inn i styrjöld við hlið tsraelsmanna, ef til slikra átaka kæmi á þessu svæði. Bandarikjamenn drógust þannig inn i Vietnamstyrjöld- ina, að þeir byrjuðu að senda eftirlitsmenn til Suður-Viet- nam. Þrátt fyrir þennan mikil- væga ávinning tsraelsmanna mun bráðabirgðasamkomu- lagið sæta verulegri mót- spymu i tsrael. Þótt sú mót- spyma verði ekki öflug i fyrstu, getur hún átt eftir að haröna og gert rikisstjórninni örðugra fyrir að fallast á nýja áfanga til samkomulags viö Araba. t annan stað kann sú stefna að fá meiri byr i seglin, að áfangaleiðin sé ekki rétt, heldur beri að semja um allt i einu. Þannig er hætta á, að Israelsmenn verði ósamstæð- ari og það torveldi sættir, hvor leiðin sem heldur verði valin. MEÐAL Bandarikjamanna gætir nokkurrar andstöðu við það, að þeir dragist frekar inn i styrjöld vegna bráðabirgða- samkomulagsins en ella, ef til hennar kæmi. Þrátt fyrir þennan ugg. mun þingið þó vafalaust fallast á samninginn að svo miklu leyti, sem hann snertir Bandarikin. En jafn- fraint mun það leggja á það áherzlu.að sáttastarfsem- inni verði haldið áfram, þvi að meginárangur þess sam- komulags, sem nú hefur náðst. sé að. bæta andrúmsloftiö um sinn, en vafasamt sé, að það vari lengi. nema nýir áfangar komi til sögu — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.