Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 28
28 TIMINN Sunnudagur 7. september 1975. ÞEGAR hún opnaöi útihurðina, og sá póstinn standa á tröppun- um, varð hún allt i einu óttasleg- in. Joan Anne Hallal fannst eins og ógæfan væri að dynja yfir. Þó reif hún upp bréfið til þess að sjá, hvað i því væri. A blaðinu voru aðeins örfá orð, en meiningin var greinileg: — Ég kem ekki heim. Þér er frjálst að fá skilnað. Undir stóð nafnið Leo, og Joan Hallal sá, að skeytið hafði verið afhent á Grand Central Station i New York kvöldið áður. Hún hafði beðið andvaka klukkutimum saman eftir þvi, að maðurinn kæmi heim. Þegar hann kom ekki, fór henni að detta ýmislegt i hug, m.a. eitthvað þessu likt. Samt var þetta hálf- gert áfall fyrir hana og hún þaut inn i stofuna og lét fallast á sóf- ann. Hún grét ákaft. Joan Hallal var aðlaðandi dökkhærð kona, móðir þriggja barna á aldrinum frá tveggja til sjö ára. Hún flýtti sér að þurrka tárin, þegar Susan dóttir hennar, sjö ára gömul kom inn og sagði, að yngsta barnið, drengúr, væri grátandi. Þegar börnin voru búin að borða fór hún með þau til móður sinnar, til þess að leita huggunar hjá henni, en hún fékk litinn skiln- ing hjá móður sinni. — Þetta er þér að kenna, sagði hún. — Þú giftist þessum manni, og þú dróst hann á tálar. Við hverju bjóst þú? Bjóstu við að hann tæki þig til sin aftur, og fyrirgæfi þér það, að þú héldir við þennan aumingja, hann McParlin? Joan Summers hafði gifzt Leo Hallal fyrir niu árum, árið 1964, eftir að ástarævintýri hennar og McParlin fór út um þúfur — þau höfðu verið saman allt frá því að þau gengu i skóla. James Mc- Parlin var 29 ára gamall, og hafði ofan af sér með þvi að selja hús-- gögn. Joan kom sér vel fyrir sem gift kona og móðir. Fjölskyldan bjó i Japanica Street i Pawtucket á Rhode Islands. Hjónaband Leos og Joan var hið farsælasta allt fram til októ- bermánaðar 1973. Þá kom Mc- Parlin aftur til Pawtucket, eftir að hafa verið i burtu um tima. Dag nokkurn hitti Joan hann af tilviljun á götu. Hún bauð honum heim til sin i mat, og kynnti hann fyrirmanni sinum. t ljós kom, að McParlin var lika kvæntur, og átti fjögur börn. Hann hafði unnið um tima i New Jersey. Nú hafði hann hins vegar ákveðið að halda aftur til gamla heimabæjar sins. Leo Hallal hvarf skyndilega kvöld nokkurt frá heimili sinu á Rhode Is- land. Kona hans fékk skeyti næsta morgun, sem undirskrifað var, Leo. Hræðslan greip hana og hún fékk það á tilfinninguna, að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. Lengi lifir i gömlum glæðum Ekki leið á löngu, þangað til hin gamla ást Joan kviknaði á nýjan leik, og það liðu heldur ekki margar vikur, þangað til þau voru farin að hittast á laun. Joan sá til þess, að einhver gætti barn- anna og svo eyddu hún og Mc- Parlin mörgum unaðsstundum á hótelherbergjum viðs vegar um. McParlin sagðist vera óham- ingjusamlega kvæntur, og hann þarfnaðist hennar. Hann stakk upp á þvi, að þau skyldu stinga af og fá svo skilnað seinna og gifta sig. Joan var ekki hrifin af þess- ari uppástungu, nema þvi aðeins hún gæti tekið börnin sin með sér. Enda þótt hún væri óskaplega ástfangin af McParlin vildi hún ekki fórna börnum sinum á altari ástarinnar. Hún vildi, að þau héldu áfram að hittast á laun, þangað til þau fyndu einhverja aðra lausn á málunum. McParlin samþykkti þetta. Hvorki maður Joan né kona McParlins virtust hafa hugmynd um, hvað var að gerast milli Joan og McParlins. í desember 1973 fann kona fVTc- Parlins bréfsnepil i vasa hans. Bréfið var undirskrifað ,,Joan”. Þar stóð ennfremur, að hún gæti ekki hitt hann næsta dag, vegna þess að maður hennar ætlaði að vera heima, en hins vegar gætu þau hitzt á vanalegum stað þrem- ur dögum seinna. Kona McParlins, Edna, sem var 29 ára gömul, vissi ekkert um Hallalhjónin, en hafði þó eitt sinn verið kynnt fyrir þeim. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um, að eitthvað væri á milli Joan Hallal og manns hennar. Hún hringdi þegar i stað til Hallal og sagði honum að hverju hún hefði komizt. Hallal ákvað að ganga hreint til verks og komast að hinu sanna i málinu. Hann bauð McParlins-hjór.unum heim til sin. Þegar Joan stóð augliti til aug- litis frammi fyrir Ednu McParlin og hún dró upp bréfið, viður- kenndi hún þegar i stað að hafa áttvingott við McParlin, en sam- bandi þeirra væri nú lokið og hún grátbað mann sinn um að fyrir- gefa sér. Á meðan Leo og Joan deildu yfirgáfu McParlins-hjónin þau. Þau voru heldur ekki ánægð. Hallal var ekki á þeim buxun- I Joan Hallal var hamingjusöm þriggja barna móðir, gift manni, sem hét Leo. Hún hefði aldrei trúað þvi, að hún yrði ástfangin á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.