Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 7. september 1975. TÍMINN 31 i?a®Q ara&anöatLasiíQ Mest seldu LP-hljómplöturnar ' vikuna 25.8-29.8. Eric Clapton — E.C. Was Here rso Records — SO 4809 ★ ★ ★ ★ + ÞEIR eru margir, sem byrjuöu að hlusta á Eric Clapton, er hann kom fram úr fylgsni sinu i fyrra með plötuna 461 Ocean Boulevard. Þeir eru lfka margir, sem misstu sjónar á Clapton, eftir að Creem hætti og byrjuöu síöan aftur að hiusta á hann á 461 O.B. Fyrir þennan stóra hóp og raun- ar alla aðra er nú komin ,,live” plata með Ciapton, er heitir ,,E.C. Was Here”. Nafnið á plöt- unni á vel við, það er í þátið, enda fer Clapton hér vel troðnar slóðir. Á plötunni spilar hann mestmegnis blues-Iög, sem flest hafa komiðút með honum áður á plötum hljómsveitar hans Derek and The Dominoes og einu plötu Blind Faith. Clapton sannar gitarsnilli sina enn einu sinni á þessari plötu og tekur allan vafa af, hver er sá bezti. Leikur hans einkennist af miklum næmleika, — yfirvegun, og innlifun, — hann er ekki með neitt hálfkák, heldur gengur hreint til verks, enda er árang- urinn frábær eftir þvi. „E.C. Was Here” er afspyrnu góð blues plata, gott sýnishorn af gamla góða gitarsnillingnum Eric Clapton. Bob Dylan — The Basement Tapes C2 33682 — Columbia 1. Stuðmenn — Sumar á Sýrlandi 2. Eagles — One of These Nights 3. Alan Price — Oh Lucky Man 4. Bob Dyland Band — Basement Tapes 5. Eric Clapton — E.C. Was Here 6. Janis Ian — Beetween the Lines 7. Wings — Venus & Mars 8. America — Hearts 9. 14 Fóstbræður — 14 Fóstbræður 10. Frank Zappa and Mothers — One Size Fits All Mest seldu „single" hljómplöturnar vikuna 25.8-29.8. 1. E1 Bimbó — Bimbó Jet 2. Misty — Ray Stevens 3. Hustle — Van McCoy and The Soul City Symphony 4. Black Superman — Johnny Wakelin and the Kins- hasa Band 5. Love Will Keep Us Together — Captain & Tenniile 6. Superman — Paradis Faco hljómdeild Hafnarstræti 17, R. Simi: 13303 Sendum i póstkröfu HLJOMPLOTUDOMAR NÚ-TÍMANS Ef einhver tóniistarmaður á skil- ið nafnbótina tónlistarmaður árs- ins er það Bob Dylan, eða meistari Dylan eins og hann er oft nefndur. Þar kemur tvennt til, hann sannaði svo um munaði fyrr á þessu ári með plötunni Blood On The Tracks aö hann er öllum fremri. Sú plata er ekkert venjulega góð, það liggur við, að hún sé of góð, — þar á ég við, að ég bjóst ekki við að nokkur maður, kona eða hljómsveit gæti sent frá sér aö ra eins afburða- plötu á þessum siöustu og verstu tlmum. Hin ástæðan er platan Bob Dylan And The Band: The Base- ment Tapes. Loksins. Loksins eftir öll þessi ár eru þessar frægu og sögulegu upptökur gefnar út opinberlega sem þýðir að Blood On The Tracks hefur fengið hættulegan keppinaut. Á plötunum tveim, erinnihalda kjallaraböndin eru tuttugu og fjög- ur lög, Dylan syngur sextán og meðlimir The Band átta. Upptakan fór fram I kjallara húss I New York á timabilinu júní—október 1967 og voru lögin tekin upp á heimilissegulbands- tæki. Þó svo að platan sé ekki tekin upp I stúdiói er „sándið” á plötunni gott, sérstaklega rödd Dylans, sem er mjög hrein og skýr. Ekkert af lögum Dylans á plöt- unni hafa komið út með honum áður, að ég held, fyrir utan lélega útgáfu á laginu „You ain’t goin nowhere” sem var á Bob Dylan Greatest Hits Vol II. Þó að Dylan hafi ekki gefiö lögin út sjálfur, hafa ýmsir listamenn flutt lög af böndunum. Má þar nefna The Band, með lögin „Tears Of Rage” og „This Wheels On Fire” (Music From Big Pink), The Byrds með „You ain't goin’nowhere ’ og „Nothing was Delivered” (Sweetheart Of The Rodeo) og This Wheels On Fire” (Dr. Byrds and Mr. Hyde), að ógleymdri Julie Driscoll er varð heimsfræg fyrir túlkun sina á lag- inu „This Wheels On Fire”. Um flutning Dylans og The Band á plötunni er ekkert annað hægt að segja enað hann sé einstakur. Hon- um verður ekki rétt lýst með orð- um, það verður að hlusta, og það vel, þvi það er eitthvað ólýsanlegt við plötuna, sem gerir hana svo góða. Textar Dylans eru góðir. Hann er reiður, bitur, vonsvikinn, glaður, hæðinn og fyndinn. The Basement Tapes er einstök plata, ef einhver plata er einstök. Plata eins og þessi verður ekki endurtekin, hún er gerð á staðnum og mótast af andrúmsloftinu i kjallaranum. G.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.