Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975. BÖRN HAFSINS fjöruna, að báturinn fór á flot og barst frá landi. Þegar börnin vöknuðu, sáu þau himin og haf, en hvergi land. Þau fóru þá að gráta, en enginn heyrði til þeirra. Bátinn rak fyrir vindinum, en ekki vissu þau hvert stefndi. Gömul saga frá Japan Saga þessi getur minnt okkur á það, að landið Japan eru marg- ar eyjar, — óteljandi eyjar stórar og smáar. Einnig vekur hún at- hygli okkar á þvi, að hrisgrjón eru ræktuð þar, og hrisgrjónin voru hér áður fyrr aðalfæða almennings i Japan og eru það reyndar ennþá, eins og i fleiri löndum i Asiu. Sagan heitir Börn hafsins og er á þessa leið. harðfisk og hrisgrjön, potta og pönnur, garð- hrifur og spaða, og strá- regnhlifar og stráskó og hlifðarföt handa verka- fólkinu, sem faðir þeirra var vanur að fá á eynni i vinnu við gróðursetn- ingu plantnanna. Bömin áttu nú að gæta bátsins, en foreldrar þeirra fóru i kaupstað- inn, til þess að ráða sér vinnufólk. Báturinn var dreginn upp i fjöruna. Veður var heitt og börnin urðu syfjuð. Þau lögðust til svefns og sofnuðu i bátn- um. Nú kom háflóð. Flæddi svo hátt upp i Einu sinni var bóndi á bæ. Það var siður hans, að sá hrisgrjónum i akur sinn kringum bæinn. Þegar litlar hrisplöntur voru komnar upp, tók hann þær varlega upp og flutti þær út i eyju eina, þar sem hann hafði ráð yfir hrisgrjónaakri og gróðursetti þær þar, þvi að hann ræktaði svo grænmeti fyrir fjöl- skyldu sina, þar sem hrisplönturnar voru áð- ur. Þær vom siðan flutt- ar út i eyna á bát, sem hann geymdi bundinn við stjóra i vogi einum. Það var eitt vor um útgræðslutima, að bóndi sagði við sjálfan sig: — Litli drengurinn minn og litla stúlkan min eru orðin býsna dugleg að hjálpa mér. Ég held að ég ætti að lofa þeim með mér út i eyjuna. Systkinin ruku upp til handa og fóta. Þau hjálpuðu til að bera á Látinn hrisplöntur, Eftir langan tima sáu þau eyju. Þangað rak bátinn, og þau gátu róið siðasta spölinn i land. Siðan festu þau bátinn vel og gengu á land. Eyjan var óbyggð. Drengurinn sagði að þeim væri bezt að treina matinn sem lengst. Þau höfðu nokkrar matar- birgðir, sem áttu að vera sem nesti fyrir vinnufólkið við gróður- setningu hrisplantn- anna. Drengurinn sagði við systur sina: — Það kemur kannski bráðum skip og sér okkur, eða fiskimaður kemur i land að fá sér vatn. Okkur verður áreiðanlega bjargað, en við verðum að spara matinn, þvi að siðan biður okkar ekki annað en hungurdauð- inn. — Við þurfum ekki að deyja af sulti, sagði þá systir hans. — skulum taka hrisplönturnar og gróðursetja þær, áður en þær visna. Þetta þótti bróður hennar þjóðráð. Þau leituðu nú að góð- um stað fyrir akur, og fundu hann nálægt læk. Siðan fóru þau niður að báti og sóttu verkfæri. Var nú nóg að starfa hjá systkinunum. Þau stifl- uðu lækinn og veittu honum yfir akurinn, gróðursettu svo plönt- urnar. Þá tóku þau til við að byggja sér litið hús, og alltaf höfðu þau nóg að starfa. Nóg var að berjum á eyjunni. Stóð heima, að þau voru nú að verða fullþroskuð. Börnin fóru nú að eins og litlu fugl- arnir. Þau týndu ber og lifðu mestmegnis á þeim um sumarið ásamt með nestinu, sem þau höfðu heimanað. Undir haustið voru hrisgrjónin orðin full- þroskuð. Börnin höfðu hirt svo vel um akurinn, að þau fengu ágæta upp- skeru og nægan forða til ársins. Nú leið ár eftir ár, sem þau voru á eyjunni. Þau ræktuðu jörðina og lifðu af þvi, sem hún gaf af sér. Loks vildi svo til, að skip sigldi þar fram hjá. Þá sáust börnin, sem reyndar voru nú orðin stór. Skipið flutti þau heim til foreldranna, sem höfðu syrgt þau i mörg ár, og urðu nú heldur fagnaðarfundir. Systkinin gáfu nú for- eldrunum eyjuna sina frjósömu, sem þau höfðu fundið og ræktað. Þurfti fjölskyldan nú ekki að kviða skorti framar, þvi að eyjan góða gaf mik- inn ávöxt af sér. Eyjan heitir enn Imo- se-jima, en það þýðir Systkinaey. Fólk við vinnu sina á hrisakri. Tæknifræðingur Rafmagnsveita Reykjavikur óskar að ráða rafmagnstæknifræðing, sterk- straum.til starfa hjá innlagnadeild. Starf- ið er fólgið i yfirumsjón með afgreiðslu heimtauga og samþykktar raflagnateikn- inga. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri og veitir deildarstjóri innlagnadeildar all- ar nánari upplýsingar um starfið. Pl 1RAFMAGNS ÍM VEITA ÍA. T REYKJAVlKUR Nýtt símanúmer: 4-40-94 Ingibjartur Þorsteinsson pípulagningameistari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.