Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 33
S'u'nhudágur 7. s’eptérnbér' 1975. 'WMÍSn Frá Læknaþingi Læknafélags tslands, sem haldiö var í þessari viku, ásamt námskeiði fyrir héraðs- og heimilislækna á aðalfundi Læknafélags fslands. Fremstir t.v. sitja Guðmundur Sigurðsson læknir á Egilsstöðum, Guðmundur Jóhannesson yfirlæknir á Fæðingardeild Landspftalans og Skúli Johnsen borgarlæknir. Timamynd Róbert. Tæpast hægt að tala um offjölgun lækna, meðan lækna vantar úti á landi Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir april, mai og júni 1975, og ný- álagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvað- ur, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 4. september 1975 Sigurjón Sigurðsson. og heimilislækna í Reykjavík SJ-Reykjavík. 1. janúar sl. voru 328 læknar starfandi hér á landi. Auk þess gegndu 111 islenzkir læknar bráðabirgðastöðum hér og erlendis, langflestir I útlönd- um. 110 kandidatar voru þá i bráðabirgðastöðum, meirihlutinn hér á landi. Þar að auki er reikn- að með að eitthvað á þriðja hundrað læknakandidatar út- skrifist á næstu sex árum úr Háskóla íslands. Þetta kom m.a. fram i erindi sem örn Bjarnason skólayfir- læknir flutti á aðalfundi Læknafé- lags Islands i gær um atvinnu- horfur yngri lækna á Islandi, en I fréttum af þinginu hefur verið lögð áherzla á, að atvinnuleysi væri yfirvofandi i læknastétt. 1 viðtali við Timann I gær sagði Örn Bjarnason að þrátt fyrir of- angreindar staðreyndir væri ekki svo mikil ástæða til að óttast at- vinnuleysi islenzkra lækna. Mjög mikill læknaskortur væri enn sem fyrr úti á landi. Sem dæmi um það mætti nefna, að 21 læknir gegnir bráðabirgðastöðu úti á landi. Starfsaðstaða lækna úti á landi færi sibatnandi og læknamið- stöðvarnar, sem nú eru að risa gerðu það eftirsóknarverðara fyrir lækna að starfa i dreifbýli. Einnig væri skortur á heimilis- læknum i Reykjavik. Meðan á- standið væri svona væri tæpast hægt að tala um offjölgun lækna. Það væri mál sem yfirvöld þyrftu að taka afstöðu til — hve mikla læknis- og heilbrigðisþjón- ustu á að veita. Og siðan að taka ákvörðun um, hvort þörf er fyrir alla þessa lækna. 62% starfandi lækna eru sérfræðingar og eru þar með taldir menn með heimilislækningar sem sérgrein. — Þriðjungur islenzkra lækna hefur lengi starfað erlendis sagði örn Bjarnason, og er það mjög jákvætt, þá staðna þeir ekki hér heima heldur sækja sér aukna menntun og reynslu. Þótt mun fleiri læknar hafi að undanförnu komið heim en áður, er trúlegt að áfram muni margir islenzkir læknar starfa erlendis. Það er hinsvegar spurning hvort það borgar sig þjóðhagslega að mennta lækna fyrir aðrar þjóðir. Fyrirhyggju þarf að hafa um, að læknar eigi þess kost að ljúka námi sinu, þ.e.a.s. fá þjálfun á sjúkrahúsum og I héraði. Fram- haldsmenntun lækna hér heima var aðalmál aðalfundar Læknafé- lags Islands að þessu sínni. Könnun á heilsufari allra borgarbúa eldri en 67 óra SJ—Reykjavik — Á aðalfundi Læknafélags Islands, var samþykkt að skora á forráða- menn Reykjavikurborgar að láta fara fram könnun á heilsufari og félagslegum aðstæðum allra borgarbúa eldri en 67 ára. Niður- stöðurnar skulu sfðan hagnýttar i uppbyggingu stofnana fyrir aldr- aða og skipulagi heilsugæzlu þeirra. Aðalfundur Læknafélags Islands: Ferðalög sérfræðinga um landið skipulögð í auknum mæli SJ—Reykjavik — A aðalfundi Læknafélags tslands lögðu læknar á Vestfjörðum fram álits- gerð um sérfræðiþjónustu við Vestfirði. Þar er m.a. lagt til að skipulagðar verði ferðir sér- fræðinga til Vestfjarða. Augn- lækningaþjónustu við Vestfírði er i nokkuð góðu og föstu formi. Krabbameinsskoðun fer fram reglulega á konum og skurðlækn- isþjónusta er i góðu horfi. Lækn- arnir telja þörf á að bæta þjónust- una I háls-, nef- og eyrnalækning- um, barnalækningum, og jafnvel húðsjúkdóma- og lyflækningum. Sennilegt er, að einnig sé þörf á viðtækari þjónustu á þessum sviöum i öðrum landshlutum. Var stjórn Læknafélags íslands falið að vinna að máli þessu. Til sölu Bröyt X-2 Frámokstursvél árgerð 1967 i mjög góðu ásigkomulagi. Allar nánari upplýsingar. Ragnar Bernburg — Vélasala simi 27020, heimasími 82933. æ a 'SJ m 333 i— [• o o o o o o o Hæð: 240 cm. Breidd: 240 cm Dýpt: 65 cm. Breidd: 175 cm. Breidd: 200 cm o o Hæð: 240 cm. 3reidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. \ Hæð: 175 cm. Breidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. Vanti yður klæðaskáp - þá komið til okkar Við bjóðum vandaða og góða, íslenzka framleiðslu, sem dvallt er fyrirliggjandi í mörgum stærðum. Þér getið valið um viðardferð eða verið hagsýn og málað skápinn sjálf. Komið og skoðið - við bjóðum mesta húsgagna úrval landsins á einum stað. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-601 Húsgagnadeild 28-602 Raftækjadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.