Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 34

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975. HVERS VEGNA ÞURFTI C' FLUGVÉLIN OKKAR AÐ FARAST? Ég elskaði hana heitt og innilega. Mér hafði aldrei dottið i hug, að það væri hægt að verða svona skyndilega ást- fanginn, og það eftir að hafa lifað einn svona lengi. Margar ágætis- konur höfðu orðið á vegi minum á lifsleiðinni. En ég hafði aldrei dregizt jafn sterkt að nokkurri konu og Lois Calderon, allt frá þvi augnabliki, þegar við vorum kynnt hvort fyrir öðru. Og nú hafði hún horfið jafn skyndilega út úr lifi minu, eins og hún haföi komið inn i það. Þrátt fyrir það gat ég ekki hætt að vona, að hún væri á lifi einhvers staðar i hinum geysilegu frumskógum Venezuela. Yfirvöldin, og yfir- menn flugfélagsins sögðu mér, að til þess væri engin von. Samt sem áður fann ég, að vonin bærðist i brjósti mér þennan sunnudags- morgun i janúar sl., þegar ég lagði af stað að heiman i Atlanta City, New Jersey og ætlaði i kirkju. Ég kraup á kné i kirkjunni án þess að taka eftir að það voru fleiri þar inni. Þetta fólk hafði ekki nokkra þýðingu fyrir mig, og ég óskaði eftir að vera einn. Ég vissi að þetta var mitt eigið vandamál. Ég hafði ekki lengur neinn til þess að tala við, eftir að konan min hvarf á braut fyrir sjö árum, þar sem við höfðum lifað i okkar eigin litla heimi, og hugsuöum ekki um neitt nema hvort annað. Þegar svo Gwendo- line dó var enginn eftir, sem gat haldið ihöndina á mér, engin sem gat lagt höndina hughreystandi á öxlina á mér. Ég var jafnein- mana þá og ég var nú, þarna, sem ég kraup i kirkjunni og bað þess að Lois mætti vera einhvers stað- ar á lifi. Einhver nálgaðist mig hljóð- lega, en ég leit ekki upp. Það var áreiðanlega einhver, sem ég þekkti ekki. Ég fann að einhver lagði höndina á öxl mér og ég leit upp og sá, að faðir Robert Walsh stóð við hlið mér. Hann sagði lágum rómi: — Viltu koma og tala við mig Richard? Ég er með fréttir fyrir þig- Ég reis á fætur og horfði á hann tómum augum, en fylgdist svo með honum inn á hina einföldu og yfirlætislausu skrifstofu hans aft- an til i kirkjunni, þar sem hann bauð mér sæti. — Þú sagðist hafa fréttir að færa mér, faðir? Hvers konar fréttir eru það? — Þeir eru búnir að finna Lois Calderon! Ég var 47 ára gamall og rak fyrirtæki i þungaiðnaði. Ég er ekkert sérstaklega tilfinninga- næmur, ekkert barn heldur, en samt fann ég að augu min fylltust tárum. Ég sá fyrir mér, hvemig ég færi flugleiðis til Caracas eða Bogotá til þess að sækja þangað lik hennar. Ég sá i anda, hvar ég kraup á kné við kistuna og baðst fyrir. Það skipti ekki máli, hversu stutt við Lois höfðum þekkzt, það er ekki hægt að mæla ástina i klukkustundum eða minútum, dögum eða vikum. í viðskiptaerindum Hvernig hefði mér getað dottið i hug, aö ég yrði ástfanginn af ókunnugri konu, daginn sem ég flaug af stað frá New York i nóvember 1974, i þeim tilgangi að ferðast um i Venezuela og Colombiu i tiu daga i viðskipta- erindum. Hefði einhver spákonan sagt við mig: Þú munt hitta konu og verða ástfanginn i annað sinn i Hfinu, og i fyrsta sinn, frá þvi þú misstir konuna þina, hittir þú konu, sem þú vilt giftast. Hefði einhver sagt eitthvað þessu likt við mig, hefði ég bara hrist höfuðið og hlegið. En þetta var einmitt það sem gerðist þetta sama kvöld, þegar ég var úti að borða með starfsfélaga minum i Caracas, Martin Hurworth, en hann var umboðsmaður fyrirtæk- is okkar i Venezuela. — Ég er að fara i smáafmælis- veizlu, sagði Martin við mig. — Þetta er hjá vinum minum, sem heita Symington. Dóttir þeirra verður tiu ára i dag. Viltu koma með mér? — Ég þekki ekki þetta fólk, svaraði ég. — Er það ekki einum of frekt af mér að koma með? — Þetta er allra þægilegasta fólk. Hann er fulltrúi hér fyrir stórfyrirtæki i New York. Þeim mun áreiðanlega takast að láta þérliða eins og þú sért heima hjá þér. Komdu með mér. Það er búð hérna við götuna, sem enn er op- in, svo við getum íjreiðanlega keypt eitthvað þar handa telp- unni. Og svo gerðist það David og Marie Symington, synir þeirra tveir og dóttir, voru þau einu, sem Martin hafði talað um, að yrðu i' afmælinu. Þau buðu mig velkominn og kynntu mig fyrir hinum gestunum. Þegar hálftimi var liðinn kom nýr gestur og Martin fór með mig til hennar. — Leyfðu mér að kynna þig fyrir Lois Calderon. Hún er starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna og vinnur hér i Barnahjálp- inni I Venezuela. Hún er búin að vera hér og reyndar annars stað- ar f Suður-Ameriku i fimm, sex ár. Hún er eiginlega hjúkrunar- kona, og kemur upphaflega frá Iowa. Konan tók i hönd mér, og um leið og augu okkar mættust, sá ég eitthvað i þeim, sem sagði mér, að ég gæti elskað hana á sama hátt og ég hafði einungis getað elskað eina aðra konu áður i líf- inu: hina látnu eiginkonu mina. Ég veit nú, þvi að ég fékk siðar að vitaþað.að hún hafði fundið til hins sama gagnvart mér, og ég held helzt, að Martin hafi hlotið að finna, að eitthvað sérstakt lá i loftinu, vegna þess að hann sagði: — Afsakið mig, en ég þarf að bregða mér frá og fá mér eitthvað að drekka, og á meðan getið þið tvö reynt að kynnast hvort öðru betur. Lois var sannkölluð fegurðar- dis. Ef til vill hefði hún aldrei unnið i fegurðarsamkeppni, en það var eitthvað ólýsanlega fall- egt og milt i fari hennar, töfrar og hlýja, sem gerðu það að verkum, að ég óskaði ekki eftir að þurfa að tala við aðra en hana. Hörmungar og ó- hamingja Þegar klukkan var hálf átta næsta morgun, gat ég ekki beðið lengur, heldur hringdi strax i Martin. Ég vakti hann, og hann sagöi ólundarlega I simanum: — Hvað er að Dick, er eitthvað að? — Er Lois Calderon gift eða trúlofuð? spurði ég. Það verður löng þögn: — Viltu vera svo góður að endurtaka það, sem þú varst að segja. — Er Lois Calderon gift eða trúlofuð, eða á einhvern annan hátt bundin manni? Ég heyrði að Martin dró djúpt andann, áður en hann svaraði: — Og þú gerir þér litið fyrir og vek- ur mig upp af værum blundi til þess eins að spyrja um þetta Dick. Nei, hún er ekki gift — nei, hún er ekki trúlofuð — nei, eftir þvi, sem ég bezt veit, er enginn karlmaður I lifi hennar. Má ég nú leggja mig aftur og reyna að sofna á nýjan leik? — Já, sagði ég dræmt, — þú skalt leggja þig og reyna að sofna aftur, Martin. Þú ert hvort eð er búinn að bjarga deginum fyrir mig. A meðan við borðuðum hádegisverð saman, sagði ég Lois frá konu minni, og hversu mikið ég hafði elskað hana. Hún sat þögul i langan tima, áður en hún sagði: — Ég var lika ástfangin einu sinni, hr. Nelson, en hann var drepinn kvöldið fyrir brúð- kaupið, og ég flýði á brott frá öllu saman. Forelfirar minir og vinir litu allavega á það sem flótta. Ég varhjúkrunarkona og óskaði þess heitt og innilega að fá eitthvert starf sem lengst i burtu frá frá þeim stað, þar sem óhamingjan hafði dunið yfir mig. Viöskiptaerindum minum i Venezuela var senn lokið, og ég varð að halda til Bogotá I Colom- bia og þaðan til Quito i Ecuador, áður en ég héldi heim á leið aftur. Ég gat alls ekki hugsað mér að fara i burtu án Louis, og þar sem við höfðum aðeins þekkzt i fimm daga, sagði ég henni, að þetta væri slðasta kvöldið mitt I Cara- cas. — Lois, sagði ég, — það er svo litill timi eftir, að ég vil ekki kasta honum á glæ. Vilt þú giftast mér? Viö sátum þessa stundina á litlu veitingahúsi i hliðargötu, en þangað höfðum við farið hvert einasta kvöld. Þarna lék litil hljómsveit róandi tónlist. Hún tók utan um hendur minar yfir borðið, og horfði i augu mér, um leið og hún sagði: — Ég varð ástfangin af þér á þvi aúgnabliki, er við hittumst fyrst, Richard. Það hefur aldrei neitt þessu likt komið fyrir mig áður, Richard. Hann trúði þvf Og kraftaverkið einhvers staðar liðiö Hk I frumskógi Venezuela eftir flugslysið, en hann liföi þó I stöðugri von um, að eitthvert kraftaverk ætti enn eftir að geras lét ekki á sér standa....og seinna, þegar þau voru saman á ný, gátu þau gift sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.