Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 204. tbl. — Þriðjudagur 9. september—59. árgangur J HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKULATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Þjóðin lifir enn um efni fram: ÍÁR EYÐUM VIÐ 10% MEIRA EN VIÐ ÖFLUM — Óíafur Jóhannesson, átelur framkomu V-Þjóðverja á Islandsmiðum Nýtt dagblað Jónas Kristjánsson, ritstjóri, og Sveinn R. Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri, meö fyrstu eintökin af Dagblaðinu i gær. Timamynd: G.E. Gsal-Reykjavlk — ólafur Jó- hannesson, dóms- og viöskipta- ráöherra taldi i útvarpsþætti i gærkvöldi, aö ákaflega litlar horfur væru á bata, hvaö við- skipta- og markaðsmál áhrærði. Þjóðin lifði enn um efni fram og gert væri ráð fyrir þvl, að á þessu ári reyddu islendingar um 10% meira en þeir öfluðu. Viðskipta- kjörin færu versnandi og enn væri mikil sölutregða, sem leiddi til lækkandi verðs á aðaliitflutnings- vörum okkar. Um V-Þýzku eftir- litsskipin og aðgerðir þeirra á is- landsmiðum að undanförnu sagði ráðherra, að það væri engu likara en að Þjóðverjar hefðu fært sig upp á skaftið idólgshætti, — núna þegar gert væri ráð fyrir viðræð- um. Taldi Ólafur það einkenni- lega framkomu, ef Þjóðverjar vildu I raun og veru samninga. Ólafur Jdhannesson er nýkom- innheim frá Washington, þar sem hann sat ársfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins af íslands hálfu. Ráðherra var inntur eftir þvi, hvort fundarmenn teldu einhver sjáanleg batamerki I efnahagslifi Vesturlanda á næstunni, og svar- aði ráðherra þvi til, að svo væri ekki. Aðspurður kvað hann litil merki um bata að sjá i þeim efn- um. Viöskiptaráðherra nefndi, að á fundinum hefði hann átt þess kost að ræða við fjármálaráðherra Brasiliu um innflutning á salt- fiski, en Brasiliumenn hefðu sett á sérstakt innborgunargjald, sem væri Islendingum sérstaklega þungt I skauti. Sagði Ólafur, að fjármálaraðherrann hefði ekki getaö gefið nein vilyrði um undanþágu, en hins vegar hefði hann bent á leið, sem hugsanlega væri hægt að fara, — og nefndi ráðherra, að það mál yrði rætt frekar, þegar sendiherra tslands i Washington, færi til Brasiliu. Þegar ráðherra var inntur eftir þvl, hvort einhver eðlileg skýring væri til á þeirri óðaverðbólgu, sem hér geysaði ár eftir ár, sagði hann: „Ætliaðalskýringin séekki sú, að við lifum um efni fram", og kvað hann horfurnar i þessum efnum allt annað en góðar. Nefndi ráðherra I þessu sambandi versn- andi viðskiptakjör og sagði, að samkvæmt nýlegri spá um út- flutningstekjur þjóðarinnar væri útflutningur okkar fjórum og hálfum milljarði kr. óhagstæður miöað við spá er gerð var snemma árs. — Það eru ákaflega litlar horf- ur á bata I þessum efnum, sagði Ólafur. Það er enn mikií sölu- tregða og þar af leiðandi lækk- andi verð á okkar aðalútflutn- ingsvörum, jafnframt því sem verðlag á innfluttum vörum hefur farið hækkandi. Ólafur sagði, að miðað við árið i fyrra væri um nokkurn bata að ræða, sen þó minni en gert hefði verið ráð fyrir, og nefndi að sam- kvæmt áætlunum núna, jafngilti greiðslujöfnunarhallinn, sem spáð væri, — þvl, að þjóðin eyddi um 10% meira en hún aflar á þessu ári, en samsvarandi tala fyrra árs hefði verið 12%. Aðspurður um aðgerðir rikis- stjórnarinnar vegna viðskipta- þvingana af hálfu V-Þjóðverja sökum fiskveiðideilunnar, sagði ráðherra, að það gæti verið spurning, hvort og að hve miklu leyti Islendingar vildu semja um viðskiptamál I sambandi við landhelgismálið. Sagði Ólafur, að viðskiptaþvinganir V-Þjóðverja bry tu I bága við ýmis ákvæði I al- þjóðasamningum og jafnvel einn- ig við samninginn varðandi Efna- hagsbandalagið. Kvað Ólafur það vel geta farið svo, að rikisstjórnin gripi til ein- hverra ráðstafana. Þá spurði fréttamaður Ólaf Jó- hannesson álits á aðgerðum V- Þýzkra eftirlitsskipa hér við land' á sama tima og skipin fengju hér alla þá þjónustu, sem þau biðja Framhald á bls. 19 Vill reisa 300 herbergja lúxushótel í miðborginni erlend lán; 3-3,5 millj. punda þegar tryggð HHJ-Rvik. — Nú er verið aö kanna möguleika á smiði nýs hótels i Reykjavlk, sem rúmaði sex hundruð gesti I 300 herbergj- um og yrði einkum ætlað til ráðstefnuhalda. Aætlað er, að hótelið muni fuilbúiðkosta 1100- 1300milljónir króna og yrði það fé fengið að láni erlendis.' Geir Zoega ferðaskrifstofueig- andi hefur að undanförnu átt I samningum um þetta mál við er- lenda aðila. — Ég hef unnið mikið að þessu máli að undanförnu sagði Geir i viðtali við Timann I gær og undanfarnar vikur hef ég farið til London og Brussel aðra hverja viku að heita til samninga- viðræðna. Þótt samningar hafi ekki enn verið undirritaðir eru málin komin á það stig, að Ijóst er, að ekki verða nein vandkvæði að Utvega peninga. Fjárfestinga- fyrirtæki I London og Brussel hafa boðið fram fé, sem svarar 3-3,5 milljónum brezkra punda. Sumt af þessu fé er á 7% vöxtum og annað á 9% vöxtum, og lánin yrðu til 12 til 17ára, þannig að hér erum mjöghagstæðkjörað ræða. Við verðum ekki i vandræðum með aö fylla hótel af þessari stærð á aðalferðamannatimanum á sumrin, en brezka ferðaskrif- stofan Thomas Cook ætlar siðan að styðja við bakið á okkur að vetrarlagi með ráðstefnum og alþjóðlegum þingum af ýmsu tagi. NUna er ,ég nýkominn frá London, sagði Geir, þar sem ég átti viðræður við brezkt fyrirtæki, Cementation International, sem hefur sérhæft sig i hönnun og smiði hdtelbygginga og myndi annast þetta verk fyrir okkur I samvinnu við islenzka arkitekta- stofu, en Hróbjartur Hróbjarts- son arkitekt var með mér I þess- ari ferð. Við þurfum að fá lóð I miðbæn- um, ef af hótelsmiðinni á að verða. Helzt vildum við fá að byggja hús upp á sjö til niu hæðir. Þá yrði lengd þess um hundrað metrar og breidd um þrjátiu, þannig að lágmarksstærð lóðar yröi 3000 fermetrar. Hótelið á að rúma 600 gesti i 300 herbergjum. Framhald á 19. siðu Kaupmenn kærðir, ef þeir verð- merkja ekki Halldór E. Sigurðsson sextugur i DAG á sextugsafmæli Hall- dór E. Sigurðsson, ráðherra. Halldór er Snæfellingur að ætt og á Snæfellsnesi voru hans æsku- og uppvaxtarár. Arið 1937 flytur Halldór inn I Dali og gerist bóndi á stór- býlinu Staðarfelli. Þar bjó hann i nærfellt 20 ár eða til ársins 1955 er hann gerðist sveitarstjóri í Borgarnesi. Þau ár, sem Halldór var á Staðarfelli, starfaði hann mikið að málefnum ung- mennafélaga og var um langt skeið formaður Ung- mennasambands Dala- manna. Arið 1956 er Halldór kosinn þingmaður Mýramanna og hefur átt sæti á Alþingi slð- an, fyrst sem þingmaður Mýramanna og slðan Vest- urlandskjördæmis eftir kjör- dæmisbreytinguna 1959. Þegar vinstri stjórnin var mynduð á miðju ári 1971 kom það I hlut Halldórs að verða fjármála- og landbúnaðar- ráðherra. i núverandi rlkis- stjórn er hann ráðherra landbúnaðar- og samgöngu- niiila. Kona Halldórs er Mar- grét Glsladóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu. Heimili þeirra er að Bakkaflöt 4 I Garðahreppi. Tiuiinii árnar Halldóri og fjölskyldu hans allra heilla á þessum merku tlmamótum. Þau lijón hafa beðið Tlm- ann að láta þess getið, að þau muni taka á móti gestum á heimili sinu eftir kl. 4 I dag. Halldór E. Sigurðsson ¦/-;-;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.