Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þri&judagur 9. september 1975. Enn mistekst Frankie Frank Albert Sinatra kom til London i sumar. Hann haföi fengiö inni á glæsihótelinu Claridges, og þegar þangað kom, heföi helzt mátt halda, aö konungurinn væri aö koma, móttökurnar voru sllkar. Fimmtlu manna starfsliö kom meö Frankie, og auk þess hin 44 ára gamla Barbara Marx, fyrr- verandi eiginkona Groucho Marx. Sihatra var hin rólegasti, og svaraöi öllum spurningum blaöamanna á hinn skemmti- legasta hátt. Hann var orðinn heldur feitur, og viðurkenndi þaö, — enda ekki nema von, eins góöur og maturinn er alls staö- ar, þar sem ég kom. — Já, fylgdarlið mitt er fjölmennt. Ég hef líka alltaf meö mér þrjá lög- fræðinga. Nú eru vinir minir Dean Martin og Andy Williams með mér, og svo Nancy dóttir min. Já, og svo auövitaö hún Barbara.fylgikona mina I gegn- um llfiö.. Hvaö ætliö þér aö gera viö alla peningana, sem þér fáið i þessari Evrópuferö, var hann spurður (en hann mun hafa fengið sem svaraði 30 milljónum kr, á kvöldi). — Ég gef peningana til barnahjálpar, eins og ég er vanur. Ég elska börn, og reyni aö gera mitt bezta til þess að hjálpa þeim. — Ætlið þér aö giftast Barböru Marx, eða eruö þið gift. — Bansett vitleysa. Ég er þrígift- ur, og þaö nægir mér. Ég elska hana Barböru mlna, en maöur þarf ekki að gifta sig þess vegna. — Hvernig er sambandiö milli yöar og dætranna? — Sér- lega gott. Ég hef aðeins áhyggj- ur af yngstu dóttur minni, Tinu. Fyrir skömmu datt henni sú vit- leysa I hug, aö vilja giftast hár- skeranum mlnum. En ég gat, sem betur fór, komið I veg fyrir þaö. Okkur Nancy llkar mjög vel hvoru við annaö. Og ég er óskaplega stoltur af, að hún er búin aö gefa mér dótturson. En nú fer Frankie smátt og smátt að veröa órólegri. Þaö er eins og blaöamennirnir séu byrjaöir að fara i taugarnar á honum . Hann fer að renna fingrunum hvað eftir annaö I gegnum háriö, og er orðinn taugaóstyrkur. — Er þetta siðasta söngferöalegiö? — Nei, ég mun syngja svo lengi, sem ég get komiö upp hljóði. Spurning blaðamannsins er sprottin af þeirri staöreynd, aö fólk, sem hlustaö hefur á Frankie syngja I þessari söng- ferö hans um Evrópu hefur orö- ið fyrir töluveröum vonbrigö- um. Þaö hefur oröiö aö greiöa allt upp I 20 þúsund krónur fyrir miða aö tónleikunum, en hefur oröiö fyrir mjög miklum von- brigðum með þaö, sem þaö hefur fengiö aö heyra. Hver veit nema hann sé aö syngja sitt siöasta. Myndin er af Frankie og Barböru Marx, er þau komu til London. ■ Þorp í tekönnu Nóg er til af tekönnum I öllum þorpum Bretlands, en hins veg- ar er litið til af þorpum I tekönn- um. Er reyndar ekki vitað um nema eitt slíkt. Það er ungur silfursmiöur I Somerset, Micha- el Burton, sem smiöaði likan af smáþorpi úr silfri og kom þvl fyrir I tekönnu. Greinilega er mikil þörf á silfurþorpum I tekönnum I Bretaveldi, þvi Burton hafa ver- ið boðnar stórupphæðir fyrir hugmynd sina og óskaö er eftir að fá að framleiða'þorp I silfur- könnum I fjöldaframleiðslu. Veröið á hverju þorpi mun verða um 2500 sterlingspund. Burton neitar öllum sllkum boð- um og segir, að nóg sé að búa til eitt silfurþorp I silfurkönnu. Þaö er ekki þörf á fleirum. DENNI DÆMALAUSI ,,Hún ætlabi aö þvo munninn á mér með sápu fyrir að segja svona Ijótt, en ég sagöist hafa heyrt það I sjónvarpinu, svo að núna er hún að skrifa útvarpsráði bréf I staðinn.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.