Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. september 1975. ItMINN 5 Lúðvík ætti að spyrja Magnús t Austra birtist nýlega grein eftir Jón Kristjánsson, þar sem tekinn er til meðferðar áróður Lúðvíks Jósepssonar i sambandi við niðurskurð verklegra framkvæmda. Jón segir ni.a.: „Það heyrast gjarnan þær athugasemdir frá Alþýðu- bandalagsmönnum þegar rætt er um lántökur rikisins að tug- milijóna framkvæmdir séu i gangi á Suðvesturlandi fyrir erlent iánsfé meðan skorið s é n i ð u r annars stað- ar, og eru þar til nefndar Sigalda og Grundar- tangi. Þetta má til sanns 1 vegar færa. Hins vegar væri fróðlegt að fá um það upplýs- ingar i herbúðum Alþýðu- bandalagsmanna hver nauð- syn bar til að ráðast i þær framkvæmdir. Lúðvik gæti ef til vill spurt Magnús Kjartans- son flokksbróöur sinn að þessu. Þaö er óumdeilanlegt að þetta verða áþreifanleg- ustu minjar um stjórnartið hans sem ráðherra iðnaðar og orkumála, og yfirklór siðustu mánaða breytir ekki neinu þar um, því allar þær forsendur sem fyrir hendi eru i dag.voru fyrirsjáanlegar i hans stjórnartíð”. Hvað sparaði Lúðvík? Jón Kristjánsson spyr enn- fremur: „Önnur röksemd sem gjarnan heyrist, og Lúðvik hefur gjarnan lagt út frá þeim texta f sinum predikunum, er sú, að spara eigi i rekstrarút- gjöldum rikisins þá milljarða sem skornir eru niður. Þetta væri ósköp gott ef hægt væri og lætur vel í eyrum og ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi að sparnaði i rikis- rekstrinum. En aðgerðir i þvi efni taka sinn tima og i raun- inni þarf gagngera hugarfars- breytingu hjá öllum þorra manna til þess að árangur ná- ist. En það er æði langt milli orða og athafna i þessu hjá Lúðvik. Hann er nokkuð hag- vanur i opinberri þjónustu og hefur haft þar völd og áhrif, eins og flokksbræður hans fleiri. Engan sparnað held ég þó að völd þeirra hafi haft i för með sér, þvert á móti”. Full atvinna Loks segir Jón Kristjánsson: „Þótt niðurskurður opin- berra framkvæmda sé til- finnanlegur vona allir sann- gjarnir menn að sá timi komi að við komumst upp úr þeim öldudal sem við erum i efna- hagslega nú um sinn. Hitt er mikils um vert að tekist hefur að halda uppi fullri atvinnu og þar á meðal hér á Austurlandi þar sem allar hendur hafa verk að vinna og frekar er skortur á fólki heldur en hitt. Full atvinna er undirstaðan. Hitt verða svo menn að gera sér ljóst, að til samfélagslegra framkvæmda þarf fé, auknar tekjur rikisins og þær tekjur koma frá þegnunum. Þetta verða þeir sem segjast aðhyll- ast sósialisma að skilja, I stað þess að veifa einhverjum hálf- sannleik i áróðursskyni.” Þ.Þ. Amerískar KULDAÚLPUR Fyrir börn og fullorðna AAITTISÚLPUR fyrir unglinga og fullorðna BARNASTÆRÐIR FRA 4-16 Verð frd kr. 3950-5950 Verð síðan fyrir gengisfellingu Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 11. september kl. 20.00 i félagsheimilinu að Grensásvegi 44-46. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Hér má greinilega sjá skemmdir þær, sem orðið hafa á nýja veginum Tímamynd ASK Missig veldur vega- skemmdum ASK-Akureyri. Það hefur vakið athygli þeirra, er leið hafa átt um Akureyri, að nýja malbikið vest- an við Skúta i Glerárhverfi hefur skemmzt á umlOO metra löngum kafla. Greinilegt missig hefur átt sér stað i undirbyggingu vegar- stæðisins, þannig að i þvi hafa myndazt hryggir og dældir. Blaðið hafði samband við Guð- mund Benediktsson rekstrar- stjóra hjá Vegagerð rikisins og spurðist fyrir um ástæðu skemmdanna. Guðmundur kvað ráðamenn Vegagerðarinnar hafa gert sér grein fyrir þvi i upphafi, að einmitt á þessum kafla væri hætta á sigi þar eð vegarstæðið hefði ekki fengið nægjanlega langan tima til þess að siga. Hins vegar hefði verið talið rétt að ráð- ast i að 'malbika kaflann i stað þess að láta hann biða enn um sinn. Aðspurður, hvenær viðgerö færi fram, sagði Guðmundur, að hún yrði tæplega fyrr en á næsta ári. 16. 9/14 i 26/10 TSG V«r8 kr 52.640 — 18. 4/15 X 26/10 TSG VerS kr. 56.780 — 14. 9/13 x 28/6 TSG Ver8 kr. 42.000,— 16. 9/14 X 30/10 SÚR-IND-TR VerBkr. 60.300 - 18.4/15 X 34/ 14 SG-LUG Ver8 kr. 135 490.- 600 x 16/6 SÚPER-RIB Ver8 kr. 7.380 — 650 x 16/6 SÚPER-RIB V«r8 kr. 9.750,— 750 X 16/6 SÚPER-RIB Ver8 kr. 12.090,- 900 X 16/10 SÚPER-RIB VerS kr. 23.680 |um einnig fyrirliggjandi slöngur Hjólbaröaþjónustan, Laugavegi 1 72. simi 21245 HEKLA hf Laugavegi 1 70—172 Simi 21240 , t ^ rTEARJ & ,v' ' ' .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.