Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞriOjudagur 9. september 1975. DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ i ræðumennsku og mannlegum samskipt- um er að hefjast. Námskeiðið mun hjálpa þér að: öðlast hugrekki og sjálfstraust. Bæta minni þitt á nöfn, andlit og stað- reyndir. Láta i ljósi skoðanir þinar af meiri sann- færingarkrafti i samræðum og á fundum. Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. Talið er að 85% af velgengni þinni sé kom- in undir þvi, hvernig þér tekst að umgang- ast aðra. Starfa af meiri lifskrafti — heima og á vinnustað. Halda áhyggjum i skefjum og draga úr kviða. Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kviða. Okkar ráðlegging er þvi: Taktu þátt i Dale Carnegie nám- skeiðinu. Fjdrfesting í menntun gefur þér arð ævilangt Innritun og upplýsingar i sima 82411 í Grindavik hjá Tómasi Tómassyni i Festi, simi 8389 og 8346. í Keflavik hjá Reyni Sigurðssyni, simi 1523. Stjórnunarskólinn KONRÁD ADOLPHSSON Úra- og klukkuverzlanir UM LAND ALLT Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af: Junghans+Diehl: Vekjaraklukkum — Skólaúrum Eldhúsklukkum — Lóðakiukkum. heildverziun — Klapparstig 38 Simar 1-39-40 & 2-38-90. Menntamálaráðuneytið 5. sept. 1975. Lausar stöður Stöður fræðslustjóra I Norðurlandsumdæmi vestra og Norðurlandsumdæmi eystra samkvæmt lögum nr. 63/1974, um grunnskóla, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril sendist menntamálaráðuneytinu fyrir l. október n.k. Ályktanir Fjórðungsþings Norðlendinga ASK-Raufarhöfn Fjórðungsþing Norðlendinga var haldið á Raufarhöfn 1.-3. september sl., eins og Timinn hefur skýrt frá. Hér fara á eftir helztu atriðin úr ályktunum þingsins um hin ýmsu mál: Tillögur fjórðungsmála og allsherjarnefndar fjalla m.a. um stöðu sveitarfélaga, um breyttar reglur jöfnunarsjóðs og ráðstefnu um nýtingu landgrunnsins, en þar er gert ráð fyrir, að leitað skuli eftir þvi að halda ráðstefnu um nýtingu landgrunnsins fyrir Norðurlandi. Þá er ályktun þess efnis, að leitaÉj, verði staðfestingar rikisstjómarinnar á endurskoðaðri byggðarþróunar- áætlun fyrir N-Þing. Einnig ályktaði þingið að hraða beri gerð landbúnaðaráætlana fyrir sýsluna. Þá fagnaði þingið eflingu Byggðasjóðs með auknu fram- lagi, en lýsti jafnframt undrun sinni á þvi, að sjóðurinn virtist sjaldan hafa haft úr minna fjár- magni að spila en einmitt nú . Þá lagði þingið til að endurskoðun færi fram á þjónustu sýsluskrif- stofa, skattstofu, byggingar- fulltrúa og á þjónustustarfsemi Landsimans, vegagerðarinnar og fleiri aðila. —0— Menntamálanefnd bendir á eftirfarandi atriði i sinum til- lögum. Að riki og sveitarfélög styðji frjálsa æskulýðsstarfsemi meö auknum fjárframlögum, að komið verði á fót i fjórðungnum námskeiðum fyrir leiðbeinendur á ýmsum sviðum æksulýðs- og iþróttamála, að starfandi verði i sem flestum sveitarfélögum eða héruðum æskulýðsráð til ráðgjafar og samræmingar á störfum þeirra aðila, sem að þessum málum vinna i hverju byggðarlagi, að leggja beri á það áherzlu, að félagsheimila- byggingar verði hannaðar með sem viðtækust afnot i huga, og að lokum, að kallaður verði saman fundur forstöðumanna félags- heimila og þess frestað að koma á samræmingu I fjórðungnum varöandi reglur um samkomu- hald. Þá vekur menntamálanefnd at- hygli á þeirri gifurlegu skatt- lagningu er felst í söluskatts- innheimtu af samkomuhaldi æskulýðssamtaka. Þá er bent á eftirfarandi atriði er farið skuli eftir, þegar byggð eru ný iþrótta- mannvirki: a) Að minnsta kosti ein sundlaug 27-45 metrar skal vera innan hvers iþróttahéraðs. b) Eitt iþróttahús með áhorfendasvæði og salarstærð allt að 27x45 metrar skuli vera innan hvers íþróttahéraðs. Lágmarsks- stærö sala við skóla verði 15x27 m. c) Iþróttavellir með löglegr1 keppnisaðstöðu verði a.m.k. einn i hverju iþróttahéraði auk æfingarvalla. d) Komið upp aðstöðu fyrir þær iþróttagreinar, sem stundaðar eru i skólum innan félaga og meðal almennings. e) tþróttamannvirki verði stöðluð, svo sem kostur er i þvi skyni að gera þau ódýrari i byggingu og stytta byggingar- timann. —0— Iðnþróunarnefnd fjallar i upphafi um húsnæðismál og bendir á, að ljóst sé, að það stefni að alvarlegum samdrætti i byggingariðnaði á Norðurlandi næsta vetur. Þá telur fjórðungs- þingið nauðsynlegt, að áætlun um leiguibúðir á vegum sveitar- félaga komi að fullu til fram- kvæmda á næsta ári og tryggð verði næg fjármagnsfyrir- greiðsla, bæði á vegum húsnæðis- málastjórnar og sveitarfélögin eigi kost á fjármagnsútvegun að sinum hluta. Um Norðurlands- virkjun segir m.a. að þingið fagni þeim viðhorfum, sem hafa skapazt af störfum samstarfs- nefndar um orkumál á Norður- landi og lögð er áhezla á, að undirbúningsviðræðum verði hraðað svo hægt sé að ganga frá stofnun Norðurlandsvirkjunar á næsta vetri. Þá eru ályktanir um orkuöflun á Norðurlandi og er þeirri yfirlýsingu iðnaðar- ráðherra s.l. vetur fagnað, að næsta stórvatnsaflsvirkjun lands- manna verði á Norðurlandi vestra, og að ákvörðun verði tekin um þá virkjun fyrir lok þessa árs. Ennfremur eru i til- lögum iðnþróunarnefndar tillögur um orkufrekan iðnað á Norður- landi, um framleiðslusamvinnu iðnfyrirtækja og um húsahitun, og ályktaði þingið að hvetja fjár- veitingavaldið til að auka fram- lög til orkusjóðs og Orkustofnunar, með það mark- mið fyrir augum að jarðhita- rannsóknir verði auknar og þeim hraðað eins og kostur er. —0— 1 tillögum ferðamálanefndar segir m .a. að fjórðungsþingið telji brýnt að ferðamannaþjónusta verði viðurkennd sem sérstakur atvinnuvegur og að sett verði lög um ferðamál sem ákveði stöðu þeirra og skipulag i þjóðfélaginu. Þá itrekar þingið fyrri ályktanir um, að gerð verði úttekt á stöðu ferðamála á Norðurlandiog hvatt er til, að komið sé upp tjald- stæðum með hreinlætisaðstöðu á sem flestum þéttbýlisstöðum. Þá telur þingiö að taka verði rekstur Ferðaskrifstofu rikisins til endur- skoðunar, i sambandi við setningu laga um ferðamál. Að lokum varar þingið við vaxandi samkeppni orlofsheimila stéttar- félaga og starfshópa við al- mennan veitingarekstur i landinu. —0— I upphafi átelur fjórðungs- þingið þann drátt, sem hefur orðið á þvi að ganga frá sam- gönguáætlun fyrir Norðurland, einnig eru átalin þau vinnubrögð, sem voru viðhöfð við skiptingu framkvæmdafjár, enda séu þau ekki likleg til að efla eðlilegt sam- starf og heppilega verka- skiptingu á milli samgöngumála nefndar og fjárveitingarvaldsins. Þá er það skoðun þingsins, að arðsemisútreikningareigi ekki að vera einhlitir, heldur tekið tillit til þarfa einstakra sveitarhluta og byggðarlaga t.d. i sambandi við skólaakstur og mjólkurflutninga. Þingið telur eðlilegt, að verðtollur af bensini og tekjur af innflutningsgjaldi renni til vega- sjóðs og að lokum er lagt til að flugvélaskatturinn verði lagður niður. —0— lályktun sem frá landbúnaðar- og landnýtingarnefnd eru komnar er m.a. fjallað um landbúnaðar- stefnu og lagt er til að á vegum F. N. verði haldin ráðstefna um landbúnaðinn og byggðaþró- unina. Jafnframt verði gerð út- tekt á stöðu landbúnaðarins fyrir þéttbýli á Norðurlandi og niður- stöðurnar lagðar fyrir ráð stefnuna. Þá er fjallað um mark- mið i landbúnaðarmálum og segir þar, að stefrit skuli að þvi að efla garðyrkju, gróðurhúsarækt, skógrækt og fiskirækt i ám og vötnum, þá verði markvisst unnið að þvi að nýta landið á skynsam- legan hátt og stuðla að byggða- jafnvægi og tengslum iands og þjóðar. Hvað varðar skipulagsmál þá er það álit landbúnaðarnefndar, að hvert sýslufélag og kaupstaður geri tillögur um hag- nýtingu lands f héraðinu og siðan verði gerðar áætlanir um skipu- lagða landnýtingu og landgræðslu vegna þéttbýlisstaða. Þá er fjallað um' skipulag fram- leiðslunnar, eflingu innlendrar fóðurframíeiðslu og útivistar- svæði, en að lokum varar nefndin við aðgerðum stjórnvalda varðandi lánamál og niður- greiðslur ábúvöru. Telur nefndin, að aðgerðir stjórnvalda útiloki næstum ungt fólk frá þvi að hef ja búskap i sveitum. Þá leggur fjóröungsþingið til, að á meðan sllkt veröbólguástand riki, verði framkvæmdalán til bænda tak- mörkuð viö tiltekna bústærð t.d. 600-800 ærgildi. JHpSf > * /TB "f1 * ,W 1 |Rík~ 1 mB ,...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.