Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. september 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð I iausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuöi. Blaðaprentk.f. Eru fjáraflamenn óháðir? Aukið fjör er að skapast i blaðaheiminum is- lenzka sökum klofnings þess, sem hefur risið upp i röðum þeirra fjáraflamanna, sem undanfarið hafa staðið að útgáfu blaðsins Visis. í hópi þess- ara manna hefur myndazt ósamkomulag sem virðist meira sprottið af persónulegum en mál- efnalegun ágreiningi, enda báðir hóparnir skipaðir eindregnum Sjálfstæðisflokksmönnum. Ágreiningurinn hefur nú leitt til þess, að sá hóp- urinn, sem undir varð, hefur hafið útgáfu á nýju blaði, sem mun koma út eftir hádegið, og keppa um siðdegismarkaðinn við Visi. Báðir hóparnir virðast vel fjársterkir og virðist hörð og söguleg samkeppni geta verið hér i vændum. Af hálfu beggja þeirra hópa fjáraflamanna, sem hér um ræðir, virðist eiga að leggja áherzlu á þann áróður, að þeir fórni bæði vinnu og fjármun- um i þeim tilgangi einkum að tryggja óháða blaðamennsku, öll hin blöðin séu flokksblöð, nema Morgunblaðið, sem komi út á morgnana. Það sé áhugamál þeirra, að frjáls blaðamennska fái að njóta sin ekki siður á kvöldin en á morgn- ana. Að sjálfsögðu er það fallegt hlutverk að vilja tryggja óháða blaðamennsku. En eru fjárafla- menn.sem allir fylgja einum og sama flokknum, vænlegustu mennirnir til að tryggja óháða blaða- mennsku? Ef byggt er á erlendri reynslu, eru þau blöð, sem fjáraflamenn eru kenndir við, sizt óháðari eða frjálsari en hin, sem viss samtök eða flokkar gefa út. Yfirleitt styðja þau ákveðna flokka og stefnur og allajafnan þá flokka sem hlynna bezt að fjáraflamannastéttinni. Yfirlýs- ingarnar um frelsi þeirra eru álika gæra og þegar t.d. öfgaflokkar nefna sig nöfnum, sem eru miðuð við það að leyna markmiðum þeirra. Fjáraflamenn eru áreiðanlega þvi marki brenndir, að þeir hugsa um hagsmuni sina ekkert siður en aðrir. Það er lika engin ástæða til að lá þeim það. Nú er aldarandinn sá, að flestir hugsa meira um eigin hag en annarra. Hver stétt reynir að ota sinum tota, eins og bezt hún getur. Fjár- aflamenn reyna það eins og aðrir. Þótt það sé út af fyrir sig ekki gróðavænlegt að gefa út blað, getur það þó borgað sig óbeint, ef þannig tekst að hafa meiri eða minni áhrif á almenningsálitið og i framhaldi af þvi á stjórnarfarið i landinu. Til þess að ná þvi marki, er ef til vill ekkert óhyggi- legt að segja: Við gefum ekki út flokksblað, við gefum út óháð blað, frjálst blað. Við erum ekki að þvinga neinum skoðunum upp á ykkur, eins og flokksblöðin. Vel má vera að einhverjir blekkist af þessu. Stundum hefur það gefizt vel, að menn komi ekki til dyra eins og þeir eru klæddir. Blöðin, sem þykjast frjáls og óháð, verða bezt dæmd eftir reglunni: Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert. Þótt sitt hvað gott megi segja um fjáraflamenn, eru þeir áreiðan- lega ekki sú þjóðfélagsstétt, sem vænlegust er til að gefa út óháð og frjáls blöð. En þeir kunna að gefa vöru sinni nafn, likt og Eirikur rauði forðum — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wilson fékk stuðning verka lýðsfélaga nna Þau styðja kaupbindingarstefnu hans ÖLLU betur þykir nú horfa en áður i efnahagsmálum Bretlands siðan þing brezka Alþýðusambandsins, sem háð var i siðustu viku, samþykkti með rúmlega tvöföldum meirihluta að styðja þá stefnu rikisstjórnarinnar að næstu tólf mánuði, miðaðvið 1. ágúst 1975, megi kaup ekki hækka meira en sem svarar sex sterlingspundum á viku, en þó megi engin kauphækkun verða hjá þeim, sem hafi yfir 8500 sterlingspund i árslaun. Þessa kaupbindingu telur rikis- stjórnin vera frumskilyrði þess, að hægt verði að ná þvi marki, að næsta sumar verði verðbólgan komin niður i 10% á ársgrundvelli i stað þess, að hún er nú rúmlega 25%. Við þvi hafði ekki verið bú- izt, að jafn öflugur meirihluti þingsins myndi lýsa fylgi sinu við þessa stefnu stjórnarinn- ar. Enn siður mun þó hafa verið búizt við þvi, að sam- bönd þeirra verk-alýðsfélaga, sem greiddu atkvæði á móti, myndu lýsa yfir þvi eftir að málið hafði verið afgreitt, að þau myndu leitast við að fylgja þeirri stefnu, sem þing- ið hafði mótað. Áður en þingið kom saman, hafði farið fram atkvæðagreiðsla hjá einstök- um félögum námumanna, þar sem kom fram yfirgnæfandi fylgi við stefnu rikisstjórnar- innar, enda þótt námumenn væru búnir að bera fram miklu meiri kaupkröfur. Þessi afstaða námumanna mun hafa haft veruleg áhrif á heildarafstöðu verkalýðssam- takanna. ÞAÐ mun þó vafalaust hafa ráðið mestu, að meðal brezkra launþega er vaxandi skilning- ur á þvi, að kauphækkanir i krónutölu er ekki einhlit leið til kjarabóta. Þannig sýna nýjar skýrslur, að siðustu niu mánuðina hefur kaup verka- manna i Bretlandi hækkað um 20%, en þó hefur kaupmáttur þess rýrnað um 7%. Len Murray, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, játaði hreinlega i áhrifamikilli ræðu, sem hann flutti á þinginu, að kauphækkanir hefðu átt mest- an þátt i verðhækkununum að undanförnu. Með þvi að draga úr kauphækkunum væri verið Marie Patterson að gera það viðráðanlegt að draga úr verðhækkunum og að ná þannig tökum á verðbólg- unni. Ef kauphækkanir héldu áfram eins og verið hefði, yrði útilokað að draga úr verðbólg- unni, samkeppnisstaða brezkra atvinnuvega myndi halda áfram að versna og at- vinnuleysið að aukast. Þótt margt mætti finna að þeirri stefnu sem rikisstjórnin hefði mótað, og óneitanlega hlyti hún enn að skerða nokkuð kjör margra, væri hún eigi að siður eina leiðin, sem væri likleg til að leysa vandann. önnur leið væri ekki fyrir hendi til að hamla gegn verðbólgunni og atvinnuleysinu, en að sjálf- sögðu yrði að gera margt til viðbótar, og t.d. mætti alls ekki draga úr opinberum framkvæmdum á þessum tima. Margir helztu áhrifamenn innan brezku verkalýðssam- takanna tóku í sama streng og Murray. Meðal þeirra var Jack Jones, framkvæmda- stjóri Sambands flutninga- verkamanna, en hann er nú yfirleitt talinn áhrifamesti leiðtogi brezku verkalýðssam- takanna. Jack Jones er lika talinn vera sá maður, sem hafi átt mestan þátt i að móta um- rædda stefnu rikisstjórnarinn- ar i kaupgjaldsmálum. Jack Jones, sem er talinn fylgja vinstra armi Verkamanna- flokksins að málum, hefur lagt á það mikla áherzlu, að verka- lýðshreyfingin yrði að styðja rikisstjórnina, þvi að annars myndi Ihaldsflokkurinn kom- ast til valda, og gætu launþeg- ar þá ekki átt von á betra. Af hálfu þeirra, sem töluðu gegn stefnu rikisstjórnarinnar á þinginu, var einkum lögð áherzla á, að hún myndi hafa i för með sér nýja kjararýrnun, þar sem 6 sterlingspunda kauphækkun á viku, myndi ekki nægja til að mæta óbætt- um verðhækkunum og vænt- anlegum verðhækkunum. Þá myndi jöfn hækkun eða sama hækkun hjá öllum, skapa aukið misræmi i launakjörum. Þeir, sem mótmæltu stefnu stjórnarinnar, létu hins vegar ómótmælt, að óbreytt stefna i launamálum, myndi skapa enn meiri vanda og auka bæði verðbólguna og atvinnuleysið. I stað þess ræddu þeir einkum um dýrtiðina og nauðsyn þess, að launþegar fengju hana bætta. ÞAÐ VAKTI nokkra athygli, að kona, Marie Patterson, var forseti þingsins, að þessu sinni og þótti henni farast stjórnin vel úr hendi. Frú Patterson er 41 árs gömul og hefur lokið há- skólanámi i bókmenntum og félagsfræði. Siðustu 12 árin hefur hún starfað hjá Sam- bandi flutningaverkamanna og getið sér þar gott orð. í skörulegri ræðu, sem hún flutti við þingsetninguna, lét hún m.a. svo ummælt, að það gæti gert alla hina mörgu sigra verkalýðshreyfingarinn- ar að engu, ef ekki tækist að ráða við verðbólguna. Þá hvatti hún til aukinnar þátt- töku kvenna i' verkalýðshreyf- ingunni. I brezku verkalýðs- félögunum eru nú um 2.6 millj. konur af um 10 millj. félags- mönnum alls. Hins vegar áttu ekki nema 80 konur sæti á þingi af um 1000 fulltrúum alls. Þessi munur er þó konum enn óhagstæðari á mörgum sviðum innan samtakanna. t.d. i sambandi við val helztu trúnaðarmanna. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.