Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.09.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. september 1975. TtMINN 13 á Weston TEPPUM og gefur þar á að líta yf ir 100 mls- munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og upp í dýrustu alullarteppi. Þér veljiðgerðina, viðtökum málið af íbúðinni — og inn- an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm- lega sniðið á flötinn. Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin aukagreiðsla vegna afganga. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603 húsió Sigtúni 1 - símar: 144 44 - 2 55 55 - rituð hefur verið á islenzka tungu: Svanur ber undir bringudúni banasár — það er ævintýrið um Inga Lár. Tærir berast úr tjarnarsefi tónar um fjöll. — Heiðin töfrast og hlustar öll. Sumir kveðja og siðan ekki söguna meir. — Aðrir með söng er aldrei deyr. Akveðið hefur verið að þetta ljóð verði mótað I steinplötu á varðanum, ásamt nafni Inga T. Lárussonar og þeirra, sem varö- ann gáfu. Hann mun verða þrir metrar á hæð á tveggja metra stöpli. Aætlað er að varðinn verði fullgerður á næsta ári, en þá eru liðin þrjátiu ár frá dauða tón- skáldsins. Nú þegar hefur safnazt veruleg fjárupphæð, en þó vantar enn mikið til þess að endar nái sam- an, og er þvi heitið á aðdáendur og unnendur tónskáldsins að leggja nokkuð af mörkum svo að féleysi hái ekki framkvæmdum. Eftirtaldir einstaklingar hafa tjáð sig fúsa til þess aö taka við framlögum: Anton Nikulásson, Sörlaskjóli 88,frá Vopnfiröingafélaginu, simi 12701, Brynjólfur Ingólfsson, Smáraflöt 13, frá Austfirðingafé- laginu, simi 40204, Elisabet Sveinsdóttir, Grenigrund 10, frá Borgfirðingafélaginu, simi 42419, Eyþór Einarsson, Bólstaðarhllö 66, frá Norðfirðingafélaginu, simi 30557, Guðmundur Magnússon, Heiðargerði 59, frá Félagi Esk- firðinga og Reyöfirðinga, simi 32752, Halldóra Sigfúsdóttir, Flókagötu 27, frá Félagi aust- firzkra kvenna, slmi 13737, og Þórarinn Þórarinsson, Skaftahlið 10, frá Atthagasamtökum Hér- aðsmanna, simi 21391. . . —VS. Þorsteinn Valdimarsson og Sigurjón ólafsson hjá frummyndinni af varöanum, sem Austfirðingar ætla að reisa til minningar um Inga T. Lárusson tónskáld. Timamynd Róbert. Vm BIL mim BÍLALEIGA VfMI/M CAR RENTAL SERVICE Höfum flutt f elgið húsnæði. Austfirðingar reisa Inga T. Lárussyni minnisvarða ARIÐ 1973 skrifuðu Átthaga- samtök Héraðsmanna þeim aust- firzku átthagafélögum.sem þeim var kunnugt um, — en þau eru all- mörg viðs vegar um landið — og fóru þess á leit, að bundizt yrði samtökum um aö reisalnga T. Lárussyni, hinu ástsæla tón- skáldi, minnisvaröa á Austur- landi. Sjö félög sendu fulltrúa á undirbúningsfund I þessu skyni, en hið áttunda, Austfirðingafé- lagið á Akureyri, lýsti bréflega stuðningi viö hugmyndina og sendi fjárframlag. Nú hefur veriö ákveðið að varð- inn verði reistur á Seyðisfirði, heimabæ Inga T. Lárussonar, og verður hann væntanlega á lóð Út- vegsbankans þar eða Seyðisfjarð- arkirkju, en umhverfis þessar tvær byggingar eru fagrir skrúö- garðar, og er I ráði að gera þá að útivistarsvæði Seyðfirðinga I framtiðinni. Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara hefur veriö faliö að gera myndhluta varðans, og þess jafnframt óskað að hann verði fremur táknrænn, en að gerð verði myndastytta af Inga T. Lár- ussyni. Samþykkt hefur verið ein- róma að óska eftir þvi, að við gerð myndarinnar veröi lagt til grund- vallar ljóð Þorsteins Valdimars- sonar frá Teigi um Inga T. Lárus- son, en það mun vera einhver stytzta og fegursta ævisaga, sem «,‘■5 DANSKA listakonan Kristen Rose opnar sýningu á grafik, olfukrlt og skúlptúr að Klausturhólum i Lækjargötu. Myndirnar eru flestar frá Danmörku, Grænlandi, og einnig eru þarna myndir frá tsiandi og Færeyjum. Frúin er einkum og sér I lagi kunn fyrir myndir sem hún gerir úr steinum, rekagóssi og ýmsum munum er tii falla úr fiskiskúrum. Meö- al annars er þarna að finna myndir sem hún hefur gert hér á landi úr ýmsu tilfallandi dóti úr fjörum og vestfirzkum beitingarskúrum. Þetta eru athyglisverðar myndir, minna dálitið á myndir svipaðrar ættar, sem frú Sólveig Eggerz gerir, enda kynnti frú Sólveig listakon- una fyrir biaöamönnum. Sýningin er opin frá 9—18 virka daga, nema laugardaga og er að- gangur ókeypis. WESTON DANSKA WESTON teppaverksmiðjan er ein stærsta teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða- framleiðslu. Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast þessari úrvalsframleiðslu höfum við RAFTORG SÍMi: 26660 RAFIÐJAN SÍMi: 19294 m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.