Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélar hf 205. tbl. — Miðvikudagur 10. september—59. árgangur J HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 - SIMI (91)19460 Tímabært að setja hafn- bann á eftirlitsskipin segir utanríkisráðherra Gsal-Reykjavik — Rikisstjórnin ákvað á fundi sinum i gærdag, að láta kanna mjög gaumgæfilega, hvort ekki beri að setja hafnbann á vestur-þýzku eftirlitsskipin, eða njósanaskipin, eins og þau eru nefnd manna á meðal, eftir að upplýst varð, að þau láta togurum sinum i té mjög nákvæmar upp- lýsingar um ferðir islenzku varð- skipanna og elti þau á tslands- miðum. Að sögn Einars Agústs- sonar, utanrikisráðherra munu ráðuneytisstjórar og aðrir is- lenzkir embættismenn kanna málið itarlega á næstu dögum, en Brunatjón á mann lægst hér á landi Komið í veg fyrir olíu- mengun í Hafnarfirði OÓ-Reykjavik. óðum er nú verið að tengja hitaveitukerfið við hús i Hafnarfirði og verða oliukynd- ingartæki húsanna þá náttúrlega óþörf. Jafnhraðan og hús hefur verið tengt hitaveitunni, sjá oliu- félögin, sem áður seldu brennslu- oliu I viðkomandi hús, svo um, að olia verði ekki skilín eftir i tönk- unum. Á þvi ekki að verða nein hætta á, að mengun verði siöar af afgangsoliu. Sigurður Haraldsson, starfs- maður Oliustöðvarinnar i Hafnarfirði, sagði Timanum, að reynt væri að fylgjast með þvi hve mikil oliuþörf væri fyrir þau hús sem fara á að tengja hitaveit- unni. Þegar tenging hefur farið fram, er þvi sem afgangs er dælt upp úr tönkunum og fá húseig- endur innleggsnótur fyrir þvi hjá oliufélögunum. Einnig sjá oliu- félögin um að taka tankana upp. þar sem þess er óskað, en Hafn firðingar virðast svolitið fast- heldnir á oliutankana sina, að minnsta kosti enn sem komið er. Þótt Hitaveitan sjái um lagn- ingu fyrir heita vatnið, verða hús- eigendur að sækja um tengingar, en nokkur misbrestur hefur orðið á, að það hafi verið gert. Búið er að setja heitt vatn i allar götur i Norðurbænum og eru þeir, sem ekki eru þegar búnir að leggja inn tengingabeiðnir hvattir til að gera það sem fyrst. t þessari viku verður lokið við að hleypa vatni á svokallað Álfaskeiðs4iverfj en þar voru leiðslur lagðar i fyrra. Hjá hitaveitunni i Hafnar- firði fékk blaðið þær upplýsingar, að starfsmenn hitaveitunnar sjái um að koma lögn inn fyrir vegg og að svokallaðri mælagrind, en eftir það tekur húseigandi við og verður hann að sjá um fram- kvæmdir á öðrum lögnum i hús- inu svo og útrennsli. Gsal-Reykjavik — Tjónum og slysum verður að halda undir vissu marki og til þess þarf stöð- ugt aðhaid. Árangurinn verður aldrei fuilkominn eða 100%. Ef meiriháttar bruni verður, leitar sú spurning óþægilega á mann: Hefði ég getað fyrirbyggt þetta tjón? Eini tiltæki mælikvarðinn er samanburður við nágranna- þjóðirnar, en þar stöndum við vel þessa stundina. Brunatjón á mann á islandi er nú iægra en i nokkru öðru landi, sem ég hef skýrslur yfir. Þessi eru niðurlagsorð erindis, sem Bárður Damelsson, forstjóri Brunamálastofnunar ríkisins, flutti ekki alls fyrir löngu á full- trúaráðsfundi Brunabótafélags tslands að Höfn i Hornafirði, — en erindið i heild er birt i' opnu blaðs- ins i dag. Bárður gerir i erindi sinu grein fyrir þvi starfi sem áunnizt hefur I brunavarnarmálum frá þvi brunamálastofnunin var stofnuð fyrir tæpum sex árum. 1 upphafi var lögð áherzla á tvö atriði varð- andi þessi mál, annars vegar þjálfun og eflingu slökkviliða um allt land og hins vegar að fram- kvæma brunaskoðanir á stærri áhættum hvarvetna á landinu, með það fyrir augum, að öryggi þeirra gegn eldi yrði aukið og bætt. Þegar stofnunin tók til starfa voru aðeins 15 slökkvilið á land- inu, sem hægt var að nefna þvi nafni, en áttu samkvæmt lögum að vera 55. A þessum tæpum sex árum hafa verið keyptartil lands- ins 57 slökkvibifreiðar og nær öll byggðarlög sem talin eru þurfa slökkvibil, hafa nú leyst það mál. Þessi gífurlega aukning á slökkvibilakosti landsmanna er talið langstærsta átak i bruna- vörnum á tslandi frá upphafi. 180 manns.frá ýmsum stöðum á land- inu, hafa sótt námskeið hjá brunamálastofnuninni og starfs- menn stofnunarinnar hafa farið fjölmargar eftirlitsferðir um land allt. Ljóst er, að stórlega hefur dregið úr eldsvoðum hér á landi á siðustu árum og er það engum vafa undirorpið, að starf Bruna- málastofnunar rikisins á þar mjög drjúgan hlut að máli. OPNU ekki kvaðst ráðherra geta gefið um það neinar upplýsingar, hve- nær ákvörðunar i málinu væri að vænta. Þegar Timinn innti Einar Agústsson eftir hans persónulegu afstöðu til þessa máls, sagði hann: — Ég er þeirrar skoðunar, að timabært sé að setja hafnbann á eftirlitsskip Þjóðverja. Hins veg- ar þykir mér rétt, að mál þetta verði athugað mjög vel, svo ekki verði flanað að neinu. Ég er þvi algjörlega samþykkur ákvörðun rikisstjórnarinnar, að láta sér- fræðinga okkar athuga málið, sagði ráðherra. Aðspurður um það, hvort hann teldi liklegt, að það verði ofan á, að hafnbann verði sett á þýzku eftirlitsskipin, vildi ráðherra ekki ræða á þessu stigi. I! »_i - t •>••• ASI SETUR AF- GREIDSLUBANN Á V-ÞJÓÐVERJA Gsal-Reykjavik — Alþýðusam- band tslands hefur ákveðið að Iáta til skarar skrfða gegn Vest- ur-þjóðverjum og hefur sam- bandið óskað eftir þvi við öll sin sambandsfélög, ,,að þau gæti þess að engir félagsmenn þeirra leggi hönd eða fót að neinskonar þjónustu við vestur-þýzku eftir- litsskipin, nema um sé að ræða björgun sjúkra eða slasaðra manna”, eins og segir i sam- þykkt miðstjórnar ASt, sem gerð var i gær. Ljóst er, að þessi tilmæli mið- stjórnar ASt þýða i raun af- greiðslubann á v-þýzku eftirlits- skipin, en i samþykkt mið- stjórnarinnar frá þvi i gær, seg- ir, að vegna sivaxandi land- helgisbrota og yfirgangs v- þýzkra togara innan islenzkrar fiskveiðilögsögu og njósnaaf- brota svokallaðra eftirlitsskipa, samþykki miðstjórnin að beina þvi til sambandsfélaga sinna, að þau gæti þess, að engir félags- menn þeirra komi nærri þjón- ustu við v-þýzku eftirlitsskipin, nema um neyðartilvik sé að ræða. Jafnframt eru sambands- félögin hvött til þess að stuðla að þvi, að aðrir veiti ekki heldur neina fyrirgreiðslu i höfnum landsins. — Þá lýsir miðstjórnin þvi yf- ir, að verði viðskiptaþvingunum af hálfu V-þjóðverja haldið áfram, svo sem i formi löndunarbanns á islenzkum fiski, mun hún taka til yfir- vegunar að beita sér fyrir upp- skipunarbanni á v-þýzkum inn- flutningi til landsins, segir i samþykkt miðstjórnarinnar. •. ■■ i,/; ~ v , > • ý ; - aWtóa* • ™ . . x A -' ' ' ', Heita vatnið í borholunni við Kröflu sprengdi af sér öll bönd 0 Frá Afríku til Islands til að dansa í Coppelíu 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.