Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. september 1975. TÍMINN 5 Endurskoðun vinnulöggjafarinnar i síðasta blaði isfirðings er sagt frá ræðu, sem ólafur Jó- hannesson dómsmálaráð- herra flutti á Héraðsmóti Framsóknarmanna á isafirði 23. fyrra mánaðar. isfirðingur segir: „Ólafur hóf mál sitt með |»vi a&^gr^ina frá nokkur verkefni, sem hann taldi einna mikilvægust fram- undan. Hann ræddi i þvi sambandi um nauðsynlega endurskoðun vinnulöggjafarinnar, sem hann taldi mjög ábótavant. Hann sagði það ekki æskiiegt að hér á landi myndist stétt manna, sem ekki hefði annað hlutverk en það, að semja árið um kring um kaup og kjör og lýsti þeim furðulegu vinnu- brögöum sem viögangast yfir samningsborðið og óþolandi aö verkfall eftir verkfall innan sömu atvinnugreinar, eða mjög litlir hópar, geti stöðvað viökomandi atvinnugrein án tillits til heildarinnar. ólafur lagði áherzlu á, að vinnuiög- gjöfin ætti að tryggja samtök- um hinna ýmsu stétta fulian og traustan rétt til samninga um kaup og kjör, en jafnframt atvinnugreinunum heilbrigð- an starfsgrundvöll. Þá ræddi Ólafur um efna- hagsmálin og nauðsyn þess, að verðbólga veröi hér ekki meiri en hún er á hverjum tfma I nágrannalöndunum. Hann kvað aö þessu stefnt meö ýmsum aögerðum rikis- stjórnarinnar og nokkuð hefði miöað i rétta átt. Hann sagöi nauösynlegt aö halda áfram þvi uppbyggingarstarfi, sem hafið væri um land allt, þótt ef til vill þyrfti eitthvað úr því að draga um stund, fyrst og fremst vegna fjárhagserfið- leika rikissjóös. Atvinna væri alls staðar næg og fram- kvæmdir miklar.” Útfærsla f iskveiðilög- sögunnar tsfiröingur rekur áfram ræðu ólafs Jóhannessonar: „Ólafur ræddi um útfærslu fiskveiðiiögsögunnar. Hann taldi, aö viö íslendingar þyrft- um að öllum líkindum að ganga i gegnum svipaöa eld- raun og átök, eins og við höf- um þurft við fyrri útfærslur, áöur en við fáum fuli yfirráð yfir 200 sjómilna fiskveiðilög- sögu. Hann lagði jafnframt áherzlu á, aö þær þjóðir, sem veitt hafa áður hér viö land og viö okkur hafa viljað semja, hafa fengið aðlögunartima með samningum um veiðar innan 50 sjómiina. Þeim veiöum ætti þvi að verða lokið þegar þessir samningar renna út. Ólafur kvaðst telja eðlilegt að bjóða þessum þjóðum svipaða samninga um veiðar um tiltekinn takmarkaðan tima á milii 50 og 200 sjómiina. Eins og horfir taldi hann hins vegar engar llkur á þvi, að um frekari undanþágu til veiöa yrði að ræða á hinum mikil- vægu fiskimiðum okkar ts- lendinga innan 50 sjómilna. Að lokum ræddi Ólafur Jóhannesson um mikilvægi þess, að ungir menn og konur taki virkan þátt I stjórnmála- störfum. Hann hvatti unga Framsóknarmenn til þess að vera liðtækir og sannir í hverju þvi starfi, sem þeir taka að sér i þjóðféiaginu. Þannig vinnið þið islenzku þjóöinni og Framsóknar- flokknum bezt, sagði Ólafur.” - Þ.Þ. HjartabM sá, sem fara á til Norðurlands er nú á leið til Akureyrar með Rangá og kemur þangað einhvern næstu daga. BMinn er af Range Rover gerö. Blaöamannafélag tsiands stóð fyrir fjársöfnun til kaupa á bilnum, en áður hefur blll, sem þjónar svipuö- um tilgangi verið keyptur til Reykjavikur. Norðurlands- billinn er búinn fullkomnum Vélstjórafélag Suðurnesja: Engar viðræður fyrr en viðskiptahömlum hefur verið aflétt tækjunt til flutninga á mikið veiku fólki. Myndin er tekin af bilnum I lest Rangár. Tímamynd Gunnar. AÍmennur fundur i Vélstjóra- félagi Suðurnesja skorar á stjórn- völd að hafna algjörlega öllum Grein úr Tímanum vekur mikla athygli í Færeyjum Grein Jóhanns M. Kristjánssonar um Fær- eyinga og fiskveiðilög- söguna, sem birtist i Timan- um ekki alls fyrir löngu vakti mikla athygli i Færeyjum. Blaðið Dimmalætting birti greinina i heild og 14. september birti hluta úr henni sem aðalfrétt á for- siðu. I greininni segir Jóhann M. Kristjánsson, að sjálfsagt sé að Færeyingar fái ótak- markaðar veiðiheimildir innan 200 milnanna eftir að fiskveiðilögsagan verður færð út og færir fram rök fyrir þvi, að ekki beri að veita öðrum þjóðum veiöileyfi innan Islenzkrar lögsögu, enda sé ekki meira af fiski á Islandsmiðum, en svo, að íslendingar og Fær- eyingar geti veitt það magn sem skynsamlegt sé að telja, að stofnarnir þoli. undanþágum til handa útlending- um til veiða innan 50 milna fisk- veiðilandhelginnar.- Telur fundurinn, að Is- lendingarnir einir geti veitt það magn af fiski, sem fiskistofnarnir þoli nú og i framtiðinni. Einnig beinir fundurinn þeirri áskorun til islenzkra stjórnvalda, að engar viðræður fari fram við V.-Þjóðverja eða Breta um veiðar innan 200 milna lögsögunnar, en utan 50 milna markanna, nema þessar þjóðir aflétti öllum viðskiptahömlum og öðrum efna- hagsaðgerðum, sem skaðað hafa islenzku þjóðina verulega. Þá lýsir fundurinn undrun sinni og andúð á þeirri skammsýni, sem kemur fram i hinum tiðu landhelgisbrotum islenzkra skipstjórnarmanna, og telur að þyngja beri að mun viðurlög við slikum brotum. HAGLA- BYSSUR Rifflar Riffilsjónaukar Skot og hlífðarföt POSTSENDUM 8PORWLL S -HtEMMTORGi I Barnamúsíkskóli Reykjavíkur Breiðholtsútibú, annað starfsár. Breiðholtsibúar athugið: Barnamúsikskólinn mun starfrækja útibú i Fellahelli i vetur fyrir 6 og 7 ára börn i Breiðholtshverfi. Athugið, að aðeins verða tekin 6 og 7 ára börn, ekki eldri. Innritun væntanlegra nemenda fer fram i Iðnskólahúsinu við Skólavörðuholt, inngangur frá Vitastig, 5. hæð, dagana 11.-13. september, (fimmtudag, föstudag og laugardag) kl. 2-6 siðdegis. Hafið með ykkur stundaskrá barnanna úr barna- skólanum. Einnig er innritað i sima 28477 á sama tima. Athugið einnig, að nokkur 7 ára börn geta enn innritast i stofnskólann i Iðnskóla- húsinu sömu daga og á sama tima. Skólastjóri. r Ura- og klukkuverzlanir UAA LAND ALLT Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af: Junghans+Diehl: Vekjaraklukkum — Skólaúrum Eldhúsklukkum — Lóðaklukkum. heildverzlun — Klapparstíg 38 Simar 1-35-40 & 2-83-90.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.