Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 10. september 1975. TÍMINN 9 Mi&vikudagur 10. september 1975. Bárður Daníelsson, forstjóri Brunamálastofnunar ríkisins: AAIKIÐ HEFUR llf munur á að fara i eftirlitsferðir nú, eöa fyrsta árið. Samkvæmt lögum um brunavarnir og bruna- mál frá 1969 er sveitahreppum ekki skylt að hafa slökkvilið né heldur þéttbýlisstöðum með ibúa- tölu á bilinu 2-300. Slikir staðir eru sjö, sem sé Búðardalur, Súðavik, Hofsós, Hrisey, Breiðdalsvik, Tálknafjörður og Grenivik. Þeir hafa allir slökkvilið og viðhlitandi tækjakost. Sveitirnar hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja i þess- um málum. 011 meiriháttar land- búnaðarhéruð eiga aðgang að slökkviliðum, ýmist i nærliggj- andi kauptúni eða kaupstað, eða eigin slökkviliði. Sem dæmi má nefna, að i sveitum Borgarfjarðar eru tvö vel skipulögð slökkvilið, sem hvort um sig hafa á að skipa fullbúnum slökkvibil, reykköfun- artækjum og öðrum nauðsynleg- um búnaði. Brunamálastofnunin hefur reynt að stuðla að aukinni samvinnu nágranna sveitar- félaga um slökkvivarnir og eld- vamaeftirlit. Eftirfarandi bruna- varnafélag eru nú starfandi: Brunavarnir Suöurnesja, en að þeim standa Keflavikurkaupstað- ur, Njarðvikurhreppur, Gerða- hreppur og Miðneshreppur. Brunavarnir Borgarfjarðar, sem eru samtök, að þvi er ég held, allra sveitahreppa iBorgar- fjarðarsýslu. Brunavarnir Heiösynninga eru nýstofnuð samtök fimm sveita- hreppa á Snæfellsnesi sunnan- veröu,um brunavarnir. Þeir hafa slökkvibil á Vegamótum. t V.-Hún. er samvinna á milli sveitahreppanna og Hvamms- tanga um slökkvivarnir. 1 A-Hún.er samvinna á milli Blönduósshrepps og sjö sveita- hreppa. Brunavarnir Skagafjarðarhafa starfaö alllengi, en nú nýlega hef- ir félagsskapurinn verið skipu- lagöur að nýju og ráðinn slökkviliðsstjóri fyrir Skagafjörð, og hefir hann slökkviliðsstjóra- starfið að aðalstarfi. 1 samtökun- um eru 14 sveitarfélög. Brunavarnir Eyjafjarðar hafa starfað um alllangt skeiö. Hér er um að ræða samvinnu Akureyr- arkaupstaðar og nágranna sveit- arfélaga og slökkvivarnir. Sam- vinnan er þannig uppbyggð, að sveitahrepparnir keyptu slökkvi- bifreiö, sem staösett er á slökkvi- stöðinni á Akureyri og slökkviliö þar má nota til slökkvistarfs á Akureyri. Að launum sinnir það svo útköllum i sveitirnar. Brunavarnir Fljótsdalshéraðs saman standa af öllum sveitar- félögum á Héraði, 10 talsins. Frá stofnun þess var endanlega gengiö á s.l. vori. Slökkvilið Egilsstaðakauptúns annast útköll i sveitirnar, en þar eru 5 undir- stöðvar með dælubúnaöi til að veita fyrstu hjálp. Aö brunavarnafélagi A-Skafta- fellssýslu standa allir hreppar sýslunnar. Þetta var fyrsta félag- ið, sem stofnað var að frumkvæði brunamálastofnunarinnar og eru núverandi lög flestra bruna- varnafélaga á landinu sniðin eftir lögum þess. Austur-Eyjafjallahreppur hefir eigin slökkvibil, og slökkvistöð að Skógum, en aðrir hreppar sýsl- unnar hafa samvinnu um slökkvivarnir við Hvolsvöll eða Hellu. Slökkvivarnir Selfoss og ná- grennis ná yfir Selfosshrepp og fimm nærliggjandi sveitahreppa. Frá stofnun þessa félags var end- anlega gengið á þessu ári. Það á nú i pöntun mjög fullkominn ameriskan slökkvibil og hefir ráðið slökkviliðsstjóra, sem hefir það starf að aðalstarfi. Að þvi er ég bezt veit hafa öll brunavarna- félögin nema brunavarnir Eyja- fjarðar þann hátt á að félögin reka slökkviliðin og greiða kostnaðinn við það i hlutfalli við samanlagt brunamótamat fast- eigna i hverju sveitarfélagi. Ekki hefi ég annað heyrt, en að þessi skipan hafi gefizt vel. Samvinna sveitarfélaga um vamir hefir marga kosti. Einn er sá, að hún gerir, ef einingarnar eru nægilega stórar, mögulegt að ráöa atvinnuslökkviliðsstjóra, þ.e. menn, sem hafa slökkviliðs- stjóra starfið að aðalstarfi. Kostnaður á ibúa vegna slökkvi- vama, hlýtur samkvæmt eðli málsins að vera hærri i strjálbýli en t.d. i Reykjavik, en þar er hann I ár um 1200 kr. á ibúa. 1 Hafnarfirði er þessi kostnaöur 1600 ogá Akureyri2200kr.á ibúa. Samkvæmtútreikningum, sem ég hefi gert mun láta nærri, að kostnaður við brunavarnir i brunavarnafélagi meö 3000 með- limi sé af stærðargráðunni 2000- 2500kr. á ibúa á ári, miöað viö, aö haldið sé uppi sómasamlegu öryggi i þessum málum. Þegar brunamálastofnunin tók til starfa vom atvinnuslökkviliös- menn aðeins i Reykjavik, Hafnarfirði og á Akureyri. Nú hafa eftirtalin brunavarnafélög bætzt i hópinn með atvinnu- slökkviliðsst jóra. Brunavarnir Suðurnesja, Bmnavarnir Skaga- fjaröar, Bmnavarnir Fljótsdals- héraðs, Brunavarnafélag A- Skaftafellssyslu og Brunavarnir Selfoss og nágrennis. Einnig hafa Vestmannaeyjar og tsafjarðar- kaupstaður ráðið slika menn. Komið i veg fyrir stórtjón Mér hefir nú orðið alltiðrætt um eflingu slökkviliða, bæði hvað varöar tækjabúnað og mannafla. Ég held að það fari varla á milli mála, að verulega hefir áunnizt i þessum málum siðustu fjögur árin. En hver er árangurinn munu margir spyrja. Vist er þaö rétt, og ekkimun okkur fremur en öðrum þjóðum takast að búa svo um hnútana, að brunatjónum linni að fullu. Hitt held ég, að sé rétt, að stórlega hafi dregið úr eldsvoðum utan höfuðborgar- svæðisins á undanförnum ámm. Um það, að hve miklu leyti það er starfsemi brunamálastofnun- arinnar að þakka, get ég ekkert fullyrt, en við, sem þar vinnum, fáum stundum kærkomnar fréttir frá slökkviliðsstjórum, þó ekki birtist þær i fjölmiðlum. Við vitum þannig um tvö hraðfrysti- hús og a.m.k. eina beinaverk- smiðju, þar sem all magnaðir eldar voru slökktir á þann hátt, að reykkafarar fóm inn i húsin, fundu eldinn og slökktu hann með stórum hándslökkvitækjum. Tjón svo fljótt skyldi brugðið við þegar bilamir komu á markaðinn i Bretlandi. Samkvæmt upplýsing- um brezka Viðskiptamálaráðu- neytisins erþessi lind nú þurraus- in. Brezki herinn setur ekki fleiri slökkvibila á uppboð aö sinni. Enn þá er þó hægt að kaupa gamla Bedford slökkvibila hjá vélafomsalanum i London, en þeir em aðeins með drif á aftur- hjólum og að öðru leyti einnig lakari en þeir, sem hingað voru keyptir. Þrátt fyrir það hefir verðið rúmlega tvöfaldast i sterl- ingspundum reiknað. Um það leyti sem við vorum að ljúka kaupum opnaðist markaður fyrir bila þessa i Egyptalandi, Nýja- Sjálandi og viðar. Það, sem eftir var af góðum bilum hvarf eins og dögg fyrir sólu og verðið meira en tvöfaldaðist. Nú er svo komið, að nær þvi öll byggðalög á tslandi, sem ég tel ástæðu til að hafi slökkvibil hafa leyst þau mál. Aðeins Borgarfjörður-eystri og Kjósin hafa algjörlega misst af lestinni. Æskilegt væri, að Bruna- vamafélag Suðurnesja fengi tvo Bedforda til viðbótar bilakosti sinum, og er þá upptalið, hvað ég tel á skorta, aö slökkvibilamál á íslandi séu i viöhlitandi lagi i dag. Þegaréghéltræðu minaá siöasta fulltrúaráðsfundi Brunabótafél- ags íslands óraði mig ekki fyrir þvi, að svo hressilega yröi við bmgðizt og málum eins farsæl- lega ráðiö og hér hefir verið lýst. Að sjálfsögöu er þetta fyrst og fremst að þakka skilningi og stör- hug forystumanna sveitarfélaga, sem og þvi, aö tryggingafélög þau, sem bmnatryggja fasteignir á landsbyggðinni veittu verulega lánafyrirgreiðslur varðandi bila- kaupin og á Brunabótafélag Is- lands langstærstan hlut að þvi máli. Það orkar vart tvimælis, að hér er um að ræða langstærsta átak i brunavörnum á tslandi frá upphafi. Starfsbræður minir á Norðurlöndum trúa varla þessu happi og sá norski bauðst til að selja alla bilana i Noregi með 50% ágóöa. Þótt slökkvibilar og það, sem þeim fylgir séu mikilvægustu tæki slökkviliða, þá þurfa þau margvislegan annan búnaö. Nær þvi öll slökkviliö á Islandi eiga nú reykköfunartæki, a.m.k. tvö tæki hvert. Flest slökkvilið i sjávar- plássum eiga millifroðutæki, en þau hafa reynzt mjög vel við að slökkva elda i bátum. Þegar brunamálastofnunin tók til starfa, var mér vitanlega ekkert reykköfunartæki til utan Reykja- vikur og aðeins eitt millifroðu- tæki. Á flesta slökkvibila hafa verið sett 2 stk. 12 kg þurrdufts- tæki, mörg slökkvilið hafa tæki til að hlaða slökkvitæki og á all- mörgum stöðum eru fyrir hendi dælur til að hlaða loftkúta reyk- köfunartækjanna. Flest slökkvilið eiga nú sæmilegan hlifðarfatnað. A allmörgum stöðum fram hafa á siðustu árum verið byggðar nýjar slökkvistöðvar, eða þá að húsum, sem fyrir voru hefir verið breytt i tækjageymslu fyrir slökkvilið. Þvi miður verðurþó að játa, að alltof viða vantar viðhlit- andi húsnæði f þessu skyni og á einstaka stað standa slökkvibil- arnir hreinlega úti. Slikt er að sjálfsögðu algjör óhæfa og verður að vænta þess, að sveitastjórnir, sem hlut eiga að máli kippi þessu i lag hið bráðasta. Læt ég nú útrætt um hina tækjalegu upp- byggingu slökkviliðanna og sný mér aö þjálfun þeirra. Þjálfun Eins og gefur að skilja jókst áhugi slökkviliða mjög við hinn bætta tækjakost. Svo sem vænta mátti skorti þó viðast hvar kunn- áttu og þjálfun til að nota hann. Brunamálastofnunin brá þvi á það ráð að efna til námskeiða fyrir slökkviliðsmenn utan Reykjavikur. Fyrsta námskeiðið var haldið I marzmánuði 1971, en samtáls er nú búið að halda 8 námskeið og hafa þau yfirleitt staðið i lOdaga. Samtals hafa um 180manns alls staðar af á landinu sótt þau. Aðaláherzlan hefir verið lögð á almenna slökkvitækni. Menn hafa lært á dælubúnað slökkvibilanna, verið æfðir i að leggja út brunaslöngur, fengist við að slökkva olíuelda og húsa- elda, reyklosun og sitt hvað fleira. Einnig hefir verib lögö mikil áherzla á bæði fræðilega og verklega kennslu i reykköfun, en hér er, hvað landsbyggðina snert- ir um algjöra nýjung að ræða, sem þegarhefir skilað alveg ótrú- legum árangri. Siðast en ekki sizt hafa svo námskeiðsm enn lært notkun millifroðutækja við slökkvistörf og er hér einnig um nýja tækni að ræöa, hvað varðar slökkviliö utan Reykjavikursvæðisins. Mjög góður árangur hefir náðst með notkun þessara tækja, einkum við slökkvistörf i bátum og ýmislegt bendir til að nota megi froðu með góðum árangri við heybruna. Auk 10 daga námskeiðanna hafa verið haldin styttri nám- skeið fyrir eldfæraeftirlitsmenn og einnig sérstakt reykköfunar- námskeiö á Akureyri fyrir norð- lenzka slökkviliðsmenn. Auk námskeiðahaldsins veitir brunamálastofnunin slökkvilið- unum ýmis konar aðstoð og fyrir- greiðslu. Samið hefir verið við Innkaupastofnun rikisins um varahlutaþjónustu fyrir bruna- dælur og einnig um það, að hún eigi ávallt'fyrirliggjandi bruna- slöngur, tengi, reykköfunartæki, millifroðutæki, slökkviduft og sitt hvaö fleira. Eftirlitsmenn bruna- málastofnunarinnar heimsækja hvert slökkvilið a.m.k. einu sinni á ári, halda með þvi æfingar yfir- fara tækjakost þess og veita slökkviliðsmönnum ýmis konar fræðslu um nýjungar i slökkvi- tækni, m.a. með þvi að sýna kvik- myndir, en stofnunin hefir komið sér upp vænu safni af fræðslu- kvikmyndum um brunamál. Samskipti brunamálastofnunar og slökkviliðsstjóra um land allt eru mjög mikil. Þar leita til stofnunarinnar um margskonar ráöleggingar og fyrirgreiðslu varðandi slökkviliðin og einnig i sambandi við fyrirbyggjandi að- gerðir i ýmiskonar atvinnuhús- næði, samkomuhúsum, skólum, hótelum o.s.frv. Flestir hafa þeir verið á námskeiðum stofnunar- innar og eru kunnugir starfsfólki hennar. Samvinna þessi er hin ánægjulegasta, og er ótrúlegur Unnið að þvl að slökkva eld, er vöruskemma brennur á tsafirði. varð sama og ekkert. Þessir menn höföu lært reykköfun á námskeiðum brunamálastofnun- arinnar og hún haföi útvegað þeim bæði reykköfunartækin og slökkvitækin. Sennilega hefðu öll þessi hús brunnið til grunna, ef einungis hefði verið um að ræða þann tækjakost og kunnáttu, sem fyrir hendi var, þegar stofnunin tók til starfa. Þetta er öruggt og vist hvað annað frystihúsið varðar, þvi að fyrir fimm árum var þar ekkert slökkviliö og engin tæki til að slökkva eld. Við vitum um tvo báta, þar sem oliueldar i vélarúminu voru slökktir með millifroðu, án þess að verulegt tjón yrði. Ef reynt hefði veriö að slökkva með vatni hefði bátunum sennilega hvolft. 1 báöum tilvikum höfðu millifroðu- tækin verið keypt fyrir áeggjan brunamálastofnunar og þeir, sem slökktu, lært meðferð þeirra á námskeiðum hennar. Hvor bátur um sig kostaði meira en allir slökkvibilarnir, sem ég ræddi um áöan, samanlagt. Slökkviliðsstjórinn i Vest- mannaeyjum hringdi til min og kvaösthafa haft þrjá lúkaraelda i bátum á nokkrum dögum. Eldar þessir voru i öllum tilvikum slökktir á þann hátt, að reykkaf- arar fóru niöur i lúkarana og slckktu með dufttækjum. Skemmdir urðu sáralitlar. 1 gær kom til min slökkviliðsstjórinn á Selfossi. Hann fékk nýlega útkall frá Eyrarbakka, en þar hafði kviknað i viðlagasjóðshúsi, sem var sambyggt við annaö slikt hús, Þegar hann kom á staðinn höfðu heimamenn ráðið niðurlögum eldsins með þvi að senda reykkaf- ara inn i húsið með þurrdufts^ slökkvitæki. Slökkviliðiö hafði ekki slfk tæki, en þau höfðu verið sett i öll viðlagasjóðshúsin sam- kvæmt kröfu brunamálastofnun- arinnar og þurfti fjögur tæki til að slökkva eldinn. Sára litið tjón varö að eldinum og ekkert af vatni, þar sem það var ekki not- að. Sögumaður minn áleit, að bæði húsin, sem eru úr timbri, 'heföu eyðilagzt, ef reynt hefði verið að slökkva i þeim á gamla mátann, þ.e.a.s. að pusa vatni inn i reykinn án þess að vita, hvar eldurinn væri. Ég gæti haldið áfram með sögur sem þessar lengi dags, en þessar verða að nægja. Sameiginlegt með þeim öllum er þaö, að eftir þvi sem ég bezt veit, kom engin þeirra i fjöl- miðlum. Öryggisreglur þverbrotnar Brunamálastofnunin hefir haft afskipti af um 300húsum viðsveg- ar um land i þessu skyni. Er hér aðallega um að ræða atvinnuhús- næði allskonar, skólar, heima- vistir, hótel, sjúkrahús o.s.frv. Samkvæmt byggingasamþykkt- um eru gerðar ákveðnar kröfur til húsa, hvað varðar öryggi gegn eldi. Erhér fyrstog fremst um að ræða brunahólfun með eld- varnarveggjum, frágang á kyndi- klefum og kyndibúnað, eldvörn á frauðplasteinangrun og útgöngu- leiðir. Ótrúlega viða hafa hinar mjög svo einföldu reglur i bygginga- samþykktum, sem gilda um framangreind atriði veriö þver- brotnar. Mjög oft er hér ekki um „ásetningssyndir” að ræða. Þaö, sem veldur er trassaskapur, kæruleysi og kunnáttuleysi bygg- ingameistara og húsateiknara, og eru verkfræöingar og arkitektar þar ekki undanskildir. Aö sjálf- sögðu ber eigandi fasteignar ábyrgð á þvi, að hún uppfylli öryggiskröfur samkvæmt lögum og reglugerðum. Þvi miöur reyn ist þó oft ærið erfitt að fá fram sjálfsögðustu úrbætur i þessum efnum, og fyrir kemur að beita þarf hörku. Það er þó ekki gert fyrr en i siðustu lög og þá oftast i sambandi við almannahættu. Dæmi um slika hættu er t.d. vönt- un á neyðarútgöngum i sam- komuhúsum, hótelum, sjúkra- húsum, skólum o.s.frv. Bruna- málastofnunin hefir gengið mjög hart fram i þvi, að öryggiskröfum i slikum tilvikum væri framfylgt til hins itrasta, og hefir notkun þó nokkurra samkomuhúsa og hótela verið bönnuð um tima, unz úr hefir verið bætt. Sem betur fer duga þó skynsamlegar fortölur oftast. All misjafnlega gengur að fá húsaeigendur til að leggja i verulegan kostnað til að draga úr ikveikjuhættu, ef ekki verður sýnt fram á, að mannslif séu beinlinis i hættu. Mértelst svo til, að af þeim 300 áhættum, sem við höfum á spjaldskrá hafi um það bil 50% gert allt, sem farið var fram á, 25% framkvæmt meginhlutann af þvi, 20% hafiö endurbætur, en 5% engan lit sýnt. Þessi 5% mega nú hvað úr hverju búast við vissum erfiöleikum vegna þrákelkninn- ar. Þær fyrirbyggjandi ráð- stafanir, sem mikilvægastar munu reynast þegar til lengdar lætur, eru ekki pex við einstaka húseigendur um að lagfæra þetta og hitt, heldur samvinna við arki- tekta, verkfræðinga, tæknifræð- inga og aðra þá, sem fást við að teikna hús. Sem betur fer hefir tekizt mjög góð samvinna með þessum aðilum og brunamála- stofnuninni. Til hennar berast nú til umsagnar uppdrættir af flest- um meiriháttar mannvirkjum á landinu, þannig að mögulegt er að bæta úr margvislegum ágöllum varðandi öryggi gegn eldi strax á teikniborðinu. Mjög mikiö af tima minum fer i slika vinnu og held ég, að fullyrða megi, að afstaða framangreindra aðila varðandi öryggismál hafi mjög breytzt til hins betra á siöari áru.m. enda ekki vanþörf á. Nýi miðbærinn vanda- samasta verkefni, sem nú er unnið að á Norður- löndum Brunamálastofnuninni hefir verið falið að gera brunatekniska skilmála fyrir nýja miðbæinn við Kringlumýrarbraut i Reykjavik. en þar á að byggja 190.000 gólf- Frh. á bls. 15 A SIÐASTA fulltrúaráðsfundi Brunabótafélags íslands, sem haldinn var á Akureyri fyrir rúm- lega fjórum árum hélt ég erindi um brunamál. Brunamálastofn- unin hafði þá starfað i um það bil 18 mánuði og gekk mál mitt aðal- lega út á það, að lýsa aðkomunni þegar stofnunin hóf störf svo og aö gera grein fyrir starfsemi hennar bæði þeirri, sem þá var hafin, og i ráði var að taka upp. Varðandi fyrra atriðið, þ.e.a.s. aðkomuna, þykir mér rétt að rif ja upp smá kafla úr erindinu, en hann er þannig: „Til þess að gera langt mál stutt má segja, að yfirreið sú, er þegar hefir verið gerð sýni, að mjög viða út á landi er stór hætta á meiriháttar eldsvoðum, en með örfáum undantekningum erallur viöbúnaður til að mæta sliku langt undir þvi marki, sem for- svaranlegt getur talizt.” Varðandi hitt atriðið, þ.e.a.s. starfsemi brunamálastofnunar- innar þá og i framtiðinni sagði ég m.a. „Að vel yfirveguðu máli hefir mér virzt einsýnt að beita beri kröftunum að þvi, sem liklegast ertil að gefa sem mestan árangur á sem skemmstum tima. Þetta er i stuttu máli fólgiö i eftirfarandi atriðum: 1. Þjálfa og efla slökkviliðin um allt land. 2. Að framkvæma bruna- skoðanir á stærri áhættum hvar- vetna á landinu, með það fyrir augum, að öryggi þeirra gegn eldi verði aukið og bætt.” Það er vel við hæfi, að nú sé, af hálfu brunamálastofnunarinnar gerð nokkur grein fyrir þvi, hvað áunnizt hefir og hvernig málin standa í dag. Aðeins 15 slökkvi- lið fundust Samkvæmt lögum um bruna- varnir og brunamál, frá 1969, skulu öll kauptún og kaupstaðir hafa slökkvilið með viðhlitandi tækjabúnaði. Kauptún merkir eins og allir vita þéttbýlisstað með 300 ibúum eða fleiri. Kaup- staðir eru nú 19 og kauptún 37eða samtals 56. Ef tekið er tillit-til þess, að sums staðar þjónar slökkvilið.fleiri en einum slökkvi- liðsskyldum stað, sbr. slökkvilið Reykjavikur, þá eiga lögum sam- kvæmt að vera 50 slökkvilið á landinu öllu. Þau eru nú 76/á 15. stöðum til viðbótar eru meirihátt- ar tæki til slökkvistarfs, og menn, sem kunna að nota þau, þótt ekki sé um skipulögð slökkvilið að ræða. Fyrir 1969 var öllum þétt- býlisstöðum með 200 ibúa eða fleiri skylt að hafa slökkvilið. Samkvæmt þvi áttu þau að vera a.m.k. SS á öllu landinu, þegar brunamálastofnunin tók til starfa I ársbyrjun 1970. Henni tókst þó aðeins að finna um það bil 15 slökkvilið, sem með nokkru móti var hægt að nefna þvf nafni. Brunamálastofnuninni lék að sjálfsögðu mikil forvitni á aö vita, hvernig á þvi stæði, að sveita- stjórnir stæðu svo slælega í istað- inu varðandi þennan málaflokk, þrátt fyrir skýlausa lagaskyldu. Svarið var einfalt. Peningar voru af skornum skammti og önn- ur mál, hér um bil öll önnur mál, voru látin sitja i fyrirrúmi. Og hvers vegna? Einfaldlega vegna þess,að enginn opinber aðili hafði brýnt þessar skyldur fyrir sveita- stjórnum að nokkru gagni. Tækjakostur slökkviliðanna var allstaðar lélegur nema helzt i Reykjavik. Viðast hvar var hann allt aö þvi ónýtur eða gjörsam- lega ónýtur og á nokkrum stöðum voru alls engin tæki fyrir hendi og höfðu aldrei verið. Það gefur auga leið að slökkvi- liö, sem þannig var að búið voru mjög viöa nafnið eitt og raunar varla það, þvi á furðu mörgum stöðum vildi enginn gangast við embætti slökkviliðsstjóra og fyrir kom, að slökkvilið neitaði æfingu á þeim forsendum, að trúlega myndi allt fara i handaskolum og það þvi verða að þola skaup og spé vegfarenda. Hér var greinilega við tviþætt- an vanda að etja. Annars vegar að endurnýja og bæta tækjakost slökkviliðanna og hins vegar að æfa og þjálfa slökkviliösmenn, og reyna að vekja áhuga þeirra á starfinu. Tækjakaup Haustið 1970 komst brunamála- stofnunin á snoöir um, að til sölu væru i Bretlandi ódýrir slökkvi- bllar af bedfordgerð. Var þegar sendur sérfróður maður þangað til að skoða bilana. Hér var um að ræða bila meö drif á öllum hjólum fullbúnir sem slökkvibilar með tveimur dælum, slöngum, stútum og öðru fylgifé. Verðið var ótrú- lega lágt eða á milli 5 og 600 þús. kr. Hingað komnir, tilbúnir á göt- una. Bilarnir voru gamlir, 10-15 ára, en litið sem ekkert notaðir og sumir algerlega ónotaðir. Selj- andi var fyrirtæki i London sem verzlar með notaðar vélar, en það keypti bilana af brezka hernum á uppboðum. Þegar sýnt þótti að bilamir hentuðu fyrir islenzkar aðstæður hófst brunamálastofn- unin handa um að hafa samband við forsvarsmenn sveitastjórna hvarvetna á landinu og eggja þá lögeggjan að kaupa slökkvibila. Er skemmst frá þvi að segja, að undirtektir urðu betri en mig hafði órað fyrir. Fyrsti billinn kom til landsins i marz 1971 og var prófaður mjög vandlega á námskeiöi fyrir slökkviliðsmenn, sem þá stóð yfir á vegum bruna- málastofnunarinnar. Reyndist hann hið bezta I alla staði. A timabilinu marz 1971 til áramóta 1972-’73 voru keyptir um 50 bilar af þessari gerð til landsins og nú eru þeir orðnir 57. Auk þeirra hafa svo á siðustu tveimur árum verið keyptir nýir mjög fullkomn- ir ameriskir slökkvibilar til Keflavikur, Hafnarfjarðar og i Reykjavik. Selfoss og Akureyri eiga slika bila i pöntun. Eins og ég sagði áöan voru brezku bilarnir keyptir af vélafornsala i London, og þeim raunar tveimur. Inn- kaupastofnun rikisins annaðist að mestu um kaupin með tilstyrk is- lenzkra umboðsaðila. Kaupin voru um margt ólik venjulegum viðskiptaháttum, og reyndist nauðsynlegt að sýna mikla ár- vekni, til að tryggja hag kaup- enda. Brunamálastofnunin samdi itarlega útboðslýsingu fyrir bil- ana og fylgihluti þeirra og tók þá út, þ.e.a.s. þá bila, sem Inn- kaupastofnunin hafði með að gera. Bilarnir voru standsettir hér heima, m.a. málaðir og ryð- varðir. Úttektin var fyrst og fremst I þvi fólgin að sannreyna að bilar og dælur væru i full- komnu lagi og allir fylgihlutir samkvæmt útboðslýsingu væru með. Þetta reyndist furðulega erilsamt starf, en ég held að full- yrða megi, að þeir bilar, sem gengu I gegnum hreinsunareld innkaupastofnunar og bruna- málastofnunar hafi i einu og öllu uppfyllt útboðslýsinguna. Það verður að teljast mikið happ að Nýr slökkvibill kemur til slökkviliös Reykjavlkur á slðasta vori. Erindi flutt á fulltrúaráðsfundi Brunabótafélags íslands að Höfn í Hornafirði 29. ógúst 1975 ililliili

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.