Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 10. september 1975. LÖ GREGL UHA TARINN 12 eftir Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal það stóð heima. — Hvað áttir þú að gera við þessa nestis- skrínu eftir að hafa sótt hana? — Láta hann fá hana. Hann gætti plássins fyrir mig í röðinni. — Mm-huh, sagði Brown. — Hvers vegna gerðið þið annars allt þetta verður út af einni nestisskrínu? spurði La Bresca. — Ekki neitt, sagði Willis... Segðu okkur meira um þennan mann. Hvernig leit hann út? — Ósköp venjulegur útlits. — Hvað mundir þú halda um aldur hans? — Á miðjum þrítugsaldri. Þrjátíu'og f imm ára eða eitt- hvað því um líkt. — Hár, lítill vexti, eða meðalmaður? — Hár. Um það bil sex fet, að ég held. Plús eða mínus eitthvað smáræði. — Hvað um líkamsvöxtinn? Þéttvaxinn, meðalmaður eða grannur? — Hann er vel vaxinn. Sterklegar axlir. Feitvaxinn? — Frekar þéttvaxinn. En samsvaraði sér vel. Vel vaxinn. — Hvaða háralitur? — Ljóshærður. — Var hann með yfirvararskegg eða alskegg? — Hvorugt. — Tókstu eftir augnalitnum í honum? — Bláeygur. — Tókstu eftir örum eða öðrum auðkennum? — Nei. — Tattóeríngar? — Nei. —Hvernig var röddin? — Ósköp venjuleg meðalrödd. Ekki of djúp. Aðeins venjuleg mannsrödd. Góð rödd. — Talaði hann mállýzku eða bar rödd hans keim af mál- blæ úr einhverju hverfi? — Nei. — Hvernig var hann klæddur? — í brúnum frakka með brúna hanzka. — Hvað með fötin? — Ég sá ekki í hverju hann var innan undir frakkanum. Ég meina, að auðvitað var hann í buxum, eins og gef ur aðskilja. En ég tók ekki eftir litnum á þeim. Ég get held- ur ekki um það sagt, hvort þær voru hluti af jakkafötum eða hvort... — Þetta er ágætt. Var hann með hatt? — Engan hatt. — Gleraugu? — Engin gleraugu. — Tókstu eftir einhverju öðru við hann? — Já, svaraði La Bresca. — Hvað var það? — Hann var með heyrnartæki á eyranu. Ráðningarskrifstofan var á horni Ainsley-götu og Clinton-götu, fimm húsasamstæðum norðan við inngangirtn að Clinton-götu, gangstígnum. Það var lítil von til þess, að maðurinn með heyrnartækið biði enn eftir La Bresca. En það var þess virði, að kannað væri. Þeir tóku lögreglubif reið sér til handargagns og óku f rá stöðinni. La Bresca sat í aftursæti bifreiðarinnar Hann var bæði ákafur og samvinnufús við að bera kennsl á manninn, ef svo ólíklega vildi til, að hann biði hans enn. Fjöldi manns beið fyrir utan skrifstofuna. Biðröðin náði f yrir hornið á Clinton-götu. Þreklegir, vinnuklæddir menn með húfu á höfði og hendurnar í vösunum biðu þolinmóðir í kuldanum. Andlit þeirra voru hvítleit af kulda, þeir tvístigu, börðu sér til hita og neru saman höndunum. — Það mætti halda, að þeir væru að gefa mönnum peningaseðla hérna, sagði La Bresca... — En í raun og veru kostar þetta mann heillarviku laun. En þeir geta þó boðið mjög góð störf. Síðasta starf, sem ég fékk hjá þeim, var vel borgað og entist í átta mánuði. — Sérðu þennan náunga þinn einhvers staðar í biðröðinni, spurði Brown. — Ég get ekki um það sagt svona langt frá. Getum við ekki gengið út? — Ekki nema sjálfsagt, sagði Brown. Þeir lögðu bilnum við randstein götunnar. Willis hafði ekið bílnum, en varð nú fyrstur út. Hann var smávaxinn maður og hvikur. Hann hafði tign og reisn ballett- dansarans og augnaráðið jafn stingandi hvasst og hjá forhertasta fjárhættuspilara. Willis barði saman hanzkaklæddum höndum sínum ótt og títt, á meðan hann beið eftir Brown. Brown kom út úr bílnum eins og nashyrningur. Hann tróð fyrirferðarmiklum líkama sín- Og þiö, jæja, ég mun ekki deyja aleinn. MIÐVIKUDAGUR 10. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (6) Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. - 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Morð I bigerð” eftir Evelyn Waugh Ingólfur Pálmason þýddi. Guðmundur Pálsson leikari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Á kvöldmálum Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. .20.00 Pianósónata I a-dúr (K 331) eftir Mozart. Agnes Katona leikur. 20.20 Sumarvaka.a. Þættir úr hringferð Hallgrimur Jónasson flytur fyrsta ferðaþátt sinn. b. Frá Asparvik i Bjarnarhöfn. Gisli Kristjánsson ræðir við Bjarna Jónsson bónda. c. Úr ritum Eyjólfs Guðmunds- sonar frá Hvoli Þórður Tómasson i Skógum les fimmta og siðasta lestur. d. Kórsöngur Einsöngvara- kórinn og félagar i Sinfóniu- hljómsveit Islands flytja is- lensk þjóðlög undir stjórn Jóns Asgeirssonar sem út- setti lögin. 21.30 Útvarpssagan: „Og hann sagöi ekki eitt einasta orð” eftir Heinrich BöllÞýðand- inn Böðvar Guðmundsson og Kristin ólafsdóttir lesa sögulok (13). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.Úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (13). 22.35 Orð og tónlist. Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 10. september 1975 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Gunnlaugs saga orms- tungu. Framhaldsmynda- saga. 6. þáttur. Sögulok. Teikningar Haraldur Einarsson. Lesari Óskar Halldórsson. 20.50 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 21.15 Saman viö stöndum. Bresk framhaldsmynd. 5. þáttur. Átökin haröna. Þýö- andi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 4. þáttar: Breska stjórnin stendur ekki við gefin loforð, en leggur fram lagafrumvarp um rýmkun kosningaréttar til handa körlum. Þetta sætta kven- réttindakonur sig ekki við. Þær skipuleggja nýja mót- mælaherferð, og brjóta nú rúður I stórum stll. Gefnar eru út handtökuskipanir, en Christabel tekst aö flýja til Parlsar, og þaðan stýrir hún frekari aögerðum. Pet- hick-Lawrence-hjónin eru handtekin og hluti eigna þeirra geröur upptækur. Christabel tekur nú að skipuleggja ikveikjuher- ferð, en Pethick-Law- rence-hjónin eru þvi mót- fallin, og til að foröa þeim frá frekari eignamissi er þeim vikið úr flokknum. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.