Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKULATUNI 6 - SIMI '91 >19460 Mikil deila risin á milli ríkisstjórnarinnar og ÍSAL ÍSAL TELUR RÍKIS- SJÓÐ SKULDA SÉR 400 MILLJ. KRÓNA Viðskiptahættir fyrirtækisins taldir öeðlilegir að mörgu leyti fjsnl—RpvHavfV _ iviibii Hoiio sem umfram væri. skoðast sem Samkvæmt upplýsingum Ti Gsal—Reykjavik. — Mikil deila er nú risin milli álbræöslunnar og rikisstjórnarinnar um þaö, hvort álbræðslan eigi inni hjá rikinu 400 miiijónir króna, sem hún hafi of- greitt sem fra mleiðslugjald. Þessa meintu inneign telur isal sig mega nota til greiöslu á fram- leiðslugjaldinu í ár. f sambandi við álsamninginn stóð mikil deila um það á sinum tima, hvort álbræðslan skyldi greiða sömu skatta og önnur innlend fyrirtæki, eða hvort hún ætti aðeins að greiða ákveðið framleiðslugjald.. Framsóknar- menn lögðu mikla áherzlu á, að hún byggi við sömu skattalög og önnurhérlend fyrirtæki. Gegn þvi var færð sú mótbára, að eríitt yrði að fylgjast með framtali ál- bræðslunnar. Niðurstaðan varð þvi sú, að þáverandi stjórnvöld sömdu um, að álbræðslan skyldi greiða ákveðið framleiðslugjald. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að færi framleiðslugjaldið eitthvert árið fram úr 50% af nettóhagnaði álbræðslunnar það ár, skyldi það, sem umfram væri, skoðast sem skattainneign hennar. í álsamningnum segir, að slik skattaeinneign flytjist með 5% ársvöxtum og skuli mæta siðari greiðslu á framleiðslugjaldinu. í samræmi við þetta ákvæði i ál- samningnum telur álbræðslan sig orðið eiga skattainneign sem nemi um fjögur hundruð milljón- um króna, og geti hún látið þessa innéign mæta siðari greiðslum á framleiðslugjaldi. Álbræðslan mun telja, að þessi inneign hafi aðallega myndazt á árinu 1973. Rikisstjórnin hefur mótmælt þessu og fer nú fram rækileg athugun á rekstri ál- bræðslunnar 1973, en samkvæmt álsamningnum má rikisstjórnin fela „alþjóðafyrirtæki óháðr.a löggiltra endurskoðenda” slika at hugun. Álbræðslan mun ekki hafa treyst islenzkum endurskoð- éndum til að vinna þetta verk. Risi málaferli út af ágreiningi um þetta efni, verður fjallað um þau af alþjóðlegum gerðardómi, þvi að eigendur álbræðslunnar neit- uðu að sætta sig við úrskurð is- lenzkra dómstóla. upplýsingum Tim- ans hefur rikisstjórnin fengið bráðabirgðaskýrslu frá erlendu endurskoðunarfyrirtæki, sem at- hugað hefur ársreikninga ál- bræðslunnar árið 1973. Matsatriði munu vera ófá i skýrslunni. Að sögn Steingrims Hermanns- sonar, sem á sæti i viðræðunefnd um orkufrekan iðnað, hafa Is- lendingar mótmælt ýmsum verzlunarmáta álbræðslunnar, sem þeirtelja i hæsta máta óeðli- legan. Má þar nefna, að álbræðsl- an tekur lán hjá móðurfyrir- tækinu — með öðrum orðum hjá sjálfu sér — ákveður vexti og greiðslutimabil og hefur sjálf undir höndum alla útreikninga hvað lántökur og fyrirkomulag snertir. Þá er og vert að nefna, að álbræðsla kaupir ennfremur hrá- efni hjá móðurfyrirtækinu og um kaup og kjör á þvi gildir sama fyrirkomulag og með lántökurn- ar. Af þessu leiðir, að álbræðslan getur næsta auðveldlega með alls konar bókhaldstilfærslum sýnt nánast hvaða tölu sem er um hagnað eða tap á fyrirtækinu. Hitaveita Reykjavíkur sækir um 33% hækkun: ,,Vona, að ég sjái ekki slíka tölu í hækkunarbeiðni" — segir Ólafur Jóhannesson viðskiptarádherra OÓ-Reykjavik. Hitaveitustjóri ft-ani beiöni um hækkun á hita- hækki úr kr. 39.36 I kr. 52.35. Reykjavikur gekk á fund veitugjöldum um 33%, eöa nán- Veröur máliö tekiö fyrir I borgarráðs I fyrradag og iagöi ar tiltekiö aö tonn af heitu vatni borgarráöi á morgun, föstudag. ólafur Jóhannesson, við- skiptaráðherra, sagði i gær, að þessi beiðni væri ekki enn komin til rikisstjórnarinnar, sem ekki væri von, þar sem borgaryfir- völd ættu enn eftir að fjalla um hana, en ég vona, sagöi ráðherr- ann, að ég sjái ekki svona tölu með beiðni um hækkun hita- veitugjalda. Hitaveitan er búin að fá riflegar hækkanir á þessu og s.l. ári. Sem kunnugt er standa yfir miklar hitaveituframkvæmdir i Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði, og eru þær unnar á vegum Hitaveitu Reykjavikur. Rússneski björninn náði aðeins einu sinni að lyfta hramminum ® Þegar K.A. East, ambassador Breta á tslandi var aö taka á móti ráöherrunum á Keflavikurflugvelli tókst hattur hans á loft og uröu handtökin aö biöa þar til hann festi hendur á hatti slnum. Þeir, sem á eltingaleikinn horfa, eru Nlels P. Sigurösson, ambassador I London, Bishop aöstoöarsjávarútvegsráöherra og Hattersley,að- stoöarutanrlkisráöherra. Tlmamynd Róbert. „KOMINN TIL AÐ SEMJA OG VONA AO EKKI KOMI TIL ÁREKSTRA" — sagði Hattersley við komuna í gær OÓ-ReykjavIk. — Þaö er áreiöanlega bæöi tslendingum og Bretum fyrir beztu aö fljót- lega náist samkomuiag um fisk- veiöimálin og erindi okkar hing- aö er að semja og þaö er von okkar, aö ekki komi til árekstra milli þjóöanna vegna fiskveiöi- réttinda sagöi Roy Hattersley, aöstoöarutanrlkisráöherra, sem er fyrir brezku sendinefndinni, sem kom til Kefiavikur kl. 18 I gær. Ráðherrann var spurður, hvort hann byggist við hörku i samningaviöræðunum og svar- aöi hann, að brezka sendinefnd- in hefði vissar tillögur fram að færa, og eins vist væri, aö is- lenzka samninganefndin heföi sinar tillogur, en það kæmi ekki i ljós fyrr en á fundunum hvað bæri á milli og þá reyndi á að samræma sjónarmiðin. Hattersley var spurður, hvort hann byggist við nýju þorska- striöi og svaraði hann með þvi að itreka aö hann væri hingaö kominn til að semja og mundi hann hvorki hafa i hótunum eða ákveða hvað skeður, ef samningar ekki takast, og kvaöst hann bjartsýnn á, aö samkomulag næðist um fisk- veiðiréttindi Breta hér við land enda sæmdi ekki að setjast að samningaborði með öðru hugar- fari. Hattersley var enn spurður, hvort hann mundi tala máli annarra þjóða, sem veiða við ts- land en Breta og sagðist hann eingöngu ræöa fiskveiðiréttindi brezkra skipa. Að ööru leyti vildi hann ekki ræða um samningana fyrr en á fundum með íslenzku samninganefnd- inni. I brezku sendinefndinni er Edward Bishop aðstoðarsjávar- útvegsráðherra, og sjö aörir, þar á meðal sérfræðingar I haf- réttar- og fiskveiðimálum og tveir fiskifræðingar. 1 Islenzku samninganefndinni eru Einar Agústsson, utanrlkis- ráðherra, Matthlas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, Hans G. Andersen, ambassador, Pétur Thorsteinsson ráöuneytisstjóri, Jón Arnalds ráðuneytisstjóri og Már EHsson, fiskimálastjóri. Viðræðurnar fara fram I ráð- herrabústaðnum og hefst fund- ur kl. 11.00. Brezku ráðherrarnir fóru beint I brezka sendiráðið af flugvellinum og munu þeir búa þar, meðan þeir dvelja hér á landi, en sendinefndin fer utan aftur á morgun, föstudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.