Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 11. september 1975. 2 Leftenant Stanton (Helga Bachmann) og Stone major (Karl Guðmundsson). Njósnamál og rómantík í fyrsta leikritinu, sem Iðnó sýnir í vetur son, sem þar fer með aðalhlut- verk er á förum til Noregs. Frá fyrra ári verður ennfremur tekið upp finnska leikritið Fjölskyldan. Happdrætti Hdskóla íslands: Reykjavík ogSauðár- krókur skipta með sér hæsta vinningnum í gær var dregið i 9. flokki Happdrættis lláskóla tslands. Dregnir voru 10.125 vinningar að fjárhæð 94.500.000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, kom á ndmer 21.385. Einn miði af þessu ndrneri var seldur á SAUÐARKRÓKl en allir hinir miðarnir i umboði Frimanns Frimannssonar i Hafnarhdsinu. 500.000 krónur komu á númer 35767. Voru allir miðarnir af þessu númeri seldir i umboði Frimanns Frimannssonar i Hafnarhúsinu. 200.000 krónur komu á númer 47389. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir á SUÐUR- EYRI, en hinir miðarnir hjá Arndisi Þorvaldsdóttur á Vesturgötu 10. 50.000 krónur: 52 1672 2160 2322 3352 8278 8854 10930 17241 19706 19815 21384 21386,23014 23356 23787 25875 29275 30894 33473 33583 33777 38088 39042 40022 40264 42704 42983 43793 44264 46176 46840 47836 48150 49369 52319 53002 55096 56795 57248 57396 59654. Melskurður á laugardaginn Landgræðslunefnd Héraðssam- bandsins Skarphéðins (HSK) i Arnessýslu beitir sér fyrir söfnun melfræs við Þorlákshöfn, næst- komandi laugardag 13. sept. ef veður leyfir. Upphaflega var gert ráð fyrir melskurði 30. ágúst, en bæði hefur veður verið óhagstætt til slikra starfa og eins þroskaðist melur- inn seint. Nefndin vill hvetja alla sem geta komið þvi við, bæði ung- mennafélaga og aðra hvort sem þeir eru búsettir í Árnessýslu eða arinars staðar, að taka þátt i þessu starfi. Benda má á að þetta er verðugt verkefni fyrir ýmiss konar áhugamanna hópa, klúbba, skáta og fl. og væri landgræðslu- nefndinni ánægja af samstarfi við þá. Undanfarin ár hefur þátttaka i melskurði við' Þorlákshöfn verið mjög góð og árangur eftir þvi. Þátttakendur eru beðnir að koma kl. 13 til 14 og hafameð sér hnifa. SKJALDHAMRAR nefnist fyrsta verkefni leikársins i Iðnó, en það er nýtt verk eftir Jónas Árnason, sem frumsýnt verður I kvöld. Leikurinn hefst á Aðalskrifstofu öryggisdeildar Bbrezka hersins i Reykjavik 1941. Þar glimir brezki herinn við erfitt njósnamál. Umfangsmikil leit að þýzkum njósnara stendur yfir. Draugur eða huldumaður, sem sézt hefur á sveimi á Norðurlandi verður ekki til þess að auðvelda málið, aðstoð er send frá London, lefenant, ung kona. Leikurinn verst norður á vesturkjálkann I vitann á Skjald- hömrunum. Sex persónur koma fram i leik- ritinu fyrir utan ýmsa hulda vætti, selkópa æðarkollu og kýr- ina maddömu Rósalild o.fl. Karl Guðmundsson leikur Stone Major, korporálinn leikur Hjalti Rögnvaldsson, Leftenant Stanton Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson er vitavörðurinn að Sk jaldhömrum , Kjartan Ragnarsson, Páll Daniel og Bára er leikin af Láru Jónsdóttur. Leikstjóri er Jón Sigurbjörns- son, leikmynd gerir Steinþór Sigurðsson og lýsingu Daníel Williamsson. Jónas Árnason leyfir sér svo- litla rómantik i þessu verki, en fyrri leikverk hans hafa notið mikilla vinsælda fyrir gaman- semi og er þetta verk hans ekki laust við hana, þó það sé ólikt öðru, sem Jónas hefur látið frá sér fara á leiksvið. Áður hefur Leikfélagið sýnt þrjú verk eftir Jónas, Þið munið hann Jörund, Koppalogn (tveir einþáttungar) og Delerium búbonis, sem hann samdi ásamt bróður sinum Jóhi Múla. Auk þess sýndi Þjóðleik- húsið á 15 ára afmæli sinu söng- leikinn Járnhausinn eftir þá bræður. Þessi verk hafa raunar viða verið leikin um landið og leikurinn um Jörund hefur vakið mikla forvitni erlendis og hefur þegar verið tekið til sýningar i Finnlandi og ráðagerðir eru uppi um að sýna það viðar. Leikfélagið æfir nú nýtt verk, sem sérstaklega er samið i tilefni kvennaárs. Höfundurog leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Húrra krakki verður aftur sýnt i Austur- bæjarbiói nú á laugardaginn, en örfáar sýningar verða á leiknum nú ihaust, þarsem Bessi Bjarna- Fóru með Inúk í tveggja mánaða ferð um Evrópu gébé Rvik — tnúk-leikhópurinn frá Þjóðleikhúsinu lagði nýlega upp i tveggja mánaða sýningar- ferðalag um Evrópu. Fyrsta sýning þeirra var I Amsterdam i Hollandi á þriðjudagskvöld. Eins og kunnugt er, fór hópur- inn á leiklistarhátið í Nancy s.l. vor, og fékk frábærar móttökur. Urðu þá margir evrópskir for- ráðamenn leikhúsmála ákafir i að fá hópinn til að koma og sýna inúk. tnúk-leikhópurinn sýnir fyrst i hálfan mánuð i Amsterdam, en mun sfðan ferðast viðar um Hol- land allt fram til mánaðarmóta sept-okt. Þá heldur hópurinn til Spánar, og sýnir á leiklistar- hátfð i Madrid. Þaðan er-ferð- inni heitið til Póllands á leik- listarhátið og hefur hópnum einnig verið boðið i stutt sýn- ingárferðalag um Pólland, en að sögn Sveins Einarssonar Þjóð- leikhússtjóra, er enn ekki ákveðið hvort af þvi getur orðið. Á heimleið mun hópurinn sýna einu sinni eða tvisvar i Luxemborg, en áætlað er, að heim verði komið i byrjun nóvember. Leikritið lnúk hefur hlotið geysilegar vinsældir, hvar sem það hefur verið sýnt, innanlands sem utan. Eins og áður segir hefur leikhópurinn fengið boð frá fjölmörgum Evrópulöndum og hefur hann ekki getað sinnt öllum þeim boðum, sem honum hefur borizt um að koma og sýna. Má með sanni segja, að þetta sé i fyrsta skipti, sem is- lenzk leiklist er kynnt á svo stórum vettvangi erlendis. Viðskipti Sambands ísl. samvinnufélaga og Sam vinnusambands Sovét- ríkjanna 350-400 millj. Undanfarið hefur dvalizt hér á landi sendinefnd frá Samvinnu- sambandi So vé tr ik ja nn a , Centrosoyus, i boði Sambands isl. samvinnufélaga. í sendinefndinni voru hr. V. Semushkin aðalforstjóri „Sojuskoopnestorg”, en það fyrirtæki sér um utanrikisverzlun samvinnusambandsins, og hr. V. Kondratov, aðalfulltrúi alþjóða- deildar sovézka sambandsins. Kynnisferðir voru farnar um nágrenni Reykjavikur, til Vest- mannaeyjar, Borgarfjarðar og norðurlands. Sendinefndin kynnti sér m.a. rekstur Kaupfélags Borgfirðinga, ennfremur voru verksmiðjur Sambandsins á Akureyri skoðaðar. Undirrritað var samkomulag um áframhald og aukningu verzlunar og vöruskipta milli samvinnusambandanna. Gagnkvæm viðskipti þessara aðila hófust árið 1960. Hafa viðskiptin siðan aukizt með ári hverju og er heildarupphæð viðskiptanna á næsta ári áætluð um 350-400 millj. kr. Samband isl. samvinnufélaga hefur lagt aðaláherzlu á út- flutning prjónafatnaðar, sem unninn hefur verið i fjölmörgum prjónastofum viðs vegar um landið. Samkomulagið undirrituðu þeir Vasily Semushkin, forstjóri, að hálfu Sojukoopnestrog, og Er- lendur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins. Myndin er frá undirritun samninganna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.