Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur IX. september 1975. TÍMINN 3 Uppskipunarbanns kann að vera skammt að bíða — segir Björn Jónsson, forseti ASÍ Gsal-Reykjavlk Við munum btða eitthvað með það að taka ákvörðun um uppskipunarbann á v-þýzkum innflutningi, og mun ákvörðun þar að lútandi fara eftir þröun málsins I heild. Hins vegar gæti svo farið, að við gripum til þessa ráðs eftir mjög skamman tima, verði ástandið að okkar mati þannig I þessari deilu, sagði Björn Jónsson, for- seti Alþýðusambandsins I viðtali við Timann I gærkvöldi. Björn kvað miðstjórnina hafa verið einhuga I að hóta uppskipunarbanni og sagði, að þeim væri alvara með hótuninni, og miðstjórnin tæki það mál til rækilegrar yfirveg- unar teldi hún það málstaö ís- lendinga til gagns. — Það eru ekki komin nein formleg viðbrögð, en við heyr- um ekki annað en þetta mælist mjög vel fyrir, sagði Björn, er hann var inntur eftir undirtekt- um sambandsfélaga ASÍ varðandi afgreiðslubannið — Ég tel aö okkar félagsmenn verði algjörlega við þessum tilmæl- um, ef á það reynir, sagði for- seti ASI. Nú er hafið I Fiskvinnsluskólanum námskeið I sfldarsöltun. Námskeiðið sækja 36 menn af 33 skipum, sem sótt hafa um sildveiðileyfi, en sildina skal salta um borð. Hér kennir Haraldur Gunnlaugsson, sem starfað hefur hjá Sildarútvegsnefnd um tveggja áratuga skeið, sjómönnunum réttu handbrögðin við að koma gljörðunum á tunnurnar. TimamyndG.E. Reynt að leysa ágreininginn á Grundartanga í dag SJ—Reykjavik. Starfsmenn á Grundartanga, sem vinna að undirbúningi Járnblendiverk- smiðjunnar lögðu niður vinnu á miðnætti I fyrrinótt vegna þess að ekki hafði verið staðið við greiðsl- ur. Eftir tvo og hálfan tima hófst vinna aftur eftir að lofað hafði verið að ganga frá greiðslum þessum I gær. Skúli Þórðarson formaður Verkalýsfélags Akra- ness sagði I gær slðdegis að hann vissi ekki til hvaða aðgerða yrði gripið ef ekki yrði gengiö frá mál- um I gær. Undirbúningsviðræður um samninga við Járnblendifélagiö um verklegar framkvæmdir á Grundartanga eru nú að hefjast, sagði Skúli. A fundi I gærkvöldi var ákveðið að fresta frekari aðgerðum I þeirri von, að málin leystust i dag samkvæmt þeim loforðum, sem starfsmönnum höfðu verið gefin á fundinum i gærkvöldi. Þurfa að flytja helm- AAiklir rekstrarörðug- leikar í lagmetisiðnaði Gsal-Reykjavlk — Stjórn Sölu- sambands lagmetisiðnaðarins hefur yfirtekið rekstur sölusam- bandsins, og að sögn Harðar Vil- hjálmssonar, stjórnarmanns mun stjórnin nú hafa frekari afskipti af rekstrinum.en hann hefur verið I höndum sérstakrar fram- kvæmdastjórnar. Hörður sagöi að til þessara ráða væri gripið vegna þess vanda, sem nú blasti við sölusambandinu. Hins vegar vildi Hörður ekki tjá sig um einstök atriði þessa máis og kvað það I verkahring stjórnarinnar I heild eða Lárusar Jónssonar stjórnar- formanns, sem nú er staddur I Bandarlkjunum, ásamt Heimi Hannessyni, varaformanni. Hörður vlsaði hins vegar á bug dylgjum Dagblaðsins I frétt I gær- dag um misferli I rekstri fyrir- tækisins, og kvað þær ekki eiga við rök að styðjast. Fundu smyglvarning á Húsavík Gsal-Reykjavlk. Tollgæzlan á Húsavik og Akureyri kom I fyrra- dag upp um smygl með m/s Langá, er skipið var I Húsavíkur- höfn. Smyglvarningurinn fannst falinn I gámi sem kominn var á land, er góssið fannst. Alis fundist I gámnum að sögn tollgæzlunnar, 155 Iltrar af 96’ spiritus, 22 flöskur af 75% vodka, 12 fl. af Genever, tæplega sex þúsund vindlingar, gólfteppi og fleira. Eigendur smyglsins reyndust vera allir þrlr vélstjórar skipsins og annar stýrimaður. Malbikað yfir steypuna á Miklubraut: Síðasta steypta gatan í Reykjavík að hverfa OÓ-Reykjavik. Framkvæmdir við malbikun Miklubrautar standa nú yfir og verður malbiks- lag lagt yfir kaflann á milli Iláaleitisbrautar og Stakkahlfð- ar, en sá hluti er steinsteyptur. Miklabrautin var steypt árið 1962, og er steypan þvi orðin 13 ára gömul og orðin svo slitin, að hætt er við, að hún fari að brotna. Þeg- ar búið vcrður að malbika yfir kaflann verður engin gata i Reykjavík lengur úr steinsteypu. Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri, sagði, að á smum tima hafi verið reiknað með lengri endingartima steypta vegarins en ekki var þá reiknað með þeirri gífurlegu umferðaraukningu, sem raun ber vitni. A Miklubraut aka nú að meðaltali 13 þúsund bil- ar á hvorri akrein á sólarhring, sem er margföldun miðað við fyrri áætlanir. A timabilinu hafa nagladekkin lika komið til sög- unnar og hefur það sitt að segja. Gatnamálastjóri sagði, að ekki væri hægt að steypa nýtt lag ofan á það gamla. Þá yrði að brjóta það upp, sem fyrir er,og er eina viðgerðin sem til greina kemur að leggja „malbiksteppi” yfir stein- steypuna. I fyrradag átti að hefja „teppalagninguna” en votviðri hamlaði og ekki er útséð um, hvort það tekst I haust. Fyrst er lagt malbik I sjálft slitið, i hjólför- in, og siðan er lagt lag yfir það, en hætt er við, að slitlagið verði að duga I ár. Malbikunarframkvæmdir á Mikiubraut. Timamynd Róbert. ing sláturafurða Danir kaupa íslenzk smokingföt suður til Reykjavfkur ASK-Akureyri. Það er nú orðið útséð um það, að Kópaskersbúar geti notað nema að litlum hluta stærsta frysti sláturhússins I komandi sláturtíð. Eins og les- endur rekur ef til vill minni til, þá varð að brjóta upp allt gólfið I frystinum, þar sem það hafði lyfzt upp um tugi sentimetra, en að sögn Kristjáns Ármannssonar kaupfélagsstjóra á Kópaskeri þá náðist ekki að steypa nýtt gólf I allan frystinn. Taldi Kristján, að þegar á sláturtlðina liði, þyrfti að flytja um helming afurðanna suður til Reykjavikur, þvl það frystirými, sem eftir er nægir hvergi. Slátrun hefst á Kópaskeri næstkomandi mánudag og er áætlað að slátra um 31 þúsund fjár. Fataverksmiðjan Sportver h.f. i Reykjavfk hefur nú gert samn- ing um að framleiða tvö þúsund sett af smoking-fötum fyrir danskt fyrirtæki og á að afhenda 700 sett fyrir 1. desember næst- komandi. Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, gerði þennan samning, en hann er nýkominn úr ferð til Danmerkur og Sviþjóðar, þar sem hann kann- •ði söluhorfur á karlmannaföt- um. Danska fyrirtækið, sem kaupir fötin, bæði framleiðir og selur karlmannaföt, en hefur ekki saumað smoking-föt til þessa, þar sem verksmiðja fyrirtækisins er fullnýtt við önnur verkefni. Sportver h.f. hóf I sumar út- flutning á karlmannafötum til Danmerkur og sendi þúsund sett úr landi I júli. Sala á þeim hefur gengið vel og horfur á að fram- haldverði á þeim viðskiptum. Þó verður framleiðsla upp I nýja samninginn látin ganga fyrir.þar sem þar er gert ráð fyrir mun hagstæðara verði. Reynsla af þeim fötum, sem þegar hafa verið flutt Ut, hefur sýnt að gæði fram- leiðslunnar eru sambærileg við það, sem gerist erlendis. Jafnhliða þessum útflutningi verða smoking-föt frá Sportver h.f. settá markað hérlendis, en til þessa hefur fyrirtækið flutt þau inn fyrir verzlanir sinar, Herra- hUsið og HerrabUðina. Sportver h.f hefur undanfarin ár haft einn sænskan tæknimann I fatagerðiþjónustusinni, og hefur hann séð um framleiðslueftirlit og vöruþróun. Nú hefur verið ráð- inn annar tæknimaður, sem ný- lega lauk námi i Sviþjóð, og sér hann eingöngu um framleiðslu- stjórn og gæðaeftirlit, en hinn ein- beitir sér að vöruþróun. Þegar fariðer Ut i útflutning, skiptir það sköpum, að gæðaeftirlit sé gott og að afhending fari fram á um- sömdum tima. Að sögn Björns Guðmundsson- ar er samkeppni I sölu fata á Norðurlöndum mjög hörð og sækja fyrirtæki frá Vestur- Þýzkalandi mjög inn á markað- inn. SAUTJÁN ÁRA PILTUR BEIÐ BANA — Gsal-Reykjavlk. — Sautján ára piltur beið bana I fyrra- dag, I Áburðarverksmiðju rlkisins I Gufunesi. Pilturinn kelmmdist I færbandi og talið er, að hann hafi nær samstundis beðið bana. Að ósk rannsóknarlögreglu verður nafn piltsins ekki birt að svo stöddu. Tildrög slyssins eru mjög óljós, enda engir sjónarvott- ar að atburðinum. Hins veg- ar er talið, að pilturinn hafi fest sig I færibandinu, dregizt með þvl og klemmzt. Föt frá Sportveri tiibúin til útflutnings til Danmerkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.