Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. september 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hefndaraðgerðum Vestur- Þjóðverja svarað Það var 'Símabær viðvörun, sem ólafur Jó- hannesson dóms- og viðskiptamálaráðherra hreyfði á fundi Frlverzlunarbandalags Evrópu (Efta) i Genf i maímánuði siðastl. ólafur Jó- hannesson lýsti þá yfir þvi, að svo kynni að fara, að ísland yfði að rifta friverzlunarsamkomulagi sinu við Efnahagsbandalag Evrópu, og endur- skoða aðildina að Friverzlunarbandalaginu (Efta), ef ekki yrðu felldar niður tollahindranir þær, sem væru i gildi gagnvart innflutningi is- lenzkra fiskafurða i Efnahagsbandalagsrikjun- um. Þær hömlur, sem hér er átt við, eru fyrst og fremst tollarnir, sem Efnahagsbandalagið leggur á vissar tegundir islenzkra sjávarafurða sem hefndaraðgerð vegna þess, að íslendingar hafa ekki viljað fallast á kröfur Vestur-Þjóðverja um að leyfa frystitogurum þeirra veiðar innan 50-milna markanna. Þessir tollar eru þegar veru- legir, en eiga enn eftir að hækka, ef ekki næst samkomulag við Vestur-Þjóðverja og Efnahags- bandalagið heldur áfram að styðja kröfur þeirra. Samkomulagið við Efnahagsbandalagið mun þá verða íslandi óhagkvæmt, þar sem tollalækkanir á iðnaðarvörum, sem eru fluttar hingað frá Efna- hagsbandalaginu, munu þá nema hærri upphæð en þær tollalækkanir, sem við njótum i Efnahags- bandalagsrikjunum. Við þessa hefndartolla Efnahagsbandalagsins, hefur það svo bætzt, að löndunarbann hefur verið lagt á islenzk fiskiskip i Vestur-Þýzkalandi. Þvi miður hafa viðvaranir Ólafs Jóhannesson- ar á fundi Friverzlunarbandalags Evrópu ekki enn borið þann árangur, að umræddar tolla- hindranir væru felldar niður. Samt hafa Vest- ur-Þjóðverjar þótzt vilja semja við íslendinga, en samningsvilji er aldrei mikill, þegar reynt er að knýja samninga fram með ofbeldi. Þá er of- beldishugurinn meiri en samningsviljinn og illu heilli hefur það oft einkennt Þjóðverja. Við áðurnefndar ofbeldisaðgerðir Vestur-Þjóð- verja hefur það nú bætzt, að þeir láta eftirlitsskip sin hér stunda njósnir i þágu vestur-þýzkra veiði- þjófa. Þvi var þess vegna hreyft i forustugrein hér i blaðinu fyrir hálfri annarri viku, hvort ekki væri réttmætt að setja hafnbann á eftirlitsskipin. Mál þetta hefur siðan verið til athugunar hjá rik- isstjórninni, en Alþýðusamband Islands hefur orðið fyrra til og skorað á sambandsfélögin ,,að þau gæti þess að engir félagsmenn þeirra leggi hönd að neins konar þjónustu við vestur-þýzku eftirlitsskipin, nema um sé að ræða björgun sjúkra eða slasaðra manna og að stuðla að þvi, að aðrir veiti heldur ekki neina fyrirgreiðslu i höfn- um landsins.” Þá hefur Alþýðusambandið jafnframt lýst yfir þvi, að verði viðskiptaþvingunum af hálfu Vestur-Þjóðverja haldið áfram svo sem i formi löndunarbanns á islenzkum fiski muni það taka til athugunar að beita sér fyrir uppskipunarbanni á vestur-þýzkar vörur. Það verður ekki annað sagt en að þessi viðbrögð séu eðlileg og áreiðanlega eru þau að vilja þjóðarinnar. Þau sýna glöggt þá andúðar- öldu, sem hér er að risa gegn Vestur-Þjóðverjum, og skera úr um það, að þvi lengur sem þeir beita viðskiptaofbeldinu, þvi óliklegra er að samningar við þá komi til greina. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tekst Taus að sigra Kreisky? Hörð kosningabarátta í Austurríki HINN 5. október næstkom- andi fara fram þingkosningar i Austurriki. Vaxandi athygli beinist nú að kosningabarátt- unni sökum þess, að skoðana- kannanir benda til, að svo geti farið að Jafnaðarmannaflokk- urinn missi meirihluta sinn á þingi, en hann hafði þótt sigur- viss vegna vinsælda Bruno Kreiskys kanslara. íhalds- flokkurinn, sem er annar aðal- flokkur landsins, hefur unnið stöðugt á siðan foringi hans, Karl Schleinzer, lézt i júli- mánuði siðastliðnum. Hann þótti ekki jafningi Kreiskys. i stað hans var ungur banka- stjóri, Josef Taus, kosinn for- maður flokksins. Taus, sem er hagfræðingur að menntun, er 42ára gamall, en hefur þó orð- ið mikinn starfsframa að baki. Arið 1958, þegar hann hafði nýlega lokið námi, gerðist hann starfsmaður hjá Giro- zentrale, sem var þá ekki stór peningastofnun, en er nú orðin önnur sú stærsta i Austurriki. Taus komst þar fljótt til valda og er vöxtur Girozentrale mest þakkaður stjórnsemi hans. Á árunum 1966-1970 átti hann sæti i rikisstjórn íhalds- flokksins og sá þá um stjórn þjóðnýttra fyrirtækja. Hann ákvað siðastl. vetur að gefa kost á sér til framboðs i þing- kosningunum i sveitakjör- dæmi, og töldu ýmsir það mis- ráðið, þar sem hann er fæddur og uppalinn Vinarbúi. Af þeirri ástæðu var þó talið enn vafasamara að gera hann að formanni flokksins, sem á aðalfylgi sitt utan Vinar. Taus hefur hins vegar dugað vel i kosningabaráttunni. Hann hefur lagt aðaláherzlu á, að nauðsynlegt sé að mynda þjóðstjórn sökum efnahags- kreppunnar og segist muni beita sér fyrir þvi, ef flokkur hansber sigur úr býtum. Sum- um flokksbræðrum hans finnst hann helzt til vinstri sinnaður, en hann mælir m.a. með þátt- töku verkafólks i stjórn fyrir- tækja. Fylgismenn hans leggja mikið kapp á þann áróður, að sökum menntunar sinnar sé hann færari um að fást við efnahagsmálin en Kreisky. NIÐURSTÖÐUR skoðana- kannana hafa orðið til þess, að Kreisky hefur tekið meiri þátt I kosningabaráttunni en hann ætlaði sér. Hann verður lika að beita sér enn meira en ella, þvi að eigi Jafnaðarmanna- flokkurinn að halda velli, verður það að byggjast á per- sónulegum vinsældum hans. Kreisky er einn af þekktustu stjómmálamönnum Evrópu um þessar mundir. Hann er fæddur i Vin 11. janúar 1911 og voru báðir foreldrar hans Gyðingar. Faðir hans var framkvæmdastjóri við stóra dúkaverksmiðju og átti auk þess sæti i bankastjórn þjóð- bankans. Kreisky gekk strax á menntaskólaárum sinum i samtök sósialiskra byltingar- manna og var brátt einn af forustumönnum þeirra. Að loknu menntaskóla-námi, lagði hann jöfnum höndum stund á lögfræði og hagfræði við há- skólann i Vin. Árið 1935 tók hann þátt i róttækri verka mannaráðstefnu i Tékkó- slóvakiu og þótti stjórn Dol- fuss það nægja til að se.tja hann i fangelsi, er hann kom heim aftur. Hann sat 14 mán- uði i fangelsi, en þá fyrst var mál hanstekið fyrirrétt. Hann þótti flytja góða varnarræðu, enda var hann sýknaður af ákærunni. Veturinn 1938 her- námu Þjóðverjar Austurriki og var Kreisky meðal þeirra fyrstu, sem þá voru hnepptir i fangelsi. Honum var þó bráð- lega sleppt aftur, en hins veg- ar vofði ákæra yfir honum. Kreisky taldi ekki ráðlegt að biða eftir þvi, heldur fór úr landi og settist að i Sviþjóð. Þar dvaldist hann næstu 13 ár- in. KREISKY féll vel dvölin i Sviþjóð. Hann vann þar við blaðamennsku og fleiri störf. Árið 1942 giftist hann Veru Furth, dóttur riks sænsks verk- smiðjueiganda. Þau eignuðust tvö böm, son og dóttiir, sem bæði eru uppkomin. Um skeið vann Kreisky hjá sænsku kaupfélögunum. Arið 1947 réð- isthann fulltrúi við nýstofnað sendiráð Austurrikis i Svi'þjóð. Arið 1951 vildi Austurrikis- stjóm fá hann heim og átti hann þá um marga kosti að velja. Tengdafaðir hans vildi fá hann til að taka við stjórn verksmiðju sinnar, en Tage Erlander forsætisráðherra bauð honum að sögn hvaða embætti sem hann óskaði eft- ir, annað en ráðherrastarf. Kreisky kaus samt að hverfa heim. Hann hækkaði þar fljótt I tign. Hann var skipaður að- stoðarutanrikisráðherra 1953 og var einn af helztu samningamönnum Austurrik- is við Sovétrikin tveimur árum siðar, þegar samið var um að Rússar kölluðu her sinn heim frá Austurriki. Rússar féllust á, að kalla herinn heim. gegn þvi, að Austurriki lýsti yfir hlutleysi i likingu við Sviss. Talið er, að Kreisky hafi átt mikinn þátt i þeirri lausn. Fjórum árum siðar, eða 1959, varð Kreisky utanrikisráð- herra og gegndi hann þvi starfi til 1966. Þá rofnaði sam- starfið, sem hafði verið milli hinna stóru flokka i Austur- riki. Jafnaðarmannaflokks- ins sem Kreisky var i, og thaldsflokksins. íhaldsflokk- urinn fór einn með stjórn næstu tjogur árin. Kreisky lét þá flokkspólitik meira til sin taka og var kosinn formaður Jafnaðarmannaflokksins árið 1967. Undir forystu hans vann flokkurinn verulegan sigur i kosningunum, sem fóru fram i marz 1970. Kreisky myndaði minnihlutastjórn að þeim loknum. Átján mánuðum siðar rauf hann þing og fékk flokkur hans þá meirihluta á þingi i fyrsta sinn. EINS og áður er rakið var Kreisky róttækur sosialisti á yngri árum sinum. Dvölin á Norðuriöndum gerði hann að hægfara sosialdemokrata. Kreisky segir, að sosialisma verði ekki komið á, nema á löngum tlma, þvi að hann þurfi að byggjast upp neðan frá, en ekki að ofan. Þess vegna talaði hann oft um 50 ára áætlun i kosningaræðum sinum 1970. Kreisky er ekki mikill ræðu- maður. Þess vegna hefur ver- ið sagt um hann. að engin skrifstofustúlka vélriti eins hægt og Kreiskv tali. Hann nær eigi að siður vel til al- mennings og hefur tekizt að vinna traust hans. Framkoma hans vekur tiltrú. Hann virðist futlnægja vet þeirri lysingu að vera þéttur á velli og þéttur i lund. Sagan segir. að eitt sinn hafi óvinveittur mannfjöldi safnazt saman fyrir utan hús. þar sem kanzlarinn var að halda ræðu. Lögreglustjóri staðarins lagði þá til. að kanzlarinn færi út um bak- dyrnar til að komast hjá óþægindum. en Kreisky svar- aði: Kanzlari fer ekki út um bakdyr. Hann gekk síðan rólegur i gegnum mannþröng- ina og var ekkert áreittur. Kreisky. lifir mjög alþyð- legu lifi. Hann stundar mikið sund og fer oft á skiði. Hann heimsækir Sviþjóð. þegar hann getur, Norðurlönd hafa átt mikinn þátt i að móta þá tvo stjórnmálamenn. sem nú ber hæst i þvzka heiminum. Willy Brandt og Bruno Kreisky. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.