Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. september 1975. TtMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni Rússneski björninn náði aðeins einu sinni að lyfta hramminum — og höggið var nógu þungt fyrir íslendinga, sem töpuðu (0:1) fyrir Sovétmönnum í Moskvu. Varnarleikur íslenzka liðsins frábær Rússneski björninn náöi aðeins einu sinni að lyfta hramminum til höggs á Lenin-leikvellinum í Moskvu I gærkvöldi/ þegar baráttuglaðir islendingar þreyttu kapp við hann. Þetta högg var þó nógu þungt, til að fella is- lendinga að velli og tryggja Sovétmönnum farseðilinn til Montreal. Sovétmenn sóttu nær látlaust að íslenzka markinu en frábær varnarleikur islendinga kom í veg fyrirað Sovélmönnum tókst ekki að skora nema einu sinni — það var Minajev sem skoraði markið rétt fyrir leikshlé. Frammistaða íslenzka landsliðsins er mjög góð/, þar sem fyrirfram var búizt við miklu meiri markamun i Moskvu — en samheldni og baráttukjarkur islenzku piltanna sem var til fyrirmyndar/ kom í veg fyrir það. Teitur Þóröarson. Jón Alfreös- sou.sem fékk að sjá gula spjaldið i leiknum, var tekinn út af i siðari hálfleik, og kom félagi hans, Arni Sveinsson inn á. Þessi úrslit á Lenin-leikvangin- um i Moskvu eru islenzkri knatt- spyrnu siður en svo til skammar — þegar þess er gætt, að ís- lendingar léku gegn Sovétmönn- um á útivelli. íslenzka liðið lék mjög skynsamlega — með öðrum orðum, komust islenzku piltarnir, sem sýndu ódrepandi baráttu- viljá gegn sovézku knattspyrnu- snillingunum, lifandi frá rúss- neska birninum. Frammistaða Varnarleikurinn var alls- ráðnadi hjá islenzka liðinu, sem hélt Sovétmönnum alltaf i hæfi- legri fjarlægð frá markinu. Arni Stefánsson átti stórleik i markinu, hann varði allt — nema langskotið frá Minajev sem hafnaði i netinu fyrir aftan hann. Þá áttu Sovétmenn tvö hörkuskot, sem skullu i stönginni á islenzka markinu. Fyrir framan Arna voru þeir Jón Pétursson, sem var fyrirliði liðsins, Marteinn Geirs- son, og Gisli Torfason, klettar i vörninni — þeir brugðust ekki fremur en fyrri daginn. Annars var islenzka liðið skipað þannig: Arni Stefánsson — Björn- Lárusson, Ólafur Sigurvinsson, Jón Pétursson, Marteinn Geirs- son — Gisli Torfason, Matthias Hallgrimsson, Jón Alfreösson (Arni Sveinsson), Hörður Hilmarsson — Elmar Geirsson og ARNI STEFANSSON...átti glæsi- legan leik gegn Sovétmönnum i Moskvu i gærkvöldi — hann bjargaöi íslendingum frá stór- tapi. Hér á myndinni sést hann verja f landsleiknum gegn Frökk- um. __ w þeirra i hinni erfiðu landsleikja- ferð er frábær — þeir þurftu að- eins fimm sinnum að sækja knöttinn i netið hjá sér, i leikjun- um gegn Frökkum, Belgfumönn- um og Svoétmönnum. Sovét- menn til Mont- reol Sovétmenn tryggöu sér farseöil- inn til Montreal á Lenin-leik- vanginum i Moskvu, þegar þeir unnu sigur (1:0) yfir Islendingum 1 gær i undankeppni Olympiuleik- anna. Staðan er nú þessi i riðlinum: Sovétrikin.3 3 0 0 6:1 6 Noregur .3 1 1 1 5:6 3 Island.....4 0 1 3 3:7 1 Pólverjar léku sérað Hollend- ingum — og unnu stórsigur (4:1) í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi „Spútnikliðið” frá Póllandi vann stórsigur (4:1) yfir Hollendingum i gærkvöldi á SlaskioL-leikvellin- um i Chorzow, þegar þjóöirnar mættust i Evrópukeppni lands- liöa. HM-stjörnur Pólverja — Lato, Gadocha og Sharmach (2) — skoruöu mörkin, en þeir áttu mjög góöan leik. Hinn frábæri markvörður Pólverja Jan Tomaszewski átti stórleik i markinu — hann þurfti aöeins einu sinni aö ná i knöttinn i netiö hjá sér. Það var Van der Kerkhof sem skoraði mark Hollendinga, eftir að hafði fengið sendingu frá Johann Cruyff. Johaun Neeskens þurfti að yfirgefa leikvöllinn á 39. min. — meiddist á fæti. 100 þús. áhorfendur fögnuðu Pólverjum geysilega á Slaskiol- leikvellinum i Chorzow, þar sem Pólverjar hafa ekki tapað lands- leik siðan 1967. Pólverjar hafa tekið for- ustuna I 5. riðli Evrópu- keppninnar, en staðan er nú þessi i riðlinum: PóIIand .. Holland .. ítalia Finnland . .....4 3 1 0 9:2 7 .....4 3 0 1 11:7 6 3111 2:3 3 .....5 0 0 5 3:13 0 STOKE FEKK STÓRAN SKELL — þegar liðið tapaði (1:2) fyrir 4. deildarliðinu Lincoln Bakvörðurinn Dennis Booth hjá Lincoln sendi Stoke út úr ensku bikar- keppninni i gærkvöldi, þeg- ar hann skoraði sigurmark (2:1) Lincoln 22 mínútum fyrir leikslok — Booth skallaði knöttinn fram hjá hinum snjalla markverði Stoke Peter Shilton og tryggði 4. deildarliðinu óvæntan sigur. Charlie Georg var hetja Derby á Baseball Ground. Hann skoraði sigurmark (2:1) Englands- meistaranna gegn Duddersfield. Manchester United átti i miklum erfiðleikum með 4. deildarliðið Brentford á Old Trafford. „Litla” LÆTI I LINCOLN Mikil læti brutust út á Sincil Bank-leikvellinum I Lincoln, á meðan leikur Lincoln og Stoke stóö yfir. Lætin uröu á áhorfenda- Pöllunum og lauk þeim meö þvi að áhorfendapallarnir hrundu. Brentford komst yfir (1:0), en Lou Macari tókst að jafna og siðan gerði Sammy Mcllroy draum Brentford, um aukaleik gegn United á heimavelli, að engu, þegar hann skoraði sigur- markið. Úrslit urðu þessi I leikjum deildarbikarkeppninnar, sem fór fram i gærkvöldi: Aston Villa—Oldham Bolton—Coventry Crewe—Chelsea Derby—Huddcrsf. Halifax— Sheff. Utd. Hereford—Burnley Lincoln—Stoke Man. Utd.—Brentford Norwich—Man. City Nott. For.—Plymouth Peterbor.—Blackp. Southport—Newcastle Torquay—Exeter Wrexham—Mansfield York—Liverpool 2:0 1:3 1:0 2:1 2:4 1:4 2:1 2:1 1:1 1:0 2:0 0:6 1:1 1:2 0:1 mm SAMMY McILROY.... tryggöi Manchester United sigur. CELTIC SIGRAÐI JÓHANNES EÐVALDSSON og félagar hans i Celtic unnu sigur (2:0) yfir Stenhousemuir á Och- ilview Park i gærkvöldi, þegar liöin mættust i 8-Iiða úrslitum skozku deildarbikarkeppninnar. Úrslit urðu þessi i 8-liða úrslit- unum: Partick—Clydebank 4:0 Hibs—Montrose 1:0 Rangers—Queen South 1:0 Stenhous,—Celtic 0:2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.