Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI % 8 <5^ dlUCK TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 207. tbl. _Föstudagur 12. september — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SIMI (91)19460 Vilja að verð d raforku til álversins hækki um helming eða rösklega það Deilan fyrir gerðardóm, ef viðræður fara út um þúfur Gsal—Reykjavík.— íslendingar hafa fariö fram á verulega hækkun á raforkuverði tii ái- bræðslunnar, en fyrirtækiö greiðir 40 aura fyrir kiióvatt- stundina. Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað hefur átt nokkra fundi með fulltrúum Aiusuisse, og sagði Steingrímur Hermannsson, sem á sæti i nefndinni, aö þeir teldu ekki ó- eðlilegt að raforkuverðiö yrði hækkað um helming og kannski riflega það. Steingrimur sagði, að þeir teldu raforkuverðið allt of lágt, og nefndi, að sambærilegt verð á raforku til Járnblendiverk- smiðjunnar við Grundartanga yrði kr. 1.50. — Við teljum að Islendingar eigi töluverða kröfu á verð- hækkun raforkunnar, vegna breyttra forsenda, þvi gjör- breyting hefur oröið i orkumál- um, sagði Steingrimur. Hins vegar er þvi ekki að neita, að Alusuisse hefur i höndunum samning til ársins 1997, sem veitir þeim þetta raforkuverð. Fulltrúar þeirra hafa þvi haldið fast við samninginn og gert kröfu á leiðréttingum ýmissa annarra atriða i samningnum á móti okkar kröfu á hækkun raf- orkuverðsins. Steingrimur sagði, að kröfur fulltrúa Alusuisse beindust einkum að endurskoðun á lækk- un framleiðslugjaldsins, en eins og greint var frá i forsiðufrétt Timans i gær, greiðir álbræðsl- an sérstakt framleiðslugjald i stað skatta. — Framleiðslugjaldið hefur orðið álbræðslunni ákaflega þungt i skauti, sagði Steingrim- ur, og ennfremur hafa þeir tekið upp i þessum viðræðum ýmsa aðra þætti, sem þeir vilja fá endurskoðaða um leið. Næsti viðræðufundur ís- lendinga og fulltrúa Alusuisse verður haldinn i október, en fari viðræður út um þúfur, verður skipaður gerðardómur til að útkljá þetta mál, að sögn Steingrims. Einar Agústsson og Roy Hattersley ræöast við áður en setzt var aö fundarboröi I Ráðherrabústaönum i gær. Aörir á myndinni eru: Lengst tii vinstri Már Eiisson, fiskimálastjóri, Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur, Niels P. Sigurösson, ambassador I London, K.A. East, ambassador Breta f Reykjavik og Bishop, aðstoðarsjávarútvegsráðherra. „Fundurinn var aðeins upprifjun staðreynda Fiskurinn allt að 16 daga gamall, þegar hann fer í vinnslu Launamálanefnd ríkisins varð að flýja til Borgarness til að fá vinnufrið "—^ ® ASK-Akureyri — Vegna kvartana scm borizt hafa frá Coldwatcr i Bandarikjunum vegna skemmdra flaka frá islandi, hafði Timinn tal af Ólafi Kjartanssyni, Sfií I pBl iii H ifn Við heyskap í hríðarbyl Þegar blaðamaður Timans var á ferð um Blöndudal i Skagafirði f gær, voru bændur þar i heyskap, þrátt fyrir aö þaö gengi á meö éljum. Viö- ast hvar á iandinu er nú orðið haria vetrarlegt, kóinað hefur alls staðar á landinu undanfarin dægur og fjöll eru vfðast hvar grá aðsjá. i gærdag var einsstigs frost á Grfmsstöðum á Fjöllum og á Noröurlandi gekk á með slydduéljum f gær. Páll Bergþórsson, veöurfræöingur kvaö þetta ekki stórfellt hausthret, en búast mætti við næturfrosti viðast hvar á landinu I nótt, og hitastig er undir frostmarki allan sólarhringinn I upp- sveitum norðanlands. i Reykjavfk minnir Esjan borgarbúa óneitanlega á það að vetur er I nánd. Tímamynd: Gunnar. forstjóra Jökuls á Raufarhöfn, en rannsókn leiddi i ijós, aö skemmdu fiökin voru úr frysti- húsi Jökuls. Ólafur sagði að fiskurinn væri lengst geymdur i 8 daga i landi, sem þýddi þá, að fiskurinn gæti verið allt að 16 daga gamall, þeg- ar hann færi i vinnslu, — og væri þá miðað við 10 daga veiðiferð og fiskurinn geymdur i kældum geymslum. Sagði hann, að • meginástæður fyrir þessari miklu geymslu væru þær, að aðeins einn togari gerði út frá Raufarhöfn. — Vaktavinnustarfsfólk á rétt ó kauptryggingu, en hins vegar höfum við ekki áhuga á að greiða mikla kauptryggingu, þar sem við leggjum áherzlu á að halda uppi stöðugri atvinnu á staðnum. Við gætum verið 2-3 daga að vinna aflann með þvi að greiða kauptryggingu, en erum hins vegar allt að viku, eins og málum er nú háttað. Ólafur sagði að talið hefði verið að ufsinn gæti geymzt lengur, en raunin varð, — og þvi hefðu þeir geymt hann i þeirri góðu trú, að allt væri i lagi. Coldwater sendi kvörtun sina til Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna þann 18. ágúst s.l. og siðan ! voru sendir menn til Raufarhafn- t ar þeirra erinda að taka sýni i frystihúsinu. Að sögn Ólafs verða tekin sýni allt frá siðustu áramót- um á hverri dagsstimplun. en hann tók fram að verkið tæki langan tima og gengi ekki vel fyr- ir sig. Brennu- vargur í Reykja- vík » O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.