Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 14
1 4 TÍMINN Föstudagur 12. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN 14 eftir Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Antony La Bresca. Enginn virtist sérlega undrandi út af þessu. Þetta sama kvöld gekk Gowper lögregluf ulltrúi niður breið marmara þrepin fyrir utan Philharmonic Hall. Hann leiddi honu sína sér við vinstri hlið. Hún var með loðskinn um sig og var með forláta sjal um höfuð sér. Sjálfur var lögreglufulltrúinn í sínum glæstasta skrúða með svart bindi og í samkvæmisjakka. Borgarstjórinn og kona hans voru fjórum skrefum á undan þeim. Himinn var nærri alheiður. Loftið var kalt og þurrt. Þetta kvöld, sem Cowper lögreglufulltrúi gekk niður þrepin á Philharmonic Hall anddyrinu, og tveggja hæða húsið varpaði hlýju gulu Ijósi um glugga sina út á vind- barða gangstéttina, lék lögreglufulltrúinn á alls oddi. Hann hlóað einhverjusem kona hans hvíslaði að honum. Hláturinn vall upp úr honum og varð sýnilegur af móðunni, sem myndaðist við vit hans. Hann hélt um hanzkaklædda hönd konu sínnar og var rétt nýbúinn að setja upp sína eigin hanzka. Þetta sama kvöld gullu við tveir skothvellir og rufu friðsæld vetrarins. Lögreglu- fulltrúinn hætti óðar að hlægja. Hönd hans nam staðar í miðjum klíðum. Hann gekk ekki lengur áfram niður þrepin. Hann hrasaði niður þrepin. Blóðið vall af enni hans og kinnum. Kona hans orgaði af skelfingu og borgarstjórinn sneri sér viðtil að kanna hvað um væri að vera. Áhugasamur Ijósmyndari náði að festa á filmu andartakið, sem lögreglufulltrúinn hrasaði dauðskotinn niður marmaraþrepin. Hann var látinn — löngu áður en líkami hans hætti að rúlla niður hvít marmaraþrepin og staðnæmdist í neðstu tröppunni. ÞRIÐJI KAFLI... Uppeldi Concetta Esposita La Bresca byggðist á því grundvallaratriði að vera illa við og treysta ekki svertingjum. Bræðrum hennar var hins vegar innrætt að lima þá sundur ef þess væri nokkur kostur. Þau systkin- in lærðu misjafnar uppeldisreglur sínar í óþverralegu fátækrahverfi, sem af hæðni og umhyggju var kallað Paradiso af íbúunum, sem flestir voru af ítölsku bergi brotnir. [ þann tíð er Concetta óx úr grasi í þessu hverf i, hafði hún oft horft á bræður sína og aðra drengi í hverf- inu rota margan svertingjann. Þá var hún aðeins stelpu- hnáta. Þessar limlestingar röskuðu ekki andlegu jafn- vægi hennar. Concetta leit þannig á málið, að væri nokk- ur maður svo heimskur að fæðast svertingi, og væri enn fremur svo vitlausaðarka inn í Paradiso-hverf ið, þá átti sá hinn sami svo sannarlega skilið að haus hans væri klofinn í tvennt, öðrum til viðvörunar. Hún var nítján ára gömul þegar hún yf irgaf Paradiso- hverfið. Þá var það að íssali staðarins, sem einnig var ættaður frá Napoli, flutti viðskipti sfn til Riverhead. Stúlkan var ekki lengi að samþykkja það. Bæði var mað- urinn bráðmyndarlegur og augun djúpbrún, hárið hrokk- iðog hrafnsvart, auk þess átti maðurinn bráðglæsilegan atvinnurekstur, sem hann deildi ekki með einum eða neinum. Hún játaðist honum líka vegna þess, að hún var orðin þunguð um þetta leyti. Sonur hennar fæddist sjö mánuðum síðar. Hann var nú orðinn tuttugu og sjö ára og bjó aleinn með móður sinni i íbúð þeirra á annarri hæð í tvíbýlishúsi við Johnson-götu. Eiginmaðurinn, Carmine La Bresca sneri aftur til Pozzupli, fimmtán mílum utan við Napolí, mánuði eftir að Antony fæddist. Síðast heyrði Concetta þann orðróm, að hann hefði látið lífið í seinna stríðinu. En hún þóttist þekkja eðli bónda síns og bjóst við að hann væri einhvers staðar orðinn ískóngur á (talíu. Og ekki efaðist hún um að hann eltist enn við ungar stúlkur og gerði þær óléttar í íshúsinu, rétt eins og varð hennar eigin ógæfa. Enn var henni illa við svertingja og treysti þeim ekki. Hún varð því meira en lítið skef Id og furðu lostin þegar blökkumaður stóð við dyraþröskuldinn hennar klukkan tólf á miðnæti. Himinninn var almyrkur og ekki stjarna áihimni. — Hvað vilt þú, æpti hún. — Snautaðu burt. — Ég er lögreglumaður, sagði Brown og veifaði einkennismerki sínu. Þá fyrst tók Concetta eftir hinum manninum, sem stóð við hlið blökkumannsins. Það var hvítur maður með mjótt andlit og stingandi augu. Hvílík augu, madonna mia. Concetta missti mesta móðinn. — Hvað viljið þið? Haf ið ykkur á burt, sagði hún hrað- mælt, og f lýtti sér að draga gluggatjöldin fyrir á bakdyr- unum, sem skörtuðu grænum skrautglugga. Aðaldyrnar voru efst á hroðalega lélegum stigapalli. Minnstu mun- aði að Willis hefði hrasað og hálsbrotið sig í stigaþrep- inu, sem var þriðja talið ofan f rá. Út um skrautgluggann mátti sjá bakgarðinn, og grillti þar í tré. Þvottasnúra var strengd frá glugganum og að staur í hinum enda garðs- ,Hann neyddi Geira og Döllu til aö koma meðsér.... e Við verðum aðWið bætum ekkert með bíöa og sjá til. því að nota vald Föstudagur 12. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Anna Brynjúlfsdóttir les fyrsta lestur sögu sinnar um „Matta Patta mús”. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað viö bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: André Previn, William Vacchiano og Filharmóniusveitin I New York leika Konsert fyrir planó, trompet og hljómsveit op. 35 eftir Sjostakovits, Leonard Bern- stein stjórnar / Sinfóniu- hljómsveit danska útvarps- ins og söngvarar flytja Sin- fóniu nr. 3 op. 27 eftir Carl Nielsen, Erik Tuxen stjórn- ar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (8). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóö. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Lifsmyndir frá iiðnum tima” eftir Þórunni Elfu Brahms um stef eftir Joseph Haydn, Sir John Barbirolli stjórnar. Magnúsdóttur.Höfundur les (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda. Sigriður Haraldsdóttir hús- - mæðrakennari sér um þátt- inn, sem fjallar um tæki og áhöld til heimilisnota. 20.00 Frá tónlistarhátíðinni i Bergen i mai s.l. 20.30 Kjör aldraðra. GIsli Helgason sér um þáttinn. 21.30 Útvarpssagan: „ódám- urinn” eftir John Gardner. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. íþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar. Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 12. september 1975 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Cerro Torre. Bresk heim i 1 da r m y nd um leiðangur nokkurra enskra og svissneskra fjallgöngu- manna, sem ætluðu að klifa tindinn Cerro Torre I sunn- anverðum Andesfjöllum. Tindur þessi er talinn ókleifur, en nokkrir ofur- hugar hafa þó lagt þar llf sitt I hættu, og einn heldur þvl raunar i'ram, að hann hafi komist á toppinn. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.30 Um hálf-tlu-leytið. Örn Guðmundsson og Helga Eldon og Guðmunda H. Jó- hannesdóttir, sem báöar eru I Islenska dansflokknum, dansa þrjá frumsamda dansa I sjónvarpssal. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.45 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. Belinda-Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.