Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 12. september 1975. TÍMINN 17 i Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson^^^^^j^b^^^g^ AXEL AXELSSON AXEL og OLAFUR lentu í umferðar- — en sluppu með óttann. Þeir koma ekki heim til að leika gegn Pólverjum ★ Bræðurnir Gunnar og Ólafur væntanlegir heim óhappi Handknattleikskapparnir Ólafur Jónsson og Axel Axels- son lentu i umferöaröhappi á sveitarvegi Ix, V-Þýzkalandi á þriöjudagskvöldiö — þegar bif- reiö, sem Axel ók, kastaöist út af veginum og lenti á tré. Þaö var lán, aö þeir sluppu meö ótt- ann — engin meiösli hjá þeim, sem betur fer. Þeir Axel og Ólafur leika nú hvern æfinga- leikinn á fætur öörum meö Dankersen, og standa þeir sig mjög vel. Axel á enn viö meiösli aö striöa i hendi, og hefur lítið getaö sýnt — aftur á móti á ólafur hvern stórleikinn á fætur öörum, og eru forráöamenn Dankersen mjög ánægöir meö hann. Þeir Axél og ólafurgeta ekki komiö til landsins í byrjun októ- ber, til aö leika landsleiki gegn Pólverjum i Laugardalshöll- inni, þar sem þeir verða aö leika meö Dankersen á sama tíma. Aftur á móti eru miklar likur fyrir þvi, að bræðurnir Gunnar Einarsson, sem leikur með Göppingenog ólafur Einarsson, sem leikur meö Donsdorf, verði kallaðirheim frá V-Þýzkalandi, til að leika landsleikinn. Nú fljótlega mun landsliðs- nefndin — Viöar Símonarson, þjálfari og formaður nefndar- innar, Birgir Björnsson og Karl Benediktsson, velja landsliðs- hópinn, sem kemur til með að leika gegn Pólverjum. Þeir eru nú að undirbúa æfingapró- gramm fyrir leikina, og hafa þeirfylgztmeðæfingaleikjum 1. deildarliðanna að undanförnu. ÓLAFUR JÓNSSON Brvtur Hreinn 19 m múrinn? — þegar úrvalslið fró landsbyggðinni mætir Reykjavíkur- úrvalinu ó Laugardalsvellinum Strandamaöurinn sterki Hreinn Haildórsson veröur I sviðsljósinu á Laugardalsvellinum um helg- ina, þegar beztu frjálsiþrótta- menn Reykjavikur keppa viö úr- valsliö frá landsbyggöinni. Hreinn mun reyna aö brjóta niður 19 metra múrinn i kúluvarpinu. Annars verður nær allt frjáls- iþróttafólk okkar I sviðsljósinu og má búast viö, að eitthvað af met- um fjúki. Keppendur verða þrlr frá hvoru liði í öllum greinum og keppt verður i öllum bikargrein- um. Stigin reiknast þannig frá fyrsta manni — 6-5-4-3-2-1. Ekki er að efa, að hér verði um mjög skemmtilega keppni að ræða, en siöast þegar keppni þessi fór fram (1971) bar lands- byggðin sigur úr býtum. HVER FÆR AÐ BORÐA í NAUSTINU? Kylfingar I Golfklúbbi Ness eru byrjaöir að hita upp fyrir hina ár- legu „Veitingakeppni”, sem Nes- klúbburinn heldur, enda eru verö- launin mjög girnileg — matur og drykkur fyrir 2 i Naustinu. Flestir kylfingar Nes-klúbbsins eru byrjaöir að æfa af kappi fyrir þessa innanklúbbskeppni, og má heyra mörg garnahljóöin á Nes- vellinum þessa dagana — enda hugsa margir gott til glóöarinnar. Allir vilja boröa I Naustinu. „Veitingakeppnin" hefst kl. 13 á laugardaginn. Geysilegur dhugi í Keflavík og d Akranesi ,.Reynum að sjá um að Valsmenn verði ekki — fyrir bikarúrslitaleiknum, sem verður á Laugardalsvellinum á sunnudaginn KENNY DALGLISH.... landsliösmaöurinn snjalli hjá Celtic, skoraöi 15 deildarmörk sl. keppnistimabil og varö markhæstur hjá Celtic. Geysilegur áhugi er nú i Keflavik og á Akranesi á bikarúrslitaleikn- um, sem fer fram á Laugardalsvellinum á sunnudaginn (kl. 2). Kefl- vikingar og Skagamenn ræöa um fátt annaö þessa dagana, enda er hugur I herbúöum þeirra — aö vinna bikarinn I fyrsta skipti. Keflvik- ingar geta flaggaö þvi, aö þeir séu meö „Vikingshjátrúna” meö sér — en eins og menn vita þá hefur þaö liö, sem hefur slegiö Viking út úr bikarkeppninni undanfarin ár, ávallt boriö sigur úr býtum I bikar- keppninni. Keflvikingar segja, aö þar veröi engar breytingar á. Skagamenn eru bjartsýnir á, að þeir vinni tvöfalt I ár — bæði deildar- keppnina og bikarkeppnina. En þvl er ekki að leyna, að þeir eru ekki of sigurvissir — þeim hefur ekki gengiö sem bezt I úrslitaleikjum bikar- keppninnar. Þeir hafa alls sex sinnum leikið til úrslita — og alltaf þurft að sætta sig við tap. Keflvlkingar hafa undirbúið sig fyrir úrslitaleikinn af fullu kappi, en Skagamenn hafa ekki getaö lagt fullt kapp við æfingar, þar sem þeir eiga 7 landsliðsmenn, sem fóru til Frakklands, Belglu og Rússlands. Forsala aögöngumiöa er nú hafin I Keflavlk — Sportvlk — og Akra- nesi — Bókaverzlunum Andrésar Nlelssonar. áfram ósigraðir" — segir markakóngur Celtic, skozki landsliðsmaðurinn Kenny Dalglish — Viö reynum aö sjálfsögöu aö sjá svo um aö Valsmenn veröi ekki áfram ósigraðir á heimavelli I Evrópukeppninni, sagöi hinn frábæri skozki iandsliösmaöur Kenny Dalglish, þegar hann fékk aö vita að Valur væri eitt af fáum liöum, sem ekki hefur tapaö leik á heimavelli — Laugardalsvellin- um — I Evrópukeppninni. — Viö ætlum aö sýna islendingum, hvernig Celtic-liöiö leikur bezt, og hvernig viö förum aö þvl aö skora mörk. En viö vitum aö allir leikir I Evrópukeppni eru erfiöir, og sérstaklega á útivelli — gegn liöi, sem státar af þvl afreki, aö hafa ekki tapað heimaleik. Valur er eitt af fáum liðum, sem ekki hefur tapað leik á heimavelli, en Vals-liðið hefur leikið fjórum sinnum á Laugar- dalsvellinum I Evrópukeppni. Gégn Standard Liege 1966 (1:1), Jeunesse frá Luxemborg (1:1) 1967. Benfica (0:0) 1968 og gegn Portadown (1:1) sl. sumar. — Strákarnir munu leggja sitt að mörkum, til að tapa ekki á þriðju- daginn, sagði Joe Gilroy, þjálfari Vals-liðsins, Gilroy er bjartsýnn á leikinn gegn Celtic, þrátt fyrir aö Celtic-liðiö komi hingað með alla slna sterkustu leikmenn og ætli sér aö leggja Valsmenn að velli. Það má búast viö fjörugum og skemmtilegum leik á Laugar- dalsvellinum á þriðjudaginn (kl. 6), en þá leiða Valsmenn og leik- menn Celtic-liösins saman hesta slna. Jóhannes Eövaldsson leikur með Celtic-liðinu, en bróöir hans Atli Eðvaldsson mun leika með Val-liðinu, og má segja, að þá mætist bræður I fyrsta skipti I Evrópuleik. Forsala aðgöngu- miða er nú þegar hafin, og má benda fólki á, að tryggja sér miöa I tima. Miðarnir eru seldir I tjaldi I Austurstræti. -y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.