Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 12. september 1975. TÍMINN 19 Ný húsgagnaverzlun, sem leggur áherzlu á innlenda framleiðslu SJ-Reykjavik. Ný húsgagna- verzlun hefur verið opnuð i Siðu- mhla 30 undir nafninu TM HUs- gögn. Eigandi verzlunarinnar er Emil Hjartarson, sem jafnframt k Trésmiðjuna Meið, en þar eru framleidd flest þau húsgögn, sem seld eru i verzluninni. Emil Hjartarson hefur rekið hUsgagna- framleiðslu um tuttugu ára skeið en ekki hUsgagnaverzlun fyrr en nU. Að sögn hans er minnkandi á- hugi hjá eigendum hUsgagna- verzlana á viðskiptum við inn- lenda aðila, þar sem innflutt hUs- gögn gefa möguleika á meiri fjöl- breytni, og varð þvi úr að hefja rekstur hUsgagnaverzlunar í tengslum við tresmiðjuna. Verzlunarstjör i i TMHUsgögn er Erna Arnadóttir. TM hUsgögn bjóða uppá fjöl- breytt Urval nýtizku htisgagna svo sem stóla, sófasett, hjóna- rUm, og yfirleitt það, sem þarf i i- bUðina af hUsgögnum. Að megin- hluta er hér um að ræða islenzk hUsgögn og hvað verði og gæðum Emil Hjartarson og Erna Arnadóttir i nýju verzluninni. — Tima- mynd Róbert. Húrra krakki sýnt nokkr- um sinnum í haust Bessi Bjarnason mun leika nokkrar sýningar f Húrra krakka nú I haust, áður en hann heldur utan i boösferð til Noregs. Húrra krakki var sýnd- ur tölf sinnum I Austurbæjarbiói I vor til ágóða fyrir húsbyggingasjóö Leikfélags Reykjavikur við miklar vinsældir og veröa örfáar sýningar á leiknum nú I haust, sú fyrsta á laugardagskvöldiö. í þessum kostulega gamanleik verða margar hlálegar uppákomur og þessi mynd sýnir þá Guðmund Páisson, Pétur Einarsson og Bessa i erfiðri klipu. Duglegur maður vanur skepnuhirðingu óskast á bú við Reykjavik, ibúð og fæði á staðnum. Upplýsingar i sima 13276 eftir kl. 4. viðkemur, eru þau fyllilega sam- keppnisfær við innflutt hhsgögn. Htisnæðið i Siðumúla 30 er mjög rúmgott og geta viðskiptavinir i góðu tómi skoðað hið fjölbreytta úrval húsgagna sem TM. Hús- gögn hafa uppá að bjóða. Fyrir- tækið leggur mikla áherzlu á að fylgjast með öllum nýjungum, sem koma fram i húsgagnaiðn- aðinum og bjóða ávallt það, sem nýjast er á markaðinum. © Fiskafli Mjög margt bendir til, að þorskaflinn verði kominn niður i 250 þús. tonn árið 1980, segir Jónas. — Ef útlendingar hætta veiðum hér við land á sama tima- bili, þá þýðir það samt, að afli is- lendinga muni haldast svipaður á ári, eða um 250 þús. tonn. Ef ís- lendingar auka sókn sina um sama og nemur sóknarminnkun útlendinga, má búast við þessu sama aflamagni,en örari minnkun á timabilinu ’80 til ’90. Jónas segir siðan, að auki Is- lendingar hins vegar sókn sina næstu fimn? 'árintil helmings við sóknarminnkun útlendinga, megi búast við stöðnun upp úr 1980. Eina vonin, segir hann, til þess að árin upp úr 1980 gefi af sér vax- andi afla, sem nálgist aflabrögð á timabilinu 1950-1960, er að við aukum ekki sókn úr þessu og minnkandi sókn útlendinga komi stofninum til góða. Um sildina sagði Jónas, að með nákvæmri stjórnun væri talið, að hún geti gefið af sér um 50 þús. tonn á ári að meðaltali alveg i náinni framtið. Þá taldi Jónas, að loðnuafli gæti aukizt til frambúðar, ef unnt yrði að veiða hana á öðrum árstima en nú er gert, þar sem verksmiðjur i landi væru takmarkandi þáttur fyrir vinnsluna eins og nú væri. — Reikna má með einhverri aukningu rækjuveiða miðað við að markaðsforsendur verði fyrir hendi, sagði Jónas, en óvarlegt er að reikna með auknum humar- afla. Um aðra fiskistofna sagði Jónas, að fátt benti til þess i þró- uninni, að á næstu tiu árum verði um verulega aukningu að ræða. Nefndi hann i þessu sambandi langhala, spærling, kolmunna o. fl. — Sem dæmi um aflarýrnun hér, má benda á, segir Jónas, að árið 1959 beiddu erlend skip hér 343 þús. tonn á 33 þús. veiðidögum. Aðeins sex árum siðar eyddu þau 60 þús. veiðidögum i að ná i 320 þús. tonn. Nú má reikna með að það kosti helmingi meira að veiða hvem fisk en fyrir aðeins tiu ár- um, miðað við samskonar verðlag. Þá er unnt að reikna út, hversu miklum fjármunum er sóað með of mikilli sókn. Varðandi fiskiðnaðinn sagði Jbnas, að hann teldi, að spumingin um það, hvort bókun nr. 6 i samningum íslendinga og EBE tæki gildi eða ekki — skipti sköpum um leiðir i okkar i fisk- iðnaði Bókunin væri um veru- legar tollalækkanir á mörgum helztu fiskafurðum til EBE- landa. Sagði hann, að ef bókunin tæki gildi og breytingar yrðu i tollamálum annarra þjóða i sömu átt, mætti ætla, að framtiðarhorf- ur fiskiðnaðar væru fremur bjartar gagnvart vinnsluvirði eftir svosem fimm tiltiu ár, en þó sérstaklega gagnvart siðari tim- um. — Það má segja að sjávarútveg- urinn sé framleiðslusinnaður en ekki markaðssinnaður, þ.e. að sölustarfsemi miðar að því hverju sinni að selja i umboðssölu það, sem til er, fremur en að beita fyrir sér vöruþróun og markaðs- rannsóknum á nýjum afurðum, segir Jónas Bjarnason, en hann hefur átt sæti i samstarfshópi, sem samið hefur skýrslu um sjávarútveginn fyrir Rannsóknarráð rikisins. Aðrir sem sæti eiga i hópnum eru Jónas Blöndal, Kristján Ragnarsson, Hjalti Einarsson, Jón Ingvarsson, Gylfi Þórðarson og Jakob Jakos- son. Skýrslugerðin miðast að þvi að skyggnast inn i framtiðarhorfur i islenzkum fiskveiðum, fiskiðnaði og markaðsmálum. Snæfells- nessýsla Héraðsmót framsóknarmanna i Snæfellsnessýslu verður haldið aö Röst, Hellissandi sunnudaginn 14. sept. og hefst kl. 21.00. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF. óperusöngvararnir Svala ^Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Agnesar iLöve og Baldur Brjánsson skemmtir. Hljómsveit Þorsteins 'Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Dalasýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Dalasýslu verður haldið i Tjarn- arlundi Saurbæ laugardaginn 13. sept. kl. 21. Ræður flytja Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF. Óperusöngvararnir Svala Nilsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Agnesar Löve Baldur Brjánsson töframaðurskemmtir,Trió ’72leikur fyrir dansi. UTANLANDSFERÐ Spánarferð örfá sætilaus I ódýra Spánarferö. Sérstakur fjölskylduafsláttur. Upplýsingar á flokksskrifstofunni, Rauðarárstig 18, slmi 24480. Frá Akraborg Vegna mikillar eftir- spurnar er ákveðið/ að fjölga ferðum næsta mánuð. Verður áætlun skipsins þann tíma sem hér segir: Frá Akranesi: kl. 8.30, n.30, 14.30 og 17.30. Frá Reykjavík: kl. 10, 13, 16 og 19. Afgreiðslan Geymið auglýsinguna Rafsuðu TÆKI fyrir SUÐUVÍR nýkomin.— Innbyggt öryggi fyrir yfirhitun. Rafsuðu- hjálmar og tangir nýkomið. handhæg og ódýr Þyngd 18 kg ÁRMÚLA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.