Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI M TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 208. tbl. — Laugardagur 13. september—59. árgangur D HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Útflutningstekjurnar 4-5 milljörðum minni en áætlað var í vor? HHJ-Rvik — Enn horfir þunglega i efnahagsmálum þjóðarinnar og eru allar likur á þvi, að lifskjör muni enn versna nokkuð vegna versnandi viðskiptakjara. Talið er sennilegt, að útflutningstekj- ur okkar á árinu verði 4-5 milljörðum króna minni en áætl- að var í vor. Orsökin er minni út- flutningur og lægra verð á mörkuðunum. Innkaupsverð inn-' flutts varnings mun hins vegar hækka um 8% að meðaltali á ár- inu. Þá er og almennt við þvi bú- izt, að siðar i mánuðinum muni olia hækka í verði, sem svarar 10- 15%. Greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendra lána til langs tima verður 14-15% á þessu ári, en samkvæmt spám verður hún orð- in hvorki meira né minna en 20% eftir fjögur ár, ef haldið verður áfram að taka lán erlendis, eins og gert hefur verið, og ekki horfið frá einhverju af fyrirhuguðum framkvæmdum á þessu timabili. Þetta'þýðir, að fimmtungur þjóðarteknanna muni renna til greiðslu á vöxtum og afborgunum á lánum erlendis, ef ekki verður að gert. Frá þessu og öðru er varðar efnahagsmálin segir i við- tali við Úlaf Jóhannesson við- skiptaráðherra á siðu þrjú. ENGiNN KVOTI í NORÐURSJÓ Gsal—Reykjavík. — Rikisstjórnin hefur ákveðið aö mótmæla skipt- ingu sildveiðikvóta I Noröursjó fyrir timabilið 1. júnf 1975 til 31. desember 1976, og verða þvi Islenzk skip ekki bundin við þau 19.000 tonn sem tslandi hafði verið úthlutað á þessu tlmabili. t samræmi yið þessa ákvörðun rfkisstjórnarinnar hefur sjávarútvegsráðuneyt- ið ákveðið að heimila islenzkum skipum sildveiðar I Norðursjó frá og með 15. september n.k. án þess að um kvóta fyrir einstök skip verði að ræða. Rlkisstjórn Danmerkur hefur þegar mótmælt sildveiðikvótanum I Norðursjó og þvl eru danskir og færeyskir fiskimenn ekki bundnir við aflamagn það, sem þeim hafði verið úthlutað. 1 fréttatilkynn- ingu frá sjávarutvegsráðuneytinu I gær, segir, að ekki þyki óliklegt, að fleiri riki muni mótmæla kvótaskiptingunni, en tekið er fram, að Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndin muni halda fund um kvóta- skiptinguna i nóvember. I mótmælum rlkisstjórnarinnar kemur fram, að hún muni takmarka veiðarnar þar til nýtt samkomulag hefur verið gert. Ef stöðva þarf veiðarnar I haust eða vetur vegna mikils afla áskil- ur sjávarútvegsráðuheytið sér rétt til að stöðva fyrst þau skip, sem þegar hafa hagnýtt sér 135 t. kvótann. Samið vio ítala og Spánverja um kaupá 3000 tonn- um af saltfiski Gsal-Reykjavik. — Sölusamband isl. fiskframleiðenda hefur náð samkomulagi við ttali og Spán- verja um kaup á 3000 tonnum af blautverkuðum saltfiski. Tómas LAGARFOSSVIRKJUN: Ennekki fenginn heimild til miðl- unar í fljótinu Gsal-Reykjavik — Það verður ekki framhjá þvi komizt, að notkunin á disilvélum verður af- skaplega mikil, þar sem við höf- um ekki enn fengið heimild til miðlunar I Lagarfljóti, — og það kostar þjóðarbúið mikil fjárút- lát, sem hægt hefði verið að spara með því að nota vatnið betur, geyma það og miðla þvl, sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri á Egilsstöðum I samtali við Timann. — Það hef ur hins vegar aldrei verið bjartara i raforkumálum hér á Austurlandi, sagði hann, enda mikið stökk að fá vatnsafl, sem er tvöfalt stærra en það sem fyrir var, — og þótt þessir erfiðleikar 'séu með miðlúnina verða vandræði vegna raf- magnsmála I miklu skemmri tima en verið hefur hingað til. Segja má, að orkuskorturinn hér hafi verið geigvænlegur i sex mánuði hvers árs og ákaf- lega erfitt að sinna orkuþörf- inni. Hins vegar er fyrirsjáan- legt að núna muni þetta verða á- kaflega skammur timi — kannski einn eða tveir mánuðir, sem verða erfiðir. Erling Garðar kvað það höf- uðgalla Lagarfossvirkjunar að hafa enga miðlun, og kvaðst hann ekki vita hvernig það mál leystist. Erling nefndi, að Nátt- úruverndarráð hefði heimilað miðlun i fljótinu, að vatnshæð- inni 20,5 metrar með stýranleg- um lokum. Hins vegar hefðu rafmagnsveiturnar óskað eftir að setja fastar trélokur I þrjú hólf af fjórum og eina stýran- lega. Trélokurnar yrðu hins vegar þannig útbúnar, að hægt væri að taka þær burtu með stuttum fyrirvara.Heimild til að setja upp þennan búnað, hefði ekki fengizt formlega frá Nátt- úruverndarráði. t gær var formlega tekin I notkun vélabúnaður Þörungavinnslunnar að Reykhólum I Breiðafirði, að viðstöddum, Gunnari Thoroddsen, iðnaðarráðherra, Matthiasi Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra og þingmönnum kjördæmisins.Undanfariðhefur vélasamstæðan verið reynslukeyrð. Verksmiðjan er hönnuð fyrir framleiðslu á 6800 tonn- um af þurkuðu þangmjöli, en þangmjölið mun verða selt til Skot- lands og hafa tekizt samningar viö Alginate Industries Ldt uiii siilu á 5000 tonnum á ári, og er sá samningur til 10 ára. Á myndinni sést Hilmar óskarsson starfsmaður verksmiðjunnar ræsa vélar verk- smiðjunnar, en viö hlið hans stendur Ólafur E. ólafsson, fram- kvæmdastjóri, en vélarnar voru settar I gang eftir að Gunnar Thor- oddsen, iðnaðarráðherra hafði lýst þvl yfir formlega, að Þörunga- vinnslan væri tekin til starfa. Tlmamynd: Gunnar Þorvaldsson, stjórnarformaður og Helgi Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri, sömdu um söluna á ttaliu á dögunum, þar sem þeir voru i sölulorf). Italir munu kaupa 1500 tonn af saltfiski og Spánverjar annað eins. Tómas Þorvaldsson sagði i viðtali við Timann i gær, að af- hending á þessum fiski væri i haustog eitthvað fram eftir vetri. Verðið er mjög svipað, og verið hefur á undanförnum mánuðum, éri þó eilitið hærfa, atf sögri Tómasar. — Frá þvi i vetur hefur verð á blautverkuðum saltfiski lækkað um 20-30%. dálitið mis - munandi eftir stærð og tegund. Framhald af 15. siðu. FJARSTYRIBUNAÐUR LAGARFOSSVIRKJUN- AR TENGDUR Gsal-Reykjavlk — Um helgina verður endanlega gengið frá tengingu fjarstýribúnaðar á Lagarfossvirkjun og mun virkjunin verða álagsstýrð frá Grimsárvirkjun. Lagarfoss- virkjun hefur verið i fullri orku- vinnslu frá 5. marz s.l. og hefur timabilið allt til þessa dags verið eins konar reynslutlmabil virkjunarinnar. — Það hafa allir megingallar verið yfirstignir, sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri á Egilsstöðum, og rekstur virkjunarinnar gengur eðlilega. Erling kvað fjarstýribúnaðinn fyrst og fremst vera fólginn~ i álagsstýringu, en hins vegar væri hann gerður fyrir framtfðina á þann hátt, að með honum yrði hægt að stýra öllum aðveitu- stöðvum um Austurland. Erling sagði, að prófanir undanfarna daga hefðu gefið góða raun og þvf ætti endanleg tenging fjarstýribiinaðarins að vera. lokið um helgina. Um helztu galla, sem fram hefði komið á reynslutima virkjunarinnar sagði Erling, að stærsti gallinn hefði verið i vélbiinaðinum. Bilunar hefði orðiö vart i gangráði vélarinnar og alltaf myndazt bruni i olíunni. Hefði bruninn stafað af galla i ventli. Erling kvað þennan galla hafa verið mikið vandamál og ágreiningur hefði verið mikill milli rafmagnsveitnanna og tékknesku framleiðendanna. Að öðru leyti sagði Erling, að vélin hefði unnið eðlilega. Annar stór galli, sem fram kom á reynslutimanum var steypu- galli i mannvirkinu sjálfu, og sagði Erling, að lausn nefði fundizt á þvi vandamáli að sinni. — Gallar, sem komu fram i virkjuninni hafa i raun verið miklu minni en viðast hvar annars staðar, — og einkum hafa þetta verið smávegilegir gallar, sagði Erling Garðar. Þingflokkurinn ræðir efna- hagsmál og landhelgis- vioræður Þingflokkur Framsóknar- flokksins kemur saman til fundar i Alþingishiisinu klukkan tvö á m^nudaginn. A fundinum verður m.a. rætt um landhelgisviðræður og ástand efnahagsmálanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.