Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. september 1975. TÍMINN 7 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöaistræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Dönsku miðflokkarnir taka höndum saman 1 byrjun þessarar viku náðist merkilegt sam- komulag milli fimm stjórnmálaflokka, sem mynda miðjuna i dönskum stjórnmálum, ef svo mætti komast að orði. Þessir flokkar eru flokkur sósialdemókrata, vinstri flokkurinn, radikali flokkurinn, kristilegi flokkurinn og flokkur mið- demókrata.Þessirflokkar náðu samkomulagi um vissa efnahagsstefnu, sem ætlazt er til að verði fylgt næstu þrjú árin og ætti þvi ekki að koma til kosninga i Danmörku fyrr en á reglulegum tima, en annars voru menn farnir að spá kosningum innan skamms. Margir þingflokkar eru nú i Dan- mörku og hefur þvi verið talið næstum útilokað að ná samkomulagi um ábyrga stjórnarstefnu. Utan þessa nýja samkomulags eru tveir flokkar til hægri eða flokkur Glistrups og Ihaldsflokkurinn, og þrir flokkar til vinstri eða kommúnistaflokk- urinn,sósialiski þjóðflokkurinn og flokkur vinstri sosialista. Miðflokkarnir, sem að samkomulag- inu standa, hafa traustan meirihluta á þingi eða um 120 þingmenn af 179 alls. Kjarna miðfylking- arinnar mynda sosialdemokratar og vinstri flokkurinn, en sá fyrrnefndi hefur 53 þingmenn, en sá siðari 42 þingmenn. Milli þeirra hefur rikt verulegur skoðanamunur og er það þvi enn merkilegra, að þetta samkomulag skyldi nást. Minnihlutastjórn sosialdemokrata fer nú með völd i Danmörku og er forsætisráðherra hennar, Anker Jörgensen, einkum þakkað, að þetta sam- komulag náðist. Samkomulagið er mjög viðtækt, en einn þáttur þess er að lækka verulega sölu- skattinn (virðisaukaskattinn) næstu mánuðina og reyna að örva neyzlu og framkvæmdir á þann hátt. Skyldusparnaður, sem var tekinn upp i fyrra, verður felldur niður, þá verða ýmis fram- lög aukin til að örva atvinnulifið. Loks er samið um tiltekna lækkun á rikisútgjöldum og mun einkum haft i huga að draga úr ýmsum framlög- um til félagsmála, sem renna til þeirra, er ekki hafa sérstaka þörf fyrir þau. Þá er lögð áherzla á,að kauphækkanir verði sem minnstar og þannig takist að koma i veg fyrir verðhækkanir og draga úr verðbólgu. Ekki gera menn sér vonir um, að þessar ráðstafanir dragi fyrst um sinn veruíega úr þvi atvinnuleysi, sem nú er i Danmörku, en hins vegar komi þær i veg fyrir að það aukist, en mikil hætta var talin á þvi. Höfuðástæðan til þess, að dönsku miðflokkarnir hafa tekið höndum saman á framangreindan hátt, þrátt fyrir ýmsan ágreining, er að sjálf- sögðu fyrst og fremst hin mikla efnahagskreppa, sem nú rikir i Danmörku. Eigi að snúast gegn henni af alvöru, þarf sem mesta samstöðu i þing- inu og hjá þjóðinni. Þetta hafa leiðtogar um- ræddra flokka gert sér ljóst og þvi sett þjóðar- hagsmuni ofar ágreiningsmálum, sem fresta má um stund. Hér hefur gerzt hið sama og á Islandi i fyrra, þegar erfiðleikar efnahagsmálanna knúðu hina fornu andstæðinga, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, til samstarfs. Þannig verða ábyrgir menn að vinna, þegar þjóðarhagsmunir eru annars vegar. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Olíugróðinn nægir Libýu ekki lengur Khaddafi hefur ráðizt í of miklar framkvæmdir Khaddafi HIÐ NÝJA bráðabirgðasam- komulag, sem gert hefur verið milli stjórna Egyptalands og Israels, hefur verið gagnrýnt af ýmsum leiðtogum Araba- rikjanna. Meðal annars hafa Sýrlendingar gagnrýnt það allharðlega. Einna hörðust hefur þó gagnrýnin þó verið af hálfu stjórnarinnar i Libýu. Vafalaust mun þetta enn auka bilið milli þeirra Sadats, for- seta Egyptalands, og Khadd- afis, einræðisherra Libyu. Það hefur farið siversnandi siðan á árinu 1972, þegar tilraun Khaddafis tií að sameina i eitt riki Libýu, Egyptaland, Sýr- land og Sudan rann út i sand- inn. Khaddafi taldi sig hafa komizt að raun um, að Sadat ætlaði aldrei að framkvæma það samkomulag, sem búið var að gera, en Sadat hélt þvi fram, að Khaddafi reyndi að framkvæma sameininguna á miklu skemmri tima en gert hafði verið ráð fyrir. I árs- byrjun 1974 gerði Khaddafi samkomulag við Bourgiba, forseta Tunis, um að sameina Tunis og Libýu, en það rann einnig út i sandinn. Þaö hefur verið aðalhugsjón Khaddafis að sameina sem flest Araba- rikin og mynda þannig arab- iskt stórveldi. Þegar þetta hefur ekki tekizt með góðu, hefur Khaddafi reynt þaö meö illu. -Hann stóð að baki tilraun til að myrða Hassan Marokko- konung, og hafði hún næstum heppnazt. Siðar hefur orðið uppvist, að hann ætlaði aö láta myröa Sadat. ÞAÐ HEFUR verið sagt um Khaddafi, að hann væri eini leiðtogi Araba, er meinti alltaf það, sem hann segði. Hinir leiötogar Araba noti oft stór orð, án þess að fullkomin al- vara sé á bak viö. Khaddafi sé alltaf alvara. 1 byrjun þessa mánaðar voru liöin sex ár siðan Khadd- afi hafði forustu um að steypa Idris konungi af stóli. Khadd- afi var þá 27 ára gamall. Faðir hans var bláfátækur bóndi, sem hafði varið slðasta eyri sinum til að kosta barnaskóla- nám sonar slns. Slöan gekk Khaddafi i herinn strax og hann fékk aldur til. Hann seg- ist hafa veriö 14 ára gamall, þegar hann ákvað að steypa Idris konungi af stóli, en stjórn hans var bæði aftur- haldssöm og spillt. Tækifærið gafst, þegar Idris konungur fór úr landi til uppskurðar. Khaddafi var þá orðinn undir- foringi i hernum. Það voru ó- trúlega fáir liðsforingjar, flestir jafnaldrar Khaddafis, sem gerðu byltinguna. Undir forustu Khaddafis tókst þeim fljótt að ná völdum og treysta aðstöðu slna til frambúðar. Khaddafi lýsti þvi strax yfir, aö hann og félagar hans stefndu ekki að neinni venju- legri byltingu. Markmið þeirra væri ekki eingöngu það að nota oliugróðann til að bæta hag þjóðarinnar og efla verk- legar framfarir. Tilgangurlnn væri ekki siöur sá að koma á réttlátu og heiðarlegu stjórn- arfari i anda Múhameðstrúar- innar. Byltingin ætti ekki að- eins aö verða efnahagsleg og menningarleg, heldur sið- ferðileg. Til aö árétta það, var m.a. fyrirskipað algert áfeng- isbann og hefur þvi verið framfylgt af mikilli einbeittni. Libýa er nú eina áfengislausa landið i heiminum. Khaddafi hefur lagt mikið kapp á að reyna að vera þjóð sinni til fyrirmyndar I lifnað- arháttum. Hann lifir mjög fá- breyttu lifi, ekur I volks- wagenbil, og hverfur iðulega frá stjórnarstörfum til að vinna með óbreyttu alþýðu- fólki við uppskeru, vegavinnu o.s.frv. Hann reynir að fylgj- ast sem nákvæmast með þvi, hvernig lögum og reglum er framfylgt. Eitt sinn kom hann óþekktur i næturklúbb og hafði litla stund fylgzt með lifinu þar, þegar hann blés I flautu og hermenn þustu á vettvang til að hreinsa staðinn. 1 annað skiptið kom hann óþekktur á lækningastofu og heimtaöi að fá aö tala viö einhvern lækni. Læknir, sem var ættaður frá Formósu, kom á vettvang, og heimtaði Khaddafi að hann kæmi með sér til að skoða fár- veikan föður sinn. Læknir neitaði, þvi að honum leizt þannig á manninn. Daginn eftir var hann rekinn úr landi. Khaddafi vinnur mikið og er yfirleitt ekki sagður sofa nema þrjá klukkutima á sól- arhring. Hann hefur Kóraninn jafnan með sér og vitnar oft I hann. Það var fyrsta stjórnarverk Khaddafis, aö segja upp her- stöðvasamningum þeim, sem Bretar og Bandarikjamenn höfðu gert viö stjórn Libýu. 1 framhaldi af þvi hafa her- stöðvar þær, sem þessar þjóð- ir höfðu I Libýu, verið lagðar niður. Þessu næst sneri Khaddafi sér að oliufélögun- um, sem höföu fengið leyfi til oliuvinnslu i landinu. Þau uröu fyrst að margfalda leyfis- gjaldiö og síðan voru þau þvinguð til að selja rikinu meirihluta hlutabréfanna. Þannig hafa þau raunverulega verið þjóðnýtt. ÞAÐ ER olian, sem ööru fremur hefur veitt Khaddafi áhrifastöðu, sem nær langt út fyrir landamæri Libýu. Fyrir 1960 var Libýa eitt fátækasta land heimsins. Flatarmál þess var 679 þús. fermflur, en ibúa- talan innan við tvær milljónir. Mikill hluti landsins var ó- byggileg eyðimörk. Efnahags- leg afkoma þjóðarinnar byggðist þá að verulegu leyti á aðstoð frá Sameinuðu þjóðun- um og herstöðvaleigu frá Bretum og Bandaríkjamönn- um. Þetta breyttist er ollu- vinnsla hófst i Libýu. Nú er Libýa eitt helzta olíufram- leiðsluland heimsins og þjóð- arauðurinn hefur aukizt i samræmi við það. En Khaddafi og félagar hans gera sér ljóst, að þessi dýrð varir ekki endalaust. Miðað viö núverandi oliu- framleiðslu, verða þær oliu- birgðir, sem þegar hafa fund- izt, þrotnar innan fárra ára- tuga. Að sjálfsögðu er vonazt til að meiri olia finnist og þvi mikið kapp lagt á oliuleit. En ekki þykir rétt að treysta um of á það. Þess vegna er nú unnið markvisst að þvi að efla landbúnaðinn og ýmsan iðnað með það fyrir augum, að Libýumenn byggi á traustum efnahagslegum grunni, þótt oliulindir þrjóti. Þá er og stefnt að þvi, að Libýa verði i vaxandi mæli ferðamanna- land, en þar er áfengisbannið verulegur Þrándur i Götu. En áður en til þess kemur, gerir Khaddafi sér vonir um, að komið verði til sögu nýtt, viðlent og fjölmennt Araba- riki, sem nái til allrar Norður- Afriku og Arabiuskagans. I svipinn bendir þó ekki margt til þess, að sá draumur hans muni rætast i bráð. Sá orð- rómur hefur meira að segja komizt á kreik i seinni tið, að hann sé búinn aö ráöast I svo miklar framfarir, að Libýa sé farin að safna meiriháttar skuldum, þrátt fyrir oliugróð- ann. Þetta getur orðiö til þess, að Khaddafi fari sér hægar I bili og beiti sér ekki eins hart gegn Sadat og hann hefði gert ella. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.