Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 9
8 TiMINN Laugardagur 13. september 1975. Laugardagur 13. september 1975. TtMINN 9 Samband Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Vilja uppbyggingu og endur bætur vega á Austurlandi gébé Rvik. — Eins og kunnugt er, cru vegir viða á Austurlandi mjög lélegir og á aðalfundi Sambands sveitarféla ga i Austurlandskjördæmi, sem haldinn var 6.-7. september s.l., var lögð áherzla á að jafnframt uppbyggingu og endurbótum vega á milli byggðarlaga og að- alþjóðvega á Austurlandi, verði einnig samhiiða og eigi að siður hugað að bættu vegakerfi út um hinar dreifðu byggðir, þar sem þaðer að sjálfsögðu höfuðatriði fyrir áframhaldandi búsetu i sveitum, að samgöngur verði bættar. Þá skoraði aðalfundurinn á yfirstjórn vegamála og alþingismenn kjördæmisins að vinna að þvi, að þegar á næsta ári verði hafin vegagerð um Hvalsnesskriður og einnig að vinna að þvi, að þegar verði fullrannsakað og tekin endanleg ákvörðun um vegarstæði fyrir tengiveg milli Fljótsdalshéraðs Þingmenn Austurlandskjör- dæmis mættu á aðalfundinum talið frá vinstri Tómas Arnason, Halldór Arngrimsson, Sverrir Hermannsson og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra. og Vopnafjarðar sem næst ströndinni. Auk nokkurra ályktana, sem samþykktar voru á aðalfundin- um var sú að beina þeim eindregnu tilmælum til þing- manna kjördæmisins, sam- gönguráðherra og f járveitinga- nefndar Alþingis, að tryggt verði, að þéttbýlisstaðir á Austurlandi fái fjármagn úr 25% sjóði þéttbýlisvegafjár árið 1976, vegna varanlegs frágangs á gatnakerfi og annars áfanga við að koma bundnu slitlagi á götur i þéttbýli. Aðalfundurinn taldi, að hag- kvæmast sé, með tilliti til nýt- ingar fjár úr 25% sjóðnum, að þvi sé beint að einum lands- fjórðungi i senn, i stað þess að dreifa þvi i smáskömmtum á of marga staði, þar sem engum umtalsverðum árangriyrði náð neins staðar með þvi móti. Þá skoraði aðalfundurinn á Húsnæðismálastjórn og félags- málaráðherra að breyta reglu- gerðinni um 1000 leiguibúðir sveitarfélaga, þannig að sveitarfélögunum verði heimil- að að gera við lok framkvæmda kaupleigusamninga við þá að- ila, sem kaupa skuldabréf til fjármögnunar hluta sveitar- félaganna i ibúðarbyggingun- um. Þá var á aðalfundinum lýst yfir óánægju með útsendingu sjónvarps á Austurlandi, en út- sendingar hafa sézt mjög illa og sums staðar alls ekki. Taldi fundurinn það sjálfsagða mann- réttindakröfu Austfirðinga að sú þjónusta, sem þeir greiða fullu verði, sé ósvikin. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga i Austurlands- kjördæmi, haldinn á Seyðisfirði, var mjög fjölmennur, og marg- ar framsöguræður og erindi flutt. Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga i Austurlands- kjördæmi. Dr. Hallgrímur Helgason: Dauði tónskóldsins Dimitri Shostakovich Þann 9. ágúst dó i Moskvu tónskáldið Dimitri Shostako- vich, tæplega 69 ára gamall. Með honum féll i valinn mikill meistari hinna margvislegustu tónlistarforma. Fæddur árið 1906 I Petrograd lærði hann ungur pianóleik hjá móður sinni, siðar tónsmiði hjá Glasunoff. Mikla rækt lagði hann við hljómborð pianós og varö snemma afburða pianisti og hlaut verðlaun I alþjóðasam- keppni. Sem tónskáld var hann afar bráðþroska og lauk fyrstu sin- fóniu sinni aðeins 17 ára að aldri. Þetta verk hefir staðizt dóm timans. Það heyrist enn oft og viða. Gróft og blitt skiptist á, háö og alvara. önnur symfónia er hinsvegar krambóleraður kontrapunktur með fabrikku- flautu og mislukkuðum króma- tiskum kanon. Ópera hans „Nefið” við sögu Gogols vakti 1928 mikla athygli. I rakarastól missir viöskipta- vinur nef sitt, sem óháð andliti lifir eigin lifi og veröur aö stjórnarráðsfulltrúa. Hlutverk nefs er sungið með lokuðum nösum. Yfirvöld litu þetta uppátæki óhýru auga. Ekki tókst betur til með ballettinn „Gullöld”, þar semómstriöur polki lýsir afvopnunarráðstefn- unni I Gefn. Hér er flaggað með harmóniku, banjói og saxófón- um. Stilbreyting verður mikil meö fimmtu symfóniu höfundar. 011 framsetning er oröin einföld og Snilldin mesta allra eign alþýðleg án þess þó að glata eðlilegri dýpt. Geðhrif eru gleði og hamingjukennd. Þetta ár, 1937, verður hann prófessor I tónsmiði við konservatóriið i Leningrad. A siðustu heimsstyrjaldarár- um varð heimskunn Leningrad- symfónia hans (nr. 7). Ibúar borgarinnar vörðust öllum árás um þýzka hersins. Tónsmiðin er miskunnarlaus I grimmdarlegri tjáningu striðsógnana. Harma- kvein um fallnar hetjur þerrar tár augna og stælir til styrks. Ariö 1943 er fullgerð 8. sym- fónia Shostakovich I c-moll. Svo vinsæll var þá höfundurinn i Bandarikjunum, að ameriskur frumflutningsréttur var greidd- ur með tiu þúsund dollurum. Hljóðara varð um 9. symfónfu hans, en „Ljóð skóganna” öðlaðist brátt mikla athygli, einkum sem óbrotin alþýðu- músik. Stefjasmið 10. symfóninnar er meistarans merki. Tónbil ferundar mótar alla kafla verksins. Hér höfðar höfundur til Beethovens og Tshaikows- kys. Verkið er viðurkenning á klassiskri hefð reistri á nú- timans grunni. A öllum sviðum tónsmiða hefir þessi rússneski forystu- maður sýnt yfirburða leikni sina, i pianótónsmiöum, strok - kvartettum og kvikmyndamús ik. Þó leikur enginn efi á aö fimmtán symfóníur hans og margvisleg kammermúsik munu af öllum hans verkum bera 20. öldinni fegurstan vott. Hér hefir hann sannaö, að nú- timatónskáld getur fangað at- hygli hlustenda með tónmáli samtiðar, veitt þeim ánægju og listræna nautn. Viðbrögð hans við réttlátri gagnrýni gerðu hann aö arftaka Tahaikowskys. Þannig heldur snilldin mesta áfram að vera allra eign. ÓPERAN RINGULREIÐ HÖFUNDARNIR starfað við leikhúsið i rúman ára- tug og er þar fyrir utan þekktur rithöfundur. Annars eru þeir félagar löngu þjóökunnir af verk- um sinum og þarf þvi ekki að kynna þá nánar.” Það var I sjálfu sér ekki illa til fundið af Þjóöleikhúsinu að láta verk verða til innan veggja sinna. Inúk fékk vængi og flögrar nú hreint út um allt og nú er það semsagt ópera i gamansömum tón. Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri telur Ringulreið vera nýja tegund af skemmtun, eða m.ö.o. að leikurinn tilheyri ekki neinni hefðbundinni flokkun skemmtana og er það liklega rétt til getið. Leikurinn hefur ekki neina sam- svörun I þjóölifinu, eins og revian hefur, eöa á aö hafa. Stjórnmála- menn eru látnir I friði, svo eitt- hvað sé nefnt, Ef til vill er leikur- inn einna helzt einhvers konar krónika um hestamenn og óperu- söng. Adeila fyrirfinnst þar ekki. 1 stuttu máli, þá snýst leikurinn um ástarævintýri hjónanna Magðalenu og hrossabóndans Marinós. (Sigriöur Þorvalds- dóttir og Arni Tryggvason). Segir þar frá ævintýri hrossabóndans á hestamannamóti, þar sem hann kemst I kynni við Rósamundu (Ingunn Jensdóttir), sem segist vera frænka hans og gistir með honum I tjaldi. Hitt parið er svo ■ frúin Magðalena og ástmaður hennar Kári Bello, loðmæltur tenór (Randver Þorláksson). Fyrrnefnda parið hefur upi Islenzka tilburði með hrossum og brennivini, en það siðarnefnda skrumskælir óperuleik og óperu- söng I tilburðum sinum og fram- göngu. Texti verksins er ýmist I bundnu, eöa óbundnu máli, annaö hvort sunginn — eða hafður yfir á annan hátt. Guðrún Stephensen leikur svo sendimann úr negrariki, sem kaupir hesta. Atburðarás leiksins, eða óper- RÓMÓLA: GUÐRÚN STEPHENSEN FLOSI ÓLAFSSON MARINÓ: ÁRNI TRYGGVASON Gamla Reykjavlk byrjaði I Bráðræði og endaði I Ráðleysu að þvi er sagt var og nú byrjar Þjóð- leikhúsið leikárið á Ringulreið, sem samin var sérstaklega fyrir það I fyrra. Höfundar eru þeir Magnús Ingimarsson óg Flosi ólafsson, sá fyrrnefndi samdi tónlistina, en sá siðarnefndi textann. Um þá segir I leikskrá m.a. á þessa leið: „Þeir hafa s.l. 15 ár starfaö saman að fjölmörgum verkefnum fyrir leikhús, sjónvarp og útvarp. Óperan „Ringulreiö” er önnur ópera þeirra félaga en áöur höföu þeir samið óperuna „Örlaga- háriö” sem flutt var I sjónvarpinu á sinum tima. Magnús hefur samið og útsett tónlist viö fjöl- mörg leikhúsverk þar af fjögur i Þjóðleikhúsinu, en FIosi hefur NÆTURDROTTNING AR: ELÍN EDDA ÁRNADÓTTIR BJÖRG JÓNSDÓTTIR KÁRI BELLÓ: RANDVER ÞORLÁKSSON Hvíslari: Jóhanna Norðfjörð MAGÐALÍNA: SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR Hljóðfœraleikarar: Reynir Sigurðsson Jónas Dagbjartsson Árni Elfar Ríkarður Pálsson Ljósamaður: Guðmundur Jónasson Leiksviðsstjóri Litla sviðsins og sýningarstjóri: Þorlákur Þórðarson unnar liggur fyrir, en hún er brot- in niður I fjölmörg skaup, eða þætti. Margt er stórskemmtilegt, en sumt þó á jöðrum fiflaláta, einkum þó fyrsta atriðið, sem gjarnan mætti fella niður, enda innanhúsmál þjóðleikhússins að mestu. Hugmyndin mun liklega vera sú, að bjóöa upp á afbrigði frá Inúk, sem ræddur var við leik- húsgesti að sýningu lokinni. Vera má þó að svona atriði geti verið gott til þess aö hita upp, en þá verður það að vera hinumegin við strikið. Texti verksins er mjög misjafn. Kvæðin eru sum hnyttin, en höf- undi tekst mun betur upp við óperufólkiö, en hestamennskuna. Leikararnir hafa þvi mjög mis- jafnt nesti með sér inná sviðið frá textahöfundi. Einkum þó Marinó hrossabóndi og frænka hans Rósamunda. Klám er á gagn- fræðastiginu. Lög Magnúsar Ingimarssonar eru mörg hver mjög góö og sama má segja um alla tónlistina og flutning hennar. Hljómsveitin tekur virkan þátt i óperunni, án þess þó að hafa sig of mikið I frammi, og þegar á leikinn liöur komast menn i bezta skap. Aðstoðarleikstjóri: Sigríður Þorvaldsdóttir Ljósameistari: Kristinn Daníelsson Sviðsmenn: Júlíus Brjánsson og Reynir Guðmundsson MAGNÚS INGIMARSSON Fiosi ólafsson leikstýrir verk- inu sjálfur. Hann er hugkvæmur leikstjóri og mörg leikbrögö eru snjöll. Næturdrottningarnar (Elin Arnadóttir og Björg Jónsdóttir) eru frumlegar verur og auka á heildarsvip verksins. Leikmynd og búninga gerði Björn Björnsson og falla þau mjög vel að óperunni, enda kem- ur það sér vel, þar eð litla sviðið býr við þrengsli. Leikiö er ýmist framan við tjaldið eða á sviðsbor- unni aftan við þau. Elin Edda Arnadóttir samdi dansa. Leikarar standa sig með prýöi, er þá átt við sviösleik, söng og allt látbragð, einkum þó Sig- riður Þorvaldsdóttir, sem var hreinasta afbragð. Þau Randver Þorláksson, Ingunn Jensdóttur og Arni Tryggvason sýndu einnig ágætan leik. en sem áður sagði eru hlutverkin mjög misgóö frá hendi höfunda. Ef verkið Ringulreið er skoðaö I 21 atriði, með prolog og epi- log, þá liggur eitt ljóst fyrir, að þar leiðist engum, hvorki leikara né áhorfanda. Hitt er svo annaö mál hvaða feng áhorfandinn tekur með sér heim eftir sýningu, hann sér veröldina ekki i nýju ljósi, svo mikið er vist. Þetta er afþreyingarverk og á liklega að vera það. Ef þeir Flosi og Magnús verða fengnir til þess að semja meira af þessu tagi, gætu þeir lært dálitið af þvi að hafa umræöu um leikinn að sýningu lokinni, þvi menn hafa misjafnar skoðanir og kimnigáfu. Við óskum eftir fjöl- breyttu leikhúsi og spáum Ringulreiðinni langlifi. 10. september. Jónas Guðmundsson Þjóðleikhúsið (litla sviðið) RINGULREIÐ Ópera í 3 þdttum og 21 atriði með prolog og epilog Höfundar: Flosi Ólafsson og AAagnús Ingimarsson Leikmynd: Bjðrn Björnsson Dans: Elín Edda Árnadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.