Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. september 1975. TÍMINN n Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson ^ BRIAN GREENHOFF. ..United er allt- gf að verða betra oa betra" — segir Brian Greenhoff, einn af nýju stjörnunum d Old Trafford BRIAN GREENHOFF er einn af nyju stjörnunum, sem skotiö hafa upp kollinum á Old Traffod. Þessi snjalli miövallarspilari, sem leikiö hefur meö enska lands- iiöinu, sem skipaö er leikmönnum undir 23ja ára aldri, er bróöir fyrirliöa Stoke-liösins Jimmy Greenhoff. Brian Greenhoff, hefur veriö i herbúöum Manchester United sl. sjö árin, og hefur hann leikiö meö öllum beztu leikmönnum United, eins og George Best, Denis Law og Bobby Charlton. Greenhoff segir um United-liöiö i dag: — Þetta er bezta liöiö, sem hefur veriö á Old Trafford sl. sjö ár — og þar er alltaf að verða betra og betra. Manchester United verður I sviðsljósinu I dag, þegar það leikur mjög erfiðan leik á Loftus Road i London, gegn „Spútnik- liöinu” Queens Park Rangers, sem leikur frábæra knattspyrnu. Róðurinn hjá United verður mjög erfiður og má ekki búast við, að leikmenn Manchester-liðsins sæki gull i greipar Q.P.R. — Við búumsf ekki við stórum hlutum, en eitt er vist, aö viö ætlum okkur aðvelgja leikmönnum Q.P.R. vel undir uggum, sagði Tommy Docherty, framkvæmdastjóri United, þegar hann var að leggja af staö meö liðið sitt til London. Hvort reynist haldbetra. raunhyagjan eða hjátrúin? — þegar Keflvíkingar og Akurnesingar mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum d morgun kl. 2 LEIKUR ARSINS fer fram á Laugardalsvellinum á morgun, en þá veröur háöur úrslitaleikur bikarkeppninnar, og eigast viö aö þessu sinni íslandsmeistararnir frá Akranesi og Keflvikingar. Eins og undanfarin ár, þá er þessi leikur hápunktur knatt- spyrnuvertiöarinnar á tslandi, enda veröur mikill hátiöarblær yfir honum. Fyrir Ieikinn veröa leikmenn iiöanna kynntir fyrir heiöursgesti ieiksins, en aö þvi loknu veröur þjóösöngurinn leikinn. Þaö má búast viö mikilli stemningu á leiknum, enda er um litiö annaö rætt i Keflavik og Akranesi en þennan þýöingar mikla úrslitaleik — og mæta Kefl- víkingar og Akurnesingar meö kröftug „klappliö” tii aö hvetja sina menn. Það verður lúðrablástur á Laugardalsvellinum, áður en leikurinn hefst, þar sem skóla- hljómsveit Kópavogs mun mars- era um völlinn. Bæði liöin, Akra- nes og Keflavik, eru, eins og flestir vita, okkar sterkustu félagslið sem hafa I sinum röðum marga landsliðsmenn — og verður þvi um mikla baráttu að ræða. Keflavikur-liöið leikur ekki undir eins miklu álagi og leik- menn Akranes-liðsins, sem stefna að þvi að vinna tvöfalt, þ.e.a.s. bæði deildarkeppnina og bikar- keppnina. íslandsmeistararnir frá Akranesi eru sigurstrang- GISLI TORFASON...veröur hann settur sem tengiliöur? GIsli er mikill baráttumaöur og á eflaust eftir aö gera leikmönnum Akra- ness marga skráveifuna. legri, þar sem þeir hafa i sinum hópi 7 núverandi landsliðsmenn og tvo fyrrverandi, og þaö er vitað, að þar er erfitt aö hamla gegn þeim, þegar þeim tekst aö sýna allar sfnar beztu hliðar. Annars er það svo einkennilegt, að það liö, sem lagt hefur Vlking að velli I bikarkeppninni á undan- förnum árum (6 sinnum á sjö ár- um) hefur orðið bikarmeistari. Samkvæmt þeirri reglu ættu Keflavik að verða Bikarmeistari i ár. Nú er að vita, hvort reynist haldbetra, raunhyggjan eða hjá- trúin? Akurnesingar leika nú i sjöunda skiptið til úrslita i bikarkeppninni (alltaf tapað) og Keflvikingar i annað skiptið — töpuöu fyrir Fram 1973 I fyrsta skiptið, sem þeir léku til úrslita. BIKAR Nýr bikar veröur tekinn i umferö I bikarkeppninni á morgun — mjög glæsilegur og sá stærsti, sem keppt er am i islenzkri knatt- spyrnu. Tryggingamiöstööin gaf þennan nýja bikar, sem sést hér á myndinni fyrir ofan, eins og þann gamla, sem á sinum tima var gef- inn til 15 ára. Urslit i úrslitaleikjum bikar- keppninnar frá upphafi, hafa orð- ið þessi: 1960KR —Fram ...........2:0 — 61KR —Akranes.........4:3 — 62KR—Fram............ 3:0 — 63 KR — Akranes.......4:1 — 64 KR — Akranes.......4:3 5:3 1:0 3:0 2:1 1:1 3:2 2:1 1:0 2:0 2:1 4:1 — 65 Valur — Akran — 66KR —Valur — 67KR —Vikingur — 68 Vestm.ey. —KR (b) — 69 Akurey ri Akran aukaúrslitaleikur: — 70 Fram — Vestm .ey — 71 Vik. — Breiðablik — 72 Vestm.ey. —FH — 73 Fram — Keflavik ... BARÁT TAN UM 1 M ilÐJUNA SKER ÚR UM ÞAÐ c • • • — hvort það verða Keflvíkingar eða Akurnesingar, sem bera sigur úr býtum Eins og fyrri daginn veröur þaö baráttan um miöjuna, sem kemur til meö aö skera úr um þaö, hvort það veröa Keflvikingar eöa Akur- nesingar, sem tryggja sér bikar- inn á Laugardals vellinum á morgun. Þaö veltúr þvi mikiö á aö tengiliöir liöanna standi sig vel. Skagamennirnir Jón Alfreös- son,. Ilaraldur Sturlaugsson og Arni Sveinsson eru liklegri til aö ná völdunum á miöjunni, heldur en Keflvikingarnir Karl Her- mannsson, Grétar Magnússon og Ólafur Júlíusson. Keflvikingar leggja örugglega mikið kapp á, aö ná völdunum á miðjunni, þannig að þeir hafi greiðari aðgang að veikasta hlekk i Akurnesinga-vörninni.Ef þeim tekst það ekki, þá eru sigur- möguleikar þeirra að mestu úr sögunni. Aftur á móti standa Akurnesingar með pálmann i höndunum, ef þeir ná völdunum á miðjunni og stjórna þar með gangi leiksins. Þá skapast fleiri tækifæri fyrir hina liflegu og hættulegu framlinu þeirra. Eins og stendur þá er liklegt, að Skagamenn taki völdin á miðj- unni. Þá er komin upp sú spurn- ing, hvernig eiga Keflvikingar að koma ivegfyrir það? Þegar að er gáð, eiga þeir möguleika á þvi, ef Gisli Torfason, sem stóð sig frábærlega i stöðu tengiliðar með landsliðinu gegn Frökkum, Belgiumönnum og Rússum, verö- ur settur á miöjuna i Keflavikur- liðinu og Astráöur Gunnarsson i stöðu hans sem miðvöröur og leiki við hliöina á Einari Gunn- arssyni.Þá kæmi það sterkast út að Hjörtur Zakaríasson tæki stööu Astráös sem bakvöröur og fengi það hlutverk að gæta Karls Þórðarsonar. Meö þessu geta Keflvikingar stillt upp þremur baráttuhestum á miðjuna — Gisla Torfasyni, Karli Hermannssyni og Grétari Magnússyni. Þeim til aöstoöar verður þá ólafur Júliusson, sem einnig leikur i fremstu viglinu — væntanlega með Steinari Jó- hannssyni og Guöjóni Guöjóns- syni.Þá er annað til I dæminu, að Grétar Magnússon veröi settur sem hægri bakvörður og llilmar Hjálmarsson eöa Jón ólafur Jónssoni fremstu viglinu og Ólaf- ur aftur sem tengiliður. Þannig aö liö Keflavikur verði skipað þessum leikmönnum: Þorsteinn Ólafsson, Grétar Magnússon, Hjörtur Zakariasson, Einar Gunnarsson, Astráöur Gunnars- son, Gisli Torfason, Karl Her- mannsson, ólafur Júlfusson, Steinar Jóhannsson, Guöjón Guö- jónsson og Jón ólafur Jónsson eöa Hilmar Hjálmarsson. Akurnesingar stilla örugglega upp sama liði, sem tryggði þeim Islandsmeistaratitilinn. Það eru þessir leikmenn — Davið Krístjánssoni markinu, Benedikt Valtýsson, Björn Lárusson, Jó- hannes Guðjónsson, Jón Gunn- laugsson, Jón Alfreðsson, Haraldur Sturlaugsson, Arni Sveinsson, Karl Þórðarson, Teit- ur Þóröarson og Matthias Hallgrimsson. Þessir miklu baráttumenn og leiknu leikmenn leika aö öllum likindum sömu stööumarog þeir hafa leikið með liði sinu i sumar. Allt bendir til, að Akranesliðið og Keflavikurliðið verði fullskip- að, og þvi má búast við geysilega jöfnum og skemmtilegum leik. Akurnesingar með sina snjöllu Ieikmenn, og Keflvikingar með hinnmiklabaráttukraft, sem þeir hafa ávallt sýnt, þegar mikið liggur við. Þeir áhorfendur, sem leggja leið sina á Laugardalsvöllinn á morgun, ættu þvi ekki að vera vonsviknir er þeir yfirgefa völl- inn. Góöa skemmtun. Skagamenn leika í gulu — en Keflvíkingar klæðasf hvftum peysum Þaö veröa Akurnesingar sem leika i hinum kunna gula búningi — gular peysur, svartar buxur og gulir sokkar — á Laugardaisvellin- um á morgun, þegar þeir mæta Keflvikingum. Eins og kunnugt er, þá feika bæöi Akurnesingar og Keflvikingar I guluni peysum I keppni — svo aö annaö liöiö þurfti aö vikja. Þaö stóö til aö kasta hlutkesti um, hvaöa liö fengi aö halda gula búningnum — en til þess komþóekki, þarsem Keflvikingar samþykktu aö vikja fyrirSkaga- mönnum. Keflvikingar leika I hvitum peysum, bláum buxum og hvitum sokkum I bikarúrslitaleiknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.