Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 14. september 1975. TÍMINN 15 smá fyrirtæki, sem þurfa að senda menn til Bandarikjanna notfæri sér þessa þjónustu og þá auðvitað i sparnaðarskyni. Okkur er kunnugt um mörg fyrirtæki, sem áður létu starfsmenn sina fljúga með hinum ýmsu félögum, hafa nú beint viðskiptum sinum til Flugleiða. Kynningarstarfið — Með hvaða hætti aflið þið far- þega i flugvélarnar? — Flugleiðir eru mjög þekkt fyrirtæki i Belgiu og Luxemburg eins og það er raunar i öllum ná- lægum Evrópulöndum. — Félagið hefur starfað hér mjög lengi og i harðri samkepþni og það hefur tekizt með látlausri vinnu að auka hlutdeild félagsins i flutningum á farþegum til Bandarikjanna. Þetta er gert með beinum aug- lýsingum ifjölmiðlum, milljónum franka hefur verið varið til aug- lýsinga. Við erum i hjarta borg- arinnar, þar sem allar stærstu ferðaskrifstofur Belgiu hafa sölu- skrifstofur sinar og umboðsmenn okkar eru um allt land. Við höfum samband við þá og allar mögu- legar ferðaskrifstofur og kynnum áætlanir félagsins og gjaldskrár. — En það er fleira, sem gert hefur verið. Árum saman var flugvélum flogið hingað tómum og hálfsetnum til þess að geta boðið upp á fastar ferðir. Þetta kostar mikið fé og þrautseigju. Farþegar skipta nú þúsundum i hverri viku og þeir koma frá þessari skrifstofu og öðrum i Evrópu sem vinna á sama hátt að markaðsleit fyrir félagið. Enginn islendingur á skrifstofunni — Hversu margir vinna á skrif- stofunni i Briissel? — Hér vinna 9 manns. Þetta er nú fremur fámennt starfslið, en er mjög fært i sinu starfi. Núna er háannatiminn og þá verða allir að vera að vinna við að selja farmiða og útfylla þá. Við höfum þjálfað starfslið okkar á sérstakan hátt, allir geta fyrir- varalaust tekið að sér hin ýmsu störf, sem vinna þarf á svona skrifstofu. Hér er sérhæfing þvi ekki eins mikil og hjá öðrum, þar sem menn vinna aðeins ákveðin verk. Með þessu móti næst góður árangur. — Er nokkur fslendingur starf- andi á skrifstofunni i Belgíu? — Nei, þvi miður er það ekki. Þetta er liklega eina Flug- leiðaskrifstofan, þar sem ekki vinna neinir Islendingar. Ástæðan er aðeins sú, að við erum á mjög sérkennilegu tungumála- svæði. Þeir sem hérna vinna verða að vera færir um að tala flæmsku og frönsku. Mjög djúp- stæðar tungumáladéilur eru i landinu. Við verðum að vera til- búin til þess að tala flæmsku við Flæmingja og frönsku við aðra. Það getur verið að maður sem hringir i simann tali flæmsku. Eflaust kann hann lika frönsku, en hann vill bara ekki tala hana og hann leggur bara á, ef honum er ekki svarað á móðurmálinu. Það, sem okkur vantar er fslend- ingur, sem talar bæði þessi mál og auk þess ensku og þýzku. Slik- ur maður er ekki auðfundinn. Lagt upp í ferð í öðru landi — Nú eruð þið með söluskrif- stofu i Belgiu og seljið fólki far i flugvélum, sem leggja upp frá öðru landi.eða Luxemborg. Er það ekki óvenjulegt? — Jú það verður það liklega að teljast, en hér eru sérstakar ástæður. Við erum ekki svo langt frá flugvellinum i Luxemborg. Margir Frakkar verða að ferðast margfalt lengri leið til þess að ná i flugvél, sem fer til Bandarikj- anna. Hér eru járnbrautarsamgöngur og ódýr fargjöld, lika langferða- bilar og góðir, steyptir þjóðvegir. Þetta veldur þvi ekki neinum erfiðleikum. Sígandi lukka — Hver er helzta ástæðan fyrir góðum árangri Flugleiða á þess- um markaði? — Það er einhver tegund að þrautseigju. Þeir hafa haft trú á þessum markaði og hafa unnið hann upp. Það er talið að það taki 4-5 ár að vinna upp gott hótel. Það tekur mun lengri tima. að vinna upp flugfélag. Það hefur verið reynt að efna til samkeppni. Eitt félag var stofnað til að fljúga til Bahama eyja á lágum fargjöld- um, en þeir gáfust upp eftir dálit- inn tima, þvi þeir fengu ekki farþega og höfðu ekki úthald og annað sem þarf til þess að þrauka. Það er eins með flugfélög og önnur fyrirtæki, þau verða sjálf að afla sér markaða. Segja má, að félögin hafi með þvi að verja miklu fé i aug- lýsingar og kynningar, skapað markað sem ekki var fyrir hendi áður og þegar góð uppsöera verður, þá vilja margir vera viðstaddir, sem ekki voru við sáninguna. Flugleiðir hafa farið að þessu með gát og hægt og bitandi hefur markaður okkar aukizt og við höfum skapað verðmæti, sem ekki voru fyrir hendi áður. Þúsundir manna fljúga með okkur yfir Atlantshafið, sagði Antönine Quitard að lokum. -JG. Kennsla að hefjast í Almenna músíkskólanum: Tvær nemendahljóm sveitir í uppsiglingu í skólanum — nemendur ó aidrinum 5 - 50 óra Hinar glæsilegu skrifstofur Flugleiða I Galerie Ravenstein i Briissel. Skrifstofan er á bezta staö i miiljónaborginni. Gatan er yfirbyggð. .✓> PHILIPS kynnir verulega f ramför i lýsingu áftur nú '^|ir' ^ ARGEWTA VENJULEG ARGENTA SUPER LUX KENNSLA i Almenna musikskól- anum hefst þann 22. þ.m., og þar með hefst 4. starfsár skólans, en annað starfsár slðan skólinn fékk hentugt húsnæði fyrir starfsemi slna. Námsefni skólans er nokkuð frábrugðið þvl er aörir tónlistar- skólar kenna, eins og nafnið að vísu bendir til. í stað hins klass- iska kennslukerfis er farið inn á léttari brautir. Starf nemandans frá byrjun liggur að mestu I þjálf- un á léttum lögum sérstaklega völdum, sem svo smá þyngjast með vaxandi getu. Lögin eru tek- in úr mörgum greinum léttrar tónlistar svo sem létt klassísk lög, þjóðlög, jazz og dægurlög, og jafnvel poppunnendur eru ekki afskiptir. Kennt er á öll hljóðfærin I skól- anum eftir nótum, og nótnalestur og undirstöðuatriði I tónfræði eru aukanámsgreinar. Stjórnendur skólans telja full- sannað að fjöldi einstaklinga, börn og fullorðnir, þrá að læra á hljóðfæri til að geta sjálf leikið sinn sjómannavals eða Boogie Woogie, en eru ekki á þessu stigi tilbúin til að mæta Beethoven eða Bach. Raunar er þessi stefna mjög i anda þeirrar virðingar- verðu nýjungar i starfi Sinfónlu- hljómsveitarinnar og Páls P. Pálssonar þar sem eru hinir vin- sælu alþýðutónleikar hljómsveit- arinnar. Þarna er verið að byggja brú yfir jarðfall sem , fram til þessa hefur verið óbrúað. Tilveruréttur þessa skóla sann- ar sig bezt ef litið er á ört vaxandi aðsókn. Nú starfa 16 kennarar meira og minna við skólann. Aldursmunur nemenda er mjög mikill, eða allt frá 5 ára til 50 ára. Nemendahljómsveitir eru tvær I uppsiglingu. Hljómsveit, blönduð harmonikum, fiðlum, glturum og rithma, og svo popp-hljómsveit. Fyrirhuguð er stofnun tveggja hljómsveita, en það eru þjóðlaga- hljómsveit, skipuð strengjahljóð- færum, og blásarahljómsveit með viðfangsefni I jazz og dægurlög- um. Fyrirhugaðir eru nemenda- tónleikar á komandi vori. Þannig líta þær út, þær Ijósaperur, sem algengastar eru hér á landi. Þær eru me8 möttu gleri og Ijósgjafi þeirra er vel sýnilegur í gegnum gleriS, svo a8 birta þeirra er mjög blindandi og skuggamyndun skörp. nú Nútímafólk vill mildari birtu. Því kynnir Philips nú Argenta peruna með opalglerinu. Ljós henar er mun mildara og skuggamyndun mýkri. Philips Argenta er því heimilispera nútímans. Þessu til viðbótar kynnum vi8 Argenta Super Lux peruna, jjaS^erJteilujjeran^ me8 óviSiafnanleqa birtuqlugganum, sem gefur 30% meira l|ós á vinnuflöt- innrniSao^vi^sömu^orkunotkun; Hún er því rétta peran i alla leslampa og loftljós, og þar sem þér getið notað aSeins 40W Arqenta Super Lux þar sem áSur var 60W venjuleg pera (e8a 60W í sta8 75W o.s.frv.), spariS þér virkilega rafmagn. Arqenta Super Lux borgar sig því sjálf. Me8 því a8 velja Philips Arqenta e8a Philips Arqenta Super Lux gjörbreyti8 þér lýsingunni á heimili y8ar. PHILIPS kanntökin átækninni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.