Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 14. september 1975 Menn og málofni Söguleg ákvörðun þings brezku verkalýðssamtakanna Sögulegt þing Undanfarið hefur snjóað i f jöll og verið svalt á morgnana. Timamynd Gunnar öllu betur þykir nú horfa en áð- ur i efnahagsmálum Bretlands siðan þing brezka Alþýðusam- bandsins, sem háð var i fyrri viku, samþykkti með rúmlega tvöföldum meirihluta að styðja þá stefnu rikisstjórnarinnar að næstu tólf mánuði, miðað við 1. ágúst 1975, megi kaup ekki hækka meira en sem svarar sex sterlingspundum á viku, en þó megi engin kauphækkun verða hjá þeim, sem hafi yfir 8500 sterlingspund i árslaun. Þessa kaupbindingu telur rikisstjórnin vera frumskilyrði þess, að hægt verði að ná þvi marki, að næsta sumar verði verðbólgan komin niður i 10% á ársgrundvelli i stað þess, að hún er nú rúmlega 25%. Við þvi hafði ekki verið búizt, að jafn öflugur meirihluti þings- ins myndi lýsa fylgi sinu við þessa stefnu stjórnarinnar. Enn siður mun þó hafa verið búizt við þvi, að sambönd þeirra verkalýðs- félaga, sem greiddu atkvæði á móti, myndu lýsa yfir þvi eftir að málið hafði verið afgreitt, að þau myndu leitast við að fylgja þeirri stefnu, sem þingið hafði mótað. Áður en þingið kom saman, hafði farið fram atkvæðagreiðsla hjá einstökum félögum námumanna, þar sem kom fram yfirgnæfandi fylgi við stefnu rikisstjórnarinn- ar, enda þótt námumenn væru búnir að bera fram miklu meiri kaupkröfur. Þessi afstaða námu- manna mun hafa haft veruleg áhrif á heildarafstöðu verkalýðs- samtakanna. Áhrifamikil ræða Það mun þó vafalaust hafa ráð- ið mestu, að meðal brezkra laun- þega er vaxandi skilningur á þvi, að kauphækkanir i krónutölu er ekki einhlit leið til kjarabóta. Þannig sýna nýjar skýrslur, að siðustu niu mánuðina hefur kaup verkamanna i Bretlandi hækkað um 20%, en þó hefur kaupmáttur þess rýrnað um 7%. Len Murray, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, játaði hreinleg i áhrifa- mikilli ræðu, sem hann flutti á þinginu, að kauphækkanir hefðu átt mestan þátt i verðhækkunun- um að undanförnu. Með þvi að draga úr kauphækkunum væri verið að gera það viðráðanlegt að draga úr verðhækkunum og að ná þannig tökum á verðbólgunni. Ef kauphækkanir héldu áfram eins og verið hefði, yrði útilokað að draga úr verðbólgunni, sam- keppnisstaða brezkra atvinnu- vega myndi halda áframað versna og atvinnuleysið að aukast. Þótt margt mætti finna að þeirri stefnu sem rikisstjórnin hefði mótað, og óneitanlega hlyti hún enn að skerða nokkuð kjör margra, væri hún eigi að siður eina leiöin; sem væri likleg til að leysa vandann. önnur leið væri ekki fyrir hendi til að hamla gegn verðbólgunni og atvinnuleysinu, en að sjálfsögöu yrði að gera margt til viðbótar, og t.d. mætti alls ekki draga úr opinberum framkvæmdum á þessum tima. Margir helztu áhrifamenn inn- an brezku verkalýðssamtakanna tóku i sama streng og Murray. Meðal þeirra var Jack Jones, framkvæmdastjóri Sambands flutningaverkamanna, en hann er nú yfirleitt talinn áhrifamesti leiðtogi brezku verkalýðssamtak- anna. Jack Jones er lika talinn vera sá maður, sem hafi átt mest- an þátt i að móta umrædda stefnu rikisstjórnarinnar i kaupgjalds- málum. Athyglisverður samanburður Alþýðublaðið hefur öðru hvoru að undanförnu verið að kalla núv. stjórn ihaldsstjórn. 1 tilefni af þvi, er ekki úr vegi að minna Alþýðu- blaðið á aðra stjórn og gera samanburð á henni og núv. rikis- stjórn. Á árunum 1967-1969 varð veru- leg rýrnun á viðskiptakjörunum við útlönd, en þó ekki eins mikil og nú. Þá var Alþýðuflokkurinn i rikisstjórn ásamt Sjálfstæðis- flokknum. Þá var gripið til efna- hagsaðgerða, sem höfðu það i för með sér, að stórfellt atvinnuleysi skapaðist i landinu. Vegna at- vinnuleysisins og óttans við það flýðu þúsundir manna úr landi. Stórfelld rýrnun varð á kaupmætti launa, einkum þó hjá láglaunastéttunum. Af hálfu rikisstjórnarinnar var ekkert gert til að bæta hlut lifeyrisþega, enda þótt þau mál heyrðu undir ráðherra Alþýðuflokksins. Til þess að fá kaupmáttaraukning- una litiilega bætta, urðu verka- iýðsfélögin að heyja stærstu og lengstu verkföll, sem um getur hérlendis. tsland átti heimsmet i verkföllum á þessum tima. Þann- ig einkenndust umrædd stjórnar- ár af stórfelldu atvinnuleysi, stór- kostlegum landflótta og mikilli lifskjararýrnun. Þá var þrengt að hinum fátæku meðan hinir riku græddu. Hvað gerir muninn? Hvernig er það ástand, sem er hér nú eftir mun meiri rýrnun viðskiptakjaranna en á umræddu timabili? Atvinna er næg um land allt. Mikilli uppbyggingu er hald- ið uppi nær hvarvetna i byggðum landsins. Ungt fólk tekur sér ból- festu utan þéttbýlissvæðisins i sivaxandi mæli. Þrátt fyrir hina miklu rýrnun viðskiptakjaranna, er kaupmáttur dagvinnutima- kaups verkamanna um 20% meiri en á siðasta heilu stjórnarári viðreisnarstjórnarinnar, árinu 1970. Af hálfu rikisstjórnarinnar hafa verið gerðar sérstakar ráð- stafanir til að bæta hlut hinna lægstlaunuðu (lánlaunabæturn- ar). Lifeyrisbæturnar hafa verið stórlega hækkaðar. Þannig má halda áfram að rekja það, hversu stórfelldur munur er á stjórnar- farinu nú og 1967-1969, hvernig nú er hugsað miklu meira um hag þeirra mörgu og smáu en þá var gert. Ef til vill sýnir það gleggstan muninn, að þá var Island eina landið i Evrópu, þar sem var verulegt atvinnuleysi. Nú er Is- land eina landið I Evrópu, þar sem er næg atvinna. Hvað er það, sem hefur gert gæfumuninn? Ekki er það Sjálf- stæðisflokkurinn, þvi að hann var i stjórn 1967-1969 og er það einnig nú. En þá hafði hann Alþýðu- flokkinn i stjórn með sér, en nú hefur hann Framsóknarflokkinn sem meðstjórnanda. Það gerir muninn. Alþýðan getur dæmt af þessu, hvort betra sé að treysta Framsóknarflokknum eða Alþýðuflokknum. Er lýðræðið á undanhaldi? Þeim spurningum er nu oft varpað fram, hvort lýðræðis- stefnan sé á undanhaldi i heimin- um og hvort einræðisstefnur eins og kommúnismi séu að vinna á. Ályktanir um þetta eru oft dregn- ar af hinum furðulegustu forsend- um, eins og t.d. endalokum Viet- namstyrjaldarinnar. Styrjöldin i Víetnam stóð ekki milli lýðræðis og einræðis, þvi að lýðræði rikti aldrei i Suður-Vietnam og hefði ekki komizt á þar, þótt Saigon- stjórnin hefði haldið velli. Sama er að segja um það, þegar hers- höfðingjar hafa gert byltingu i einhverju Afrikuriki. Þar hefur aldrei komizt á lýðræði, nema að nafni til, og engin skilyrði verið fyrir hendi til þess að lýðræði geti þróazt þar i náinni framtið. Það var bjartsýni, sem ekki byggðist á neinum rökum, þegar forustu- menn þessara þjóða, sem höfðu langflestir menntast i Bretlandi, héldu að þær gætu óöara tekið sér brezka stjórnarhætti til fyrir- myndar. Það þarf áreiðanlega enn margt og mikið að breytast i Afriku og Asiu til þess að þar geti dafnað lýðræði að vestrænni fyrirmynd. Þar eru ekki fyrir hendi þær erfðavenjur, menntun og félagsþroski, sem vestrænt lýðræði grundvallast á. Það er lika tæpast rétt að telja það ósigur lýðræðisins, þegar kommúnismi komst á i Sovétrikj- unum og Kina. 1 hvorugu landinu var lýðræði fyrir, heldur verstu einræðisstjórnir. Bezta stjórnar- formið Landvinningar lýðræðisins i náinni framtið verða ekki fólgnir i þvi, að það færi út landamæri sin, heldur að það reynist áfram starfhæft i þeim löndum, þar sem það hefur fest rætur, og að það hafi bein og óbein áhrif á stjórnarhætti einræðisrikjanna á þann hátt, að persónufrelsi og önnur mannréttindi verði aukin, t.d. I áföngum. Til þessa eiga lýð- ræðisrikin að geta haft sæmileg skilyrði. Efnahagskreppan, sem nú rikir i heiminum, er að visu lýðræðisrikjunum nokkurt áfall, einkum þó atvinnuleysið. Þrátt fyrir það eru almenn lifskjör yfir- leitt stórum betri i lýðræðisrikj- unum en t.d. kommúnistarikjun- um, auk þess sem persónufrelsi er á allan hátt meira. Af hálfu lýðræðissinna er þessu ekki nægi- lega haldið á lofti. Þegnar lýðræðisrikjanna gætu þvi ekki á neinn hátt hagnazt á þvi, að hverfa frá lýðræöi til kommúnismans eða annarrar tegundar af einræði. Það, sem lýðræðissinnum ber að gera, er að benda ekki siður á það, sem betur fer, en hitt, sem miður fer, þótt þvi megi sizt af öllu gleyma, held- ur að vinna að endurbótum á þvi. Slikur samanburður sýnir ótvi- rætt yfirburði lýðræðisins fram yfir önnur stjórnarform, þótt auð- velt sé að benda á ýmsa galla þess. Óbein óhrif Þótt lýðræðissinnar stefni ekki aö þvi, aó færa út landamæri lýð- ræðisins með valdi, geta þeir með fordæmi sinu og breytni haft bæt- andi áhrif á stjórnarfar kommúnistarikjanna og annarra einræðisrikja. Ótvirætt eru persónufrelsi og mannréttindi meiri nú i Sovétrikjunum en var i tiö Stalins. Tvimælalaust er þar m.a. um að ræða óbein áhrif frá lýðræðisrikjum og auknum sam- skiptum þeirra og Sovétrikjanna. Sama gildir um önnur lönd Aust- ur-Evrópu. Þvi má segja, að hér sé lýðræðið að vinna á með þess- um hætti. Vonandi verður það t.d. einn aðalárangur Helsinkifundar- ins, að ályktun hans um mannleg samskipti stuðli að þvi, að gera skipulagið i kommúnistalöndun- um mannlegra og frjálsara. Lýðræðisstefnan getur unnið mikla sigra með þvi að hafa þannig áhrif á þróunina i einræðislöndunum. Blaðaútgófa fjóraflamanna Aukið f jör er að skapast i blaða- heiminum islenzka sökum klofn- ings þess, sem hefur risið upp i röðum þeirra fjáraflamanna, sem undanfarið hafa staðið að út- manna hefur myndazt ósam- komulag sem virðist meira sprottið af persónulegum en mál- efnalegum ágreiningi, enda báðir hóparnir skipaðir eindregnum Sjálfstæðisflokksmönnum. Ágreiningurinn hefur nú leitt til þess, að sá hópurinn, sem undir varð, hefur hafið útgáfu á nýju blaði, sem mun koma út eftir há- degið, og keppa um siðdegis- markaðinn við Visi. Báðir hóp- arnir virðast vel fjársterkir og virðist hörð og söguleg sam- keppni geta verið hér i vændum. Af hálfu beggja þeirra hópa fjáraflamanna, sem hér um ræð- ir, virðist eiga að leggja áherzlu á þann áróður, að þeir fórni bæði vinnu og fjármunum i þeim til- gangi einkum að tryggja óháða blaðamennsku. Aö sjálfsögðu er það fallegt hlutverk að vilja tryggja óháöa blaðamennsku. En eru fjárafla- menn, sem allir fylgja einum og sama flokknum, vænlegustu mennirnir til að tryggja óháða blaðamennsku? Ef byggt er á er- lendri reynslu, eru þau blöð, sem fjáraflamenn eru kenndir við, sizt óháðari eða frjálsari en hin, sem viss samtök eða flokkar gefa út. Yfirleitt styöja þau ákveðna flokka og stefnur og allajafnan þá flokka, sem hlynna bezt að fjár- aflamannastéttinni. Yfirlýsing- arnar um frelsi þeirra eru álika gæra og þegar t.d. öfgaflokkar nefna sig nöfnum, sem eru miðuð við það að leyna markmiðum þeirra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.