Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 16. september 1975 Nýtfzkuleg Britannia A brezkum smápeningum hefur lengi verið mynd af sthlku, sem á að vera tákn landsins. NU hefur ungur listamaður tekið sig til og gert þessa mynd heldur nhtimalegri, en hUn hefur verið á peningunum. Listamaðurinn heitir Eddie Butler, og hér sjáið þið, hvemig hann hugsar sér Britanniu, og við hliðina á bronsstyttunni sjáið þið svo augiysingafyrirsætuna Pat Wheeldon, sem aðstoðar við að kynna þessa nyju styttu. Umdeild bók: Fvrsta skiptið » — Allsérstæð bdk kom út i Bandarikjunum nú mjög nýlega, en hún nefnist: Fyrsta skiptið. Eru þetta tuttugu og átta viðtöl við frægar og þekktar persónur i Banda- rikjunum, leikara og skemmti- krafta. Þar tala þeir mjög hreinskilnislega um sina fyrstu kynferðisreynslu og koma þar margir kátbroslegir og furðu- legir hlutir i Ijós. Eitt af viðtölunum er t.d. viö hina frægu sexbombu, Mae West, sem nú er áttatiu og þriggja ára en ekki aldeilis dauð úr öllum æðum enn. Þá er einnig rætt við pianóleikarann Liber- ace, leikkonurnar Dyan Cannon og Debbie Reynolds, en Debbie Reynolds hefur, eins og kunnugt er, verið fyrirmyndar-Banda- rikjastúlka og leikið margar slikar i kvikmyndum. Hún seg- ist ekkert hafa vitað um kynlif, þegar hún giftist Eddie Fischer 23 ára gömul, en svo hafi það einnig verið með móðir hennar og ömmu. Þá er einnig viðtal við rit- höfundinn Clifford Irving, sem frægur varð, þegar hann skrif- aði ævisögu margmilljónerans Howard Hughes, sem reyndist svo byggð á fölskum forsendum. Marga fleiri mætti telja, en bók þessi hefur vakið mikla athygli og umtal, siðan hún kom út í New York fyrir nokkrum dög- um. & Liz olli uppþoti við grátmúrinn Liz Taylor olli uppþoti fyrir nokkrum dögum við grátmúrinn i Jerusalem. Hún er Gyðinga- trúar og af þeim sökum heim- sótti hún grátmúrinn, er hún kom til Jerúsalem, og ætlaði að biöja þar fyrir friði i heiminum. Mikill fjöldi fólks safnaðist þegar saman i kring um hana og endaði það með þvi, að öryggis- verðir urðu að koma á vett- vangogfara inn á kvennasvæðið við múrinn, en það gátu trúar- leiðtogar á staðnum ekki sætt sig við. Endaði þetta með handalögmáli milli trúarleið- toga og öryggisvarða og þar með endaði heimsókn þessarar frægu leikkonu i algjöru uppþoti. Varð þvi litið úr þvi, að hún gæti beðið um frið á jörðu. Að losna við nokkur pund /y og drekka mjólkurhristing Þá er komin nýjasta uppskriftin að góðum megrunarkúr. Þið eigið i tvo daga að nærast ein- göngu á mjólkurhristing og vatni, og þá megiö þið búast við að léttast um 3-4 pund. Þið gerið meira en að léttast, þvi húðin verður fegurri, hárið fer að glansa og þið verðið ekki eins þreytt og ella, vegna þess hversu kalk þið fáið þessa tvo daga. Fyrsta daginn verður mat- aræðið þá svona: Banana- hristingur: Kremjið hálfan banana og setjið vanillu út i og eitt egg Þeytið þetta saman við bolla af mjólk, helzt i hristara. Appelsinuhristingur: Hristið saman hálfan bolla af mjólk, hálfan bolla af appelsinusafa og eitt egg. Kryddið með muskati. Borið fram kælt. Kaffihrist- ingur: Hristið saman bolla af mjólk, eina teskeið af kaffidufti, eina teskeið af hunangi, eina te- skeið af vanilludropum. Rifið Súkkulaði Út i. H ristingur: Takið sæmilegan skammt af vanilluis, og fyllið siðan stórt glas af mjólk, ofan á þetta er sett limonaði. Hristist vel saman. Annar dagur: Ananashristingur: Þrjár mat- skeiðar af ananassafa, einn bolli af mjólk. Bætið út i þeyttum rjóma og söxuðum hnetum. Ferskjuhristingur: Takið eina ferskju, setjið hana i glas. Bætið út i vanilluis, og siðan mjólk og sódavatni til helminga i stórt glas. Rifsberjahristingur: Merjið niðursoðin eða ný rifs- ber, eina matskeið, og bætið út i svolitlum safa, ef þau eru niður- ioðin. Siðan er hristur út i bolli ai mjólk og rifsberja,- eða jarð- arberjajúgurt. Aspashrist- ingur: Takið litla dós af niður- soðinni aspassúpu og einn bolla af mjólk. Hristið þetta saman og saxið persili út i. Egg og Koniakshristingur: Hristið saman mjólkurbolla og tvær eggjarauður og eina matskeið af koniaki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.