Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 14
14 TíjVPNN LÖGREGLUHA TARINN eftir 17 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal símanum væru einn og hinn sami, þá væri La Bresca og maðurinn sem myrti lögreglafulltrúann lika einn og sá sami. Þá var orðið vel við hæfi að fara með lygalaupinn á stöðina og bóka á hann morð. Þá áttu þeir eftir að f inna sér eitthvert sönnunargagn, sem gæti staðizt fyrir rétti. Sama hvað það var. Nei. — þeir yrðu hraktir út úr dóm- salnum strax í fyrstu yfirheyrslum með háðsglósum og spotti. Stundum gengum mönnum allt á móti. Þess vegna var það, að eftir f immtán mínútna þvælu og flóknar spurningar, sem áttu að rugla og þvæla La Bresca þá voru þeir engu nær en f yrr um daginn. Brown beitti til fullnustu rökvfsum spurningamáta sínum og Willis skaut inn einni og einni spurningu. Eini munurinn var sá, að lögreglufulltrúinn var dauður. Þess vegna þökkuðu þeir f rú La Bresca f yrir að haf a hleypt þeim inn, tóku í hönd sonar hennar, báðust afsökunar á að hafa dregið hann fram úr rúminu, óskuðu honum heilla í nýja starf inu, buðu svo enn einu sinni góða nótt og gengu út úr húsinu. Þeir heyrðu f rú La Bresca læsa eldhúsdyr- unum að baki sér. Svo gengu þeir niður viðarþrepin og út i átt að lögreglubílnum, sem þeir höf ðu lagt hinum megin götunnar. Aðsvo búnu setti Willis bifreiðina í gang og setti mið- stöðina á. Báðir mennirnir töluðu saman í f ullum trúnaði svolitla stund og ákváðu að biðja f lokksforingjann leyf is um að hlera síma La Bresca næsta dag. Því næst fóru þeir heim. XXX Það var bæði kaltog dimmt í húsasundinu þar sem Steve Carella lá á annarri hliðinni í töturlegum vetrar- frakka. Febrúarsnjónum var búið að moka upp að öðrum veggnum í sundinu og hann var nú grár af borgarrykinu. Örf ínt lag af ryki og skít var ofan á snjó- breiðunni. Carella var í tvennum ullarnærfötum og dúnfylltu vesti. Auk þess var hann með lítið hitatæki innan á sér til að verma hendurnar. Tækið hélt sæmilega heitu undir frakkanum, en þrátt fyrir þetta var honum kalt. Snjóskaflinn andspænis honum jók enn á kuldann. Carella var meinilla við allan snjó. Hann minntist þess að vísu, að í barnæsku sinni átti hann sleða, og renndi sér af hreinni barnslegri kátínu niður allar brekkur. En í Ijósi þess sem hann upplifði nú fannst honum þessi endurminning eins og fáránlegur heilaspuni. Snjór var bæði kaldur og blautur. Öbreyttir borgarar urðu að moka hann, starfsmenn hreinsunardeildarinnar urðu að keyra hann að River Dix. Snjór var djöfuls vandræðavaldur. Allt var þetta bölvað og f jandalegt. Þó var því ekki að neita, að lika bryddaði á f yndninni. Það var vegna þess skoplega að Steve Carelia lá úti í köldu og myrku húsa- sundi um hánótt, meðan ekki var hundi út sigandi. (Auðvitað hafði hann líka fengið FYRIRSKIPUN um að liggja í köldu og dimmu húsasundi. Hann vann hjá ágætis flokksforingja, manni að nafni Peter Byrnes. Byrnes ætti að koma og liggja í köldu og dimmu húsasundi eitt- hvert kvöldið). Það-skoplega var, að Carella var ekki staddur í banka — í þeirri von að hindra margmilljón dollara rán, né heldur var hann í sælgætisbúð að reyna að hafa hendur í hári alræmds hrings alþjóðlegra eitur- lyf jasmyglara. Hann var ekki einu sinni í baðherbergi gamallar piparjónku í von um að hafa hendur í hári ein- hvers kynferðisofstopamanns. Hann lá hér í köldu og dimmu húsasundinu vegna tveggja f lakkara, sem kveikt hafði verið í. Það var það fyndna. Að vísu var ekkert fyndið við að kveikt hafði verið í mönnunum. Það var mjög alvarlegt mál. Það fyndna var að bæði voru fórnarlömbin flakkarar. Frá því Carella mundi fyrst hafði lögreglan barizt heilögu stríði gegn flökkurum og rónum borgarinnar. Handtekið þá, sett þá í fangelsi, lát- ið þá lausa, handtekið þá á ný og þannig koll af kolli. Nú var lögreglan búin að fá til liðs við sig tvo góðgerðar- menn, sem af örlæti sínu reyndu að losa götur borgarinn- ar við alla róna með því að kveikja í þeim. Hvernig brást svo lögreglan við? Lgöreglan gerði sér lítið fyrir og setti einn sinn bezta mann inn i kalt og dimmt húsasund. Þar mátti hann liggja á annarri hliðinni og horfa á skítugan snjóskaf I á meðan hann vonaðist til að geta gómað þessa náunga, sem ábyrgir voru f yrir því að bera eld að rónum og öðrum umkomulausum lýð. I þessu var ekki til snef ill af cökvísi eða hugsun. Það var skemmtilegt umhugsun- ar. Margt sem tengt er lögreglustarfinu er skemmtilegt. Það var til dæmis án efa skemmtilegra að liggja hér hálffrosinn heldur en að vera heima í hlýju rúmi með blóðheitri konu. Það var svo skemmtileg hugsun, að K I K U B B U Brennandi Borgaraleg handtaka.. Bankaræningjar Uy Er þetta^5| Þ^eitthvert lif?i i|j|| A morgun: Sfðasta tilraunin Þriöjudagur 16. september 1975 ÞRIÐJUDAGUR 16. september 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt meö blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeóddrakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (10) Einnig les Ingibjörg Stephensen ljdð eftir Þeódórakis og flutt verður tónlist eftir hann. 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlista. „Á krossgöt- um”, hljómsveitarsvita eftir Karl O. Runólfsson. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur, Bohdan Wodiczko stj. b. Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir dr. Hallgrim Helgason. Höf- undur leikur á pianó. c. Stef og tilbrigði fyrir kammer- hljómsveit eftir Herbert H. Agústsson. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur, Alfred Walter stj. d. Liljukórinn syngur undir stjórn Jóns Asgeirssonar lög eftir Sig- fús Einarsson, Áskel Snorrason og Bjarna Þor- steinsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Slðdegispopp. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagán: „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dickens Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Trú, töfrar, gaidur. Haraldur Ólafsson lektor flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 tJr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Frá tónlistarhátiðinni i Bergen i mai sl. Marina Horak og Hakon Austbö leika Konsertfyrir tvö pianó eftir Igor Stravinsky. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.úlfur Hjörvar les þýð- ingu slna (15). 22.35 Harmonikulög André Verchuren leikur. 23.00 -A hljóðbergi Teboðið brjálæðislega og aðrir leiknir kaflar út Lisu i Undralandi eftir Lewis Carroll. Með hlutverk Lisu fer Joan Greenwood: sögu- maður er Stanley Holloway. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 16. september 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir. Þýzkur fræðslumyndaflokkur. 7 þáttur. Þýðandi Auður Gestdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 21.50 Svona er ástin. Banda- rlsk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Einsöngur i sjónvarps- sal.Ungur, breskur bariton- söngvari, Simon Vaughan, syngur vinsæl lög m.a. eftir Italska og bandariska höfunda, við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, pianóleikara . Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.55 Orloff-hesturinn. Finnsk fræðslumynd um sögu Or- loffhestakynsins, sem rússneskur hershöfðingi ræktaði fyrir löngu út af arabiskum gæðingi og hefur nú dreifst viða um heim og notið mikillar hylli hesta- manna. 22.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.