Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. september 1975 TÍMINN T5 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson - - Þjdlfar Tony Knapp Kefla- víkyriiðíð — næsto keppnistímabil? Guðni ætlar að taka fram knattspyrnuskóna VERÐUR Tony Knapp þjálf- ari Keflavikurliðsins næsta keppnistimabil? Þær sögu- sagnir eru nú á kreiki, að Tony Knapp, landsliðsþjálfari og þjálfari KR-liðsins, muni ekki verða með KR-liðið næsta keppnistimabil. Samningur Knapps við KR er útrunninn, og ætlar hann að dveljast hér á landi næstu daga og hvilast eftir átök sumarsins — siðan mun hann fara til Englands og taka sér góða hvild frá knatt- spyrnunni. Uppi eru nú raddir um,að Tony Knapp muni fara til Englands með tilboð frá Keflvikingum upp á vasann — og komi hingað næsta sumar til að þjálfa Keflavikurliðið. Guðni Kjartansson, sem Keflvikingar binda miklar vonir við sem framtiðarþjálf- ara Keflavikur-liðsins, hefur ákveðið að setjast á skólabekk i vetur — þ.e.a.s. fara i þjálf- araskóia KSl, sem verður starfræktur i vetur. Þótt Guðni fari i þjálfarskólann, er óvist,að hanntakiað sér þjálf- un næsta keppnistimabil, þvi að hann hefur mikinn hug á að taka aftur fram skóna og byrja að leika með Keflavik- urliðinu næsta sumar. En Guðni hefur átt við meiðsl að striða undanfarin tvö keppnis- timabil, og hefur þvi ekki get- að leikið knattspyrnu. Hann er nú að verða góður af þeim meiðslum. STJÓRN K.S.t. er nú að kanna möguleika á að fast- ráða þjálfara, sem mun vænt- anlega þjálfa á vegum sam- bandsins næsta sumar. Ef af þvi verður, þá mun sá þjálfari verða þjálfari landsliðsins og unglingalandsliðsins, jafn- framt þvi sem hann mun halda þjálfaranámskeið á vegum sambandsins viðs veg- ar um landið. —SOS BIKARINN TIL KEFLAVÍKUR Hjátrúin reynd- ist haldbetri — þegar Keflvíkingar sigruðu íslandsmeistarana frá Akranesi (1:0) í afspyrnulélegum úrslitaleik. Furðuleg ráðstöfun George Kirby, þjálfara Akurnesinga. Hann lét landsliðsmenn- ina Teit Þórðarson og Björn Lárusson ekki byrja leikinn ÞEIRRI spurningu var varpað fram á Iþróttasiðunni á laugardaginn, hvort hjátrúin reyndist e.t.v. haldbetri en rökhyggjah, þegar spjallað var um bikarúrslitaleik Keflavlkur og Akraness. Vissulega voru Skagamenn sigurstranglegri, þegar aö þvl var gáð, að þeir flögguöu með 7 landsliðsmenn og höfðu tryggt sér tslandsmeistaratitilinn fyrir stuttu. En á þaö var jafnframt bent, að þau lið, sem sigrað hefðu Vlking I Bikarkeppninni, bæru nær undantekningarlaust sigur úr býtum I keppninni. Og hvernig fór svo á Laugardalsvellinum á sunnudaginn? Hjátrúin reyndist haldbetri. Keflvlkingar, sem lögðu Vlkinga að velli, sigruðu óvænt Skagamenn, sem áttu mun meira i leiknum. Það vakti geysilega athygli á sunnudaginn, þegar nöfn leik- manna Akraness-liðsins voru til- kynnt, að George Kirby, hinn snjalli þjálfari Skagamanna, tefldi ekki fram landsliðsmönn- unum Teiti Þórðarsyni og Birni Lárussyni. Þetta var mjög vafa- söm ráðstöfun i svo þýðingar- miklum leik, sem var hápunktur knattspyrnuvertfðarinnar. Kirby tók þá áhættu að geyma trompin á hendi, þar til undir lokin. Þar gerði hann sin stærstu mistök við spilaborðið — þessi snjalli „pók- erspilari” vaknaði upp við vond- an draum, þegar hann loksins lagði trompin — Teitog Björn —á borðið. Spiliö var tapað, þeir Guðni Kjartansson og Jón Jó- •< m ÞORSTEINN ÓLAFSSON átti stórleik I Keflavlkurmarkinu. Hér sést hann slá knöttinn frá Teiti Þórðarsyni (13). Astráður Gunnarsson og Matthias Hall- grlmsson fylgjast með. (Tima- mynd: Róbert). hannsson, þjálfarar Keflavlkur- liðsins, stóðu upp frá borðinu sem sigurvegarar. — Það var baráttan, sem dugði, sagði Einar Gunnarsson, fyrirliði Keflavikurliðsins, eftir leikinn. Það var rétt hjá Einari, baráttan dugði Keflvikingum i leiknum, gegn hinu léttleikandi Akranes-liði, sem náði aldrei að brjóta niöur Keflavikur-liðið, þrátt fyrir margar stórhættuleg- ar sóknarlotur. Teitur Þórðarson, hinn harðskeytti sóknarleikmað- ur Skagamanna, var fjarri góðu gamni i fyrri hálfleik — það var ekki fyrr en hann kom inn á i sið- ari hálfleik, að sóknaraögeröir Skagamanna urðu beittari, og ekki urðu þær verri, þegar Björn Lárussonvar settur inn á. En það var bara of seint, þvi að örvænt- ingin var byrjuð að gripa um sig I herbúðum Skagamanna, sem aldrei hafa náð að sigra I bikarUr- slitaleik, þrátt fyrir 7 heiöarlegar tilraunir. Einar Gunnarssonog Þorsteinn ólafsson voru hetjur Keflavlkur- liðsins. Þorsteinn var eins og klettur I markinu, og Einar skor- aði hið þýðingarmikla mark, sem færði Keflvíkingum bikarinn. Það kom á 35. min. leiksins, þegar Hjörtur Zakariasson sendi knött- inn til Einars — Einar lék á einn varnarmann Skagamanna og þrumaði knettinum að marki. Knötturinn snerti Steinar Jóhannsson.og af honum þeyttlst hann I net Skagamanna — hafnaði neðst við markstöngina, óverj- andi fyrir Hörð Helgason, mark- vörð Skagamanna. Aðeins tveim- ur mín. slðar munaði ekki miklu, að Jón ólafur Jónsson skoraði annað mark fyrir Keflvlkinga. Hann átti þrumuskot með vinstra fæti — snúningsbolta — sem Hörðurnáði að slá upp I þverslá og Ut. Eftir þetta sóttu Skaga- menn I sig veðrið og sóttu stlft, en Þorsteinn ólafsson, markvöröur Keflvikinga, kom i veg fyrir að þeim tækist að skora — hann átti stórleik I markinu. Annars var þessi bikarúrslita- leikur afspyrnulélegur, og átti veðrið — strekkingsvindur Ur suðri og kuldi — mikinn þátt I þvl. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn, og skilaði hann hlutverki slnu mjög vel, fyrir utan ein mistök — þegar hann sýndi Jóni Gunn- laugssyni gula spjaldið, eftir aö hann mótmælti grófu broti eins Keflvikingsins, sem MagnUs hafði sleppt. i.Éa mun oldrei aleymo bessu marki" — sagði Einar Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins EINAR GUNNARSSON og ÞORSTEINN ÓLAFSSON voru hetjur Keflavikur-liðsins á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. Þessir tveir leikmenn voru beztu leikmenn vallarins — báru af öðrum leikmönnum. — Það var æðis- leg tilfinning að horfa á eftir knettinum og sjá hann hafna i netinu, sagði hinn kraftmikli Einar Gunnarsson, sem tryggði Keflvikingum sigur með góðu marki. — Ég mun aldrei gleyma þessu marki, sérstaklega þar sem það var það eina i lcjknum og tryggði okkur bikarinn, sem við höf- um beðið svo lengi eftir. — Þetta gerðist svo snöggt. Ég fékk knöttinn, lék nokkra metra að markinu, og skaut. Já, og svo notaði ég Steinar sem batta, sagði Einar eftir leikinn. Þetta mark Einars var kórónan á leik hans með Keflavikurliðinu i sumar, en hann hefur leikið mjög vel á þessu keppnistimabili — bar- áttuglaður leikmaður, sem gefur ekkert eftir. Þáttur Þorsteins ólafsson- ar, markvarðar, sem sýndi það I leiknum, aðhann er okk- ar bezti markvörður, var ekki minni. Þorsteinn, sem er ró- legur og yfirvegaður, sýndi hvað eftir annað mikið öryggi, þegar hann stöðvaði fjölmarg- ar sóknarlotur Skagamanna á siðustu stundu, með þvi' að góma knöttinn örugglega. Það fór ekki á milli mála, að Þor- steinn Ólafsson var maður leiksins, ásamt Einari Gunn- arssyni. —sos GEIR HALLGRIMSSON forsætisráðherra sést hér afhenda Einari Gunnarssyni, fyrirliða Keflvlkinga, hinn fagra bikar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.