Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 16
16 TtMINN Þri&judagur 16. september 1975 ÍSLENZKU FALLBYSSURNAR í SVIÐSLJÓSINU þegar Dankersen og Göppingen mættust ISLENZKU fallbyssurnar ólafur Jónsson, Axel Axelsson og Gunnar Einarsson voru i sviös- ljósinu i V-Þýzkalandi u.n helg- ina, þegar Hankersen og Göpp- ingen leiddu saman hesta sina. Ólafur Jónsson var i essinu sinu, skoraöi 7 glæsileg mörk i leikn- um, sem lauk með sigri Panker- sen, 24:20. Axel Axelsson átti ró- iegan dag, enda fer hann sér hægt þessa dagana — cr að jafna sig eftir meiösl I hendi, sem hann hlaut á siðasta keppnistimabili. Hann átti þó góða spretti, og þess verður öruggiega ekki langt að blða, að hann komist I sitt gamla góða form. Gunnar Einarsson bar höfuð og herðar yfir leikmennina i Göpp- ingen-liðinu, sem er I miklum öldudalum þessar mundir. Gunn- ar átti stórleik — skoraði 9 mörk i leiknum, flest með slnum lúmsku og glæsilegu langskotum. Það er nú útséð um að Göpping- en komi hingað til lands i boði 1R- inga. IR-ingar eru þvi byrjaðir að leita fyrir sér annars staðar — á Norðurlöndunum — en sem stendur er ekki útlit fyrir að þeir geti fengið lið til að koma hingað, þar sem fyrirvarinn er mjög stuttur. —SOS ÓLAFUR.... var I miklum ham gegn Göppingen. TEKST STJÖRNULIÐI CELTIC... PELE SÝNDI LÍTIÐ 50 þús. áhorfendur komu til að sjá knattspyrnusnillinginn Pele leika listir sinar i Rómaborg á laugar- daginn, þegar lið hans, Cosmos frá New York, lék gegn Roma. Pele og félagar hans töpuðu — 1:3. Hinir fjölmörgu áhorfendur, sem sáu leikinn, sneru vonsviknir heim — Pele sýndi Htið i leiknum. • • • YFIR- BURÐIR KIEV- LIÐSINS SPÚTNIKLIÐIÐ Dynamov Kiev, sem vann glæsilcgan sigur (1:0) I leik gegn Bayern Múnchen i s.l. viku, hefur mikla yfirburði i bar- áttunni um meistaratitil Sovét- rikjanna. Kiev-liðið hefur hlotið tlu stigum meira en næsta lið I 1. deiidar keppninni þar. • • • LEIKUR BÁÐA LEIKINA Á ÚTI- VELLI KÝPUR-LIÐIÐ Paralimni Famagusta, sem leikur gegn v- þýzka liðinu Ouisburg i UEFA- bikarkeppni Evrópu, leikur báða leiki sina I keppninni I V-Þýzka- landi. Kýpur-liðið varð að sætta sig við stórtap (1:7) gegn Duis- burg á sunnudaginn i Duisburg. Liðin mætast aftur i kvöld i Obcr- hausen. • • • REYKJAVÍK SIGRAÐI REYKVÍKINGAR báru sigur úr býtum, þegar þeir mættu úrvals- liði af landsbyggðinni i frjálsum iþróttum um helgina. Reykvik- ingar hlutu 287 1/2 stig gegn 273 1/2 stigi frjálsiþróttamanna af landsbyggðinni. JÓHANNES EÐVALDSSON...........leikur I hinum fræga Celtic-búnlngi gegn félögum slnum úr Val á Laugardalsvellinum I dag kl. 18. ...að leggja Valsmenn að velli? — þegar Celtic mætir Valsmönn- um á Laugardalsvellinum í dag — VIÐ ætlum okkur að velgja þeim undir uggum, sagði Joe Gilroy, þjálfari Valsmanna, þegar hann var spurður um möguleika Vals gegn skozka stórliðinu Celtic. — Valsliðið hefur ekki enn tapað leik á heimavelli í Evrópu- keppni, og það verður eng- in breyting þar á, þegar Valsliðið leikur gegn Cel- tic, sagði Gilroy. Valsmenn verða í sviðsljósinu á Laugardalsvellinum í dag kl. 18 — þegar þeir mæta stjörnuliði Celtic, sem flaggar með fyrrum fyrir- liða þeirra, Jóhannes Eð- valdsson. Það má búast við fjörugum og skemmtilegum leik — miklum baráttuleik af hálfu Valsmanna, sem hyggjast selja sig dýrt. Þeir ætla að halda sinu striki — að tapa ekki heimaleik i Evrópu- keppni. Leikmenn Celtic eru á öðru máli, þeir eru ákveðnir i að iáta Valsmenn ekki vera ósigraða á Laugardalsvellinum lengur i Evrópukeppninni. Knattspyrnuunnendur geta stutt við bakið á Valsmönnum með þvi að fjölmenna á völlinn og hvetja þá til dáða. Eins og fyrr segir, þá hefst leikurinn kl. 18 á Laugardalsvellinum. —SOS MÓTHERJAR KEFLVÍKINGA UNNU GÓÐAN SIGUR — þegar þeir skelltu Aberdeen (3:1) á Pittodrie- leikvellinum í Aberdeen LEIKMENN Dundee Unit- ed, mótherjar Keflvíkinga í Evrópubikarkeppninni, unnu góðán sigur (3:1) í leik gegn Aberdeen á Pitto- drie-leikvellinum í Aber- deen á laugardaginn. Unit- ed-liðið, sem er talið lið framtiðarinnar í Skot- landi, er nú í öðru sæti í skozku „Premier"-deild- inni. Það voru þeir Sturr- ock, Hegarty og Copland, sem skoruðu mörk Dundee United. Willie Young, leikmaður Aber- deen, var i sviðsljósinu i leiknum, en hann er einn af 5 leikmönnum Skotlands, sem voru dæmdir i ævilangt leikbann. Youngkastaði peysunni sinni i framkvæmda- stjóra Aberdeen, Jimmy Bont- hrone.eftir að honum hafði verið skipt út af. Iúrslit i ,,Premier”-deildinni urðu þessi á laugardaginn: Aberdeen—Oundee Utd......1:3 Pundee — Hearts..........2:3 Ilibs—Ayr................1:0 Motherwell—Celtic........1:1 Rangers—St.Johnstone......2:0 Celtic-leikmaðurinn Callaghan misnotaði vitaspyrnu, þegar Cel- tic gerði jafntefli við Motherwell. Kenny Palglish, hinn snjalli leik- maður Celtic, skoraði rnark liðs- ins. Þeir Colin Stein og Derek Johnstone skoruðu mörk Glasgow Rangers. Staðan er nú þessi i „Premier”- deildinni: Rangers ... .3 3 0 0 6:1 6 Pundee Utd.... ....3 2 0 1 4:2 4 Ilibs ....3 2 0 1 2:1 4 Celtic ....3 1 1 1 6:3 3 Ayr 3 1 1 1 2:2 3 Motherwell .... ....3 0 3 0 4:4 3 Hearts ....3 1 0 2 3:5 2 St. Johnstone .. .... 3 1 0 2 1:3 2 Pundee .. . .3 1 0 2 5:9 2 Aberdeen 3 0 1 2 5:8 1 Standard Liege er komið á skrið... — en Charleroi tapaði á heimavelli ASGEIR Sigurvinsson og félagar hans í Stand- ard Liege unnu góðan sigur (1:0) í leik gegn CS Bruggeá laugardaginn i 1. deildar keppninni í Belgíu. Það er greini- legt, að Liege-liðið er nú að ná sér á strik, eftir slaka byrjun. Það er ekki hægt að segja sömu sögu um Sporting Charleroi, liðið sem Guðgeir Leifsson leikur með. Charleroi tapaði enn einum leiknum á laugardaginn, og það á heima- velli — 0:1 gegn Beveren.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.