Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. september 1975. TÍMINN 9 Likan þaö af Vallanesi, sem dr. Kristján Eldjárn færði Vestur-ls lendingum aö gjöfi sumar, sýnir, hvernig þar var umhorfs í fyrri daga. Vönduð heildarútgáfa á verkum Jakobs Thorarensens þar á meðal leikrit, sem ekki hefur áður verið prentað KOMIN ERU út hjá Almenna bókafélaginu skáldverk Jakobs Thorarensens i vandaðri heild- arútgáfu, sem telur sex bindi. En úrval kvæða hans og sagna, sem áður hafa birzt, svo og ritsafnið Svalt og bjart, eru nú uppseld. Einar Benediktsson likti Jakobi Thorarensen við Knut Hamsun, aðrir hafa kallað hann einfarann meðal islenzkra skálda. Með þessu siðarnefnda mun tæpast hafa verið átt við það að Jakob hafi skort lýðhylli, þvi að lesenda- hóp átti hann bæði traustan og fjölmennan, heldur hitt, að hann fór jafnan sinar eigin leiðir, en ba'rst ekki með straumum sam- Tíðar sinnar. Hann fylgdi frá upp- hafi þjóðlegri stefnu i skáldskap, bæði hvað snerti ytra form og val yrkisefna. Mörg kvæöa hans eru söguljóð. Hann gerði hvort tveggja, að velja sér yrkisefni úr sögum og sögnum og að segja sögur i ljóðum. Jakob var tals- maður einfalds og fábrotins lifs, og að sama skapi fengu fordild og yfirborðsmennska iöulega að kenna á beittu skopi hans. Fyrsta ljóöabók Jakobs Thor- arensens, Snæljós, kom út árið 1914. Hún varð þegar f stað mjög vinsæl og var lesin og keypt um allt land. — Þegar komnar voru fjórar kvæðabækur frá hendi höf- undar, sendi hann frá sér sitt fyrsta smásagnasafn. Það hét Fleygar stundir og kom út árið 1929, en alls komu út eftir Jakob Thorarensen tiu kvæðabækur og sjö smásagnasöfn. Tvær siðustu bækurnar, sem komu frá hendi hans, Náttkæla og Léttstig öld, komu árið 1966, þegar höfundur- inn stóð á áttræðu. Og þess má geta, að smásagan Helfró, sem vafalaust er þekktust sagna hans, er jafnframt með þeim allra elztu, gott ef ekki fyrsta sagan sem hann skrifaði. Athyglisverður munur er á fjársagnarhætti Jakobs Thorar- ensens i bundnu máli og óbundnu. Bundið mál notar hann sem tæki til boðunar og mótmæla, en i sög- unum glimir hann við persónur og skapgerðareinkenni. Jakob Thor- arensen byrjar kornungur að yrkja, og þegar á barnsaldri orti hann rimur um bændur i heima- byggö sinni. Fyrstu kvæði hans birtust i Óðni árið 1910. Þessa nýju útgáfu á verkum Jakobs Thorarensens hafa þeir annazt i sameiningu Eirikur Hreinn Finnbogason borgarbóka- vörður og Tómas Guðmundsson skáld. Þeir völdu úr verkum skáldsins, þvi að það var vilji Jakobs Thorarensens, að ekki yrði allt birt, sem eftir hann.lá. Gerir Tómas Guðmundsson grein fyrir þessu i formála og segir að ugglaust megi fullyrða, ,,að hér séu komin á einn stað öll þau skáldverk Jakobs Thorarensens, sem verulega máli skipta og hann lét sér annast um”. I þessari Utgáfu, sem er rúml. fimmtán hundruð blaðsiður, eru ljóð, sögur og leikrit, sem ekki hefur áður verið prentað, en hefur tvisvar verið flutt opinberlega. 1 ágætri ritgerð um Jakob Thorarensen og skáldskap hans, sem Eirikur Hreinn Finnbogason skrifar og birt er aftast i ritsafn- inu, kemst hann meðal annars svo að orði: „Jakob Thorarensen fordæmdi hvorki nýja timann né kaupstað- ar- eða borgarlif. En hann var talsmaður einfalds og fábrotins lifs sem eitthvað þurfti fyrir að hafa, af þvi að hann taldi það fóstra heilsteyptari manneskjur en fjölmenni kaupstaðanna. Vita- skuld gefa slikar skoðanir ekki neitt tilefni til að kalla höfund gamaldags og úr tengslum við samtiðina. En ef til vill allmjög sérstæðan á fyrri hluta og um miðbik 20, aldar.” A blaðamannafundi sagði Bald- vin Tryggvason, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins, að ef til vill væri það dirfska að ráð- ast i að gefa út svo stórt verk, ,,en þó viljum við ekki gefast upp”, sagði hann, og kvaðst vona, að skáldin ættu enn hljómgrunn hjá islenzku þjóöinni. —VS. Þannig litur nýja heildarútgáfan út — i vönduðu bandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.