Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. september 1975. TÍMINN 11 BAYERN SIGRAÐI LÉTTILEGA en Borussia náði aðeins jafntefli á heimavelli EVRÓPUMEISTARARNIR Bay- ern Munchen unnu öruggan sigur (5:0) yfir Luxemborgar-liðinu Jeunesse d’Esch i Luxemborg I gærkvöldi. Aðeins 18 þús. áhorf- endur sáu leikinn, sem Bay- ern-liðið hafði I höndum sér. Zobel (2) Schuster og Ruminigge (2) skoruðu mörk Bayern Munch- en. Borussia Mönchengladbach, meistaralið V-Þýzkalands, sem tekur þátt i Evrópukeppni meistaraliða eins og Bayern Munchen náði aðeins jafntefli (1:1) gegn Wacker Innsbruck á heimavelli sinum. 20 þús. áhorf- endur sáu Austurrikismennina taka forustu (1:0) i fyrri hálfleik, en Dananum Simonsen tókst aö jafna fyrir Borussia I siðari hálf- leik — úr vitaspyrnu. MANCHESTER UNITED MÆTIR ASTON VILLA Manchester United mætir Aston Villa á Villa Park I Birmingham i 3. umferð ensku deildarbikar- keppninnar, en annars mætast þessi lið: Aston Villa — Manch. Utd. Leeds — Notts County Torquay — Doncaster Arsenal eða Everton — Carlisle Hull — Sheffieid United Norwich eða Man. City — Nott. Forest. Birmingham — Wolves Leicester — Lincoln Mansfield — Country Fulham eöa W.B.A. — Petersbrough Bristol R. — Newcastle Liverpool — Burnley Middlesborough — Derby Q.P.R. — Charlton eöa Oxford Bristol C. eða West Ham — Darlington Crew — Tottenham 1. deildariiðin eru skrifuð með feitu letri. Keflvíkinqar taka mikla áhættu — með því að leika Evrópuleik sinn gegn Dundee United í Keflavík ★ „Við treystum því, að fólk fjölmenni á völlinn og styðji við bakið á okkur", sagði Hafsteinn Guðmundsson, formaður ÍBK HINIR nýkrýndu bikarmeistarar frá Keflavik verða i sviösijósinu á þriðjudaginn kemur, þegar þeir mæta skozka spútnik-Iiðinu Dundee United á grasvellinum I Keflavík I UEFA-bikarkeppní Evrópu. Kefl- vikingar brjóta þá blað I islenzkri knattspyrnusögu, þar sem þeir leika fyrsta leikinn i Evrópukeppni, sem fram fer utan Reykjavikur, en hingað til hafa allir leikir I Evrópukeppninni farið fram á Laugardals- vellinum. Það hefur lengi veriðdraumur Keflvikinga að geta leikið Evrópuleiki sina á heimavelli. Það sem komið hefur I veg fyrir það, fram að þessu, er aö mikil áhætta er að leika Evrópuleiki utan Stór-Reykjavikursvæðisins, þar sem aðsókn að stórleikjum er mest. Nú hafa Keflvíkingar sýnt stórhug með þvi að leggja út I það ævintýri að leika Evrópuleik sinn á Suðurnesjum — og yfirgefa þannig Laugar- dalsvöllinn. Það eru margar ástæður fyrir þvi, að Keflvikingar leggja út I þetta ævintýri. Ein aðalástæðan er su, að Valsmenn komu I veg fyrir að leikurinn færi fram 17. september, eins og upphaflega var ákveðið. Það gerðu þeir með þvl að leika gegn Celtic á Laugar- dalsvellinum 16. september — þannig að útilokað var fyrir Kefl- víkinga að leika þar daginn eftir. Laugardalsvöllurinn er þar að auki I mjög slæmu ástandi um þessar mundir, svo að Keflvik- ingar ákváðu að leika heimaleik sinn á Keflavlkur-vellinum, sem er nú I mjög góöu ástandi — slétt- ur sem teppi. Með þvl aö leika á honum geta Keflvlkingar boðið upp á betri knattspyrnu heldur en náðst hefði I moldarsvaðinu I Laugardal. Þaö er ljóst, að Keflvlkingar verða að fá 4-5 þús. áhorfendur á leik sinn gegn Dundee United, ef „Evrópu-ævintýrið” þeirra á að standa undir kostnaði. — Við treystum þvi, að knatt- spyrnuunnendur komi á völlinn til þess að gera þetta ævintýri mögulegt, sagði Hafsteinn Guö- mundsson, formaður IBK. þegar Timinn spurði hann, hvort aö hann væri bjartsýnn á, að þetta myndi borga sig. — Það hefur lengi veriö draumur okkar að geta leikið Evrópuleiki okkar I Keflavlk, þar sem hinir tryggu áhangendur Keflavikur-liðsins ættu auðveld- ara með að koma og sjá liðiö leika gegn frægum liðum frá Evrópu. Þessi draumur okkar er nú að rætast, og ég hef ekki trú áöðru en að Suðurnesjamenn og aörir fjöl- menni á völlinn til að styðja við bakið á okkur — þannig að við getum I framtlöinni leikið Evrópuleiki okkar I Keflavik. Við höfum hingað til leikiö heimaleiki okkar hér á landi og veitt knatt- spyrnuunnendum tækifæri til að sjá heimsfræg lið eins og Ever- ton, Tottenham, Ferencvaros og EINAR GUNNARSSON.... hinn kraftmikli fyrirliöi Keflavfkurliðs- ins: „Við erum ákveðnir I, að leggja Dundee-liöiö aö velli f þessum fyrsta leik okkar I Evrópukeppninni I Kefiavik”. Real Madrid. — Nú treystum við þvl að knattspyrnuunnendur komi til þess aö sjá fyrsta Evrópuleikinn, sem leikinn verð- ur utan Reykjavlkur, sagði Haf- steinn að lokum. Þaö er ekki að efa, að knatt- spyrnuunnendur hlaupa undir bagga með Keflvikingum með þvi að fjölmenna á völlinn. Keflvlk- ingar hafa hingað til sýnt stórhug I sambandi við Evrópukeppni. Menn muna eflaust eftir þvl, þeg- ar þeirn voru boðnar margar milljónir króna fyrir að leika báða leikina gegn Hibernian I Edinborg. Keflvíkingar sögðu þá: Nei takk, við leikum okkar heimaleik á Islandi! Þá sviku þeir ekki Islenzka knattspyrnuunnendur, þrátt fyrir mjög freistandi boð. Nú mega knattspyrnuunnendur ekki svlkja Keflvikina, sem taka þá áhættu að leika gegn Dundee United i Keflavik. iReal .Madrid Isigraði ISpánska meistaraliðið Real Madrid vann góðan sigur (4:1) yfir Dinamov Bukarest frá Rúmeniu á Estado Santiago Bernabeu-leikvellinum I Madrid I gærkvöld i Evrópukeppni Imeistaraliða. Það voru þeir San- tillana (2), Netzer og Martinez, sem skoruðu mörk Real Madrid. Tveir leikmenn skoruðu 5 mörk I Evrópuleik i gærkvöldi. Það var IRússinn Markarov.sem skoraði 5 mörk fyrir Ararat Yerevan gegn Kýpur-liðinu Anorthosis — 9:0. Þá skoraði Júgóslavinn Ibrahim- begovic5 mörk fyrir Borac Banja ILuka gegn Rumelange frá Luxemburg — 9:0. Báðir þessir leikir voru I Evrópukeppni bikar- hafa. Júgóslaviu-meistararnir IHadjuk Split, mótherjar Keflvik- inga sl. keppnistimabil, voru i sviðsljósinu I gærkvöldi I Evrópu- keppni meistaraliða. Hadjuk Split vann stórsigur (5:0) gegn Florian Valetta — á Möltu. Zungul (3), IBuljan og Surjak, skoruðu mörk Spilt-liðsins. Stórliðin tapa: Juventus frá ítaliu tapaði (1:2) Ífyrir CSKA Sofia i Evrópukeppni meistaraliða I Sofiu. Anderlecht frá Belgíu tapaöi I Evrópukeppni bikarhafa — 0:1 fyrir Rapid Búkarest frá Rúmeniu i Búka- rest. Markið var sjálfsmark. IBarcelona frá Spáni tapaði (3:1) mjög óvænt i UEFA-bikarkeppn- inni — gegn Poak Salonika i Grikklandi. IAÐALFUNDI Knattspyrnufé- lagsins Fram, sem halda átti I kvöld <>r frestað um eina viku — til fimmtudagsins 25. september. —Stjórnin. lAðalfund frestað ^mtm^mmamammmmmmmmmm Ensku liðin í Evrópukeppni: r 0 DERBY TAPAÐI I BRATISLAVA Englandsmeistararnir frá Derby sóttu ekki gull i greipar leikmanna Slovan Bratislava frá Tékkóslóvakiu, þegar þeir leiddu saman hesta sina I Brat- islava. 45 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem var fjörugur. Allt ætlaði um kóll að keyra á áhorf- endapöllunum, þegar Masny skoraði sigurmark (1:0) tékk- neska liðsins — I slðari hálfleik. Þrátt fyrir tapið, þá eru leik- menn Derby sigurstranglegri, þar sem þeir eiga eftir að mæta Tékkunum á heimavelli sinum Baseball Ground. Bikarmeistari Englands West Ham slapp með skrekkinn I Hel- sinki — þegar „hammers” mátti sætta sig við jafntefli (2:2) gegn Lehden Reipas i Evrópukeppni bikarhafa. Tre- ★ Ipswich vann góðan sigur í Rotterdam ★ West Ham slapp með skrekkinn ★ Aston Villa fékk skell ★ Liverpool tapaði ★ Everton gerði jafntefli gegn AC Milan vor Brooking og Billy Bonds skoruðu mörk „Hammers”. Þá mátti Marsey-liðið Ever- ton sætta sig við jafntefli (0:0) I UEFA-bikarkeppninni. 31.917 áhorfendur sáu AC Milan-liðið frá ítaliu — liðið, sem knatt- spyrnusnillingurinn Rivera náðu yfirtökunum á I vikunni, með þvl að kaupa mikið magn af hlutabréfum. Rivera á nú yfir 50% af hlutabréfum félagsins — tryggja sér jafntefli á Goodison Park. Hitt Marsey-liðið Liverpool mátti þola tap (0:1) á Easter Road I Edinborg, þegar liðið mætti Hibs I UEFA-bikarkeppn- inni.Þaðvar Joe Harper—einn af 5 leikmönnum, sem dæmdir voru I ævilangt leikbann með skozka landsliðinu — sem skor- aði mark Hibs, við geysileg fagnaðarlæti hinna 19.219 áhorf- enda, sem mættu á Easter Road. Aston Villa tapaði stórt (1:4) I Antwerpen i Hollandi, þegar Birmingham-liðið mætti Ant- werp FC i UEFA-bikarkeppn- inni. Kodat var hetja Antwerp- en :-liðsins — skoraði „hat-trick” — þrjú mörk, en mark Villa skoraði Ray Gray- don. Ipswich-leikmennirnir voru i LEICESTER Leic'ester tryggði sér rétt til að leika gegn Lincoln i 3. umferð ensku bikarkeppninnar, þegar liðið vann sigur yfir Portsmouth 1:0 I framlengingu á Filbert Street. Urslit i keppninni urðu þessi I gærkvöldi: essinu sinu i Rotterdam I Hol- landi, þegar þeir unnu góöan sigur (2:1) yfir Feyenoord I UEFA-bikarkeppninni. Why- marknáði forystu fyrir Ipswich, en de Jong jafnaöi fyrir Hol- lendingana. Hetja Angeliu-liös- ins varð svo David Jcfðnson, sem tryggði Ipswich sigur 15 min. fyrir leikslok. ÁFRAM Exeter — Torguay 1:2 Oxford — Charlton........1:1 Leicester — Portsmouth ....1:0 Man. City — Norwich ....2:2- Þriðjudag: Wolves — Swindon.........3:2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.