Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI 1/^^M.. aMMal I TARPAULIN RISSKEMMUR Lcmdvélarhf c 213. tbl. —Föstudagur 19. september—59. árgangur HF HORÐUR GUNNARSSOK SKÚLATÚNI6-SÍM! 9D1946Q Ekkert verður úr loðnu- veiðum fyrir norðan ------> o Möguleikar á olíu frá Noregi næsta ár NORÐAAENN REIÐUBÚNIR AÐ AÐSTOÐA OKKUR VIÐ OLÍULEIT VIÐ ÍSLAND Hætt við strompana á fiskimjöls- verksmiðjur o HHJ-Osló — Mögulegt er, aö hafinn verði innflutningur á norskri oliu til tslands, þegar á næsta ári. Slikur innflutningur var meöal þess sem Geir Hallgrimsson forsætisráðherra og Tryggve Bratteli, forsætisráöherra Noregs, ræddu á 2—3 tima löngum fundi I gær- morgun. — Norömenn munu, ef til kemur, selja okkur olluna á heims- markaðsver&i, sagöi Geir Hallgrlmsson I viðtali við Tlmann, eftir fundinn. Hins vegar er mögulegt að ódýrara verði að flytja oliuna til Islands frá Noregi en Rússlandi — og norska ollan yrði Islenzkum noíendum þannig ódýrari, sagði Geir. Auk þess bauð Bratteli fram alla þá hjálp sem Norðmenn gætu veitt okkur I sambandi við rann- sóknir og nýtingu ollu, ef svo kynni að fara að hafin yrði oliuleit við tsland. Þá ræddu forsætisráðherrarnir efnahagsmál og stjórnmál al- mennt. Norðmenn reka nU þjóðarbU sitt með nokkrum viðskipta- halla I trausti þess að ollan muni jafna metin þegar vinnsla verður komin I fullan gang, en þá er áætláð að dæla upp 80—90 milljónum tonna á ári. A fundi forsætisráðherranna I gær voru einnig Fryden- lund, utanrlkisráðherra og Gjerde, kirkju- og menntamálaráð- herra, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri og Agnar Kl. Jónsson sendiherra. 1 gærdag skoðaði forsætisráðherra olluborpall, sem er I smiðum hjá Nylands Verksteder I Osló. — Ég ætla nú ekki að leggja inn pöntun á borpalli I þetta skipti, sagði Geir að skoðuninni lokinni, enda er tækni ekki enn komin á það stig, að unnt sé að bora á svo miklu dýpi, sem eru á þeim svæð- um norðaustur af tslandi, þar sem olla kann að leynast. 1 gærkvöldi sátu forsætisráðherrahjónin boð norsku rlkisstjórnar- innar I Akershus-höllinni, og I dag ræðast Bratteli og Geir enn við, og munu þá m.a. f jalla um landhelgismálið, alþjóðamál, samvinnu Norðurlandanna, Efnahagsbandalagið og NATO. Evensen hafrétt- arráðherra verður viðstaddur þær umræður. Að þeim umræðum loknum tekur Noregskonungur á móti forsætisráðherrahjónunum og heldur þeim hádegisverðarboð. MEGNIÐ AF NYJU ERLENDU EFNI SEM SJÓNVARPIÐ FÆR, ER í LITUM Síldarverðið ekki ákveðið BH-Reykjavik. — Megnið af öllu nýju efni, sem sjónvarpið fær er- lendis frá, er I litum, og það helzta, sem við fáum I svart/- hvltu, eru fréttamyndirnar og eintakið sem við fáum af brezku knattspyrnunni. Það er talsverð- ur þrýstingur á Sjónvarpið af hálfu áhorfenda, hvað snertir ákvörðun um, hvort lrtasjónvarp verður tekið upp, en sllk ákvörð- un er ekki á okkar valdi, heldur menntamálafáðuneytisins. Þannig komst Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, að orði við Timann I gær, er við höfðum samband við hann I framhaldi af forslðufrétt okkar um hugsanlegan innflutn- ing á tækjabúnaði til að ná litaefni sjónvarpsins. — Það er augljóst mál, að eitt- hvað er komið af litasjónvarps- tækjum inn i landið, og við höfum orðið varir við talsverðan þrýst- ing frá sjónvarpsnotendum, sem vilja að ákvörðun um litasjón- varp verði tekin, af eða á, og ef af yrði, þá hvenær. Þessu ganga menn eftir, ekki sizt með tilliti til þess, að nú er komið aö þvl, að margir þurfa að fara að endur- nýja tæki sln, eins og eðlilegt er eftir allt að tlu ára notkun. En það er sem sagt mál æðri stjórnvalda, hvort litasjónvarpið skuli tekið upp, og siðan okkar verkefni að koma þvl i kring á tilteknum tlma, ef af verður. Um það, hvernig það mætti verða, vildi Pétur ekki tjá sig nánar, og sagðist blða ákvörð- unarinnar. Þá kvaðst hann ekki gera sér grein fyrir þvl„ hversu mörg litasjónvarpstæki væru komin I notkun hérlendis, sllkar tölur lægju ekki fyrir, en vafa- laust fjölgaði þeim eitlhvað. Gsal-Rvik— Yfirnefnd Verðlags- ráðs Sjávarútvegsins hélt fund i gærkvöldi, þar sem ákveða átti endanlegt sildarverð. Þegar blað- ið fór I prentun rétt fyrir mið- nætti, var fundinum enn ekki lok- ið og fundarmenn vörðust allra fregna, þannig að ekki er hægt að skýra frá verðinu að svo stöddu. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Ltú sagði I gær, að liklegt væri að síldarverðið yrði ákveðið á fundinum og að bátarn- ir myndi halda til veiða strax og veður leyfir. — Við gengum ekki að kröfum þeirra, en komum hins vegar óneitanlega á móti óskum þeirra. Eins og kunnugt er, hafa rek- netasjómenn, sem aðallega gera út frá Höfn i Hornafirði, ekki . haldið til veiða siðan 15. þ.m., er þeir vildu ekki sætta sig við sild- arverðið. Kröfur þeirra voru að tveir verðflokkar yrðu á sildinni, fyrir sild stærri en 32 sm, kr. 40,50 og fyrir sild minni en 32 sm, kr. 30,50. Ennfremur kröfðust þeir 10% hækkunar á frystri sild. Verðlagsráð Sjávarútvegsins bauð hins vegar mun lægra verð, eöa kr. 38.- og 24.-, sem rekneta- sjómenn höfnuðu. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LIÚ og Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri FFSI fóru til Hafnar i Horhafirði og héldu fund með sjómönnum og útgerðarmönnum. —. Dregizt hefur úr hömlu, að sildarverðið verði ákveðið, en reknétasjómenn standa fast á sinu með það, aö þeir fara ekki til reknetaveiða, fyrr en að gengið verður að kröf- um þeirra. . Talsvert er farið að kaupa litasjónvarpstæki, en verð á þeim er nú á bilinu frá 186 til 290 þúsund krónur. Björn Jónsson, forseti ASÍ: Verkalýðshreyfingin ætlar að koma fram sem ein heild Armannsfellsmálið speglar stórfellda fjármálaspillingu | hjá ráðamönnum borgarinnari Viðtal við Kristján Benediktsson, borgarráðsmann mmmmmmmmmmmmmmi OPNA BH-Reykjavlk — Það var ein- dreginn vilji allra þeirra, sem sátu þennan miðstjórnarfund ASI að koma fram sem ein heild i samningaviðræðunum, sem fyrir dyrum standa, sagði Björn Jóns- son, forseti ASt, i viðtali við.Tim- ann, að afloknum miðstjórnar- fundi ASl i gær. — Það má eigin- lega segja, að slagurinn sé hafinn með þessum fundi. Nú snúum við okkur að þvi að ganga frá undir- biiningi ráðstefnunrar, sem hald- in verður i nóvember. Þar geri ég ráö fyrir, að gengið verði frá samræmdum kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar á hendur at- vinnurekendum, og ég geri alveg ráð fyrir þvi, að það verði eitt af meginverkefnum ráðstefnunnar að skipa samninganefnd fynr hönd verkalýðshreyfingarinnar til aðmæta atvinnurekendum. Að öðru leyti visa ég til samþykktar þeirrar, sem gerð var einróma á þessum miðstjórnarfundi. En ég vil undirstrika það, að það var ekki á neinum annað að heyra en áð aðildarfélög ASt kæmu fram sem ein heild i þessum samninga- viöræöum, sem fyrir dyrum standa . Sjá ályktun W miðstjórnar ASÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.