Tíminn - 19.09.1975, Síða 3

Tíminn - 19.09.1975, Síða 3
Föstudagur 19. september 1975. TÍMINN 3 EKKERT VERÐUR ÚR LOÐNUVEIÐUM VIÐ NORÐURLAND Nýja árgerðin kemur, þótt enn sé mikið Gsal—Reykjavlk — Ljóst þykir nú, að ekkert verði úr loðnuveið- um fyrir Norðurlandi í haust, eins og áformað var. Hafrannsókna- skipið Arni Friðriksson hefur leit- að að loðnu fyrir Norður- og Vest- urlandi um aillangan tima, en haft lltið upp úr krafsinu. Skipið var sem kunnugt er sent til þess- ara athugana vegna tilmæla sjávarútvegsráðuneytisins, I þvl augnamiði að athuga, hvort ekki fyndist stærri og betri loðna á þessum slóðum, heldur en sú, er veiddist I sumar. Að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar fiskifræðings um borð I Arna Friðrikssyni hefur 'aðeins fundizt mjög dreifð loðna á þess- um slóðum, og alls ekki I veiðan- legu ástandi. — Við byrjuðum að kanna svæði út af Vestfjörðum, en fyrir u.þ.b. þremur vikum höfðu togarar orð- ið varir við töluverðar loðnugöng- ur á þeim slóðum, um 50-mílna linuna. Við fundum hins vegar enga loðnu, sem hægt hefði verið að eiga við. Siðan könnuðum við mjög stórt svæði þarna austur af, alveg austur að Sléttugrunni, — og á þvi svæði fundum við aðeins mjög dreifða loðnu á stöku stað. Að lokum héldum við aftur á vest- ursvæðið, og nú höfum við verið þar I þrjá sólarhringa, og aðeins fundið mjög dreifða loðnu. Hjálmar nefndi, að veðrið hefði yfirleitt verið mjög slæmt, og hefði það eflaust haft einhver áhrif. Sagði Hjálmar, að nú væri skipið á heimleið og ljóst væri, að frekari leit að veiðanlegri loðnu fyrir Norðurlandi yrði ekki gerð I haust. Hjálmar sagði, að mjög erfitt væri að gera þessar athuganir á einu skipi, og i raun og veru gætu þeir ekki fullyrt annað en að ekki hefði fundizt veiðanleg loðna á þeim tíma, er skipið var á þessum slóðum. Hins vegar gætu þeir alls Engin síld- veiði enn Gsal—Reykjavik — Sildveiðar i hrepinót höfðu enn engan árangur borið, er siðast fréttist, og I gær hafði engin söitunartilkynning borizt til Sildarútvegsnefndar. Bræla var á miðunum i gær, og þá var aðeins vitað um tvo báta á miðunum, Asberg RE 22 og Helgu Guðmundsdóttur BA 77. ekki fullyrt, að veiðanlega loðnu væru ekki hægt að fá. Engir bátar hafa verið I leit að loðnu á þessum slóðum frá þvi loðnuveiðunum var hætt i sumar, vegna þess hve loðnan var smá og verðið lágt. Hins vegar sagði Hjálmar, að staðið hefði til um daginn að einn bátur færi á veiðarnar, en af því hefði þó ekki orðið. Kvað Hjálmar það mjög bagalegt, að bátar hefðu ekki tek- ið þátt I þessari loðnuleit. UM ÞESSAR MUNDIR er að koma á markaðinn „Arið 1974 — stórviðburðir liðandi stundar I myndum og máli með isienzkum sérkafla.” Er þetta tiunda árbók- in, sem Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út; en sú fyrsta var árið 1965. íslenzkur sérkafli hefur fylgt árbókinni frá 1966. Árið 1974, sem nú kemur á markað, er um 320 blaðsíður að stærð I stóru broti. Auk alþjóðlega viðburðakaflans er sérstakur kafli um íþróttir. íslenzki sérkafl- inn einkennist mjög af þjóðhá- tiðarárinu, og hefur m.a. að geyma myndir frá Þingvalla- hátlðinni. Þá má nefna mikil átök Loðnan. sem veiddist I sumar var smá, og var það aðallega loðna á öðru ári. Sagði Hjálmar, að sú loðna, sem þeir hefðu fund- ið, hefði hins vegar verið stærri, eða þriggja ára loðnu, — en þvi miður of dreifð til þess að hægt væri að veiða hana. óseldir bllar af fyrri árgerð á þaki vöruskemmu Eim- skipafélagsins. Timamynd: Gunnar á stjórnmálasviðinu, tvennar kosningar, aukaþing og stjórnar- skipti, svo og heimsókn Noregs- konungs og snjóflóðin I Neskaup- stað. Útgefandi alþjóðlegu útgáfunn- ar er Weltrundschau I Sviss. Aðalritstjóri er Erich Gysling. ís- lenzku útgáfuna annast Gisli Ólafsson ritstjóri, Björn Jóhanns- son fréttastjóri annast Islenzka sérkaflann og umbrot Hafstéinn Guðmundsson, forstjóri Þjóðsögu. Flestar myndirnar ’erú eftir ljósmyndara dagblaðanna. Árbókinni fylgir nafnaskrá, staða-og atburðaskrá og skrá yfir höfunda ljósmynda islenzka sér- kaflans. Að þessu sinni er árbókin prent- uð hjá Offset-Buchdruck I Zurich I Sviss. STÓRVIÐBURÐIR ÁRSINS 1974 f MYNDUM OG MÁLI Vegurinn lagður í sjdvarmálinu til að vernda sérstæða náttúru SJ—Reykjavik — Verið er að leggja veg fyrir Hjarðarnes, sem er á milli Kjálkafjarðar að austan og Vatnsfjarðar að vestan. Byrj- að var að austan, og er vegur- var vegurinn lagður I fjörunni á meira en eins kílómetra svæði og varnargarður gerður sjávarmeg- in. Náttúruverndarráð fór nokkr- um sinnum vestur á Barðaströnd til að kynna sér staðhætti og gekk m.a fjöruna á þessum slóðum. Þjóðbrautin lá áður yfir Hjarðar- nesið I framhaldi af Þingmanna- heiði, en þegar þessari vegargerð er lokið, verður farið umhverfis nesið. Þaðerm.a. snjóléttari leið. Þá er brúarvinnuflokkur einnig að störfum á þessum slóðum og er nú að gera brú yfir Þingmannaá. Er það mikið mannvirki, og verða stöplarnir niu metra háir. Verk- stjóri brúarvinnuflokksins er Ás- geir Kristinsson, en Bragi Thor- oddsen er fyrir flokknum, sem vinnur að vegargerðinni. Samstarfsnefndir náttúru- verndarmanna og vegagerðar- innar eru nú starfandi I öllum landshlutum, og er þessi ráða- breytni eitt dæmi af fleirum um góða samvinnu þessara aðila. inn nú kominn út fyrir Hörgsnes, sem er yzt á Hjarðarnesi. Þar er mjög sérkennilegt landslag, klappir, trjágróður og klettar, og vegna náttúruverndarsjónarmiða óselt af þeirri eldri Þótt enn sé mikiö óselt af innfluttum bilum af slðustu árgerð, eru fyrstu bllarnir af árgerð 1976 farnir að berast til landsins. Þessa mynd tók G.E. i gær þegar Volvo árgerð 1976 kom á hafnarbakk- ann I Reykjavík. Hafsteinn Guömundsson, forstjóri Þjóðsögu, tneð árbækurnar tiu. Þjóðsaga varð fyrst til aö taka upp i útgáfuna sérkafla um viökomandi land, siðan fylgdu Frakkar og tsraelsmenn i kjölfarið, og nú hafa öll út- gáfufyrirtækin 13, sem standa að útgáfu árbóka, tekið upp sérkafla fyrir sin lönd. Tlmamynd: G.E.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.